Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 6
Best hefur gengið að inn-
rita ung börn í leikskóla í
úthverfum borgarinnar. Með
fjölgun plássa lítur þó út fyrir
að staðan verði svipuð í öllum
hverfum hennar þegar nær
dregur vori. Í mars er gert ráð
fyrir að yngstu börn í leik-
skólum verði í öllum hverfum
borgarinnar á aldrinum 14 til
16 mánaða.
lovisa@frettabladid.is
SKÓLAMÁL Samk væmt áætlun
Reykjavíkurborgar verða yngstu
börnin í leikskólum borgarinnar
á vormánuðum ekki eldri en 16
mánaða. Elst verða þau í úthverfum
borgarinnar og yngst, 14 mánaða, í
Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum.
„Almennt er staðan þannig að
það hefur verið auðveldara að kom-
ast inn með ung börn í hverfum í
austurborginni, en með fjölgun
leikskólaplássa á næstunni mun
staðan vænkast verulega í mið- og
vesturborginni,“ segir Skúli Þór
Helgason, formaður skóla- og frí-
stundaráðs, um bið eftir leikskóla-
plássi í borginni í dag.
Samkvæmt nýjustu tölum frá
skóla- og frístundasviði Reykja-
víkurborgar bíða innan við 20
börn 18 mánaða og eldri eftir því að
komast inn á leikskóla í úthverfum
borgarinnar, þar sem best hefur
gengið að innrita, í samræmi við
samþykkt viðmið um innritun
barna í leikskóla við 18 mánaða
aldur á hverju hausti. Það er í Árbæ,
Breiðholti, Grafarholti og Úlfars-
árdal og Grafarvogi. Til saman-
burðar bíða 47 börn á sama aldri í
Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ og
44 börn í Háaleiti og Bústöðum og
Laugardal.
Skúli segir að ákjósanlegast
væri að börn kæmust inn á sama
aldri alls staðar í borginni. Þannig
hafi það þó ekki verið vegna mis-
munandi stærðar leikskóla, ólíkrar
eftirspurnar eftir leikskólaplássi og
svo framvegis.
Gerð var spá á þremur tíma-
punktum varðandi hversu gömul
yngstu börnin verða í leikskólum
borgarinnar og tekin inn í útreikn-
ingana þau pláss sem á að bæta við
í vetur í Ævintýraborgum og í þeim
nýju leikskólum sem eiga að taka
til starfa. Tímapunktarnir eru 1.
janúar, 1. mars og 1. maí.
Í úthverfum borgarinnar er gert
ráð fyrir að yngstu börnin þann
1. janúar verði 14 mánaða, í Háa-
leiti og Bústöðum og Laugardal er
staðan verst, en þar er gert ráð fyrir
að yngstu börnin á biðlista verði 25
mánaða, eða tveggja ára. Í Vesturbæ,
Miðborg og Hlíðum er gert ráð fyrir
að yngstu börnin verði eins árs.
Þann 1. mars 2022 verður búið að
bæta við Ævintýraborg við Vörðu-
skóla, en með því bætast við 60 pláss
í Vesturbæ, og annarri við Voga-
byggð sem bætir 100 plássum við í
Laugardal.
Þá er staðan orðin nokkuð betri
í Háaleiti og Bústöðum og Laugar-
dal og er þá gert ráð fyrir að yngstu
börnin verði 15 mánaða, yngstu
börnin í úthverfum verða 16 mán-
aða og í Vesturbæ, Miðborg og
Hlíðum verða þau 14 mánaða vegna
þess að þau munu þá hafa elst um
tvo mánuði.
Til að reikna út þörf þarf að taka
til greina mannfjöldaspá og skoða
hvar og hversu mikið er verið að
byggja í nýjum hverfum.
Skúli segir að fyrstu tillögum
hafi verið skilað í mars 2018 og að
þörfin sé meiri en gert var ráð fyrir
þá, þegar miðað var við að þyrfti
700-750 ný pláss til að geta boðið
börnum frá 12 mánaða aldri leik-
skólapláss. Íbúum hefur hins vegar
fjölgað meira í borginni en gert var
ráð fyrir og þess vegna er nú verið
að leggja lokahönd á endurskoðun
áætlunarinnar með enn frekari
fjölgun plássa á komandi misserum
og árum.
Nánar á frettabladid.is
Þau yngstu sextán mánaða
Það er að birta til í lelkskólamálum í Reykjavíkurborg, að sögn formanns skóla- og frístundasviðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Með fjölgun leikskóla-
plássa á næstunni mun
staðan vænkast veru-
lega í mið- og vestur-
borginni.
Skúli Helgason,
formaður skóla-
og frístundaráðs
birnadrofn@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Nauðgunum og
of beldisbrotum tengdum nætur-
lífinu hefur fækkað milli ára, sam-
kvæmt upplýsingum frá Lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, LRH.
Ofbeldisbrotum sem slíkum fer þó
ekki fækkandi og voru þau f leiri
árið 2020 en árið 2019.
Marta Kristín Hreiðarsdóttir,
deildarsérfræðingur í upplýsinga-
og áætlanadeild LRH, segir að ef
rýnt sé í of beldisbrotin sjáist að
heimilisofbeldismálum hafi fjölgað
en að ofbeldisbrotum í tengslum við
næturlífið í miðbænum hafi fækkað.
„Skýrustu breytingarnar sem við
sjáum eru í tengslum við nætur-
lífið. Við sjáum töluverða fækkun
ofbeldisbrota og þegar við skoðum
dreifingu slíkra brota árið 2019
voru þau f lest um fjögurleytið á
nóttunni, en árið 2020 og það sem
af er ári 2021 eiga þau sér flest stað
á milli klukkan 11 og 12 á kvöldin,“
segir Marta og vísar í því samhengi
til breytinga á reglum um opnunar-
tíma skemmtistaða.
„Þetta þurfa ekki að vera bein
orsakatengsl en það er ýmislegt sem
mætti telja að hefði þarna áhrif,“
segir hún og vísar til minni ölvunar
og vímu af völdum annarra efna
þegar opnunartími er styttri. „Auð-
vitað eru tengsl á milli neyslu vímu-
efna og ofbeldisbrota,“ segir Marta.
„Við höfum verið að kalla eftir því
að taka upp samtal um betri nætur-
lífsmenningu og að þar sé allt tekið
með, bæði opnunartími og aðrir
þættir. Tölurnar benda til þess að
hægt sé að breyta einhverju til hins
betra,“ segir hún.
Marta segir einnig að á milli ára
sjáist að heimilisof beldismálum
hafi f jölgað á meðan of beldis-
brotum í tengslum við næturlífið í
miðbænum hafi fækkað.
„Það sama sjáum við ef við skoð-
um kynferðisbrot,“ segir Marta, en
bætir við að dreifing kynferðisbrota
hafi breyst. Tilkynningum um kyn-
ferðisbrot í garð barna hafi fjölgað
en nauðgunum, og þá sérstaklega
nauðgunum tengdum næturlífinu,
fækkað.
Þá segir Marta aukna umræðu um
heimilisof beldi og velferð barna,
að öllum líkindum hafa haft áhrif á
aukinn fjölda slíkra mála. Aukinn
fjöldi brota geti einnig bent til þess
að fleiri tilkynni brotin til lögreglu
án þess að brotunum sjálfum hafi
fjölgað. ■
Nauðgunum og ofbeldisbrotum sem
tengjast næturlífinu fækkar verulega
Lögreglan sér mikinn mun á ofbeld-
isbrotum í tengslum við næturlífið.
ser@frettabladid.is
VIÐSKIPTI „Ég var andlega og líkam-
lega gjaldþrota,“ segir Skúli Mogen-
sen, fyrrverandi forstjóri WOW, í
helgarviðtali Fréttablaðsins á morg-
un. Í viðtalinu gerir Skúli upp sögu
sína og félagsins. Hann ræðir um
tapaða sjálfsmynd og erfiðleikana
eftir að félagið fór í þrot árið 2019.
Skúli viðurkennir að fall WOW
megi rekja til þess að hann hafi per-
sónulega farið of geyst:
„Ég fór að máta félagið við sjálfan
mig, frægðina, uppganginn og
arðinn, frekar en að vera trúr upp-
haflegu lággjaldastefnunni eins og
Ryanair og Wizzair hafa gert alla
tíð,“ viðurkennir hann í viðtalinu.
Skúli segist hafa náð jarðtengingu
á ný við að byggja upp ferðaþjón-
ustufyrirtæki sitt í Hvammsvík
sem verði ný upplifun fyrir erlenda
ferðamenn – og íslenska.
Þar leika sjóböðin stórt hlutverk
að sögn Skúla, en þau ætlar hann að
opna á vormánuðum 2022. Þar verð-
ur 90 gráðu heitu vatninu í landinu
blandað saman við ferskvatn ofan
af fjalli, svo úr verður baðstaður í
sjó fram. ■
Skúli rýfur þögnina eftir fall WOW
Skúli við sjóböðin í Hvammsvík þar
sem hann byggir nú upp ferðaþjón-
ustu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
6 Fréttir 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ