Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 34

Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 34
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Inga Guðmundsdóttir lést þriðjudaginn 12. október á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Garðakirkju í Görðum á Álftanesi, þriðjudaginn 19. október klukkan 13.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B2 á LSH fyrir umönnun og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaheill. Sveinn Ingi Sigurðsson María Ósk Sigurðardóttir Anders Bramsen Arnar Ingi Sigurðsson Benna Þórhallsdóttir Rakel Rut Sigurðardóttir Kristinn Týr Gunnarsson og barnabörnin: Gabríel, Ísak, Esja, Bríet, Malín, Íris, Alexía, Aþena, Theodór og Gunnar. Elsku pabbi okkar, afi, bróðir, frændi og vinur, Jón Grímsson frá Ísafirði, skipstjóri, smiður, sögumaður og húmoristi, andaðist á heimili Jóhönnu dóttur sinnar í Seattle 10. október sl. Minningarathöfn verður haldin síðar. Linda Grímsson Jóhanna Jenny Jónsdóttir Brannon McCarthy Leah Katrín Jónsdóttir Rúnar Grímsson Sigurður Grímsson Sigrún Grímsdóttir Ása Grímsdóttir Bárður Grímsson afabörn, frændsystkin og vinir. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Hlöðver Guðmundsson húsgagnabólstrari, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 9. október. Bálförin fer fram frá Fossvogskirkju á 95 ára afmælisdegi hans, fimmtudaginn 21. október klukkan 15.00. Steinvör Esther Ingimundardóttir börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Ólafur Bergsson bifreiðarstjóri, Yrsufelli 13, andaðist á Líknardeild Landspítalans þann 8. október í faðmi fjölskyldunnar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 18. október kl. 13.00. Lilja S. Mósesdóttir Móses Helgi Halldórsson Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Ester R. Lathrop Ryan Lathrop Ólöf Sif Halldórsdóttir Bjarki Gannt Joensen og afabörnin. Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristbjörg Jóhannesdóttir (Kittý) Æsufelli 2, lést á lungnadeild Landspítala þriðjudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 20. október klukkan 15. Gunnar Þór Jónsson Eyrún Ingadóttir Birna Kristín Jónsdóttir Haraldur Páll Jónsson Kristín Bárðardóttir Garðar Garðarsson Soffía Sveinsdóttir ömmu- og langömmubörn og aðrir aðstandendur. 1674 Torsåker nornaréttarhöldin í Svíþjóð hefjast. 71 er hálshöggvin/n eða brennd/ur á báli. 1866 Stórbruni í Quebec í Kanada eyðileggur 2.500 hús. 1878 Rafmagnsljósafyrirtæki Edisons, Electric Light Company, er stofnað. 1880 Lokið við byggingu dómkirkjunnar í Köln í Þýsk- landi, 633 árum eftir að framkvæmdir hófust. 1889 Aðallestarstöðin í Amsterdam formlega opnuð. 1904 Japanir brjóta sókn Rússa á bak aftur í orrustunni um Shaho. Japanir missa 16 þúsund menn og hjá Rússum falla sextíu þúsund í valinn. 1929 Fimleikafélag Hafnarfjarðar er stofnað í Hafnarfirði. 1941 Fyrstu fjöldanauðungarflutningar gyðinga til Austur-Evrópu. 1944 Flokkur þjóðernissinna nær völdum í Ungverja- landi. 1951 Egypska þingið fellur frá samkomulaginu um Súezskurðinn. 1958 Sovétríkin gera tilraun með kjarnorkusprengju á Novaya Zemlya. 1970 Brú yfir ána Yarra í Melbourne í Ástralíu hrynur og 35 farast. Merkisatburðir Myndlistarmaðurinn Sindri Leifs­ son opnar sýninguna Næmi, næmi, næm, í Ásmundarsal í kvöld, þar sem hann stefnir að því að örva öll möguleg skilningarvit gesta. arnartomas@frettabladid.is „Eins og nafnið gefur til kynna þá er ég að vinna mikið með næmina á þessari sýningu sem verður alltumlykjandi,“ segir Sindri Leifsson listamaður sem opnar sýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal í kvöld. Sem áður er Sindri mikið að vinna með timbur í verkum sínum og vísar mikið í skógarheiminn á sýningunni, en hann notar efnivið frá Hellisheiði og Hólmsheiði í skúlptúrana á sýningunni. „Ég fékk líka tvö þúsund lítra af viðar­ kurli frá Skógræktarfélaginu í Reykjavík sem mun spila veigamikið hlutverk,“ segir Sindri símleiðis, á meðan hann gengur um og undirbýr sýningarrýmið. „Það brakar í kurlinu undan fótunum á mér og það er gríðarmikil lykt sem fylgir þessu þegar gengið er inn í rýmið. Gestir munu ganga inn í heim þar sem öll skilningarvitin fara á fullt.“ Fjölhæft lerki Á sýningunni er stefnt á að örva öll skilningarvit gestanna og þar verður lögð sérstök áhersla á bragðskynið. Þar veltir Sindri fyrir sér spurningunni hvort matur geti verið list, ásamt Kjart­ ani Óla Guðmundssyni veitingamanni og Jóhönnu Rakel Jóhannsdóttur myndlistar­ og tónlistareinstaklingi. „Auk almennu innsetningarinnar sem verður opnuð í dag hef ég verið að vinna með þeim að þremur kvöld­ verðarboðum. Þar höfum við búið til marg rétta matseðil þar sem gestum er boðið inn á risastórt langborð,“ segir Sindri. „Allur maturinn er gerður undir áhrifum þeirra verka sem eru til sýnis á sýningunni. Þetta er ákveðið samtal sem við höfum átt til að útbúa listaverk sem eru æt.“ Sindri segir að þríeykið hafi fyrst og fremst hugsað um matinn sem mat, en hagað því þannig að hægt sé að líta á hann sem listaverk. „Maturinn breytist í myndlist og myndlistin í matargerð,“ útskýrir Sindri. Eitt verkið á sýningunni eru lerki­ standar sem gerðir eru fyrir einmitt einn chili­pipar en á kvöldverðarboð­ unum skipta standarnir um hlutverk og gegna stöðu diska. „Það kemur skúlp­ túr á borðið fyrir hvern og einn sem fær réttinn á nokkurra kílóa þungum lerkidiski,“ segir Sindri. „Sá réttur er í raun og veru búinn til út frá því hvernig skúlptúrinn varð til. Við erum að leyfa okkur að brjóta aðeins upp formið hvað varðar bæði list og matargerð.“ R&B (rapp og bláskel) Af þeim pörunum sem verða í boði segist Sindri einna spenntastur fyrir bláskel og hipphoppi. „Þar verður færð bláskel á borð og einmitt þá verður blastað hipphopp­ lagi í bakgrunni,“ segir Sindri. „Hljóð­ myndin er líka inni í skynjuninni. Þetta mun umlykja mann alveg.“ Þótt sýningin sé að stórum hluta samvinnuverkefni segir Sindri hana vera framhald af sinni eigin myndlist. „Ég hef verið að vinna með náttúruleg hráefni og reyni að leyfa hráleikanum að njóta sín innan verkanna í bland við meira unna f leti,“ segir hann. Sýningin hefst klukkan 18 í kvöld en hægt er að kaupa miða á kvöldverðar­ boðin á heimasíðu Ásmundarsalar. n Áhlaup á skilningarvitin Sindri er spenntastur fyrir pörun bláskeljar og hipphopps. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gestir munu ganga inn í heim þar sem öll skiln- ingarvitin fara á fullt. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.