Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Yfir 90% fyrirtækja á Íslandi eru lítil og með- alstór og þar starfa um 80% launþega. Það eru einstaklingar sem reka þessi fyrirtæki sem skapa verðmæti fyrir samfélagið okkar og halda uppi atvinnustig- inu. Ábyrgð á rekstri þeirra hvílir oft á herð- um fárra og róðurinn getur verið þungur. Mýmörg dæmi eru hér um fjölskyldufyrirtæki. Það er lærdómsríkt að heimsækja þessi fyrirtæki okkar og eiga samtal við fólkið sem þau rekur. Í Grafarvogi þar sem ég bý er t.d. að finna ára- tugagamla leiktækjaframleiðslu, líf- ræna mjólkurvöruframleiðslu og tré- smíðaþjónustu. Það er hins vegar sorglegt að hlusta á söguna sem fólk- ið hefur að segja. Það upplifir veru- lega neikvæð viðhorf og að framlag þeirra til samfélagsins sé ekki metið að verðleikum. Það sem einna helst hefur vakið at- hygli mína í þessum samtölum er að þessu fólki líður eins og komið sé fram við fyrirtækin eins og einhvers konar sníkjudýr í staðinn fyrir burð- arása í efnahagslífinu. Regluverkið er alltof flókið án sýnilegrar ástæðu og rekstrarumhverfið er afar þungt í vöfum. Fyrir vikið líður fólkinu að baki þessum fyrirtækjum eins og kerfið sé hannað til þess torvelda þeim reksturinn en ekki auðvelda hann. Er ekki hlutverk kerfisins að auðvelda fyrirtækjunum að skapa verðmæti og atvinnu fyrir íslenskt samfélag? Afar þungar álögur eru líka of- arlega í huga rekstr- araðila, ekki síst þeirra sem starfrækja fyrir- tæki sín í Reykjavík. Þar virðist af ókunnum sökum vera rekin sú einkennilega stefna að flæma fyrirtækin burt úr sveitarfélaginu og yfir til nágranna þess. Kannski þarf það ekki að koma svo á óvart á stað í þar sem borg- arstjórn telur sig eiga að ráða því hvað venju- legt fólk hefur á pallinum hjá sér, en það er önnur saga. Þessi viðhorf til íslenskra fyr- irtækja eru mjög furðuleg. Efnahags- leg velferð okkar, atvinnustig og verðmætasköpun, er grundvölluð á framtaki einstaklinga, einna helst þeirra sem vinna hjá litlum og með- alstórum fyrirtækjum. Það ætti því að vera í forgangi að einfalda reglu- verk og minnka álögur í rekstrar- umhverfi þeirra. Fyrirtæki í afmörk- uðum og einföldum rekstri eru að sligast undan formkröfum varðandi persónuvernd og hvers kyns vott- unum. Skrifræðið er að kæfa þau. Af- leiðingin verður sóun og minni fram- leiðni sem leiðir til atvinnuleysis og lakari lífskjara. Hver er ástæða þess að margir hafa misst tengslin við þennan veru- leika? Hvers vegna hafa þau augljósu sannindi gleymst á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem byggja síðan upp samfélagið? Eftir Diljá Mist Einarsdóttur »Hvers vegna hafa þau augljósu sann- indi gleymst á Íslandi að það er fólkið í atvinnulíf- inu sem skapar verð- mætin sem byggja síðan upp samfélagið? Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróun- arsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Fyrirtækin sem skapa verðmætin ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Nú í maí skilar Ís- land af sér for- mennsku í norður- skautsráðinu sem er mikilvægasti vett- vangur samstarfs og samráðs um málefni norðurslóða. Viðeig- andi er að Alþingi marki sérstaka stefnu í málefnum svæðisins. Stefnan kveður á um að Ísland muni sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli norðurskautsríkja, taka virkan þátt í alþjóðlegri samvinnu um málefni norðurslóða sem hefur fest sig farsællega í sessi. Ísland situr við sama borð og hin ríkin sjö í ráðinu, auk fulltrúa frumbyggja, og hefur tekið virk- an þátt í starfi ráðsins. Aðild- arríki skiptast á að fara með for- mennsku og hefur Ísland gegnt því hlutverki tvisvar. Núverandi formennska Íslands hófst vorið 2019 og lýkur með ráðherrafundi í Reykjavík 19.-20. maí 2021. Brú vísinda og stjórnmála Ráðið er hvorki alþjóðastofnun né setur almennt bindandi reglur. Því er ætlað að skapa samræður um málefni svæðisins, brúa vís- indi og stjórnmál, skila tillögum að samstarfi og pólitískri stefnu- mótun sem farvegi fyrir samráð og samstarf við aðila utan svæð- isins. Aðildarríki norðurslóðaráðsins eru, auk Íslands, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Sví- þjóð, Finnland og Danmörk sem fer með málefni Grænlands á norðurslóðum. Alls eiga þrettán önnur ríki áheyrnaraðild að ráðinu, auk stofnana og samtaka. Samstaða um mikilvægi Akureyrar Þverpólitískur starfshópur, sem ég átti sæti í, skilaði nýverið tillögum um eflingu Akureyrar sem miðstöðvar norðurslóðamála á Íslandi. Þær tillögur hafa síðar skilað sér í þingsályktun sem ut- anríkisráðherra lagði fram og verður von- andi samþykkt á næstu vikum. Í þeim felast mikilvæg og já- kvæð skilaboð til Ak- ureyrar og Norður- lands og þeirra mörgu sem hafa starfað þar að norðurslóðamálum í allt að aldarfjórðung. Staðfesting og viður- kenning á faglegu starfi þeirra og treystir áframhald- andi forystu þeirra í þessum mik- ilvæga málaflokki. Á það sann- arlega við um bæjarfélagið Akureyri, því norðurheimskauts- baugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna þess, Grímsey. Þekkingarklasinn um norður- slóðamál á Akureyri samanstendur af skrifstofum á vegum norður- skautsráðsins, stofnunum og fyrir- tækjum og býr yfir sérhæfingu í málefnum norðurslóða, bæði í inn- lendu og alþjóðlegu samhengi. Má þar nefna Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar sem hefur frá árinu 1997 unnið að málefnum norðurslóða, skrifstofu Alþjóðlegu norð- urskautsvísindanefndarinnar (IASC) og skrifstofur tveggja af sex vinnuhópum norðurskautsráðs- ins, um verndun lífríkis norð- urslóða (CAFF) og um málefni hafsins (PAME). Þá hefur Háskól- inn á Akureyri verið virkur hluti af háskólaneti norðurslóða (UArctic) og er einn stofnaðila þess. Háskól- inn hefur til fjölda ára starfrækt Heimskautaréttarstofnun og þver- faglegt meistaranám í heim- skautarétti. Þar er staða gestapró- fessors í norðurslóðafræðum sem styrkt er í sameiningu af utanrík- isráðuneytum Íslands og Noregs og kennd er við Fridtjof Nansen. Norðurslóðasamstarf á Norðurlandi Í klasanum er einnig Norður- slóðanet Íslands sem er vettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasam- taka og annarra hagsmunaaðila. Þá hafa norðlensk fyrirtæki sam- tök sín á milli, „Arctic Services“, sem þjónusta meðal annars Græn- land á sviði iðnaðar og tækni. Ak- ureyrarbær hefur tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggðar á norðurslóðum, „Northern Forum“, og vettvangi borgar- og bæjar- stjóra á norðurslóðum, „Arctic Ma- yors“. Að auki hefur byggst upp á Norðurlandi samstarf um rann- sóknir norðurslóða með þátttöku erlendra aðila svo sem Rannsókna- stöðin á Kárhóli í Þingeyjarsveit, „China-Iceland Arctic Observa- tory“ og norðurljósarannsóknastöð japönsku Pólrannsóknastofnunar- innar og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands á Tjörnesi. Að auki eru á Rannsóknastöðinni Rifi á Melrakkasléttu stundaðar alþjóð- legar rannsóknir á áhrifum lofts- lagsbreytinga á norðurslóðum og vöktun viðkvæmra vistkerfa. Ég er sannfærður um að í þess- um þekkingarklasa um norður- slóðamál á Akureyri felast mikil tækifæri til uppbyggingar. Norðurslóðamiðstöð Íslands styrk- ir stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annars. Styrkir það aðrar at- vinnugreinar í bænum og skapar tækifæri sem við sjáum mörg ekki í andránni. Norðurslóðamiðstöð Íslands á Akureyri Eftir Njál Trausta Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson » Á Akureyri er sterk- ur þekkingarklasi um norðurslóðamál, sem samanstendur af skrifstofum á vegum norðurskautsráðsins, stofnunum og fyrir- tækjum. Höfundur er alþingismaður Norðausturkjördæmis. ntf@althingi.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.