Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
En þá getur
þjóðin
samt verið
viss um að
formenn-
irnir lögðu
sig fram
við að ná
samkomu-
lagi og
tvöfeldni
var ekki
ríkjandi.
Ljóst er
að staðan
í geðheil-
brigðismál-
um barna
er grafal-
varleg
þrátt fyrir
stefnu-
yfirlýsingar
síðustu rík-
isstjórnar.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Allnokkuð er um að því sé klínt á alþingismenn að þeir séu upp til hópa tækifærissinnaðir, lítt gefnir fyrir heiðarleika og sjái ekkert athugavert við að stunda bræðravíg
af miklum móð. Um þetta finnast vitanlega
alltaf einhver dæmi. Svik þingmannsins Birgis
Þórarinssonar við flokk sinn korteri eftir kosn-
ingar eru til dæmis afar ómerkileg gjörð sem
á engan hátt er hægt að réttlæta. Á sama tíma
sjáum við formenn þriggja flokka vinna að því
að koma saman ríkisstjórn. Þar byggist vinnu-
reglan á gagnkvæmu trausti og heiðarleika. Það
er uppörvandi að verða vitni að því.
Einhverjar raddir reyna með öllum ráðum
að leiða formann Framsóknarflokksins í
freistni með því að minna reglulega á hversu
vel hann myndi taka sig út í hlutverki forsætis-
ráðherra í ríkisstjórn þar sem Katrín Jakobs-
dóttir og f lokkur hennar væru víðs fjarri. Ekki
verður séð að formaður Framsóknarflokksins
leggi við hlustir. Hann virðist ekki ætla að
láta hégómann sigra skynsemina og heiðar-
leikann.
Nú skal ekkert fullyrt um að formenn
Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks nái saman á ný í ríkisstjórn, þótt
úrslit kosninganna hafi sýnt að þjóðin vill það.
Vel má vera að málefnaágreiningur reynist of
mikill. En þá getur þjóðin samt verið viss um
að formennirnir lögðu sig fram við að ná sam-
komulagi og tvöfeldni var ekki ríkjandi.
Flestir sjá fremur f ljótlega í gegnum stjórn-
málamenn sem líta á það sem óhjákvæmi-
legan hluta af starfi sínu að iðka tækifæris-
mennsku og stunda stöðugar upphrópanir.
Með tímanum fer syfja og leiði að grípa stóran
hóp kjósenda í hvert sinn sem þessir stjórn-
málamenn stíga fram, yfirleitt geltandi af
vandlætingu, og ætlast til að vera teknir alvar-
lega. Yfirvegun og ró myndi skila þeim meiri
árangri. n
Að sleppa tökunum
Nú er kominn tími til að sóttvarnalæknir
sleppi tökunum og hætti að skrifa minnisblöð.
Yfirlýsingar hans um komandi flensutíma og
nauðsynleg höft hljóma vægast sagt furðulega.
Íbúar þessa lands hafa fram að þessu lifað með
flensu án þess að kippa sér upp við það. Og þótt
flensutímabil auki álag á heilbrigðiskerfið þá
er galið að ætla sér að takmarka mannréttindi
fólks vegna þess. n
Heiðarleiki
Á síðustu árum hafa málefni barna fengið aukið vægi
og mörg mikilvæg skref verið stigin í þá átt að tryggja
snemmtæka íhlutun. Eftir sem áður berast nánast dag-
lega fréttir af löngum biðlistum, jafnvel til margra ára,
eftir brýnni þjónustu við börn, og niðurstöður kannana
og rannsókna sýna fram á hrakandi geðheilsu barna.
Ein meginforsenda þess að stefna um snemmtæka
íhlutun nái fram að ganga er að hún byggi á styrkum
stoðum stofnana, sem búa yfir fagfólki, þekkingu, inn-
viðum og úrræðum, þannig að unnt sé að bregðast við
sveigjanlegri og eftir atvikum aukinni þjónustuþörf
hverju sinni. Setja þarf stefnu sem gerir þjónustuveit-
endum kleift að aðlaga þjónustuna að þörfum notenda,
ólíkt því sem nú er, þar sem börn þurfa að sæta því að
langir biðlistar eftir sérhæfðri þjónustu við þau, eru
nánast án undantekninga. Það er óásættanlegt úrræða-
leysi að börnum í leit að þjónustu sé vísað frá og sem
veldur því að vandi þeirra vex og verður þannig erfiðari
úrlausnar, þegar þau loks fá aðgang að þjónustu.
Ljóst er að staðan í geðheilbrigðismálum barna er
grafalvarleg þrátt fyrir stefnuyfirlýsingar síðustu ríkis-
stjórnar um að efla geðheilbrigðisþjónustu á heilsu-
gæslustöðvum og sjúkrahúsum, tryggja fjármagn til að
standa undir rekstri barna- og unglingageðdeildar Land-
spítalans og efla heilbrigðisþjónustu í framhaldsskólum,
með áherslu á geðheilbrigði. Í Barnasáttmálanum er
kveðið á um þá skyldu aðildarríkja að gera allar við-
eigandi ráðstafanir til að réttindi þau sem viðurkennd
eru í sáttmálanum, komi til framkvæmda. Í síðustu
tilmælum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, frá
árinu 2011, kom fram að íslenska ríkið verði að efla geð-
heilbrigðisþjónustu fyrir börn og tryggja aðgang þeirra
að greiningum og meðferðum auk þess að huga að fleiri
úrræðum eins og t.d. sálfræðimeðferð og fræðslu.
Umboðsmaður barna brýnir fyrir nýrri ríkisstjórn
að gera geðheilbrigðismálum barna hátt undir höfði
í nýjum stjórnarsáttmála og leggur áherslu á að hér
nægir ekki velvilji, yfirlýsingar og fyrirheit, það er
kominn tími til aðgerða. n
Áskorun til nýrrar
ríkisstjórnar
Salvör Nordal
umboðsmaður
barna
toti@frettabladid.is
Klikkun
Sögur af undarlegum kauptil-
boðum benda til þess að fjöl-
mennir Facebook-hópar myndaðir
um sérviskuleg áhugamál eins og
borðspil og víðavangshlaup séu
orðnir eftirsótt söluvara. Stjórn-
andi Borðspilaspjallsins hafnaði
nýlega 100 þúsund króna tilboði
og er síður en svo sá eini sem
finnur fyrir slíkum áhuga. Líklegt
þykir að bókstafleg klikkun sé að
baki jafn áráttukenndum áhuga á
því að sölsa ólíka Facebook-hópa
undir sig og böndin berast að vef-
miðlum sem sækist fyrst og fremst
eftir klikkunum, músarsmell-
unum, sem geta skapað vefaðsókn
með deilingu efnis í fjölmennar
nördagrúppur.
Áhættufjárfesting
Þannig væri vissulega feita gelti
að flá í Hjóladót til sölu, með ríf-
lega 44.000 meðlimi en þar hefur
50.000 króna tilboði verið hafnað.
Umsjónarmenn Hlauparar á
Íslandi, sem telur 4.310 hlaupara,
létu heldur ekki glepjast af 15.000
krónum. Síðan er alls óvíst að slíkir
hópar reynist þyngdar sinnar virði
í klikkum og til dæmis líklegt að
Hlauparar myndu taka til fótanna
og stofna nýjan grasrótarhóp ef
þeir yrðu seldir. Flóttinn sjálfur
felur þó í sér góða viðskiptahug-
mynd sem byggir á því að stofna
reglulega nýjan hóp, selja, forða
sér, stofna annan, selja hann og
svo koll af kolli á meðan klikkunin
varir. n
Brautirnar
eru
fáanlegar
með
mjúklokun
Mikið úrval
rennihurðabrauta frá
Þýsk gæðavara.
Skútuvogi 1h - Sími 585 8900
www.jarngler.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2021 FÖSTUDAGUR