Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 36
Ég hef tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting. Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni- halda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringar­ efnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín­ verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin­ seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin inni­ halda yfir fimmtíu tegundir af nær­ ingarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu­ bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj­ unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ n Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást í flestum apótekum og heilsubúð- um ásamt Hagkaupum, Fjarðar- kaupum og á Heimkaup.is. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar umbúðir eins og sjá má á myndinni. Þegar rökkva tekur og veturinn fer að minna á sig er ekkert dásamlegra en að kalla saman saumaklúbb- inn, matarklúbbinn eða bara góða vini heim í kósíheit og ljúffengar kræsingar við kertaljós. sjofn@frettabladid.is Sig ríður Björk Braga dótt ir, eða Sirrý eins og hún er yf ir leitt kölluð, hefur byggt upp öfl ugt fræðslu starf fyr ir áhuga menn um matseld og kræs­ ing ar ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Grendal Magnússyni, í Salt Eldhúsi og kann svo sannarlega að gleðja sína þegar kemur að klúbba­ kvöldum. Sirrý veit vel að með ljúffengum kræsingum verður sam­ veran eftirminnilegri og gleðilegri, hægt er að snúa máltækinu „Maður er manns gaman“ við í „Matur er manns gaman“. Sirrý er matreiðslu­ maður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og annálaður sælkeri í áranna rás. Hér deilir Sirrý með lesendum nokkrum skotheldum uppskriftum sem eiga vel við á fal­ legum haust­ og vetrarkvöldum. Rauðrófuhummus 300 g rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 dós kjúklingabaunir 1 tsk. kumminduft 1 lítill hvítlauksgeiri 2 msk. tahini 1 msk. Pomegranate Molasses (má sleppa) ½ sítróna, safinn Ofan á: granateplakjarnar Setjið rauðrófurnar í bakka með álpappír, dreypið ólífuolíu yfir og saltið. Hyljið rófurnar með pappírnum og bakið þetta í 30­40 mínútur. Sigtið safann frá kjúkl­ ingabaununum og geymið safann. Látið mesta hitann rjúka úr þeim og setjið síðan í matvinnsluvél ásamt öllu í uppskriftinni. Maukið vel saman og bætið 2­3 mat­ skeiðum af kjúklingasafanum í svo þið fáið mjúkt mauk. Setjið í skál og stráið granateplakjörnum yfir í lokin. Grænbaunahummus 150 g frosnar grænar baunir, af- þíddar 1 dós kjúklingabaunir 3 stilkar af ferskri myntu, bara blöð notuð 1 lítill hvítlauksgeiri 2 msk. tahini 1 sítróna, safi af henni Salt eftir smekk Ofan á: 50 g fetaostur 1 msk. ólífuolía Hellið safanum af kjúklingabaun­ unum og geymið hann. Setjið allt hráefni nema fetaost og olíu í mat­ vinnsluvél og maukið vel. Bætið 2­3 matskeiðum af baunasafanum út í ef þarf til að fá mjúkt mauk. Smakkið til með salti. Setjið í skál og kurlið fetaost ofan á. Dreypið ólífuolíu ofan á í lokin. Gulróta-baunahummus 500 g gulrætur, afhýddar ef þarf og sneiddar 3 msk. ólífuolía ½ appelsína, safinn ½ tsk. kumminfræ ½ tsk. kóríanderfræ 1 dós smjörbaunir (má líka nota skyr) 1 lítill hvítlauksgeiri salt og sítrónusafi eftir smekk Ofan á: 2 msk. dukkah Hitið ofninn í 180°C (170 á blástur). Leggið bökunarpappír í botninn á ofnskúffu og setjið gulrætur, ólífuolíu , appelsínu­ safa og örlítið salt í hana. Bakið í 30 mínútur, látið kólna svolítið. Þurrristið kummin­ og kórían­ derfræ á pönnu og malið síðan í morteli eða kryddkvörn. Hellið safanum af baununum og geymið. Setjið nú allt (nema dukkah) í matvinnsluvél og maukið fínt. Bætið 2­3 matskeiðum af bauna­ safanum út í ef þarf til að fá mjúkt mauk. Setjið í skál og stráið duk­ kah og ef til vill örlítið af ólífuolíu ofan á. Indverskt tómat-chutney 4 msk. olía 1 msk. kumminfræ 1 msk. svört sinnepsfræ 5 stk. indversk karrýlauf (fást frosin í Asíu-búðum, má sleppa) 6 stórir tómatar, saxaðir 1 msk. ferskt engifer 2 hvítlauksgeirar, saxaðir ½ tsk. túrmerikduft 2 græn chili, saxað, nota fræ með ef þið viljið hafa þetta sterkt Setjið olíuna í pott og steikið kumminfræ, sinnepsfræ og karrýlauf þar til allt fer að ilma vel. Bætið þá öllu út í og látið sjóða góða stund saman. Setjið lok á pottinn og látið þetta malla í 15­20 mínútur, hrærið í annars lagið. Takið lokið af og ef blandan er vatnskennd sjóðið áfram í 5 mínútur í viðbót. Hellið í krukkur, þetta er magn í tvær meðalstórar krukkur, lokið strax. Geymist í einn mánuð í ísskáp. Flatbrauð með smjöri – Katmer 300 g hveiti 2 dl mjólk 1 tsk. salt 100 g smjör, mjúkt Setjið hveiti, mjólk og salt í hræri­ vélaskál og hnoðið allt vel saman í samfellt deig. Breiðið klút yfir og látið bíða í 10 mínútur. Skiptið deiginu í 12 parta. Fletjið út köku í ca. 14­16 cm í þvermál. Penslið smjöri á kökuna og rúllið upp í þétta rúllu eins og pönnuköku. Rúllið lengjunni upp í snúð og rúllið aftur út í þunna köku, um það bil 10 cm. Steikið kökurnar á heitri pönnu þar til gullnar og fallegar. Það þarf ekki að nota feiti á pönnuna frekar en vill, ágætt að þurrsteikja þær. n Hollir og góðir réttir fyrir kósíheitin Rauðrófu- hummus, grænbauna- hummus, gulróta-bauna- hummus, ind- verskt tómat- chutney og flatbrauð með smjöri – Katmer. Sigríður BJörk Bragadóttir býður hér upp á skemmtilegt meðlæti fyrir kósíkvöld. 4 kynningarblað A L LT 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.