Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Varðskipið Týr siglir hér út úr Reykjavíkurhöfn í vikunni eft-
ir að hafa verið í bráðabirgðaviðgerð í Slippnum við Gömlu
höfnina. Varðskipið fer á ný til eftirlitsstarfa fyrir Landhelg-
isgæsluna. Gert er ráð fyrir að Týr sinni eftirlitsstörfum fyrir
Gæsluna þar til varðskipið Freyja kemur til landsins næsta
haust. Síðasta eftirlitsferð Týs var í janúar og febrúar sl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipið Týr til eftirlitsstarfa á ný fyrir Gæsluna
ÚR BÆJARLÍFINU
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Umræður um skipulagsmál eru oft
og tíðum ansi háværar, enda fólk
sjaldnast sammála þegar að þeim
kemur. Það hefur aldeilis verið
skeggrætt um hugmyndir að nýjum
og háum byggingum á Oddeyri í all-
an vetur. Sumum fannst hugmyndin
algjörlega frábær, öðrum algjörlega
ömurleg. Síðar í þessum mánuði fá
bæjarbúar tækifæri til að segja álit
sitt í rafrænum kosningum, sem hafa
þó kannski lítið að segja því verktak-
inn sem kom fram með hugmynd-
irnar hefur misst áhugann á svæðinu
eftir að breytingar voru gerðar sem
m.a. fela í sér að húsbyggingar þar
verða lægri en í fyrstu var gert ráð
fyrir.
Annað svæði sem heldur betur
hefur verið í umræðunni er svæði við
Tónatröð, á milli Spítalavegar og
Sjúkrahússins á Akureyri. Svæði
sem um árabil hefur verið í boði und-
ir einbýli en eftirspurn ekki verið
nein. Nú hefur fyrirtækinu SS Byggi
verið heimilað að gera nýtt deili-
skipulag á svæðinu en það sótti um
fimm lóðir við götuna undir fjölbýlis-
hús af hærri gerðinni. Bæjarstjórn
var ekki einróma í afstöðu sinni, sex
fulltrúar samþykktu en fimm
greiddu atkvæði á móti.
Í samþykkt bæjarstjórnar fyrr í
vikunni felst að SS Byggir hefur nú
heimild til að vinna að nauðsynlegum
breytingum í samráði við skipulags-
yfirvöld í bænum. Felur það í sér að
félaginu er veitt vilyrði fyrir lóðum á
svæðinu en endanleg úthlutun fer
ekki fram fyrr en skipulagsbreyt-
ingum er lokið náist um það sam-
komulag.
Samfélagsmiðlar hafa logað
stafna á milli og einkum og sér í lagi
hafa þeir sem mótfallnir eru þessum
breytingum haft sig í frammi. Á
stundum eru stóru orðin ekki spöruð.
Þá hefur komið til orðahnippinga
milli bæjarfulltrúa vegna þessa. Mál-
ið er greinilega funheitt í kulda-
tíðinni sem ríkir í höfuðborg hins
bjarta norðurs. Reyndar er það
kannski frekar regla en undantekn-
ing að Akureyringar hnakkrífist um
hæð húsa. Oft og iðulega þegar
áform um hærri byggingu en fjórar
fimm hæðir hafa verið kynnt og á
ákveðnum stöðum er ávallt hópur
fólks sem finnur sig knúið til að finna
þeim allt til foráttu.
Fjöldi flutningabíla fór um
Vaðlaheiðargöng í vikunni, sem
dæmi voru þeir 102 talsins á mið-
vikudaginn en það eru 9,4% af allri
umferð um göngin þann dag. Umferð
flutningabíla skilaði 37,3% af
veggjaldi þess dags. Allt árið 2020
var hlutfall flutningabíla um Vaðla-
heiðargöng 4,1% af heildarumferð og
16,3% hlutfall af veggjaldstekjum
ársins.
„Þetta er mikil umferð flutn-
ingabíla á einum degi, en má að hluta
til rekja til þess að verið var að fara
með varning í og úr Norrænu og
einnig var mikið um flutningabíla á
ferð með áburð austur í sveitir. Þeir
nýta sér líklega göngin mikið til að
sleppa við að fara skarðið fulllestaðir.
Þetta er í rauninni helmingi meiri
umferð en við erum að sjá vanalega,“
segir Valgeir Bergmann, fram-
kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga.
Endurgreiðsla er væntanleg
næstu daga til þeirra sem hafa haldið
skepnur í landi Akureyrarbæjar síð-
astliðin fjögur ár. Bæjarráð Akur-
eyrar samþykkti í vikunni að endur-
greiða gjöld um búfjárgjald sem
rukkað hefur verið inn síðustu fjögur
ár.
Búfjárgjald er lagt á þá sem eru
með skepnur, hross eða kindur svo
dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald
tóku breytingum árið 2013 þannig að
tekin var upp rafræn skráning og
hún fluttist yfir til Matvælastofn-
unar, MAST. Gjaldið er einmitt
hugsað til að standa straum af skrán-
ingu.
Nú hefur komið í ljós að Akur-
eyrarbær hefur rukkað búfjár-
gjaldið án lagaheimildar og því sam-
þykktu allir fulltrúar bæjarráðs að
greiða þeim til baka sem borgað hafa
gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann
tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur
og er um að ræða eitt gjald á hvern
þann sem heldur skepnur, sama
hversu margar þær eru. Gjaldendur
þetta tímabil eru á bilinu 170 til 190
þannig að heildarendurgreiðsla til
þeirra nemur ríflega 2 milljónum
króna.
Akureyringar
ylja sér við fun-
heitt háhýsamál
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Fyrirhuguð háhýsi munu tróna á svæðinu neðan við sjúkrahúsið og að kapellu við kirkjugarðinn. Miklar
umræður hafa verið meðal bæjarbúa um svæðið við Tónatröð. SS Byggir sótti um fimm lóðir undir háhýsi.
Lóð Á myndinni sést svæðið umrædda við Tónatröð, neðan við Sjúkrahúsið.
Kynning Sigurður Sigurðsson hjá
SS Byggi ræðir við Arngrím Brynj-
ólfsson á íbúakynningu.