Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 17

Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 15. október 2021 Menntavísindasvið Háskóla Íslands. AÐSEND/KRISTINN INGVARSSON starri@frettabladid.is Menntakvika, sem er árleg ráð- stefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, verður haldin á netinu í dag, föstudaginn 15. október. Menntakvika var formlega sett í gær með opinni ráðstefnu um hönnun skólahúsnæðis sem tæki til menntaumbóta þar sem fjallað var um skólahúsnæði og áætlanir yfir- valda um hönnun og kennsluhætti. Í dag er hins vegar boðið upp á spennandi dagskrá en þá verða flutt um 280 erindi í 76 málstofum. Menntakvika hefur skapað sér sess sem einn mikilvægasti farvegur Háskólans fyrir miðlun á þekkingu og rannsóknum sem snúa að skóla- og frístundastarfi. Viðfangsefni ráðstefnunnar í ár eru afar fjölbreytt og má þar nefna líðan framhaldsskólanema í faraldrinum, börn á tímum kyn- lífsvæðingar, hreyfingu grunn- skólabarna, samfélagsmiðlanotkun unglinga, skömm og kvíða ungra kvenna og margt fleira. Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður lykilfyrirlestur Mennta kviku helg- aður faginu. Mark Leather, dósent við St. Mark & St. John háskólann í Plymouth í Bretlandi, flytur erindi um útimenntun og aðferðir heild- rænnar menntunar. Menntakvika er rafræn og öllum að kostnaðarlausu. Dagskrána má nálgast á mennta kvika.hi.is. ■ Rannsóknir kynntar Menntakviku Hildur Þórðardóttir og Björn Þór Heiðdal hjá Rúmföt.is. Verslunin býður upp á úrval af gæðarúmfötum í öllum verðflokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Himnesk rúmföt og guðdómlegir koddar Björn Þór Heiðdal, eigandi verslunarinnar Rúmföt.is, elskar mjúk rúmföt. Í versluninni selur hann landanum einstök hágæða rúmföt sem koma víða að úr heiminum úr allra vönduðustu efnum. 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.