Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 44

Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 44
odduraevar@frettabladid.is Víðförlir og ævintýragjarnir mál- leysingjar hafa verið frekir til fjörsins í fréttum undanfarið. Rost- ungurinn Valli er jafnvel farinn að narta í sporðinn á sjálfum Keikó, eftir að tíðindi af Íslandsheimsókn hans bárust út fyrir landsteinana og hann skaust upp á stjörnuhimin dýranna, þar sem þau eru mörg fyrir á fleti. Gústi með lögmann Ágúst Beinteinn Árnason á í for- r æðisdeilu v ið yfirvöld vegna refs- ins Gústa Jr. sem er kominn með lögmann. Ekki hefur fylgt sögunni hvað TikTok-stjarnan Gústi Jr. raunverulega vill, eða hvort lögmaðurinn muni gæta raunveru- legra hagsmuna refsins. Stjörnuhiminn dýranna toti@frettabladid.is Stimplaðir PírApar voru áberandi á kosningavöku Pírata í síðasta mánuði þegar frambjóðendur og stuðningsfólk merkti sig apanum, sem barst þeim eftir ákveðnum krókaleiðum og varð að lokum hluti af hópnum. „Við eignuðum okkur þetta í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og Dóra Björt tók upp hlaðvarpsþátt þar sem hún útskýrði þetta hugtak og síðan varð þetta reglulegur þátt- ur sem heitir Pírapinn,“ segir Róbert Douglas, upplýsingastjóri Pírata. „Síðan máluðum við PírApann í barnaherbergið og nú er hann hluti af f lokknum.“ Eftir því sem næst verður komist má rekja uppruna PírApans til inn- hringjenda á Útvarpi Sögu sem mun hafa orðið tíðrætt um til dæmis „helvítis pírapana“ með frekar gegn- særri vísun til þess að greindarvísi- tala þeirra væri í lægri kantinum. PírApinn stökk síðast fram í fullu fjöri á kosningavöku Pírata í síð- asta mánuði, þegar frambjóðendur og stuðningsfólk stimplaði hann meðal annars á handleggi sína með tímabundnu vatnstattúi og teygðu þannig brandarann eins og tyggjóið sem slíkar augnabliksmyndir hafa löngum fylgt. ■ Stimplaðir Pírapar Píratar bera PírApa-stimpilinn stoltir. Dóra Björt Guð- jónsdóttir út- skýrði PírApann á sínum tíma. Róbert Douglas er ánægður með liðsaukann í PírApanum. Umboðsmaður Dimmu Síðu st en alls ekki síst er kvik- myndastjarnan og hrafninn Dimma. Jóhann Helgi Hlöð- versson, fyrrverandi ferðaþjón- ustubóndi, fann hana kalda og hrakta á Selfossi í fyrra. Síðan þá hefur Dimma rakað inn auglýsinga- tekjum, enda með öflugan umboðs- mann. Valli á eigin vegum R o s t u n g u r i n n Valli sótti Horn- firðinga heim og f ljótt kom í ljós að hann væri alþjóðleg stjarna sem reglulega hefði komist í heimsfréttirnar. Að minnsta kosti á Írlandi. Valli fékk engan talsmann og engan lögmann, en eignaðist dyggan aðdáendahóp. Keikó hafði talsmann Háhyrningurinn og a lþjó ðleg a k v i k m y n d a - st jar nan Keikó, sem var að vísu gefið nafnið Siggi þegar hann var veiddur við Reyðarfjörð 1979, var svo frægur að hann var með Hall Hallsson sem talsmann. Íslandsævintýrið entist í fjögur ár, en því lauk þegar Keikó drapst í Noregi 2002. Hjólreiðakappinn og kaup- maðurinn Jón Óli Ólafsson segir það ekkert mál að fara allra sinna ferða á reiðhjóli allan ársins hring. Vel upp- lýst hjólreiðafólk geti þannig brunað í gegnum kuldann og myrkrið á meðan það heldur sínu striki á hálum stígum á nagladekkjum sem í þessu til- felli vinna með umhverfinu. toti@frettabladid.is „Það er nú búið að vera svona þokkalegt veður en það styttist hægt og rólega í þetta og það eru f leiri og f leiri byrjaðir að athuga nagladekk, ljós og allt þetta helsta,“ segir hjólreiðafíkillinn Jón Óli Ólafsson í reiðhjólaversluninni Berlín og leggur áherslu á að ástæðulaust sé að hjólin stöðvist yfir vetrarmánuðina. Jón Óli fer sjálfur allra sinna ferða á hjóli árið um kring og það segir sitt um einurðina að hann hefur undan- farin sumur freistað þess að hjóla hringinn í kringum landið í einum rykk í hinu árlega Cyclothoni. „Fólk er að spá í bretti og bara almenna yfirferð á hjólunum. Þetta byrjar þegar það fer að dimma seinnipartinn í ágúst og þá eru það fyrst og fremst ljósin sem fólk spyr um. Þetta eru ýmist ljós á hjólið eða hjálminn. Glitaugu eða jafnvel vesti. Eitthvað til þess að fólk verði meira áberandi og ef fólk er vel búið þá er ekkert sem hindrar.“ Bílar og hjól Jón Óli segir að eftir að fólk er orðið vel upplýst fari það að snúa sér að dekkjunum og jafnvel spá í nagla- dekk. Vetrardekkin séu yfirleitt ein- hvers staðar á milli 26 til 29 tommur og valið standi venjulega milli 100 til 120 nagla eða um og yfir 200. Negld reiðhjóladekk eru að vonum ekki jafn illa séð og nagla- dekk undir bifreiðum, en Jón Óli segir aðspurður að annars megi segja að svipuð lögmál séu í gildi. „Þetta er mjög svipað, þannig lagað. Þegar þú ert kominn með nagladekk á hjól er lítið mál að hjóla í hálku og snjó. Fólk rennur helst þegar það tekur beygjurnar en á nagladekkjum borar þetta sig bara niður í og heldur þér stöðugum á hjólastígnum.“ Jón Óli bætir við að ólíkt því sem ætla mætti þyngi naglarnir ekki róðurinn og vitaskuld haldi margir sínu striki án nagla. „Þú getur flogið á hausinn en auðvitað fara sumir bara pínu varlega á meðan aðrir eru bara alltaf á f leygiferð. Það er ekki mikill millivegur þarna,“ segir Jón Óli og hlær. Veðrið aldrei eins „Ég hjóla allt árið og þegar upp er staðið kemur á óvart hversu veðrið spilar í rauninni lítið inn í. Það gerir það alltaf eitthvað, en það er ekki oft sem þú ert bæði með rigningu þegar þú hjólar í vinnuna og aftur heim. Það hittist mjög sjaldan þannig á og þú lendir heldur ekki oft í snjó- byl. Það kannski snjóar smá en svo er það kannski aðallega vindurinn sem við erum oftast að eiga við. Núna eru margir komnir á raf- magnshjól og það má segja að þau núlli út vindinn og einhverja smá hóla og hæðir. Ég held að rafmagns- hjólin séu að taka góðan kipp hjá f lestum hjólabúðum. Það er mikil sala í þeim.“ Jón Óli telur víst að vinsældir raf- magnshjólanna séu dálítið á kostn- að heimilisbílsins. „Það er alltaf eitthvað um að fólk er að losa sig við annan bílinn og fá sér kannski eitt eða tvö rafmagnshjól á móti. Það er fínt að hafa þau með vegna þess að stundum getur fólk alveg sloppið við að vera á bíl. Þótt það eigi hann.“ Erum ekki alltaf í IKEA Jón Óli bendir á að umhverfið njóti þess vissulega að bílferðum fækki og að tækifærin þar séu mörg. „Ég held að ef við myndum setjast niður og spá í allt það sem við gerum á bíln- um þá gætu ótrúlega margir dregið úr notkun hans og gert þetta frekar á hjóli. Þú ert ekkert alltaf að fara í IKEA að kaupa þrjú rúm, hillur og eld- húsinnréttingu. Þetta eru oft stuttar ferðir og það má alveg sækja eitt- hvað í ísskápinn og annað þannig á hjólinu. Ég held að ótrúlega margir gætu breytt þessu og það er bara spurning um hvernig fólk vill leysa úr þessum skemmtilega vanda.“ ■ Ferðast á nöglum fyrir náttúruna Jón Óli Ólafs- son smitaðist af hjólabakt- eríunni fyrir nokkrum árum og hjólar út um allt árið um kring og segir skammdegið enga hindrun ef maður og hjól eru vel útbúin. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ég hjóla allt árið og þegar upp er staðið kemur á óvart hversu verðrið spilar í raun- inni lítið inn í. 28 Lífið 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.