Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 28
Fólkið sem mætti var stjörn- urnar og dansgólfið var sviðið og Studio 54 sló undir eins í gegn. Ian Schrager er risanafn í fasteigna- og hótelgeiranum vestanhafs, en löngu áður en hann setti á laggirnar hótel- keðjuna Edition, sem opnar formlega hótel hér á landi í næsta mánuði, stofnaði hann frægasta næturklúbb allra tíma, Studio 54 í New York. Ian Schrager er ekki arkitekt og ekki hönnuður en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við fjölmörg hótel og glæsibygg-ingar, í hans huga snýst þetta allt saman um að skapa upplifanir. „Ánægjan felst í því að sjá fólk njóta húsnæðisins eða hugmyndar- innar sem þú skapaðir fyrir það. Ég vissi ekki að það væri eitthvað sem veitti mér ánægju fyrr en ég fór að starfa við það. En í dag er ég sann- færður um að einmitt þetta sé ástæð- an fyrir því að ég er í þessum geira.“ Ian fæddist í Bronx, ólst upp í Brooklyn og býr nú á Manhattan. Þó hverfin séu öll í New York eru þau ólík um ansi margt og segist hann hafa tekið það besta úr hverju þeirra. Hann lærði lögfræði og starf- aði hjá lögmannsstofu í þrjú ár. „Svo var sonur einhvers stórlaxins ráðinn til stofunnar og þeir létu hann hafa skrifstofuna mína. Það ergði mig svo ég sagði upp og fór að starfa sjálf- stætt.“ Það gerði hann í um eitt ár en einn kúnnanna, Steve Rubell, átti eftir að verða mikill áhrifavaldur í lífi hans. Saman stofnuðu þeir frægasta skemmtistað sögunnar, Studio 54 á Manhattan, New York, þar sem stór- stjörnur á við Mick Jagger, Andy War- hol, Elizabeth Taylor, David Bowie og Jackie Onassis voru fastagestir. Sá raðirnar fyrir utan klúbbana „Ég vann í að halda lánardrottnum hans góðum. Hann var á kafi í veit- inga- og fasteignageiranum en vant- aði fjármagn. Hann var nokkrum árum eldri en ég en ég þekkti hann frá því á háskólaárunum og okkur varð f ljótt vel til vina.“ Ian segir þetta hafa verið á miðjum áttunda áratugnum þegar „baby boomers“ kynslóðin, sem er fædd á árunum 1946 til 1964, var að flytjast til New York borgar. „Ég man eftir að hafa gengið um borgina og séð fólk standa í löngum röðum fyrir utan næturklúbba og taka jafnvel við töluverðri niður- lægingu til þess að komast inn og það gegn greiðslu. Ég hugsaði með mér að þetta væri bissness sem við ættum að taka þátt í,“ rifjar Ian upp og bætir við: „Ef ég hefði nú vitað þá hversu langar sumarnæturnar eru á Íslandi hefði ég opnað minn fyrsta klúbb þar.“ Ian rifjar upp hvernig hann og Vildi ekki vera stærstur - bara bestur Ian Schrager hér á heimili sínu á Manhattan þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. MYND/CHAD BATKA Ian Schrager hér ásamt viðskiptafélaga sínum og vini Steve Rubell, en saman ráku þeir Studio 54 í 33 mánuði. Steve lést árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jerry Hall, Andy Warhol, Debbie Harry, Truman Capote, og Paloma Picasso voru meðal fastagesta á Studio 54. Gestir Studio 54 áttu það sameiginlegt að vera með einbeittan skemmtana- vilja. Ian segir galdurinn hafa verið frelsið sem fólk upplifði á staðnum. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Steve gerðu áætlun um opnun fjög- urra næturklúbba. „Við opnuðum fyrsta klúbbinn í Boston, sá klúbbur var fyrir samkynhneigða. Þá lærði ég hvernig töfrarnir verða til: Með því að láta öll smáatriðin smella. Þetta er svolítið eins og að setja upp leiksýningu og ég man eftir að hafa sagt við Steve að ég treysti mér til að gera þetta – ég kynni það. Við opn- uðum einnig klúbb í Queens, en á sama tíma gekk fjöldamorðinginn sem kallaður var Son of Sam laus og skaut ungt fólk sem lét vel að hvort öðru í bílum. Það var ekkert sérlega gott fyrir viðskiptin,“ segir Ian. Studio 54 „Við ákváðum því eftir sex mánaða starfsemi að færa okkur og sáum húsnæði Studio 54 til leigu og skrif- uðum undir leigusamning. Við vorum fullir eldmóðs og það var ákveðið afrek að ná að opna klúbb- inn sex vikum síðar.“ Húsnæðið hafði áður hýst leikhús og stóð við 54. stræti, en þaðan kom nafnið. „Næturklúbbastarfsemin var enn svolítið í bílskúrunum ef svo má að orði komast, eins og rokk- ið byrjaði og tölvugeirinn. Það voru því ekki margir sem sérhæfðu sig í hljóðkerfum og lýsingu. Auk þess sem samkeppnisaðilarnir höfðu séð til þess að þessir örfáu sem það gerðu neituðu að vinna fyrir okkur Steve. Við leituðum því til ljósa- hönnuðar sem hafði starfað heil- mikið á Broadway, meðal annars með Bob Fosse,“ lýsir Ian, en Bob þessi leikstýrði meðal annars sögu- legum söngleikjamyndum eins og All that Jazz og Cabaret. „Hann lagði til að við myndum viðhalda heilmiklu úr leikhúsinu sem húsið hafði áður hýst og það varð grunnurinn að þessu öllu. Fólkið sem mætti var stjörnurnar og dansgólfið var sviðið og Studio 54 sló undir eins í gegn.“ Opnunarkvöldið Við vorum hálf dofnir á opnunar- kvöldinu,“ segir Ian og rifjar upp að foss sem stóð á miðju gólfi virkaði til að mynda ekki. „Við vorum enn að græja það síðasta þegar gestir fóru að streyma inn. Ég man að Steve krafðist þess að ég klæddist jakka- fötum svo það varð einhver að fara með mér á síðustu stundu að kaupa þau, enda hafði ég ekki leitt hugann að neinu nema klúbbnum sjálfum. Við Steve vorum ekki með skýra verkefnaskiptingu en gerðum það sem okkur leið best með. En þar sem við vorum góðir vinir og traustið okkar á milli gott, varð þetta í raun: einn plús einn verður fjórir. Eða fimm,“ lýsir Ian. „Ég hafði misst báða foreldra mína á skömmum tíma auk þess  28 Helgin 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.