Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég er aðallega að reyna að hafa
svolítið gaman af þessu, en ég átti í
fórum mínum yfir þrjátíu ára gam-
alt slitur úr handriti með vinnuheit-
inu Gunna stóra. Ég hafði líka verið
með háðsádeilupistla fyrir um þrjá-
tíu árum sem blaðamaður og svo
fór ég aðeins að sjóða nýja sögu í
kringum þetta allt saman. Sömu-
leiðis var ég að semja ljóð sem mér
datt í hug að dreifa inn í þessa
skáldsögu, sem er mín fyrsta til-
raun í slíkum skrifum. Guð má vita
hvernig svona bók flokkast í bók-
menntaheiminum, hún er einhvers-
konar bræðingur úr öllum þessum
skrifum mínum,“ segir Stefán Þór
Sæmundsson sem sendi nýlega frá
sér skáldsöguna Þrítugur 1⁄3. Þar
segir af áhyggjulausum djamm-
árum nokkurra nemenda úr
Menntaskólanum á Akureyri sem
og kennurum, en einnig fá lesendur
að fylgjast með þeim fyrsta áratug-
inn eftir útskrift. Kostulegum per-
sónum bregður fyrir, Lalli Lax og
fyrrnefnd Gunna stóra koma við
sögu þessa þar sem Stefán bregður
upp myndum af tíðarandanum eins
og hann var fyrir þrjátíu árum.
„Þetta er byggt á sögusögnum og
eigin reynslu. Ég sæki auðvitað í
sarpinn í mínu lífi, en ég er kennari
við MA og ég hef verið nemandi þar.
Sögutíminn passar nokkurn veginn
við þann tíma sem ég var sjálfur
nemandi við MA, en þá var ungt fólk
mikið að djamma í H100 og Sjall-
anum. Þetta er skáldsaga en það er
kannski nokkuð djarft í þessu frek-
ar litla samfélagi hér á Akureyri að
reyna að komast upp með að segja
að þetta sé allt saman skáldskapur.
Fólk er strax farið að leita að sér í
sögunni. Einn maður er til dæmis
mjög móðgaður af því að hann taldi
sig ekki finna sjálfan sig í þessari
sögu, svo ég lofaði að hafa hann með
í næsta bindi,“ segir Stefán og hlær.
„Annar hringdi í mig seint að
kvöldi og tjáði mér að hann vissi
hver Lalli Lax væri.“
Bókin átti að heita Morð í MA
Þegar Stefán er spurður út í titil
bókarinnar, Þrítugur 1⁄3, segir hann
að fyrst hafi hann ætlað að láta bók-
ina heita Morð í MA.
„Það er jú meira trekkjandi titill,
en ég vildi ekki gera mínum gamla
skóla og núverandi vinnustað það að
klína morði á hann, þó vissulega séu
sakamálatengingar í þessari annars
ærslafullu gamansögu minni. Þrítug-
ur 1⁄3 vísar til þess að sagan gerist
fyrir um það bil þrjátíu árum og
spannar um þrjátíu ár og hún gerist
að mestu þegar sögupersónur eru
um þrítugt. Einn þriðji getur vísað til
þess að þetta er fyrsta bindið af
þremur hjá mér, en vísar líka til eins
þriðja af mannsævinni, því hún er
þrisvar sinnum þjátíu ár. Fyrstu
þrjátíu árin í lífi fólks eru grunnur-
inn að lífinu, næstu þrjátíu er fólk í
blóma lífsins og stofnar fjölskyldu og
síðustu þrjátíu árin fer fólk að draga
saman seglin. Þetta er leikur að töl-
um hjá mér.“
Nemandi rotar kennara
Á einum stað í bókinni kemur fram
að Skagfirðingar elski hesta sína
meira en konur sínar. Ertu að pota í
gráglettni í ýmislegt í samfélaginu í
sveitinni fyrir norðan?
„Jájá, auðvitað, en ekki bara í
sveitinni, því leikar berast til borgar-
innar fyrir sunnan.“ Á öðrum stað í
sögunni rotar Gunna stóra kennara á
djamminu í Sjallanum, og þegar
Stefán er spurður að því hvort slíkir
atburðir hafi gerst í raunheimum,
segir hann að á þeim tíma sem sagan
gerist hafi samskipti nemenda og
kennara, unglinga og fullorðinna,
verið óþægilega náin á köflum.
„Mörkin voru ekki alveg skýr. Eft-
ir fermingu var það manndómsvígsla
að taka þátt í föstudagsfylleríi, mað-
ur gat gert það fjórtán ára á vinnu-
stað með körlunum. Á þessum vinnu-
stöðum voru berar konur upp um
alla veggi, klám og brennivín alla
föstudaga. Þá þótti fyndið að fá ung-
linginn með í þetta. Í menntaskóla
þegar maður var orðinn sextán ára
og upplifði sig algerlega frjálsan og
vitandi vits, sem var víðs fjarri, þá
voru einhverjir kennarar sem voru
alveg til í að djamma með nemend-
um. Þetta voru aðrir tímar og eftir á
að hyggja ekkert voðalega sniðugir
að þessu leyti, það fóru ekki allir vel
út úr því,“ segir Stefán og tekur fram
að hann sé í bók sinni ekki að draga
neina kennara fyrir dóm eða neitt
slíkt.
„Þetta eru fyrst og fremst tíðar-
andalýsingar. Menntaskólaárin eru
líka yndisleg, umvafin áhyggjuleysi,
lífsgleði og miklum djammþorsta. Þá
er maður ódauðlegur og nemendur
kveðjast með trega við útskrift, geta
ekki dulið harm sinn og allir ætla að
hittast strax aftur. En svo líða tíu ár
og stúdentar koma saman aftur og
þá er þetta breytt fólk sem er orðið
þrítugt, komið í framhaldsnám í há-
skóla, íbúðarkaupendur, eignast
fyrstu börnin og takast á við skuldir,
áhyggjur og jafnvel sjúkdóma. Þeir
sem hefur dagað uppi sem djamm-
arar virka sem hálfgerðar tíma-
skekkjur og eiga ekkert sameigin-
legt með þeim sem eru komnir með
fjölskyldu og eru á ákveðnum stað í
lífinu, að undirbúa blómatímabil lífs-
ins. Einhleypir djammarar stinga þá
svolítið í stúf,“ segir Stefán sem sjálf-
ur var verðandi faðir á síðasta árinu í
Menntaskólanum á Akureyri.
„Ég barnaði kærustuna mína þeg-
ar ég var að lesa undir stúdentspróf í
frönsku, þannig að tvítugur var ég
giftur og kominn með dóttur. Þá
flutti ég til Reykjavíkur og fór í há-
skólann og stundaði Hollywood og
Broadway. Þar kemur bjórlíkið og
háskólaárin og allt sem þeim fylgir
er skemmtilegur tími.“
Hvatning, tími og andagift
Stefán segist hafa skemmt sér vel
við að skrifa þessa sögu. „Þetta er
ofsalega gaman en ansi mikið púslu-
spil. Ég hef verið að viða að mér efni
í þrjú bindi, annað bindið er nokkuð
vel á veg komið. Mér finnst ég verða
að ljúka þessu verki áður en ég verð
tvisvar sinnum þrítugur, sem er á
næsta ári. Mér skilst á þeim sem vita
meira en ég að þá eigi ég eftir að
skrifa mín magnþrungnustu verk,
þegar ég verð loksins búinn að
hlaupa af mér hornin,“ segir Stefán
sem hefur líka gefið út ljóðabækur
og ekki úr vegi að spyrja hvort
blundi rithöfundur í öllum íslensku-
kennurum?
„Frá því ég var barn hef ég ort vís-
ur og ég er sískrifandi, líka sem
blaðamaður, en aðallega hefur þetta
verið tækifæriskveðskapur hjá mér.
Síðustu þrjú ár hafa komið út þrjár
bækur frá mér, Tindur gaf út ljóða-
bókina Upprisu en sjálfur gaf ég út
bókina Mar í fyrra og núna er það
skáldsagan Þrítugur 1⁄3. Aðstæður
mínar eru þannig núna að ég fæ
hvatningu, tíma og andagift til að
láta til skarar skríða og setja á blað
margt af því sem hefur verið á sveimi
í höfðinu á mér.“
Um tvítugt er maður ódauðlegur
- Stefán Þór Sæmundsson sendir frá sér ærslafulla gamansögu um nemendur og kennara í Mennta-
skólanum á Akureyri - Sumir móðgast að finna sig ekki í sögunni þegar þeir leita þar að sér
Ljósmynd/Rannveig B. Hrafnkelsdóttir
Stefán „Frá því ég var barn hef ég ort vísur og ég er sískrifandi.“
Aldrei endir er titill útskriftarsýn-
ingar MA-nema í myndlist við
Listaháskóla Íslands sem opnuð
verður í dag í Nýlistasafninu í
Marshallhúsinu. Útskriftarnem-
arnir eru þau Auður Aðalsteins-
dóttir, Brian Wyse, Helen Svava
Helgadóttir og Romain Causel.
Sýningin verður opin í dag milli
kl. 13 og 18 og eftir það á hefð-
bundnum afgreiðslutímum Ný-
listasafnsins, miðvikudaga-
sunnudaga frá kl. 12 til 18, og lýk-
ur henni 30. maí.
„Útskriftarsýningin er marg-
radda og ólgandi, en aldrei eins og
sýningin árið áður. Hverju sinni
glíma nýir listamenn við rýmið og
verkin á sýningunni skapa inn-
byrðis tengingar, kallast eða rek-
ast á,“ segir í tilkynningu og að á
sýninguna sæki listamennirnir
þræði frá nýlega yfirstöðnum
einkasýningum sínum og velti
fram ferli sem þeir séu að ganga í
gegnum.
„Sem hópur vinna þau öll í gjör-
ólíkar áttir en sameinast í þeirri
áleitni, næmni, þrautseigju og um-
hyggju sem fylgir okkar óvenju-
legu tímum. Vangaveltur um hvað
er verðmætt, hvað er sérstakt og
hverju er ofaukið í skjálfandi
heimi,“ segir um listamennina og
að útskriftarsýningin hreyfist með
tímanum og viðfangsefni sýnenda
endurspegli umheiminn þá stund-
ina. Þessi viðburður sé aldrei
endastöð heldur svipmynd af
lengra uppgötvunarferli sem haldi
áfram eftir útskrift og hafi byrjað
jafnvel á undan formlegri mennt-
un sýnenda, þ.e. að vera og verða
listamaður. Sýningarstjóri er
Sunna Ástþórsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Sýningarstjóri Sunna Ástþórsdóttir.
Útskriftarsýning MA-
nema opnuð í Nýló
Í Rómarborg er verið að opna fyrir aðgang fólks að
rústum glæsilegs íbúðarhúss eða villu sem hefur í um
2.000 ár verið grafin undir nýrri byggð við rætur
Aventine-hæðar í hjarta borgarinnar, skammt frá hinu
kunna útileikjasvæði frá tímum Rómarkeisara, Circus
Maximus. Rústirnar fundust fyrir sjö árum þegar verið
var að styrkja undirstöður fjölbýlishúss sem var byggt
upp úr miðri síðustu öld. Fornleifafræðingar hafa síðan
grafið í húsgrunninn og í ljós hefur komið röð stórra
herbergja sem skreytt hafa verið með glæsilegum
mósaíkverkum og þá má einnig sjá leifar fresku-
málverka í þeim sumum. Í herbergjunum fundust líka
ýmiskonar áhöld frá daglegu lífi Rómverja fyrir um
2.000 árum, svo sem skálar, hamar, eldhúsáhöld, saum-
nálar og olíulampar. Þá fundust líka leifar um 2.600
ára gamals hlaðins turns.
AFP
Mósaíkverk Fjölmiðlamenn fengu í vikunni að skoða rústirnar sem eru undir fjölbýlishúsi við Aventine-hæð.
Fundu leifar fornrar glæsivillu í Róm