Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
Þ
eir sem sökkva sér niður í Sturlungu hafa hver
sína skoðun á verkinu. Sitja má lengi á rök-
stólum um efni verksins í viðleitni til að brjóta
það til mergjar. Skoðanir á efninu jafnmargar
og túlkendurnir.
Er þetta ekki einmitt einkenni meistaraverka? Hver
var tilgangur Sturlungu? Hvers vegna kaus Sturla
Þórðarson (f. 1214, d. 1284) að lýsa
frændum sínum og ófriði milli
þeirra á þennan hátt? Er unnt að
greina það til hlítar?
Þegar Magnús Jónsson prófess-
or beitti sér fyrir útgáfu Sturlungu
í tveimur bindum árið 1946 var til-
gangur hans að svala fróðleiks-
þorsta lesenda á miklu auðveldari
hátt en áður hafði verið gert. „Það,
sem þurfti, var að láta lesendur
Sturlungu fá nógu kunnuga og
fróða fylgdarmenn um þetta völ-
undarhús, fylgdarmenn, er svarað gætu spurningum og
reist nógu skýr merki við vegi og vegamót,“ segir Magn-
ús í formála annars bindis útgáfunnar frá 1946.
Óttar Guðmundsson geðlæknir gerist fróður fylgdar-
maður og tekur sér fyrir hendur að fara læknishöndum
um texta Sturlu í bókinni Sturlunga geðlæknis. Hann
birtir lesendum bókar sinnar sýn læknisins á ein-
staklinga í verkinu. Hann setur Sturlungu einnig í nýjan
búning, brýtur hana upp til að bregða samfelldri birtu á
einstaklinga og atburði.
Óttar segir Sturlungu skrifaða „í símskeyta- og ann-
álastíl“. Bókin geymi fjölda styttri sagna og komi nokkr-
ir höfundar að ritun hennar. Lesa verði persónulýsingar
á milli línanna, eiginlegar mann- og útlitslýsingar séu fá-
ar, einstökum persónum sé ekki fylgt eftir gegnum ævi-
skeiðið heldur sé rakin atburðasaga þar sem menn komi
mismikið við sögu. Litlu rými sé eytt til að lýsa tilfinn-
ingum fólks.
Þrátt fyrir þessa annmarka á persónulýsingum í
Sturlungu ræðst Óttar í að beita aðferðum geðlæknis við
greiningu á mörgum sem koma við sögu. Þar er af nógu
að taka. Í upphafi bókarinnar birtir Óttar skrá yfir
„helstu persónur Sturlungu“. Á listanum eru 98 nöfn á
sex blaðsíðum. Hann segir um hlutverk geðlæknisins:
„Menn þurfa að ráða í hegðun og svipbrigði auk þess
að hlusta á það sem sagt er og túlka á besta hátt. Bók
eins og Sturlunga skýrir frá hegðun og háttalagi fólks og
samskiptum þess innbyrðis. Geðlæknirinn rýnir í þetta
og túlkar síðan út frá skilmerkjum fræðanna. Þessar
túlkanir verða aldrei eins og vísindi excelskjalanna held-
ur alltaf umdeilanlegar. Sennilega munu engir tveir geð-
læknar túlka Sturlungu á sama veg vegna þess hversu
persónulegar slíkar vangaveltur eru.“ (s. 18.)
Á hnitmiðaðan hátt setur Óttar þennan ramma utan
um verk sitt. Þessi bönd halda honum þó ekki alltaf.
Stundum vegna eigin frændsemi við Sturlunga eða hann
færir frásögnina inn í samtímann til að bregða á hana
meiri birtu. Hann segist til dæmis sem unglingur ekki
hafa hatað neinn mann meira en Gissur jarl Þorvaldsson.
Hann vissi af einum samtímamanni með því nafni og
skildi ekki hvernig hann gat heitið því og átti bágt með
að ávarpa hann. Skoðun Óttars á Gissuri hefur breyst
með árunum og hann metur nú og ber virðingu fyrir
„pólitískum hæfileikum hans og kaldrifjaðri greind“.
(s. 229.)
Texti Óttars er skipulega og skýrt fram settur í stutt-
um efnisköflum þar sem áliti eða hugleiðingum geðlækn-
isins er skotið inn á milli. Jóhanna V. Þórhallsdóttir gerir
myndskreytingar og kápu bókarinnar sem skapa text-
anum loft en minna jafnframt á alvarleika þess sem um
er skrifað. Nafnaskrá er í bókinni.
Með stuttum bakþönkum í Fréttablaðinu hefur Óttar
áunnið sér hylli stórs hóps lesenda sem kann að meta að
hann hikar ekki við að segja skoðanir sínar umbúðalaust
án tillits til þess hvort þær falla að pólitískum rétttrúnaði
eða ekki. Oft er þetta ögrandi og Óttar beitir sömu að-
ferð við greiningu á söguhetjum Sturlungu. Lýsingarnar
eru óvægnar á frillulífi, hrottaskap og vígaferlum.
Bók Óttars er vel skrifað sjálfstætt verk sem stendur
vel fyrir sínu hvort sem menn eru sammála honum eða
ekki. Hann bregður eigin sýn á ólgandi líf Sturlungu og
kveikir örugglega áhuga einhverra lesenda á að sækja í
ótæmandi uppsprettuna sjálfa og svala sér á henni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfundurinn „Bók Óttars er vel skrifað sjálfstætt verk
sem stendur vel fyrir sínu hvort sem menn eru sammála
honum eða ekki,“ segir um bók Óttars Guðmundssonar.
Sturlunga Óttars
Sagnfræði
Sturlunga geðlæknis bbbbn
Eftir Óttar Guðmundsson.
Skrudda, 2020. 239 bls., myndskreytt, nafnaskrá.
BJÖRN BJARNASON
BÆKUR
15 verkefni voru styrkt um samtals
5,9 milljónir króna úr Styrktarsjóði
samtaka um tónlistarhús og Ruthar
Hermanns þegar nýverið var út-
hlutað úr sjóðnum í 11. sinn. Alls
bárust 24 umsóknir. Styrkirnir eru
til tónleikahalds í Hörpu á tíma-
bilinu maí til desember 2021. Stjórn
sjóðsins skipa Ásmundur Jónsson,
Margrét Bóasdóttir, Halla Oddný
Magnúsdóttir, Margrét Þorsteins-
dóttir og Gunnar Þórðarson.
Verkefnin sem hlutu styrk eru:
- Af særingu og seið – frumsamin
tónlist, íslensk þjóðlög og textar í
flutningi Umbru.
- Bach, Schubert og Spohr – tríó-
tónleikar.
- Barokkbandið Brák og Andri
Björn Róbertsson barítón flytja
franska barokktónlist eftir Couper-
in, Clérambault og Rameau.
- Blásarakvintettinn Hviða –
verk eftir m.a. Milhaud og Ligeti.
- Ensemble Promena – sönglög
Schumanns, strengjakvartettar
Brahms og fleira.
- Jólaóratorían eftir J.S. Bach.
Flytjendur eru Mótettukórinn og
Alþjóðlega barokksveitin ásamt ein-
söngvurum undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar.
- Kammersveit Reykjavíkur fyr-
ir tónleikadagskrá til ársloka 2021.
- Kammermúsíkklúbburinn fyrir
tónleikadagskrá til ársloka 2021.
- Kornið – kammerópera eftir
Birgit Djupedal og Ingunni Láru
Kristjánsdóttur í uppfærslu tónlist-
arhópsins Austuróp.
- Með þig hjá mér – ljóðaþýð-
ingar Þorsteins Gylfasonar heim-
spekings.
- Meistari Mozart – Gran partita
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr ásamt
gestum.
- Nostalgíuvélin – kammer-
djasstónlist Mikaels Mána.
- Tónlistarhátíðin Seigla, haldin
3.-7. ágúst, á vegum Íslenska Schu-
mannfélagsins.
- Schumann-söngvar; sönglög,
dúettar og Fantasiestücke op. 73.
- Stefnumót við Rota, Corea,
Elenu, Jóhann og Stravinsky.
Fjör Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr er meðal tónlistarhópa sem hlutu styrk.
15 verkefni styrkt
um 5,9 milljónir
Sýning myndlistarmannsins Sindra
Leifssonar, Þvottabjörn, verður opn-
uð í sýningarsalnum Gallery Porti á
Laugavegi 23b í dag, laugardag, frá
kl. 14 til 18.
Verkin á sýningunni eru að
stórum hluta unnin upp úr efnivið
sem orðið hefur á vegi listamannsins
á ferð sinni um borgina undanfarin
ár. Í tilkynningu segir að Sindri fari
gjarnan um eins og þvottabjörn í leit
að æti sem snertir hluti með áfergju
til að skilja fenginn betur. Nýfelld
garðtré, afgangs eikarplankar og
furutré úr grisjun skógræktar á
borgarmörkunum. Á sýningunni er
sjónum beint að áferðum og snertan-
leika. Fyrirframgefnum forsendum
efniviðarins er gert hátt undir höfði
með aðferðum skúlptúrs þó að á sýn-
ingunni leynist einnig lágmyndir og
sitthvað fleira. Sindri vekur spurn-
ingar um alræði vinnunnar og afurð-
anna sem til verða með áherslu á
ferlið sjálft.
Sindri Leifsson lauk BA-námi frá
Listaháskóla Íslands árið 2011 og
MFA-gráðu frá Listaháskólanum í
Malmö í Svíþjóð árið 2013. Hann hef-
ur verið virkur í sýningarhaldi og
haldið einka- og samsýningar á Ís-
landi og víðsvegar um Evrópu.
Sýningin er opin miðvikudag til
sunnudags kl. 12-18 og lýkur 18.
maí.
Frá sýningunni Sindri fer gjarnan um borg-
ina eins og þvottabjörn í leit að æti.
Þvottabjörn Sindra í Gallery Porti
Þórunn Harðardóttir víóluleikari
heldur einleikstónleika á vegum
15:15 tónleikasyrpunnar undir yfir-
skriftinni „Ekki einleikið“ í Breið-
holtskirkju í dag, laugardag, kl.
15:15. Á efnisskrá tónleikanna eru
kaflar úr Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu
eftir Johann Sebastian Bach, Svíta
nr. 1 í g-moll fyrir víólu eftir Max
Reger og frumflutt einleiksverkið
Cloak eftir bandaríska tónskáldið
Charles Peck. „Þórunn starfar við
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
kennir á fiðlu og víólu, stjórnar
strengjasveitum skólans auk þess
að vera húsmóðir í Breiðholti,“ seg-
ir í tilkynningu.
„Flutt verða þrjú verk sem við
fyrstu sýn eru ákaflega ólík, til
dæmis eru þau samin á 300 ára
tímabili og ef marka má heimildir
(sem er vafasamt) er hvatinn að til-
urð þeirra og aðstæður tónskáld-
anna stórkostlega mismunandi, en
þegar betur er að gáð og dýpra,
eiga þau fjölmargt sameiginlegt,“
segir einnig í tilkynningu frá skipu-
leggjendum.
Víóluleikari Þórunn Harðardóttir.
Ekki einleikið í Breiðholtskirkju