Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 32
Bleiki dagurinn er í dag.
Margir njóta þess að brjóta
upp daginn og bjóða upp á
bleikar sælkerakræsingar
sem gleðja bæði hjarta og
sál. Eva María Hallgríms-
dóttir, ástríðubakari, sælkeri
og eigandi Sætra synda, er
ein af þeim sem njóta þess í
botn að fá tilefni til að töfra
fram kræsingar.
sjofn@frettabladid.is
Eva María elskar að verja stundum í
eldhúsinu hjá sér, hvort sem það er
til að elda góðan mat eða baka ein-
hverjar sætar syndir. „Ég hef alltaf
haft gaman af eldamennsku en
bakstursáhuginn kom ekki fyrr en
ég varð mamma og má með sanni
segja að baksturinn hafi svolítið
tekið yfir líf mitt, en sonur minn
var ekki nema þriggja ára þegar ég
fékk þá flugu í höfuðið að stofna
kökuskreytingafyrirtæki og síðan
þá hefur ansi mikið gerst enda
komin meira en átta ár síðan.“
Tekur þátt í bleikum október
Tekur þú þátt í bleikum október með
einhverjum hætti?
„Ég og fyrirtækið mitt tökum að
sjálfsögðu þátt í bleikum október.
Við höfum í mörg ár stutt við Bleiku
slaufuna með sölu á bleikum bolla-
kökum og kökum og 20% af allri
sölu rennur beint til átaksins. Það er
svo dásamlegt að sjá hvað fyrirtæki
eru dugleg að taka þátt í þessu en
ár eftir ár eru ótalmörg fyrirtæki
að kaupa bleikar veitingar fyrir
starfsmenn sína á bleika deginum
hjá okkur til að gleðja starfsmenn
og svo auðvitað að styðja við Bleiku
slaufuna,“ segir Eva María.
Finnst þér skipta máli að láta góð
málefni eins og bleikan október sig
varða og taka þátt?
„Þetta er auðvitað gríðarlega
mikilvægt málefni. Fræðsla er svo
mikilvæg. Það getur nefnilega hver
sem er lent í svona áföllum, krabba-
mein gerir ekki greinarmun á fólki.“
Klæðist bleiku
Bleiki dagurinn er vinsæll dagur
til að brjóta upp hversdagsleikann
með ýmsum hætti, gerir þú eitthvað
í tilefni bleika dagsins?
„Ég klæðist að sjálfsögðu bleiku í
tilefni dagsins.“
Hér deilir Eva María með
lesendum nokkrum af sínum
uppáhaldsuppskriftum að sætum,
bleikum syndum.
Súkkulaðibollakökur
með hindberjakremi
og hvítu súkkulaði
190 g smjör (við stofuhita)
410 g sykur
3 egg
375 g hveiti
5 msk. kakó
1½ tsk. lyftiduft
¾ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
3 dl mjólk
2 tsk. vanilludropar
Bleiku syndirnar hennar Evu Maríu
Eva María ætlar
að klæðast
bleiku í dag
og bakkelsið
verður í sama lit.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ljúffengar
bleikar Pavlovur
sem líta æðis-
lega út.
Súkkulaðibollakökur með hind-
berjakremi og hvítu súkkulaði. Hitið ofninn í 175°C. Hrærið smjör
og sykur saman þar til blandan
verður ljós og létt. Bætið eggjunum
út í, einu í einu. Blandið þurrefn-
unum saman og hrærið saman við
eggin og sykurinn ásamt mjólkinni
og vanilludropunum. Setjið deigið í
bollakökuform og bakið í um 16-18
mínútur.
Hindberjasmjörkrem
500 g smjör (við stofuhita)
500 g flórsykur
3 tsk. vanilludropar
2-4 msk. mjólk
2 dl frosin hindber
Setjið hindberin í lítinn pott og
bræðið við vægan hita, gott er sigta
blönduna til að losna við steinana
af hindberjunum og kælið svo.
Hrærið smjörið í hrærivélinni
þar til mjúkt og létt. Bætið flór-
sykrinum við í litlum skömmtun
og hrærið vel á milli. Því næst eru
vanilludroparnir settir saman við
og mjólkin og kremið hrært þar til
það er létt og ljóst (sirka 3 mínútur).
Þeytið svo hindberjasafann saman
við kremið. Setjið kremið í sprautu-
poka með stórum opnum stjörnu-
stút eða fallegum rósastút (2D).
Sprautið kreminu á hverja köku
með því að byrja í miðjunni og
snúið í hring. Bræðið hvítt súkku-
laði í örbylgju og dreifið með skeið
yfir bollakökurnar og skreytið með
kökuskrauti eða ferskum berjum.
Bleikar Pavlovur
6 stórar eggjahvítur
300 g sykur
2 tsk. kartöflumjöl
½ tsk. sítrónusafi
½ tsk. vanilludropar
Bleikur matarlitur
Byrjið á því að forhita ofn í 105°C.
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær
eru meðalstífar. Bætið sykrinum
rólega saman við. Þeytið svo í um
það bil 10 mínútur uns stífþeytt.
Bætið við smá bleikum matarlit
í lokin til að gera Pavlovurnar
bleikar.
Notið sleikju og blandið varlega
saman við sítrónusafa, vanillu-
dropa og kartöflumjöl. Notið
svo sprautupoka og rósastút og
sprautið fyrst rós og svo hring
í jaðrinum ofan á rósina til að
mynda skál. Bakið í ofni í 75 mín-
útur og slökkvið svo á ofninum,
en leyfið þessu að vera þar í 30-60
mínútur í viðbót.
Þeytið rjóma og skreytið með
ferskum berjum. Getur verið gott
að setja karamellu eða einhverja
góða sósu (til dæmis hindberja-
sósu – sjá uppskrift hér með
bollakökunum) í botninn á Pav-
lovunum, svo þeyttan rjóma og
svo skreyta.
Gott er að smella pavlovunum í
loftþétt box í 30 mínútur áður en
þær eru bornar fram til að mýkja
þær en sumir vilja hafa þær stífar
og þá þarf þess ekki.
Hindberjamousse í
kampavínsglösum
350 g frosin hindber
⅔ bollar sykur
1 pakkning gelatín-blöð og ¼ bolli
vatn til að mýkja blöðin
1½ bolli kaldur rjómi
Byrjið á að leggja gelatín-blöðin í
vatn til að mýkja blöðin þar til þau
eru búin að sjúga upp allt vatnið.
Á meðan setjið þið frosin hindber,
sykur og smá vatn í pott og hitið þar
til berin leysast upp, ca. 5-6 mínút-
ur. Setjið berjablönduna í blandara
í eina mínútu eða þar til blandan er
orðin alveg slétt. Smellið blöndunni
aftur í pottinn og bætið við gelatín-
blöðunum og hitið við vægan hita
þar til blöðin eru uppleyst.
Passið að hafa ekki of mikinn
hita því blandan getur brunnið.
Leyfið berjablöndunni að kólna.
Þá er að þeyta rjómann og þegar
rjóminn er orðinn stífþeyttur og
berjablandan köld þá blandið þið
rjómanum og berjablöndunni
varlega saman í höndunum þar til
blandan er slétt og samfelld. Finnið
falleg kampavínsglös eða glös á
fæti, gott að setja smá hindberja-
sósu í botninn á glasinu, svo er
tilvalið að setja smá mulið hafra-
kex/súkkulaði eða makkarónur í
botninn og svo músina ofan á það
og skreytið. Svo setjið þið glösin
inn í kæli þar til það á að bera þau
fram. n
LAGARLÍF 2021
Ráðstefna um eldi og ræktun
Grand Hótel Reykjavík, 28. - 29. október
Skráning fer fram á www.lagarlif.is
Fimmtudagurinn 28. október
10:00
13:00
13:00
15:00
15:00
16:30
Gullteigur - Þróun byggða í tengslum við strandbúnað
Gullteigur - Menntun Starfsfólks í skeldi
Setur - Helstu hindranir á vegi þörungaræktunar
Gullteigur Staðleysur og áhrif þeirra á umræður um laxeldi
Setur - Skeldýrarækt
Móttaka við barinn
Föstudagurinn 29. október
9:00
9:00
11:00
11:00
13:20
13:20
15:00
Gullteigur - Öryggismál starfsfólks í skeldi
Hvammur - Landeldi á Íslandi
Gullteigur - Framboð af vöru og þjónustu (sjóeldi)
Hvammur - Framboð af vöru og þjónustu (landeldi)
Gullteigur - Leysveitingar til sjókvíaeldis
Hvammur - Reynslusögur úr skeldi
Ráðstefnuslit
4 kynningarblað A L LT 15. október 2021 FÖSTUDAGUR