Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
✝
Oddbjörg Leifs-
dóttir fæddist á
Akranesi 31. jan-
úar 1945. Hún lést
30. apríl 2021 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Leif-
ur Jónsson, f. 31.
október 1912, d. 1.
apríl 1997, og Ás-
laug Ella Helga-
dóttir, f. 5. desember 1921, d.
15. september 2003.
Systkini Oddbjargar: Helgi
Friðrik, f. 1. júní 1940, d. 20.
janúar 2008; drengur, f. 19.
mars 1943, d. 30. apríl 1943; Jón
Þórir, f. 30. nóvember 1948; og
Jófríður, f. 25. júlí 1956.
Eiginmaður Oddbjargar er
Gunnarsdóttir, barn þeirra Ar-
on Eyvar, f. 11. febrúar 2021.
Klara Ósk, f. 19. maí 1998, og
Almar Orri, f. 28. júní 2005. 4)
Leifur Welding, f. 4. janúar
1976. Börn hans: Sólon Breki, f.
20. júní 1998, og Óliver Máni, f.
3. september 2004. 5) Guðfinna,
f. 5. janúar 1981. Eiginmaður
hennar Pétur Bj. Guðmundsson.
Börn þeirra: Dagur Smári, f. 25.
október 2005, og Bjarki Snær, f.
22. febrúar 2008.
Oddbjörg útskrifaðist árið
1962 frá Gagnfræðaskóla Akra-
ness og ári seinna frá Hús-
mæðraskólanum á Ísafirði.
Lengst af starfaði hún sem
bóndi og húsmóðir. Einnig
starfaði hún við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri við
ræstingar og ýmis þjónustustörf
á hótelum í nágrenni við heimili
sitt.
Útförin fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 8. maí 2021,
klukkan 14 og jarðsett verður í
Hvanneyrarkirkjugarði að at-
höfn lokinni.
Gísli Jónsson, f. 17.
júní 1946, frá Innri-
Skeljabrekku. Börn
þeirra eru: 1) Jón,
f. 20. ágúst 1968.
Eiginkona hans Ás-
laug Guðný Jóns-
dóttir. Börn þeirra:
Íris Eik, f. 4. apríl
2000, og Birta Mar-
ín, f. 24. júní 2002.
2) Áslaug Ella, f.
11. janúar 1972.
Eiginmaður hennar Arnar
Hólmarsson. Börn þeirra: Anton
Freyr, f. 29. maí 1995, og Ásdís
Lilja, f. 16. mars 2002. 3) Krist-
ín, f. 19. mars 1973. Eiginmaður
hennar Kristinn Óskar Sig-
mundsson. Börn þeirra: Agnar
Daði, f. 28. október 1995, sam-
býliskona hans Hafdís Dóra
Það var 17. ágúst 1967.
Brekkumenn voru við heyskap
inni á Hvítárvallaflóa. Ég hafði
lokið við vinnuathugun við hey-
bindingu þar, sem mér hafði ver-
ið sett fyrir, og beið fars heim að
Hvanneyri. Brekkumenn hlóðu
síðustu heyböggunum á vörubíl
sinn og vagn af krafti; veður var
enda ekki þurrklegt lengur. Ég
kunni ekki við að standa iðjulaus
hjá; lagði frá mér mælitæki mín
og hóf að stympast við baggana.
Ósköp mátti ég mín þó lítils við
hlið Brekkumanna sem vörpuðu
þungum heyböggunum sem fis-
um upp á bíl og vagn. Mér urðu
þeir hins vegar sem ok og afköst-
in smá. Ekki bætti það heldur
stöðuna að undir stýri bílsins sat
ung og bráðhugguleg stelpa sem
hló og gantaðist yfir liðinu. Ég
grunaði Brekkumenn um að
sækja aukakraft í nærveru, kæti
og hvatningarorð hennar, ekki
síst Gísla, minn góða og áður
skólafélaga. Í miðju bagga-atinu
rann það upp fyrir mér að þarna
var komin kærasta Gísla, hún
Odda í Kothúsum, eins og kunn-
ugir kynntu hana, geislandi af
kátínu og lífsgleði eins og hún
átti kyn til.
Skömmu síðar stóð brúðkaup
þeirra Oddu og Gísla, og má ég
þá minnast orða móðursystur
minnar, sem lengi hafði sungið í
kór Akraneskirkju, um að Odda
væri fallegasta brúður sem hún
myndi eftir að leidd hefði verið
upp að altari þeirrar kirkju. Síð-
an tóku við annasöm ár við bú-
skap í Andakíl og stækkandi fjöl-
skyldu, stundum í meðvindi en
stundum í mótvindi eins og fara
gerist.
Við Dísa áttum þau hjónin,
Oddu og Gísla, að góðum ná-
grönnum í meira en hálfa öld.
Aldrei hittum við Oddu svo að
ekki varpaði hún birtu yfir stund-
ina með kæti sinni og lífsgleði.
Jafnvel tóku sig þá upp ærsl ung-
dómsára sem hrifu okkur um
stund frá gráum hvunndeginum.
Ekki síst minnumst við fjörugra
söngstunda en þá var Odda á
heimavelli, söngvin í betra lagi.
Nú hefur Odda kvatt eftir
snarpa baráttu við grimman
sjúkdóm. Hennar er sárt saknað.
Hún skilur hins vegar eftir minn-
ingu sem öll er sveipuð einstakri
ljúfmennsku og gleði. Sú minn-
ing verður nú huggun þeirra sem
sárast sakna, Gísla og stórfjöl-
skyldunnar myndarlegu, sem
Odda ól svo árangursríka önn
fyrir með ævistarfi sínu. Þeim
öllum sendum við Dísa innilega
samúðarkveðju. Við þökkum af
alhug þá góðu og gleðjandi sam-
leið sem við áttum með Odd-
björgu Leifsdóttur.
Bjarni Guðmundsson.
Vorið 1977 bauðst mér að ger-
ast kaupamaður á Ytri-Skelja-
brekku hjá Oddu og Gísla og
börnum þeirra fjórum. Íbúðar-
húsið var byggt í upphafi aldar-
innar og heldur lítið fyrir stóra
fjölskyldu svo við sumarfólkið
sváfum uppi á svokölluðu skúr-
lofti þar sem vel fór um okkur.
Sama vor réðst annar unglingur
úr Kópavogi í vist hjá þeim hjón-
um: Hallfríður Ólafsdóttir,
seinna flautuleikari við Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Hún varð
hægri hönd Oddu í eldhúsinu en
ég var á þönum með Gísla í úti-
verkum.
Sumrin tvö á Skeljabrekku
urðu samfellt ævintýri. Odda
stjórnaði öllu heimavið með glað-
værð sinni og drift. Við deildum
sameiginlegri aðdáun okkar á
danskri tungu því hún hafði sem
ung kona dvalist við störf á spít-
ala í Danaveldi og hvíslaði því að
mér sposk á svip að ef við þyrft-
um að ræða eitthvað einslega
skyldum við bara tala saman á
dönsku. Í horninu þar sem ég sat
við eldhúsborðið hafði hún hengt
upp danskan platta með gaman-
sömum leiðbeiningum til karl-
manna hvernig þeir ættu að
koma fram við konur. Þar stóð
m.a. að eiginmaðurinn skyldi
„glemme de kvinner som var i
hans liv“. Og hún þurfti ekki að
hafa áhyggjur af honum Gísla
sínum. Þegar við komum heim í
hádeginu faðmaði hann konuna
sína iðulega að sér og hún launaði
honum faðmlagið með kossi á
kinn.
Auk þess að hugsa um heimilið
og elda mat ofan í her manns sá
Odda um hænsnabúið inni í Ár-
dal. Hún þvoði eggin og seldi og
skaffaði sæðingamönnum á
Nautastöðinni á Hvanneyri egg.
Eitt sinn afgreiddi ég einn
„töskutuddann“ eins og þeir voru
stundum kallaðir og gaf honum
egg en viðurkenndi fyrir Oddu að
hafa látið hann fá það óþvegið.
Það fannst henni bráðskemmti-
legt; ég skyldi bara halda því
áfram.
Einu sinni hugðist ég gera
Oddu grikk. Þau Gísli fóru í
fermingarveislu inn í Leirársveit
og á meðan veiddum við Nonni
bróðir hennar, sem þá var í heim-
sókn, mús á eldhúsgólfinu. Ég
kom mýslu fyrir í lokuðum kassa
og ætlaðist til að Odda yrði skelf-
ingu lostin þegar hún kæmi heim
og sæi kvikindið. Við Nonni bið-
um með öndina í hálsinum þegar
hjónin birtust um kvöldið en urð-
um fyrir sárum vonbrigðum.
Odda varð hin glaðasta þegar
hún sá músina og fór strax að
láta vel að henni með blíðuorð-
um.
Oddu fannst mikið til þess
koma að tveir upprennandi tón-
listarmenn væru hjá henni í
sveit. Hún hafði sjálf yndi af söng
og hefði ugglaust viljað leggja
meiri rækt við hann en hægt var í
sveitinni. Vorið 1991 átti ég leið
um Borgarfjörð með kammerkór
frá Þýskalandi; fékk þá hugdettu
að við skyldum heimsækja Oddu
og Gísla á Mið-Fossum og halda
tónleika fyrir þau heiðurshjón.
Ekki var að spyrja að móttökun-
um. Okkur var tekið opnum örm-
um og Odda galdraði fram
dásamlegar veitingar handa
kórnum eins og ekkert væri sjálf-
sagðara. Sú heimsókn rennur
Þjóðverjunum seint úr minni.
Odda hafði mikil áhrif á okkur
unglingana sem dvöldum hjá
henni um lengri eða skemmri
tíma. Hún vafði okkur hlýju og
gæsku, ávallt með bros á vör.
Fjölskyldunni allri sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnsteinn Ólafsson.
Odda og Gísli voru rétt skriðin
yfir þrítugt þegar ég réðst sem
vinnumaður til þeirra á Ytri-
Skeljabrekku í Borgarfirði sum-
arið 1978. Ég varð þrettán ára þá
um haustið. Hjá þeim átti ég eftir
að eiga mitt annað heimili næstu
árin.
Gunnsteinn bróðir minn var
þarna á sínu seinna sumri og
hafði ég heimsótt þau með for-
eldrum okkar árið áður. Ég
þekkti því lítillega til þeirra. Ég
var ráðinn sem „kauplaus kúa-
rektor“ – en var hvorugt.
Þetta var svolítið öðruvísi en
lífið í bænum. Fram undan voru
miklar framkvæmdir. Odda og
Gísli voru farin að byggja upp á
Mið-Fossum. Ég var því lítið í að
reka beljur, meira í að burðast
með byggingarfleka, henda hey-
böggum, keyra traktor, girða,
fara á hestbak … Og sneri heim
um haustið með góðan tékka í
vasanum og reynslunni ríkari.
Á nokkrum árum risu feikna-
mikil hlaða, glæsilegt íbúðarhús
og stórt fjós. Þessar fram-
kvæmdir bættust ofan á hefð-
bundin bústörf á stórbýlinu.
Eftir að komið var í fram-
haldsskóla þótti eðlilegt að leita á
önnur mið í bænum. Ég gerði það
að sjálfsögðu líka eftir fjögur góð
sumur hjá þeim hjónum. Aftur á
móti var ég ekki lengi að fá mig
lausan úr vinnu á mölinni þegar
Odda og Gísli spurðu ári síðar
hvort ég væri til í að bæta við
fimmta sumrinu hjá þeim. Ég var
þá að verða átján.
Þessi mikla uppbygging á
Mið-Fossum var ekki hrist fram
úr erminni. Fyrir utan stóra fjöl-
skyldu (fyrst fjögur og svo fimm
börn) og vinnufólkið bættist við
heill byggingarflokkur í fæði og
húsnæði. Það voru því gjarnan
15-20 manns í mat og kaffi, fyrir
utan að það þurfti að færa fólki
vistir í heyskap á fjarlægum
stöðum.
Gísli sá um allt utan dyra en
inni réð Odda ríkjum. Aldrei varð
maður var við að hún dæsti yfir
öllum þessum fjölda. Og matur-
inn og bakkelsið var ekki af verri
endanum. Í minningunni var
veisla í hvert mál. Það var ekki
fyrr en á fullorðinsárum að ég
gerði mér grein fyrir hvílíkt af-
rek það var að halda þessu stóra
heimili gangandi.
Við félagarnir sem vorum
nokkur sumur saman á Skelja-
brekku og Mið-Fossum fórum
gjarnan í skólafríum yfir vetur-
inn upp eftir til að rétta hjálp-
arhönd; smala eða stinga út úr
fjárhúsum – og lyfta okkur sjálf-
um upp. Alltaf var okkur tekið
fagnandi og Odda mætti með
sinn hlýja faðm. Það er því
kannski ekki að undra að mér
hafi orðið það á að ávarpa hana
„mömmu“ eitt sumarið. Ungling-
urinn roðnaði og fannst þetta
frekar vandræðalegt en hún hló
og þakkaði mér kærlega fyrir og
fannst þetta dásamlegt.
Ég votta Gísla, mínum gamla
fóstra, börnum hans og barna-
börnum mína innilegustu samúð.
Pétur Már Ólafsson.
Oddbjörg
Leifsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Í draumanna heimi ung og
ástfangin sál
unir sér löngum við stjarnanna
mál.
Og tíminn þá hverfur í tónanna
flóð
titrandi vörum syngur hún sín
ástarljóð.
Ég veit að þú kemur vina til mín
ég vaki og hlusta hverja nótt.
Ég bíð þinna funda með brennandi
þrá
í barmi mér hjartað slær svo ótt.
(Þorbjörn Magnússon)
Fyrir hönd skólasystra í
Húsmæðraskólanum Ósk,
Ísafirði, veturinn 1962-
1963,
Björg Kristjánsdóttir.
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Kæru vinir, vandamenn og samferðafólk
ÁRNA ÓLA ÁSGEIRSSONAR
kvikmyndaleikstjóra.
Árni Óli kvaddi þennan heim 26. apríl
umkringdur sínum nánustu.
Við fjölskyldan bjóðum til minningarathafnar
mánudaginn 10. maí klukkan 13 í beinu streymi á
https://livestream.com/luxor/arniolafur
Við sendum ykkur öllum ástarkveðjur og bendum þeim sem
minnast vilja Árna Óla á minningarkort HERU, sérhæfðrar
líknarþjónustu Landspítalans.
Marta Iwo
Hafdís Ingó
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
BÁRA SOFFÍA GUÐJÓNSDÓTTIR,
andaðist 24. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Magnús Jónasson Ástríður Júlíusdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGFÚSÍNA STEFÁNSDÓTTIR,
Sína,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Siglufirði þriðjudaginn 4. maí.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 15. maí
klukkan 14 að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum.
Jón S. Björgvinsson Ingibjörg H. Kristjánsdóttir
Gunnlaugur S. Vigfússon Þóra B. Jónsdóttir
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
HERBERT HERBERTSSON
vélstjóri
er látinn. Bálför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
Eiginkona og börn
Okkar elskulega og ástkæra eiginkona,
mamma, amma, tengdamamma og systir,
GERÐUR H. HELGADÓTTIR,
lést á líknardeild þriðjudaginn 4. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Gunnar Gunnarsson
Helgi Gunnarsson Brynhildur Björnsdóttir
Gunnar Gunnarsson Katla Hanna Steed
Arna Sif Gunnarsdóttir Sigfús Jónsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR GUNNARSSON
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 29. apríl.
Útförin fer fram í Glaumbæjarkirkju í
Skagafirði, laugardaginn 15. maí
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á
slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=IZQI62G0dH0 og
á vefsíðunni: mbl.is/andlat
Ragnheiður Margrét Ólafsd. Aðalbjörn Páll Óskarsson
Davíð Örn Ólafsson Hjördís Viðarsdóttir
Viðar Snær, Dagur Kári, Arna Katrín, Dís,
Davíð Már og Thelma Lind
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR
húsmóðir,
lést á Skjóli hjúkrunarheimili mánudaginn
26. apríl.
Starfsfólki Skjóls eru færðar sérstakar
þakkir fyrir góða umönnun.
Bjarni Jensson Elínborg Theodórs
Arnar Jensson Ragna Björk Þorvaldsdóttir
Sólveig Jensdóttir Gunnlaugur Bjarnason
Sigrún Jensdóttir Birgir Ingvason
barnabörn og barnabarnabörn