Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skyndilega erhreyfingkomin á vinnumarkaðinn. „Fyrirtæki vakna úr dvala,“ sagði í fyrirsögn á við- skiptasíðu í Morgunblaðinu á fimmtudag. Á forsíðu Morg- unblaðsins í gær sagði að at- vinnuþátttaka gæti aukist hratt í sumar. Kórónuveiran hefur yfirgnæft allt annað í umræðunni undan- farin misseri. Fylgifiskar hennar eru af ýmsum toga. Þar hlýtur atvinnuleysið að teljast einna al- varlegast. Það er engu þjóðfélagi hollt þegar hátt hlutfall vinnu- færra manna fær ekki vinnu. Þá er einnig áhyggjuefni þegar fólk hverfur einfaldlega af vinnu- markaði. Hér á landi hefur atvinnuleysi yfirleitt verið lítið og atvinnu- þátttaka með því mesta sem ger- ist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs var hlutfall íbúa á vinnumarkaði 76,5%. Það þýðir að hátt í 62 þúsund manns voru ekki á vinnumarkaði, en á sama tíma fyrir fjórum árum var sú tala rúmlega 46 þúsund manns. Atvinnuþátttaka hefur aðeins tvisvar áður farið undir 77% frá því að mælingar Hagstofunnar hófust og spurning hvort hér sé um varanlega breytingu að ræða. Í þessum efnum er ekki æskilegt að færast nær grann- ríkjunum þar sem atvinnuþátt- takan hefur jafnan verið mun minni en hér. Oft hefur atvinnuleysið verið svo lítið að hlutfallið vísaði frem- ur til fólks á milli starfa en fólks sem fyndi ekki vinnu. Stjórnvöld hafa lagt sitt af mörkum til að greiða fyrir ráðningum atvinnu- lausra og má þar nefna verkefnið Hefjum störf. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagðist í viðtali við Morgunblaðið eiga von á að átakið myndi verða til þess að draga úr atvinnuleysi og nefndi sérstaklega ferðaþjón- ustuna. Hjá Vinnumálastofnun væri tilfinningin sú að um liðna helgi hefði orðið vendipunktur: „Það létti yfir öllu og svo virtist sem viðspyrnan væri sannarlega að hefjast.“ Atvinnuleysi hefur verið í kringum 25% á Suðurnesjum frá því að faraldurinn hófst og 11 til 12% á höfuðborgarsvæðinu. Margt gerir fyrirtækjum erf- itt fyrir við ríkjandi aðstæður. Forsendur mikilla launahækk- ana fuku út í veður og vind með veirunni. Þær gerðu fyrir- tækjum verulega erfitt fyrir og munu torvelda þeim verulega að ráða til sín fólk á ný. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki verið nokkur vilji til að taka tillit til breyttra aðstæðna. Þess- ar launahækkanir gagnast hins vegar hinum atvinnulausu lítið. Það hlýtur að vera lykilatriði á komandi mánuðum að ýta undir atvinnusköpun og hvetja fólk til þátttöku á vinnumarkaði. Þótt nú blasi við að hreyfing komist á efnahagslífið að nýju eftir því sem fleiri verða bólusettir og hömlum aflétt er ekki hægt að ganga að því vísu að atvinnuleys- isvandinn leysist af sjálfu sér. Atvinnuleysi má ekki festast í sessi. Atvinnuleysi má ekki festast í sessi}Rofar til Neikvæð um-ræða um Pól- verja hér á landi í tengslum við kórónuveiru- faraldurinn var til umræðu á fundi Gerards Pokruszynskis, sendiherra Póllands á Íslandi, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Kom fram í vikunni að á fund- inum hefði pólski sendiherrann látið í ljós áhyggjur sínar af þess- ari umræðu. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma,“ var haft eftir Guðlaugi Þór. „Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna.“ Þessi ummæli falla ekki að til- efnislausu. Fyrir rúmri viku birt- ist á mbl.is viðtal við Önnu Karen Svövudóttur, sem er samskipta- ráðgjafi við pólskumælandi fólk hjá heilbrigðisráðuneytinu. Hún sagði að fólk þyrfti að gæta orða sinna og átta sig á að það sem einn einstaklingur geri skilgreini ekki hópinn í heild. „Við erum um það bil 27.000 manns og það var einn ein- staklingur sem var ekki að fylgjast nægilega vel með reglunum varð- andi sóttkví. Þessi umræða fór aðeins of langt, til dæmis á sam- félagsmiðlum,“ sagði Anna Kar- en í viðtalinu. Þar kom einnig fram að Víðir Reynisson hefði staðfest að ein- staklingar af erlendum uppruna hefðu fengið rasísk skilaboð. Augljóst er að það þarf að nota allar leiðir til að koma upplýs- ingum um reglur um sóttkví og annað sem tengist kórónuveiruf- araldrinum til skila til allra íbúa landsins, sama hvaða tungumál þeir tala. Um leið þarf fólk að átta sig á því að mistök eins er ekki hægt að yfirfæra á alla. Fólk af ís- lensku bergi brotið gerir margs konar glappaskot án þess að við sjáum ástæðu til að yfirfæra það á heildina og það sama á við um aðra hópa. Það ber að forðast ómaklega og fordómafulla um- ræðu, sem gerir ekki annað en að eitra út frá sér. Einstaklingur skil- greinir ekki heild}Eitruð umræða N ú um helgina heldur VG lands- fund sinn. Tæplega eyða þau löngum tíma í málefnavinnu því sagan kennir okkur að þessi flokkur á Íslandsmet í að segja eitt í sínum stefnumálum en gera svo allt annað þegar á reynir og flokkurinn er kominn í ríkisstjórn. Þetta eru umskipt- ingar íslenskra stjórnmála. Listi umskiptanna er langur. Þau ætluðu aldrei í stjórn með íhaldinu en hafa nú verið í slíkri í nær heilt kjötímabil. Þau segjast vera á móti veru okkar í NATO en styðja samt þjóðaröryggisstefnu sem hnykkir ein- mitt á Íslandi í NATO með afgerandi hætti. Síðan má nefna ESB-umsóknina og ICE- SAVE þar sem þessi meinti vinstriflokkur vildi hik- laust leggja drápsklyfjar á alþýðu þessa lands. Svo má rifja upp varðstöðu VG um fjármálaöflin og verk þeirra við að senda þúsundir heimila út á gaddinn í kjölfar hrunsins 2008. Já, VG hafa oft valdið von- brigðum og þau eru löngu búin að rústa sínum trú- verðugleika. Mestu vonbrigðin eru þó vegna orða Katr- ínar Jakobsdóttur 13. september 2017 í umræðum um stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra Bjarna Bene- diktssonar. Orð sem féllu skömmu áður en hún settist sjálf í stól forsætisráðherrans. Hér er tilvitnun úr ræð- unni sem finna má á vef Alþingis: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti. Núverandi áætlanir þeirrar ríkis- stjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör.“ Ég man vel þegar ég hlýddi á ræðuna og fylltist von sem síðar breyttist í djúp von- brigði. Undir ríkisstjórn Katrínar hefur ójöfnuðurinn og ranglætið vaxið stöðugt hjá þeim tekjulægstu. Raðirnar lengjast sífellt við hjálparstofnanir sem gefa fátæku fólki mat. Enn bíður fátækt fólk eftir réttlætinu og nú undir stjórnarforystu Katrínar Jakobs- dóttur. Öryrkjar hafa dregist gífurlega aft- ur úr og eru nú með um 50.000 kr. lægri framfærslu á mánuði en lægstu atvinnuleysisbætur sem eru þó á hung- urmörkum. Lægstu laun eru tæplega 100.000 kr. hærri á mánuði en fullar mánaðargreiðslur almannatrygg- inga. Fólk á lágmarkslaunum getur ekki tekið eðlileg- an þátt í samfélaginu heldur einungis hokrað í fátækt sem er langt undir raunverulegri framfærsluþörf. Tvær þjóðir búa í landinu: Þeir sem allt eiga og hinir sem eiga ekkert. Flokkur fólksins berst af öllu afli gegn allri þessari mismunun, óréttlæti og fátækt. Flokkur fólksins mun mylja niður múra fátæktar í ykkar umboði. Í Flokki fólksins er von og vilji og ykkar að ákveða hvort þið kjósið raunverulegar breytingar til batnaðar eða ekki. Inga Sæland Pistill Umskiptingar halda landsfund Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á ætlað er að síðustu þrjátíu ár hafi verið græddir upp 3.100 ferkílómetrar lands. Fram kemur í drögum að landgræðsluáætlun til næstu tíu ára að enn vantar mikið upp á að ástand vistkerfa landsins sé í samræmi við það sem umhverfisaðstæður bjóða. Þannig eru tæplega 40 þúsund fer- kílómetrar þurrlendisvistkerfa landsins með óstöðugt yfirborð og litla gróðurþekju. Þótt mikið hafi áunnist í friðun lands fyrir beit er enn helmingur af verst farna landinu nýttur til búfjárbeitar að sumri. Í kafla landgræðsluáætlunar- innar um meginniðurstöður stöðu- mats er vitnað til rannsókna og sagt að þær sýni að uppgræðsla lands leiði oft til þess að vistkerfi endur- heimtist. Því megi gera ráð fyrir að það gerist á stórum hluta upp- græddra svæða. Að auki bætist við svæði sem friðuð eru fyrir beit og þau eigi í mörgum tilvikum mögu- leika á að byggja upp jarðveg og gróður á nýjan leik. Tekið er fram að þessi árangur hafði náðst í samvinnu Landgræðslunnar við ýmsa aðila. Þannig eru um tveir þriðju hlutar af uppgræðslunni samstarfsverkefni stofnunarinnar og bænda. Mikið áunnist í beitarfriðun „Þrátt fyrir að töluvert hafi áunnist vantar enn mikið upp á að ástand vistkerfa landsins sé í sam- ræmi við það sem umhverfis- aðstæður bjóða, eða með öðrum orð- um sé í takti við áætlaða vistgetu,“ segir í áætluninni. Samkvæmt ástandsmati verkefnisins GróLindar falla tæplega 40 þúsund ferkílómetr- ar þurrlendisvistkerfa landsins í ástandsflokk 1 en til hans teljast svæði með óstöðugt yfirborð, litla gróðurþekju og lítið virkar hring- rásir vatns, orku og næringarefna. Þar af eru ríflega 15 þúsund km2 600 metra yfir sjávarmáli. Mikið hefur áunnist við friðun svæða í ástands- flokki 1 fyrir beit í samstarfi við landnotendur og hafa rúmlega 10 þúsund km2 verið friðaðir, meðal annars í gegnum gæðastýringu í sauðfjárrækt. Tæplega 20 þúsund km2 af þessu verst farna landi eru þó enn nýttir til búfjárbeitar að sumri. Fyrsti áfangi í kortlagningu beitarlanda sauðfjár sýnir, að því er fram kemur í áætluninni, að um 60% af heildarflatarmáli Íslands eru nýtt til beitar en fjórðungur landsins telst til friðaðra, fjárlausra eða fjár- lítilla svæða. Undanfarna áratugi hefur megináhersla landgræðslustarfs verið á endurheimt vistkerfa á mjög illa förnu eða uppblásnu landi. Vist- kerfi í minna röskuðu ástandi, svo sem hnignað mólendi, hafa ekki ver- ið í forgangi þótt styrking þeirra geti verið afar skilvirk leið til að efla líf- fræðilega fjölbreytni, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka upp- töku kolefnis í jarðvegi og gróðri. Á allra síðustu árum hefur endurheimt votlendis bæst við en Landgræðslan hefur sinnt því verk- efni síðustu fimm árin. Megin- áherslan hefur verið á framræst land, að fylla upp í skurði og endur- heimta þannig virkni og byggingu vistkerfisins. Á þessu tímabili hefur Landgræðslan komið að endurheimt mýra á 25 svæðum þar sem end- urheimtir hafa verið 382 hektarar og Votlendissjóður hefur endurheimt 72 ha. af mýrum á átta svæðum. Áð- ur, eða fram til ársins 2016, höfðu verið endurheimtir 680 hektarar af tjörnum, vötnum og mýrum á 30 svæðum. Ástand vistkerfa landsins enn bágborið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Landgræðsla Bændur og áhugafólk vinna mikið að uppgræðslu. Hér er áhugafólk að blanda áburð til að dreifa á Hrunamannaafrétti. Landgræðslan óskar eftir um- sögnum um drög að land- græðsluáætlun fyrir árin 2021 til 2031 og um drög að umhverf- ismati áætlunarinnar. Umsagn- arfrestur er til og með 14. júní. Samkvæmt núgildandi lögum er það í höndum umhverfis- ráðherra að gefa út land- græðsluáætlun til tíu ára og endurskoða hana á fimm ára fresti. Verkefnisstjórn undir for- ystu landgræðslustjóra hefur unnið að undirbúningi. Lögin kveða skýrt á um að nýting lands skuli vera sjálfbær. Í áætluninni eru markmið henn- ar skilgreind og æskileg fram- tíðarstaða – sem og verkefni og aðgerðir til að ná því fram. Með- al aðgerða sem lögð er áhersla á er að gera breytingar á styrkjakerfi í landbúnaði með áherslu á sjálfbæra landnýt- ingu. Styrkjakerfi verði breytt LANDNÝTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.