Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
369.750 kr
.
Tilboðsverð
697.500 kr
.
Tilboðsverð
449.400 kr
.
Tilboðsverð
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
Afar einfalt er
að reisa húsin
okkar
Uppsetning te
kur aðeins ein
n dag
BREKKA 34
- 9 fm
STAPI - 14,98 fm NAUST - 14,44
fm
25%
afsláttur
25%
afsláttur
30%
afsláttur
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
TIL Á LAGER VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við teljum að stjórnvöld hljóti að
vera að rýna vel í gögnin og væntum
þess að það komi fram á allra næstu
vikum til hvaða
ráðstafana þau
ætla að grípa og
hver sé þeirra af-
staða til málsins,“
segir Eybjörg
Hauksdóttir,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
fyrirtækja í
velferðar-
þjónustu (SFV).
Forsvarsmenn samtakanna hafa
fundað síðustu daga með heilbrigð-
isráðherra, fjárveitinganefnd og vel-
ferðarnefnd Alþingis.
Í skýrslu verkefnisstjórnar sem
ráðherra skipaði til að greina
rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
kemur fram að mikill halli er á
rekstri hjúkrunarheimilanna í land-
inu. Þá liggur fyrir að heimilin verða
fyrir miklum viðbótarkostnaði
vegna styttingar vinnutíma vakta-
vinnufólks sem tók gildi um nýliðin
mánaðamót.
Eybjörg segir að ekki hafi komið
neitt ákveðið fram á fundum með
stjórnvöldum um hvernig brugðist
verði við rekstrarvanda hjúkrunar-
heimilanna. Ráðherra hafi hins veg-
ar sagt að komið verði til móts við
kostnað vegna vaktavinnunnar. „Við
höfum miklar væntingar til þess að
stjórnvöld grípi inn í og bæti við
fjármagni til hjúkrunarheimila enda
er það skýrt að full þörf er á því,“
segir Eybjörg.
Undantekning sannar reglu
Í svari heilbrigðisráðuneytisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins um
hvað verði gert í málunum sem sagt
var frá í blaðinu í gær kemur fram
að í skýrslu verkefnisstjórnarinnar
hafi ekki komið fram hvers vegna
sum hjúkrunarheimili geti rekið sig
með afgangi en önnur ekki. Þá er
það nefnt að sum greiði hærri laun
en samið hafi verið um á vegum rík-
isins. Eybjörg kannast við þessa
umræðu. Hún segir að fulltrúar heil-
brigðisráðuneytisins og Sjúkra-
trygginga hafi setið í verkefna-
stjórninni og segist hún ekki vita til
þess að þeir hafi talið skýrsluna
ófullnægjandi.
„Við vissum að þessi skýrsla
myndi ekki svara öllum spurningum
um rekstur hjúkrunarheimila. Það
að fimm heimili séu að reka sig rétt-
um megin við núllið er undantekn-
ingin sem sannar regluna,“ segir
Eybjörg og telur að ýmsar skýring-
ar kunni að vera á því. Nefnir hún að
í sumum gömlum hjúkrunarheimil-
um séu enn tvíbýli eða jafnvel þrí-
býli. Sum séu með stórum spítala-
göngum og stórum deildum. Þá séu
aðstæður og aðbúnaður misjöfn.
Rekstur slíkra heimila sé eðlilega
ódýrari en hjúkrunarheimila sem
byggð eru og rekin eftir kröfum rík-
isins.
Varðandi launagreiðslurnar segir
Eybjörg að kjarasamningar við
starfsfólk flestra stóru hjúkrunar-
heimilanna á höfuðborgarsvæðinu
séu þeir sömu og ríkið semji um.
Segir hún að gögnin sem skýrslan
grundvallist á liggi væntanlega hjá
KPMG og ætti því að vera fljótlegt
fyrir ráðuneytið að rýna þau, ef eitt-
hvað skorti á upplýsingar.
Vonast eftir ráðstöfunum á næstunni
Morgunblaðið/Eggert
Þríeykisganga Íbúar og starfsfólk Seljahlíðar viðra sig í hléi á faraldri.
- Forsvarsmenn hjúkrunarheimila funda með heilbrigðisráðherra, fjárlaganefnd og velferðarnefnd
- Ekki hafa fengist skýr svör en þess er vænst að stjórnvöld auki fjárveitingar til starfseminnar
Eybjörg H.
Hauksdóttir
„Í næstu kosningum verður kosið
um það hvaða stefnu íslenskt sam-
félag á að taka að loknum faraldri.
Þar viljum við Vinstri-græn vísa
veginn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra og formaður
Vinstri-grænna, í setningarræðu
sinni á rafrænum landsfundi Vg
sem hófst síðdegis í gær.
„Við ætlum að byggja á því sem
gert hefur verið á kjörtímabilinu og
halda áfram að gera betur,“ sagði
Katrín. Fram undan væru bæði
krefjandi og spennandi tímar og við
blasti uppbygging sem þyrfti að
vera græn, sjálfbær og réttlát.
Vegvísar eða vindhanar
„Við höfum verið óhrædd við að
endurskoða hugmyndir okkar og
sömuleiðis að leggja fram róttæka
stefnu sem oft hefur orðið að meg-
instraumspólitík síðar meir. Við
höfum verið óhrædd við að vísa veg-
inn þvert á tískustrauma og svo
sannarlega ekki snúist eftir því
hvernig vindar blása,“ sagði Katrín.
„Við höfum stundum haft óvin-
sælar skoðanir og tekið óvinsælar
ákvarðanir þegar okkur hefur þótt
þær réttar ákvarðanir. Núverandi
stjórnarsamstarf var óvinsælt af
mörgum sem ákváðu fyrir fram að
við fengjum engu ráðið og myndum
engu koma í framkvæmd. En annað
hefur komið á daginn,“ sagði hún.
Fór Katrín yfir árangurinn sem
náðst hefði í fjölmörgum málum á
kjörtímabilinu, stór framfaramál
hefðu náð í gegn, og sagði að stjórn-
málaflokkar og stjórnmálamenn
gætu valið um það hvort þeir fylgdu
stefnu eða hefðu skoðanir á öllu
sem upp kæmi. „Hvort þeir eru
vegvísar eða vindhanar. Og Vinstri-
græn hafa kosið að fylgja okkar
stefnu örugglega og halda okkur
við hana óháð sviptivindum ein-
stakra daga.“
Vilja að Alþingi afgreiði auð-
lindaákvæðið fyrir kosningar
Fór Katrín yfir aðgerðir stjórn-
valda á erfiðum tímum í heims-
faraldrinum, sem snerust um að
vernda líf og heilsu og styðja við af-
komu almennings og atvinnulífs, og
fram undan væru stór viðfangsefni.
Vg vildu auðlindaákvæði í stjórn-
arskrána „og sanngjarna rentu
þeirra sem nýta sameiginlegar auð-
lindir landsins til samfélagsins. Og
best væri að Alþingi afgreiddi það
fyrir kosningar“, sagði hún.
Halda þyrfti áfram að styðja og
efla grunnrannsóknir og nýsköpun
og styðja við uppbyggingu ferða-
þjónustunnar. Vg vildu stórefla inn-
lenda matvælaframleiðslu og orku-
skipti þyrftu að eiga sér stað í
sjávarútvegi. Minnti hún útgerðar-
fyrirtækin á að þau gætu lagt meira
til samfélagsins með því að draga
hratt úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
Sagði hún þörf á að endurmeta
framfærslu aldraðra og horfa þar
sérstaklega til tekjulægsta hópsins
og endurskoða lífeyristökualdur til
hækkunar svo sveigjanleg starfslok
væru raunverulegur kostur. Katrín
sagði að kynbundið og kynferðis-
legt ofbeldi og áreiti væri mein-
semd í samfélaginu og á komandi
kjörtímabili þyrfti að stíga stærri
skref til að tryggja réttarstöðu
brotaþola. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Setning landsfundar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri-grænna, flytur opnunarræðu við
setningu rafræns landsfundar Vg í gær. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, flutti ávarp á fundinum.
„Óhrædd við að endur-
skoða hugmyndir okkar“
- Vill byggja á því sem gert hefur verið á kjörtímabilinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arnarlax hefur keypt tvær fiskeld-
isstöðvar á Suðurlandi, aðra í Þor-
lákshöfn og hina á Hallkelshólum í
Grímsnesi, og hyggst koma þar upp
seiða- og stórseiðastöðvum fyrir sjó-
kvíaeldi sitt á Vestfjörðum.
Stöðin í Þorlákshöfn hefur verið
kennd við Náttúru fiskirækt og þar
er stundað matfiskeldi á bleikju.
Fisk Seafood, dótturfélag Kaup-
félags Skagfirðinga, hefur átt stöð-
ina um skeið. Þar er heimild fyrir
200 tonna heildarlífmassa.
Stöðin á Hallkelshólum hefur ver-
ið lengi starfandi og er í eigu Fjalla-
bleikju. Þar hefur verið stundað
matfiskeldi á bleikju og seiðaeldi.
Heimilaður heildarlífmassi er 100
tonn.
Framleiða stærri seiði
Arnarlax hyggst leggja niður
bleikjueldi í báðum stöðvunum, eftir
því sem næst verður komist, og
breyta þeim í seiða- og stórseiða-
stöðvar til að auka framleiðslu á laxi í
sjókvíastöðvum sínum á Vestfjörð-
um. Samkvæmt tilkynningu fyrir-
tækisins verður framleiðslugetan
um 800 þúsund seiði á næsta ári og
1,5 milljónir seiða á árinu 2023.
Hægt verður að auka meðalþyngd
útsettra seiða í um 250 grömm. Ef
nauðsynleg leyfi fást til framleiðslu í
nýju stöðvunum vonast fyrirtækið til
að hægt verði að auka framleiðslu í
laxeldi um sjö þúsund tonn á ári.
Laxaseiði úr
bleikjustöðvum
- Arnarlax kaupir af Fisk í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Arnarlax undirbýr aukn-
ingu á laxeldi í sjó á heimaslóðum.