Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 46

Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Við spiluðum einu sinni fótbolta saman úti í Berlín hérna um aldamótin. Óttar toti@frettabladid.is Jólalögin eru byrjuð að óma í höfði Siggu Beinteins svo undur hljóm­ fögur að þau halda næstum fyrir henni vöku, enda er hún löngu byrjuð að undirbúa jólatónleikana sína sem hún heldur í ellefta sinn í byrjun desember. „Ég var með streymi í fyrra og það verður að segjast að mikil spenna leikur í loftinu eftir því að geta farið aftur á svið með jólatón­ leikana og hafa fólk í Eldborgar­ salnum,“ segir Sigga. Hún bætir við að það hafi verið sérstakt og tekið svolítið á að syngja fyrir tómum sal í fyrra. „En Guð minn góður, núna fáum við að gera þetta fyrir fullan sal af fólki og þetta er náttúrlega alveg tvennt ólíkt.“ Gestir og óskalög Fullur salur af fólki gefur Siggu vitaskuld tilefni til að tjalda öllu til. „Ég er með alveg frábæra gesti í ár. Þau eru náttúrlega bara hvert um sig alveg bara æðisleg,“ segir Sigga um þau Ellen Kristjáns, Katrínu Halldóru, Gissur Pál og Bjarna Ara, sem verða með henni ásamt Karla­ kórnum Fóstbræðrum. „Það er gaman að fá að velja með þeim lögin sem þau syngja,“ heldur Sigga áfram og segir gestina að sjálf­ sögðu velja sín lög en hún sé einnig með nokkur óskalög. Vaknar við jólabjöllur Sigga er eðli málsins samkvæmt komin snemma í jólastuð en segist hins vegar aldrei fá leið á þessu. „Ég er nú löngu byrjuð að vinna í tón­ leikunum og er að leggja lokahönd á lagalistann núna,“ segir Sigga, sem hlustar á jólalögin dagana langa við undirbúninginn. „Ég náttúrlega vakna með þetta í hausnum þannig að maður er alveg kominn svolítið inn í þetta.“ Sigga bætir við að miðasalan á jólatónleikana sem hún kallar venju samkvæmt Á hátíðlegum nótum sé komin á fleygiferð hjá Hörpu og Tix. is. „Ég er bara rosalega ánægð með það. Ég held líka að fólk sé svo til­ búið einmitt núna að fara á viðburði ,þannig að ég held að fólk ætti ekk­ ert að bíða ef það ætlar sér á tónleika eða annað slíkt.“ n Sigga vaknar með jólalög í höfðinu Sigga Beinteins og gestir stíga út úr streyminu á svið Eldborgar. MYND/AÐSEND HÄSTENS VERSLUN FAXAFENI 5, REYKJAVÍK 588 8477 VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com. 30 Lífið 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Óttar Guðmundsson og Einar Kárason hafa lengi lifað og hrærst með Sturlungum og verða á þeirra slóðum um helgina og bjóða til skemmti­ legrar fræðaveislu í Kakala­ skála, þar sem Óttar nýtir geðlæknisfræðina en Einar tekur bókmenntavinkilinn. odduraevar@frettabladid.is „Við ætlum að vera þarna fyrir norðan í Skagafirði, í Kringlumýri, í hinum svokallaði Kakalaskála hjá Sigurði Hansen og vera þar með Sturlungaprógram á laugardag­ inn frá 13­16,“ segir geðlæknirinn Óttar Guðmundsson, auðheyrilega spenntur fyrir helginni. „Við munum sjálfir tala um Sturl­ unga út frá okkar áhugasviðum. Einar ætlar að tala um Sturlunga í Skagafirði og ég ætla að tala um Guðmund Arason biskup,“ útskýrir Óttar. „Svo kemur þarna karlakór og syngur lög sem eru tileinkuð eða koma fyrir í Sturlungu. Svo kemur Jóhanna Þórhallsdóttir, konan mín, og syngur líka,“ segir hann. „Þannig að þetta er svona söngur og fyrir­ lestrar, allt í nafni Sturlungu.“ Sálgreinir höfðingjana Óttar segir staðinn, Kringlumýri þar sem Sigurður Hansen rekur Kakala­ skálann, merkilegan. „Þar er Sigurð­ ur búinn að byggja minnisvarða um Haugsnesbardaga og hann er með mjög merkilega Sturlungasýningu. Við Einar höfum báðir góð kynni af Sigurði og ætlum aðeins að búa til smá viðburð þarna.“ Óttar hyggst sálgreina helstu höfðingja á laugardaginn eins og hann gerði í bók sinni, Sturlungu geðlæknisins. „Þar ræði ég mikið þetta siðrof sem í raun verður á Íslandi á þessum Sturlungatímum,“ útskýrir Óttar. Hann segir engin siðalögmál hafa verið í gildi á Sturl­ ungaöld, bara siðleysið. „Ég mun sálgreina höfðingjana alveg hægri, vinstri. Ég mun sál­ greina alla sem ég get sálgreint, bæði frændur mína Sturlungana, og svo náttúrlega Ásbyrgingana og hina, en Einar hefur auðvitað skrifað fjórar bækur um Sturlungu, þannig að hann mun nálgast þetta á annan hátt.“ Aðspurður segir Óttar þá félaga vera frábært tvíeyki. „Við spiluðum einu sinni fót­ bolta saman úti í Berlín hérna um aldamótin, við vorum nú ansi góðir þá, ég var nú reyndar í vörninni og hann frammi en við vorum góð blanda þá líka.“ Einar ræðir hitt Aðspurður segir Einar hlæjandi að hann geti tekið undir með Óttari að þeir séu gott teymi, frá fornu fari, frá tíma sínum í Berlín. „Við nálgumst þetta töluvert ólíkt við Óttar. Eins og hann sagði sjálfur, skrifaði hann bók þarna um persónu Sturlungu frá sjónarmiði geðlæknisins en ég hef ekki þennan læknisvinkil á þetta, en ég er með svona kannski skáldsagnahöfundarvinkilinn sem gengur út á að reyna að átta sig á fólki, átta sig á karakterum og hvað þau eru að hugsa og hvaða plott eru í gangi,“ útskýrir Einar. Hann segir um að ræða gríðar­ legar söguslóðir. „Og þarna réðust mikil örlög og Skagfirðingar hafa verið mjög duglegir á undanförnum árum að halda á lofti minningum þessara atburða.“ Einar segir að það sé hátíðlegt að vera á slóðum sögunnar. „Ekki hátíðlegt í þeim skilningi að það verði einhver tignarblær eða drungi yfir því, við erum báðir léttir í bragði og Skag­ firðingar frægir fyrir að vera miklir gleðimenn.“ n Geðlæknir og skáld mæta Sturlungum á heimavelli Fótboltafélagarnir Óttar geðlæknir og Einar rithöfundur ætla að tækla Sturlungu hvor með sínu lagi í Kakalaskála um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.