Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 Amma mín og nafna var dásamleg kona og engri lík. Hún var alltaf vel tilhöfð, sama hvert tilefnið var, og ég stend staðföst á því að það hafi enginn átt jafn glæsilega ömmu og ég. Mér fannst fátt skemmtilegra sem barn en að heimsækja hana á Urðarbrautina því fyrir mér var heimilið hennar ömmu eins og hótel. Það var alltaf svo hreint og fínt á Urðarbrautinni að lýsingin hótel væri nánast niðrandi. Fimm Ása Þorvaldsdóttir Baldurs ✝ Ása Þorvalds- dóttir Baldurs fæddist 27. nóv- ember 1930. Hún lést 19. apríl 2021. Útför Ásu fór fram 30. apríl 2021. stjörnu hótel væri nær lagi. Samt var aðeins einn starfs- maður á þessu til- tekna hóteli en það var alveg yfrið nóg þar sem enginn ann- ar mun nokkurn tímann hafa roð við þessum gestgjafa. Dekrið sem fylgdi heimsóknum mínum til ömmu var í sam- ræmi við það, ef ekki betra. Það var alveg sama hvað ég bað um eða vildi fá að gera, það var sam- þykkt samstundis, og af þeim sökum stundaði ég það oft sem barn að labba heim til ömmu eftir skóla í staðinn fyrir að fara beint heim til mín. Þá fögnuðum við systkinin því líka gríðarlega í hvert skipti sem við fengum að gista hjá ömmu því, eins og flestir vita, er fátt betra en að gista á fimm stjörnu hóteli. Mér leið allt- af eins og ég væri Elísabet Breta- drottning, án þess að ýkja, þegar ég gisti hjá ömmu. Það snerist allt um mig og fyrir svefninn varð til ákveðin kvöldrútína hjá okkur sem varð að mjög mikilvægri hefð og breyttist aldrei. Það byrj- aði á kvöldkaffi með vöfflum og öllu tilheyrandi niðri í eldhúsi og síðan lá leiðin upp á efri hæð þar sem ég gerði mig til fyrir svefn- inn á meðan amma bjó um. Því næst lagðist ég upp í rúm og við tók 15 mínútna fótanudd og á endanum upplestur úr bók að mínu vali. Enn þann dag í dag hef ég, að verða 29 ára gömul, ekki fundið neitt hótel sem kemst ná- lægt því að vera jafn gott og hótel Urðarbraut og hef bara sætt mig við að það muni aldrei gerast, enda mun ég hvergi fá jafn mikið dekur með jafn mikilli umhyggju eins og hjá ömmu Ásu. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á öllu sem ég gerði og frá því að ég man eftir mér mætti hún á allar danssýningar sem ég tók þátt í og tónleika sem ég spil- aði á. Það var alveg sama hvað og hvenær, aldrei klikkaði það að ég gæti séð hana í salnum. Mér hef- ur líka alltaf þótt gríðarlega vænt um og gaman hvað fólk líkir mér við ömmu, eiginleikar sem ég hef sem enginn hefur kennt mér og ég virðist hafa erft beint frá henni. Ég tek minn tíma í að gera hlutina en þeir þurfa að vera al- veg pottþéttir, hreinlæti er mér gríðarlega mikilvægt og síðast en ekki síst er húðvörusafnið mitt orðið álíka stórt og hennar var. Sumir gagnrýna þessa eiginleika og kalla það „óþarfa vesen“ en ég ber nafn hennar með stolti og fagna því að vera eins og hún. Ég vona að ég komi til með að verða jafn glæsileg og mikil fyr- irmyndarhúsmóðir með árunum eins og amma var. Það er erfitt að koma því í orð hvað ég á eftir að sakna hennar mikið en nafnið hennar og minningarnar mun ég alltaf eiga sem tengja okkur sam- an og fyrir það er ég þakklát. Ása Karen Baldurs. Mín fyrstu kynni af Jóni voru þegar ég var barn í Selárdal. Á þeim tíma vissi ég bara að hann var einn af stóra barnahópnum í Hvestu enda var mjög oft stoppað í Hvestu á leiðinni út að lokinni kaup- staðarferð. Þegar Jón flutti í Grænuhlíð 1976 – rigningarsumarið mikla – kynntist ég honum betur því þá tók hann við af Sveini sem póstur og kom þá vikulega á Jón Bjarnason ✝ Jón Bjarnason, bóndi í Fremri- Hvestu, fæddist 13. janúar 1955. Hann lést 12. apríl 2021. Útför Jóns fór fram 24. apríl 2021. alla bæi. Jón var ekki á nýjasta bíln- um í hreppnum og það var því heppi- legt að það voru bæði brekkur í Grænuhlíð og Sel- árdal til að láta bíl- inn renna í gang. Jón byggði nýtt veglegt íbúðarhús í Grænuhlíð og ekki var bílskúrinn síðri með góðri viðgerðaraðstöðu, enda var Jón góður í öllum við- gerðum og var oft að hjálpa öðrum í nágrenninu, t.d. við bílaviðgerðir. Þó ég kæmi ekki reglulega vestur eftir að ég komst á full- orðinsár kom ég þó oft við hjá Jóni þegar það gerðist, en stundum ekki af góðu því að þá var ég yfirleitt í druslubíla- flokknum. Bílarnir biluðu oftar en ekki á leið vestur (þoldu ekki vestfirska vegi) og þá kom hjálpsemi Jóns best í ljós. Hann hreinlega bjargaði mér oft í þessi skipti og án þess að kvarta neitt yfir þessu veseni á mér. Ég man t.d. eftir að hann skrúfaði blöndung í sundur á eldhúsborðinu í Grænuhlíð og gerði hann eins og nýjan og sem varð til þess að komst ég suður. Og ekki kvartaði Halla yfir þessu brasi í eldhúsinu. Ég reyndi stundum að end- urgjalda hjálpsemina en var örugglega alltaf í mínus. Helst gat ég hjálpað honum með smá ráðgjöf varðandi stjórn- sýsluna og þess háttar mál. Einnig ef eftirlitsyfirvöld voru eitthvað að trufla hann, en ég efast stórlega um að smá nún- ingur við yfirvöld hafi truflað hans svefn. Frekar að hann hafi bara haft gaman af því. Eitt sinn þegar ég var á leiðinni út eftir í Selárdal heyrði ég skothvelli. Datt ekk- ert gáfulegra í hug en að það væri komið á stríð í Ketildala- hreppi. En það var ekki reynd- in því að Jón var að koma upp æðarvarpi og hafði útvegað sér loftbyssu sem gat skotið öðru hvoru, með tíðni sem hann gat stillt. Gamla fuglahræðan virk- aði ekki sem skyldi til að fæla varginn frá. En svo datt honum í hug enn betri aðferð en það var að nota útvarp. Útvarpið var svo tengt rafgeymi sem var hlaðinn með vindrellu. En þó að æðarkollurnar vildu frekar hlusta á Rás 2 komst hann að því að Rás 1 svínvirkaði til að halda varginum frá og var miklu hljóðlátari lausn en loft- byssan. Jón var maður sem lét verk- in tala. Þegar hann þurfti að verða sér úti um vinnuvélarétt- indi þá var bara drifið í að fara suður og tekið helgarnámskeið. Þó svo mér hafi skilist á honum að hann hafi ekki verið á rétta námskeiðinu fyrst á laugardeg- inum þá var þetta fljótafgreitt og klárað með stæl. Eftir að Jón flutti í Hvestu kom fyrir að ég gisti þar, bæði í gamla bænum og svo í „nýja“ húsinu og þá var alltaf jafn gaman að eiga gott spjall við Jón og Höllu. Ég kveð þennan höfðingja með hlýhug og sendi innilegar samúðarkveðjur til Höllu, Söndru, Rögnu, Símonar og annarra fjölskyldumeðlima. Sigurður H. Magnússon. Elsku mamma. Nú hefur þú fengið hvíldina frá lífsins þrautum. Þótt erfitt sé að kyngja því að þú sért farin þá ráðum við víst ekki örlög- unum en þrátt fyrir það munu góðu minningarnar lifa að eilífu. Þú varst ótrúleg fyrirmynd fyrir okkur öll sem stóðum þér næst, aldrei kvartaðir þú í gegnum allt sem þú gekkst í gegnum. „Jájá ég er fín, það eru aðrir sem hafa það miklu verra en ég,“ voru orðin sem maður fékk alltaf. Ekki grunaði okkur, er við fjölskyldan borðuðum saman síðasta laugardagskvöld, að það yrði síðasta máltíðin okkar sam- Matthildur Ingvarsdóttir ✝ Matthildur Ingvarsdóttir fæddist 27. mars 1948. Hún lést 26. apríl 2021. Útför Matthildar fór fram 6. maí 2021. an. Á sunnudags- kvöldið varstu svo hress og kát, en kveður okkur svo þá nótt. Þetta varst þú, búin að skipuleggja allt, hitta alla og tilbúin, þinn tími kominn. Það var alltaf hægt að leita ráða hjá þér og hjálp- semin þín var óendanleg. Nú stígum við þau þungu spor að leggja þig til hinstu hvílu, en minningarnar sem hrannast upp ylja okkur og létta okkur aðeins verkið. Þín verður sárt saknað elsku mamma. Ég elska þig og við hittumst er minn tími kemur. Þinn sonur, Elmar Þór. Elsku Matta. Það er sárt að kveðja og söknuðurinn er mikill, en ljúfsárar minningar munu ylja okkur um ókomna tíð. Þrátt fyrir veikindin og það að maður vissi hvert stefndi er maður aldrei tilbúinn að fá frétt- ina. Þessi stund er okkur öllum erfið og þá sérstaklega fyrir tengdapabba, en við munum gera okkar besta til að standa við hlið hans og styrkja hann á þessum tímum. Frá fyrstu kynnum tókstu mér svo vel og strax fann ég hlýju og væntumþykju frá þér. Þú gafst mér aldrei tækifæri á að vera feimin við þig og kjaft- aðir mig í kaf fyrsta daginn og frá og með þeim degi varstu besta tengdó. Þú varst eins og klettur við bakið á mér við fæðingarnar hjá Alexi, Aroni og Kolbrúnu og á ég þér það allt að þakka. Það var ekki auðvelt að koma þeim í heiminn og stóðst þú við hlið mér allan tímann og hvattir mig áfram. Ég á þér svo miklu meira að þakka, þú varst alltaf til staðar og kenndir mér svo margt gott sem ég tek með mér inn í fram- tíðina. Ég gæti setið hér í allan dag og skrifað yndislegar sögur af stundum sem við áttum saman. Ég vil bara segja: Takk elsku Matta fyrir allt, ég mun sakna þín óendanlega mikið, ég veit að við munum hittast aftur í sum- arlandinu, þangað til bið ég góð- an Guð að geyma þig. Þín tengdadóttir, Helga V. Andersen. HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Það er erf- itt að hugsa til þess að þú sért ekki með okkur leng- ur, ég á þér svo margt að þakka. Alveg frá því ég var undir eins árs byrjaði ég að vera ömmu- og afastrákur og eyddi eflaust fleiri stundum hjá ykkur en heima, enda dekraðir þú við mig á þinn besta hátt. Ég elska þig amma mín og geymi hjá mér góðar minn- ingar. Þinn Alex Breki. Þar sem englarnir sofa, sefur þú. Við söknum þín og elsk- um þig elsku amma. Aron Máni og Kolbrún Líf. Ég vil minnast minnar kæru syst- ur, Önnu Svan- mundu Vignisdótt- ur, sem fæddist í Sigríðarstaðakoti í Fljótum 16. ágúst 1935. Anna ólst mikið upp hjá afa sínum og ömmu ásamt móður sinni og systkinum hennar, einnig var hún um tíma hjá föður sínum á Siglufirði. Hún var ung þegar hún fór að vinna fyrir sér. Hún fór á vertíð til Eyja og þegar hún kom þaðan gaf hún mér forláta kanínupels sem ég átti lengi, hef verið 4-5 ára og skartaði ég hon- um á tyllidögum, pelsinn hefur örugglega kostað mikið. Anna stundaði ýmis störf, vann í síld, fiski og við búðarstörf. Hún vann í litlu búðinni eins og hún var nefnd, þá gaf hún mér oft lím- band og miða til að skrifa á hvað hlutirnir kostuðu því ég var í búðarleik uppi á lofti heima hjá mér og ætlaði að verða búðar- kona eins og systir mín. Eftir að Anna Vignis ✝ Anna Vignis fæddist 16. ágúst 1935. Hún lést 29. júlí 2019. Útför Önnu fór fram 9. ágúst 2019. hún hætti að vinna fór nánast allur tím- inn í bútasaum sem hún var svakalega flink við, hún gerði svuntu á mömmu okkar sem var blómum skrýdd og einnig gaf hún pabba svuntu sem á voru tunnur því pabbi vann í tunnu- verksmiðjunni og var það við hæfi. Hún prjónaði líka mikið. Hún var mikil blóma- kona, mamma okkar var það líka eins og dætur hennar. Hún gaf mér forláta teppi þegar ég varð fimmtug. Við hringdum alltaf hvor í aðra af og til. Hún hringdi í mig 2019 í júlí til að láta mig vita að hún væri að fara á sjúkra- húsið á Akureyri, við áttum íbúð pantaða á þessum tíma og gátum við hjónin heimsótt hana á sjúkrahúsið. Ég hélt hún myndi hafa það af en hún var svo veik, ég er þakklát fyrir að hafa getað séð hana og talað við hana. Hún lést 29. júlí, sama dag og pabbi minn. Elsku Anna mín, hvíl í friði, fjölskyldum vil ég senda samúðarkveðjur. Kristrún Ástvaldsdóttir og fjölskylda. Elsku sonur minn og bróðir, SIGURSTEINN FREYR VIGFÚSSON, lést á Brigham and Women's-spítalanum í Boston. Útförin fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. maí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni sonic.is/sigursteinn Guðrún Sigursteinsdóttir Inga Brá Vigfúsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu, móður og ömmu, INGUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Þrastarási 44. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E fyrir einstaka umönnun. Daníel Dieter Meyer Sigríður Ósk Atladóttir Kjartan Svanur Hjartarson Gylfi Geir Gylfason Ástkær faðir okkar, afi, langafi og bróðir, HREINN KARLESSON, Lindasíðu 4, Akureyri, andaðist á sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 29. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 11. maí klukkan 13. Sesselja Hreinsdóttir Eyjólfur Þór Jónasson Rúrik Hreinsson Patricia Hobi barnabörn og barnabarnabörn bræður og fjölskyldur þeirra Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS JÓNASSONAR frá Þuríðarstöðum, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. apríl. Kristrún Jónsdóttir Jón Óli Benediktsson Aðalheiður Bergfoss Snorri Jökull Benediktsson Þórey Ólafsdóttir Kjartan Benediktsson barnabörn og barnabarnabarn Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.