Morgunblaðið - 08.05.2021, Page 52
Kringlunni 552 8600
568 9234
-frábær tilboð á
Kringlukasti
552 2201
Sigtryggur Baldursson, einnig þekktur sem Bogomil
Font, stjórnar söngstundinni Syngjum saman í Hann-
esarholti á morgun, sunnudag, kl. 14. Með honum
kemur fram Harpa Þorvaldsdóttir, tónmenntakennari
og tónlistarkona, sem leikur á píanó. Með fjölda-
söngstundinni vill Hannesarholt hlúa að söngarfi
þjóðarinnar. Textum er varpað á tjald svo allir gestir
geti tekið undir. Ókeypis er fyrir börn í fylgd með
fullorðnum sem greiða 1.000 króna
aðgangseyri. Gestum býðst að taka
þátt í stundinni í Hannesarholti, en
einnig verður streymt frá söngn-
um á fésbókarsíðu Hann-
esarholts.
Bogomil Font stjórnar söngstund
í Hannesarholti á morgun kl. 14
LAUGARDAGUR 8. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir er gengin til
liðs við Stjörnuna eftir þriggja ára fjarveru en hún ætl-
aði ekki að spila fótbolta í sumar. „Ég ákvað bara að slá
til og hlakka til að byrja að æfa með þeim. Vonandi get
ég hjálpað þeim eitthvað,“ segir Katrín um endurkom-
una en hún lék með KR í fyrra. »45
Vonandi get ég hjálpað eitthvað
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Myndlistarkonan Árný Björk Birg-
isdóttir er ánægð með viðtökurnar
sem salonsýning Grósku hefur feng-
ið í Gróskusalnum við Garðatorg í
Garðabæ. „Með tilliti til fjöldatak-
markana hefur aðsóknin farið fram
úr okkar björtustu vonum,“ segir
hún, en vegna mikils áhuga var
ákveðið að bæta við sýningarhelgum
og verður sýningin opin í dag og á
morgun klukkan 14-18 og svo aftur
á sama tíma um næstu helgi.
„Það að skapa eitthvað hefur allt-
af verið í mér,“ segir Árný, en um
130 listaverk eru á sýningunni og
eru sex þeirra eftir hana. Hún fór
þó ekki í nám í myndlist fyrr en eftir
að hafa tekið stúdentspróf í Mennta-
skólanum í Reykjavík. „Samt leidd-
ist mér í MR og það blundaði alltaf í
mér að fara í myndlistarnám erlend-
is, upplifa eitthvað nýtt.“ Hún hafi
farið til Bandaríkjanna í þeim til-
gangi og komið aftur heim eftir að
hafa byrjað í námi í Arizona og út-
skrifast sem listmeðferðarfræð-
ingur frá Pratt Institute í New York
1999.
Börn, kennsla og sköpun
Lengst af hefur Árný unnið með
börnum. Fyrst á barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans og síð-
an í skólakerfinu. Hún hefur líka
kennt myndlist en fyrir um þremur
árum tók hún þátt í að stofna Gallerí
Grástein á Skólavörðustíg og nýlega
gekk hún auk þess til liðs við Gall-
eríið, sem er líka á Skólavörðustíg.
Undanfarin þrjú ár hefur hún því
einbeitt sér að rekstri og afgreiðslu
ásamt því að virkja myndlistar-
manninn í sér. Hún var í hópi stofn-
enda Grósku fyrir um 11 árum og er
með vinnuaðstöðu hjá félaginu.
Eitt er að miðla listinni og annað
að skapa hana, að sögn Árnýjar.
„Lífið er krefjandi og stór hluti ork-
unnar fer í að afla tekna þegar mað-
ur er ungur, eignast börn og þarf að
eiga fyrir salti í grautinn. Núna,
þegar ég er orðin eldri, get ég frek-
ar leyft mér að vera í sköpuninni og
þá er félagsskapur eins og Gróska
dásamlegur, því hérna finn ég aðra
listamenn, fólk sem er á svipaðri
bylgjulengd.“
Árný segir mjög gaman að leið-
beina börnum og unglingum. Sköp-
unarkraftur, mikil gróska og góð
stemning í hópi sé mjög eflandi.
„Þetta hefur gefið mér margar hug-
myndir sem ég hef síðan notað í eig-
in mótun en þegar ég er ein með
sjálfri mér að búa eitthvað til er það
eins og hugleiðsla, eins og ég sæki
eigin orku til að glíma við daglegt
líf.“
Starfið í Grósku hefur að mestu
legið niðri í faraldrinum, en Árný
segir að mikil virkni sé í félags-
mönnum. „Núna eru allir svangir og
tilbúnir að byrja aftur af eldmóði og
krafti.“
Listaverk hennar eru fjölbreytt.
Hún segist mála mikið abstrakt
landslagsmyndir með vatnslitum og
leiki sér líka með olíuliti. Myndin
Vorboðinn lýsi til dæmis tveimur
heimum sem hún upplifi vegna
veikrar móður. „Vorið er samt alltaf
á næsta leiti, þótt það sé í annarri
vídd.“
Eldmóður og kraftur
- Salonsýning Grósku við Garðatorg í Garðabæ framlengd
- Árný Björk Birgisdóttir er ánægð með viðtökurnar
Ljósmynd/Sjöfn Ólafsdóttir
Í Gróskusalnum Árný Björk Birgisdóttir á sex málverk á sýningunni.