Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 31

Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Íbúðir sem stefnt er að uppfylli skilyrði um hlutdeildarlán Berjateigur 33-39, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar, fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli. Afhending í sept 2021 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Berjateigur 33 82,9 m2 Seld Berjateigur 35 81,9 m2 36.400.000.- Berjateigur 37 81,9 m2 36.400.000.- Berjateigur 39 82,9 m2 37.300.000.- F yrir fimmtíu árum, í maí 1971, hófst áskorenda- keppni FIDE, átta manna útsláttareinvígi sem réði því hver hlyti réttinn til að skora á heimsmeistarann Boris Spasskí. Þessi keppni hefur algera sérstöðu í skáksögunni því þarna vann Bobby Fischer slíka yfir- burðasigra að slíkt hefur aldrei gerst, hvorki fyrr né síðar. Ég hef áður getið þess að einvígið hafi verið mun innihaldsríkara en úr- slitin gáfu til kynna en Fischer vann eins og frægt varð 6:0. Úr- slitin voru reiðarslag fyrir sovéska skákskólann og segja má að ver- öld Taimanovs hafi hrunið þessa vordaga í Vancouver í Kanada. Taimanov hafði fengið góða aðstoð gamla heimsmeistarans Mikhaels Botvinniks sem lét honum í té möppu væna með athugunum á skákstíl Fischers, styrkleikum, veikleikum og helstu einkennum. Merkilegt plagg. Í bók sinni Bobby Fischer and His World fjallaði John Donaldsson um ein- vígið frá sjónarhóli heimamanna og velunnara Fischers vestra. Einn heimildarmaður er kanad- ískur skákmeistari, Peter Biy- iasas, sem færði leikina fyrir áhorfendur á sýningarborði. Fischer gaf sig á tal við hann og nokkra vini og þeim fannst tals- máti meistarans og slanguryrði einna helst minna á mótorhjóla- töffara úr „hverfinu“. Annar áhorfandi kvaðst aldrei hafa orðið að vitni að jafn sterkri einbeitni nokkurs manns. Larry Evans átti að vera aðstoðarmaður Fischers en ekki var okkar maður að fara úr karakter í samskiptum sínum við Evans, lagði blátt bann við að eiginkona væri með í för og krafð- ist þess að Evans myndi ekki skrifa um einvígið meðan á því stæði. Evans sat heima. Helsti stuðningsmaðurinn var hins vegar framkvæmdastjóri bandaríska skáksambandsins, Ed Edmondson, sem hafði náð sam- komulagi um atlögu Fischers að heimsmeistaratitlinum með ákvæðum varðandi umbun fyrir hvert skref í átt að settu marki. Hann hafði komið því í gegn á þingi FIDE að Fischer fengi þátttökurétt á millisvæðamótinu í Palma 1970. Taimanov átti bestu færin í fyrstu skak einvígisins en í flóknu miðtafli gat hann nokkrum sinnum tryggt sér yfirburðastöðu. Það átti eftir að koma í ljós hversu vel Fischer meðhöndlaði biskupana og þá einkum þann hvítreita. Í ann- arri skákinni vann hann peð eftir byrjunina en úrvinnslan vafðist fyrir honum og Taimanov varðist vel: Áskorendaeinvígið í Vancouver 1971; 2. skák: Fischer – Taimanov Komist svarti kóngurinn í horn- ið, þ.e.a.s. til h8, er staðan fræði- legt jafntefli. Jafntefli var að hafa með 81. … Rd3 82. h4 Rf4 83. Kf5 Kd6! 84. Kxf4 Ke7 og staðan er jafntefli. En Taimanov lék 81. … Ke4?? og svarið kom um hæl; 82. Bc8! Kf4 83. h4 Rf3 84. h5 Rg5 85. Bf5! Rf3 86. h6 Rg5 87. Kg6 Rf3 88. h7 Re5+ 89. Kf6 – og svartur gafst upp. Í þriðju skákinni fékk Taimanov nokkuð vænlega stöðu, hugsaði sig um í meira en 70 mínútur í flóknu miðtafli, missti þráðinn og tapaði. Hann var nú kominn með ofan há- an blóðþrýsting og gert var nokk- urra daga hlé á einvíginu. Fjórða skákin er talin sú besta og enda- taflið sem Fischer vann hrein snilld: Áskorendaeinvígið í Vancouver 1971; 4. skák: Fischer – Taimanov 61. Be8! Svartur er í leikþröng 61. … Kd8 62. Bxg6! Rxg6 63. Kxb6 Kd7 64. Kxc5 Re7 65. b4 axb4 66. cxb4 Rc8 67. a5 Rd6 68. b5 Re4+ 69. Kb6 Kc8 70. Kc6 Kb8 71. b6 – og Taimanov gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Chess24.com Lokaskákin Fischer og Taimanov við taflið í Vancouver 1971. Sjötta og síðasta skákin er hafin. 50 ár frá einvígi Fischers og Taimanovs Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðastliðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án nætur- myrkva sem og fram- tíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir um- talsvert færri en hófu framhalds- skólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskól- um landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnu- markað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskól- anum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þótt langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafn- rétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en fram- kvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmda- stjórna heyrir til einstakra und- antekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið mark- vissa ákvörðun um að forgangs- raða jafnrétti og fjölbreytni og lánast að framkvæma. Það stefnir því sjálfkrafa í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir sam- félagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harð- dugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemningar-HÚH! í takt getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okk- ar. Að tengja saman hljóð og mynd at- vinnulífsins með nýj- um aðferðum og tækjum er ekki ein- ungis samfélaginu til heilla og góða, held- ur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glím- ir við áður óheyrðar atvinnuleys- istölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjöl- breytni, grósku og vaxtar og okk- ur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sól- ardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstiga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrk- leikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið at- vinnulíf. Fjölbreytni er grundvall- arbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þeg- ar, ellegar mætir önnur jafnrétt- isskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörð- un sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengj- um saman hljóð og mynd. Hljóð og mynd Eftir Sigríði Hrund Pétursdóttur » Þannig minnir at- vinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Sigríður Hrund Pétursdóttir Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjár- festir og FKA-kona. Einar Sigurbjörnsson fædd- ist í Reykjavík 6. maí 1944. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Einarsson biskup og Magnea Þorkelsdóttir. Ein- ar lauk embættisprófi í guð- fræði frá HÍ 1969 og dokt- orsprófi frá Lundarháskóla 1974. Einar var prestur á Ólafs- firði 1969-70, Hálsi í Fnjóska- dal 1974-75 og Reynivöllum í Kjós 1975-78. Hann var pró- fessor í guðfræði við HÍ 1978- 2014. Einar var fulltrúi hjá Al- kirkjuráði 1984-1992 og fulltrúi þjóðkirkjunnar í nefndum sam- kirkjuráðs Norðurlanda 1987- 2004. Hann var forstöðumaður Guðfræðistofnunar 1995-2007 og ritstjóri ritraðar hennar 2001-2004. Hann var varafor- seti Háskólaráðs 1983-1985 og forseti Vísindafélags Íslend- inga 2004-2008. Hann stýrði verkefninu Þýdd guðsorðarit á Íslandi á 17. öld, ritaði bækur um trúmál, sat í ritstjórn ým- issa fræðirita og var formaður Sálmabókarnefndar til ævi- loka. Einar hlaut viðurkenn- ingu Hagþenkis fyrir fræði- störf árið 1990. Eiginkona er Guðrún Edda Gunnarsdóttir, f. 1.9. 1946, fv. sóknarprestur. Börn þeirra eru þrjú. Einar lést 20.2. 2019. Merkir Íslendingar Einar Sigur- björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.