Morgunblaðið - 08.05.2021, Side 6

Morgunblaðið - 08.05.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég er á leiðinni aftur út í lífið en staða mín er auðvitað allt önnur en var. Nú er bara að gera það besta úr stöðunni og sætta sig við aðstæður,“ seg- ir Pétur Oddsson á Ísafirði. Hann útskrifaðist fyrr í vikunni af Landspítalanum, þar sem hann hefur verið til lækninga og í endurhæfingu síðan hann lenti í alvarlegu slysi í september á síðasta ári. Hinn 17. september var Pétur, starfsmaður Orku- bús Vestfjarða, við störf í tengivirki í Breiðadal í Önundarfirði og fékk í sig 60 þúsund volta straum. Auk þess að skaðast innvortis brenndist Pétur mikið ofan mittis eða á 45% líkamans. Hann var strax fluttur suður til Reykjavíkur með sjúkra- flugi og fór þá strax í aðgerð – sem áttu raunar eftir að verða margar. Var fyrst á bráðamóttöku en síðan á gjörgæslu í 60 daga, lengstan hluta þess tíma í öndunarvél. Komst að fullu til sjálfs sín eftir 100 daga, á annan í jólum. Vil samloku með roastbeef og appelsín Aðgerðirnar sem Pétur gekkst undir urðu margar og miðuðust mikið við að bjarga brunninni húð hans og til þess var notað sáraroð, sem notað er til að flýta gróanda og undirbúa sárin fyrir húð- ágræðslu. Roðið, afurð úr þorski, er unnið í verk- smiðju fyrirtæksins Kerecis á Ísafirði. Reynslan af notkun roðsins í tilvikum þegar græða skal sár þykir góð, þá ekki síst í tilviki Péturs, sem í gær sagði starfsfólki á skrifstofu Kerecis í Reykjavík sögu sína. „Eitt af því sem ég missti við slysið var að geta kyngt. Varð því að fá alla næringu í gegnum mag- ann í langan tíma, en nú loksins get ég farið að borða aftur. Þó tekur tíma að þjálfa kyngingar- vöðvana aftur og mikið óskaplega hlakka ég til að geta aftur fengið mér samloku með roastbeef og appelsín!“ segir Pétur, sem man ekkert eftir slys- inu sem slíku. Sigurlínu Guðbjörgu Pétursdóttur konu hans, sem var fyrir tilviljun stödd í Reykja- vík þegar komið var með eiginmann hennar suður með sjúkraflugi, var hins vegar fljótt gert ljóst að staðan væri alvarleg og brugðið gæti til beggja vona. Sjálf vissi hún hins vegar að þrjóskt væri í sínum manni sem myndi fleyta honum langt, rétt eins og kom á daginn. Alls voru 7.000 fersenti- metrar lagðir á sárin á líkmana Péturs, en roðið á að flýta fyrir gróanda þeirra auk þess að hafa mildandi áhrif fyrir húðágærðslu. Þorskroðið í þróun í sex ár Þau Pétur og Sigurlína Guðbjörg hafa dvalist syðra síðan í september, en fóru heim í gær og verða þar í nokkra daga. Innan tíðar tekur svo við frekari endurhæfing á Reykjalundi. Þannig eru þrír fingur á vinstri hendi Péturs lamaðir, auk þess sem hann finnur víða fyrir máttleysi. Einnig kveðst hann þurfa að vinna andlega úr áfallinu. Læknarnir Halla Fróðadóttir og bræðurnir Þórir og Gunnar Auðólfssynir önnuðst aðgerð- irnar á Pétri, sem voru vandasamar í alla staði. Þannig skaðaðist Pétur á milta, lifur og nýrum en brunasárin voru mest. Fljótt beindust sjónir læknanna að því að nota til græðslu þorskroðið, en notkun á því í þessu skyni hefur verið í þróun síð- astliðin sex ár. Í því starfi hefur Hilmar Kjart- ansson bráðalæknir og þróunarhópur starfs- manna Kerecis verið í lykilhlutverki, en í sam- starfi við heilbrigðisstarfsfólk víða um lönd. Styrkir til að þróa græðandi meðferð við bruna- sárum hafa m.a. komið frá bandaríska hernum. Ánægjulegt að fylgjast með bata „Þróun lækningavara er ferli sem byggist á fag- legri nálgun, þróun og rannsóknum. Margt þarf að ganga upp svo vara og lækningamáttur hennar virki. Slíkt gerðist í tilviki Péturs og okkur hefur fundist ánægjulegt að fylgjast með bata hans,“ segir Hilmar Kjartansson. Roð af þorskinum reynist vel - Fékk straum í háspennuvirki og 45% af húðinni brunnu - Sárin gróa með afurð úr sjónum - Langri meðferð á sjúkrahúsi að ljúka - Endurhæfingin tekur við Morgunblaðið/Eggert Saman Pétur Oddsson brenndist mikið á efri hluta líkamans í slysinu. Með Sigurlínu Guðbjörgu konu sinni sagði hann starfsfólki Kerecis sögu sína í gær. Vörur fyrirtækisins gerðu kraftaverk í átt til bata. Morgunblaðið/Eggert Læknir Margt þarf svo vara og lækningamáttur hennar virki, segir Hilmar Kjartansson. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Afkoma ársins 2020 af rekstri utan- ríkisráðuneytisins er jákvæð sem nemur tæpum 1,2 milljörðum kr. samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri, þrátt fyrir að ráðueytið hafi staðið frammi fyrir einni stærstu áskorun síðari ára, að koma Íslending- um hvarvetna í heiminum aftur heim til Íslands vegna heimsfaraldursins. Góða rekstrarafkomu má að miklu leyti rekja til þess að ferðakostnaður og kostnaður vegna viðburðahalds lagð- ist niður að mestu, en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra segir að fleira hafi þurft til. Dregist saman að raungildi „Við höfum aldrei séð neitt í lík- ingu við það áður. Meirihluti utan- ríkisþjónustunnar vann við það verk- efni. Við höfum samt frá því fyrsta auðvitað reynt að nýta fjármagn eins vel og mögulegt er. Það hefur svo auðvitað verið mitt upplegg síðan ég byrjaði í stjórnmálum að fara vel með almannafé og það verður það áfram. Í mínum huga fer það ekki endilega alltaf saman að auka fjár- útlát og bæta þjónustu, að mínu mati er það röng hugsun að svo sé,“ segir Guðlaugur í samtali við Morgunblað- ið. Ef útgjöld síðastliðins árs eru bor- in saman við útgjöld ráðuneytisins eins og þau voru árið 2007 er utan- ríkisráðuneytið annað tveggja ráðu- neyta þar sem útgjöld hafa dregist saman að raungildi frá því sem var fyrir síðasta efnahagshrun. Spenntur fyrir prófkjöri Guðlaugur Þór, sem gefur kost á sér í efsta sæti lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi, segist spenntur fyrir prófkjöri flokksins. Framboðsfrestur er ekki liðinn, en eins og sakir standa eru þau tvö í framboði, hann og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála- ráðherra. Guðlaugur segist spenntur að ræða við flokksmenn í Reykjavík um þau mál sem helst brenna á gras- rót flokksins. Jákvæð afkoma af rekstri ráðuneytis - Ferðakostnaður lagðist nær niður Guðlaugur Þór Þórðarson Í kjölfar annarrar #metoo-bylgju hefur umræðan um kynfræðslu í skólum fengið byr undir báða vængi á ný. Kall- að hefur verið eft- ir breytingum á núverandi fyrir- komulagi lengi, en sumir telja að fræðslan byrji of seint og sé ekki nógu yfirgripsmikil. Í desember skipaði Lilja Alfreðs- dóttir mennta- og menningarmála- ráðherra starfshóp sem hefur það markmið að efla kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, og er honum stýrt af Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrirlesara. Hópurinn á að greina með hvaða hætti unnt er að koma á markvissari kennslu um kynheilbrigði og kyn- hegðun og skila til ráðherra tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum sínum til Lilju í lok mánaðarins. „Ég held að hún muni styrkjast,“ segir Lilja spurð um þau áhrif sem hún telur niðurstöður hópsins hafa á kynfræðslu í skólum landsins. „Við settum hópinn á laggirnar meðal annars til að mæta þeirri stað- reynd að endurskoðunar er þörf á nálgun okkar á kynfræðslu.“ Nemendur hafi kallað eftir þeirri endurskoðun á fundum með ráð- herra, og því sé mikilvægt að á þá sé hlustað. „Svo fékk ég mjög góða áskorun frá starfshópnum um að það þyrfti að stíga fastar til jarðar hvað þetta varðar,“ segir Lilja. Margir telji kynfræðslu hafa stað- ið í stað svo árum skiptir, og tími sé kominn til breytinga. „Okkur finnst brýnt að vera í takt við tímann,“ segir Lilja og bætir við að vinnu starfshópsins miði vel og von sé á niðurstöðum á næstunni. Þá hafi ný #metoo-bylgja vitaskuld áhrif á þessi mál. Stíga þurfi fastar til jarðar - Kynfræðsla efld Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.