Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 4
Fimm greindust með kórunuveiruna í fyrradag. Þrír voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar. Alls hafa þrettán greinst með Cov- id-19 á þremur dögum og tengjast flestöll smitin þeim smitum sem greindust í verslun H&M á Hafnar- torgi í síðustu viku. Í gær var einn á sjúkrahúsi vegna veirunnar, 41 í einangrun, 341 í sóttkví og 1.427 í skimunarsóttkví. 60,2% með mótefni Í næstu viku er búist við 20 þús- und skömmtum af Pfizer-bóluefninu til landsins ásamt öðrum bóluefnum. Þetta er einn stærsti skammtur af Pfizer sem hefur borist til landsins og segir Júlía Rós Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Distica, svipaða skammta koma vikulega í júní frá Pfizer. Því sé góður mánuður fram undan í bólusetningum. Alls voru 91.893 einstaklingar full- bólusettir í gær eða 31,1% lands- manna sem eru 16 ára og eldri. Þá hafa rúmlega 171 þúsund lands- manna fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu fyrir Covid-19 þar sem 79.403 hafa fengið fyrri bólusetningu eða 26,9% landsmanna 16 ára og eldri. Langflestir hafa fengið Pfizer en AstraZeneca fylgir þar á eftir. 2,2% hafa fengið Covid-19 og/eða myndað mótefni við veirunni. Þetta þýðir að 60,2% landsmanna 16 ára og eldri hafa myndað einhverja vörn gegn Covid-19, langflestir með bólu- setningu. 13 smitaðir á þremur dögum - Fimm greindust í fyrradag - 92 þúsund fullbólusettir Morgunblaðið/Eggert Bólusetning 31,1% landsmanna er fullbólusett eða 91.893 manns. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 8. júní kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin. Tíu ára starfi Íslenska sjávarklasans var fagnað síð- degis í gær í húsakynnum hans á Grandagarði í Reykjavík, en yfir hundrað frumkvöðlar hafa nýtt sér klasasamstarfið frá stofnun. „Þegar litið er yfir farinn veg þá stendur upp úr hvað við gátum opnað augu margra fyrir tækifærunum svo voru enn til staðar í sjávarútvegi. Við horfum á allt bláa hagkerfið og það eru ennþá fjöldamörg tækifæri eftir. Við erum rétt að byrja,“ segir Berta Daníels- dóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans. Í tilefni af þessum tímamótum veitti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, fimm einstaklingum sem hafa stuðlað að auknu samstarfi innan Sjávarklasans viðurkenningu fyrir sitt framlag til eflingar frumkvöðla- og klasa- starfsemi hérlendis. Þá hlaut Gísli Gíslason, fyrrverandi hafnarstjóri Faxaflóahafna, sérstaka viðurkenningu fyrir forystu um uppbyggingu klasans við Reykjavíkurhöfn. gso@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fögnuður Það var gleði í húsum Sjávarklasans á Grandagarði í gær er 10 ára starfi í þágu nýsköpunar var fagnað. „Við erum rétt að byrja“ 10 ára afmæli Íslenska sjávarklasans fagnað Niðurstöður könnunar sem kynnt var nýverið á fundi BSRB um heil- brigðismál sýndu mikinn stuðning meðal þjóðarinnar við blandaðan rekstur einka- aðila og ríkisins að sögn Þórarins Guðnasonar, for- manns Lækna- félags Reykjavík- ur. Könnunin var unnin fyrir BSRB og Rúnar Vilhjálmsson prófessor og ályktanir sem að- standendur könnunarinnar drógu af niðurstöðunum voru að mati Þórar- ins hæpnar og í sumum tilvikum beinlínis rangar. Að sögn hans var öll áhersla í kynningu lögð á afstöðu fólks til reksturs sjúkrahúsa og að 81,3% landsmanna vilji að rekstur þeirra sé á hendi ríkisins. „Það eru flestir sammála um að ríkið eigi að reka sjúkrahúsin og enginn að tala um að stofna einkarekið sjúkrahús. Það er því undarlegt að setja aðaláhersluna á þetta atriði og draga svo ályktanir af því yfir allt heilbrigðiskerfið. Könnunin sýnir þvert á móti að landsmenn styðja fjölbreytt rekstr- arform þó að samhljómur sé um að ríkið standi fyrir rekstri sjúkra- húsa. Sjálfstætt starfandi aðilum sé svo greinilega treyst til að sjá um ákveðna hluta t.d. læknastofur og tannlækningar,“ segir hann. Þórarinn bendir á að ef lögð séu saman svör þeirra sem vilja blandað kerfi í heilbrigðisþjónustunni og þeirra sem vilja fyrst og fremst að einkaaðilar reki þjónustuna svo sem þjónustu sjúkraþjálfara, tannlækna, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á stofu og sálfræðinga þá sé stuðning- urinn við það frá 58% upp í 71%. „Þetta er verulegur stuðningur og miklu stærri frétt en að yfir 80% landsmanna styðji það að ríkið reki sjúkrahúsin,“ segir hann. Þá sé það beinlínis rangt eins og BSRB heldur fram að niðurstöðurn- ar sýni sáralítinn stuðning við einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, þvert á móti virðist sá stuðningur mikill. Hann bendir einnig að á óvíst sé hvort spurningar um rekstur heilsu- gæslustöðva og hjúkrunarheimila hafi alveg náð að endurspegla afstöðu fólks. Heilsugæslan sé að talsverðum hluta einkarekin og kannanir hafi sýnt mikla ánægju með þær. Í þjón- ustukönnun sem Maskína gerði í fyrra kom t.d. í ljós að einkareknu heilsugæslustöðvarnar röðuðu sér í fjögur af fimm efsu sætum könnun- arinnar. Velta má því fyrir sér að sögn hans hvort margir þátttakendur í BSRB- könnuninni hafi ekki í raun verið að svara því hvort þeir vildu að ríkið greiddi fyrir þjónustuna fremur en hvort ríkið bæði greiði og annist reksturinn. Það sé t.d. ólíklegt að þau 40,4% sem vilja að tannlækningar fullorðinna séu á hendi ríkisins vilji í raun að komið verði á fót „Tann- læknastofu ríkisins ohf“. omfr@mbl.is Mikill stuðningur við blandað kerfi - Formaður LR segir ályktanir aðstandenda BSRB-könnunar um rekstur heilbrigðisþjónustunar hæpnar og í sumum tilvikum beinlínis rangar - Ólíklegt að 40,4% vilji „Tannlæknastofu ríkisins ohf.“ Hverjir eiga að reka heilbrigðisþjónustuna? 10%48%42% 11%30%59% 20%40%40% 18%53%29% 10%53%37% Heilsugæsla Sjúkrahús Hjúkrunarheimili Heimahjúkrun Lýðheilsustarf Læknastofur Tannlækningar barna Tannlækningar fullorðinna Sjúkraþjálfun Geðheilbigðisþjónusta Sálfræðiþjónusta 29%68% 3% 17%81% 2% 38%58% 4% 38%57% 5% 43%54% 3% 45%49% 6% Fyrst og fremsthið opinbera Jafnt (blandaðkerfi) Fyrst og fremst einkaaðilar H ei m ild :K ö n n u n Fé la g sv ís - in d as to fn u n ar fy ri r B S R B o g R ú n ar V ilh já lm ss o n p ró fe ss o r Þórarinn Guðnason Persónuvernd hefur formlega óskað eftir upplýsingum frá dómstólum um birtingu persónugreinanlegra upp- lýsinga sem koma fram í dómsúr- lausnum á netinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri stofnun- innar, segir málið búið að eiga sér langan aðdrag- anda og hafa þau verið í sambandi við dómstóla- sýsluna síðan 2018. Uppruni málsins er kominn til vegna ábend- inga sem hafa bor- ist Persónuvernd þar sem upplýsingar í dómsúrslausn- um hafa verið persónugreinanlegar eða þar birst beinar persónuupplýs- ingar um einstaklinga. Persónuvernd úrskurðaði árin 2016 og 2017 að vinnsla Hæstiréttar, Hér- aðsdóms Reykjavíkur og Héraðs- dóms Reykjaness á persónuupplýs- ingum við birtingu tiltekinna dóma hefðu ekki samrýmst persónuvernd- arlögum. Síðan þessir úrskurðir féllu hefur dómstólasýslan sett nýjar regl- ur um dómsúrlausnir á netinu og er þróunin í rétta átt að mati Helgu. Helga segir að slíkar birtingar á dómsúrlausnum hafi byrjað við net- byltingu dómstólanna. Þá virðist sem auknar persónulýsingar hafa birst í dómum almennt. Hún bætir við að á Íslandi séu birtar mun ítarlegri upp- lýsingar í dómum en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er fullt af dæmum í kringum okkur, til dæmis á Norðurlöndunum, um að þar séu einhvers konar rafræn- ir aðgangar fyrir aðila svo það sé tryggt að lögmenn geti unnið áfram og starfað eftir dómafordæmum og fjölmiðlafólk hefur líka aðgang.“ Þegar of persónugreinanlegar upp- lýsingar eða beinar persónuupplýs- ingar koma fyrir í dómsúrlausnum getur það haft neikvæð áhrif á ein- staklinga ef upplýsingarnar falla í rangar hendur og þær mögulega not- aðar gegn fólki, að sögn Helgu. „Staðreyndin er sú að það hefur verið birt miklu meira hér á Íslandi en í helstu nágrannalöndum okkar og hvert er sú þróun að leiða okkur þeg- ar hver sem er getur tekið skjáskot af hlutum og unnið áfram upplýsingar, og eins og maður segir kjamsað á allt- of viðkvæmum atriðum um líf ann- arra einstaklinga. Þetta er eitthvað sem fólk er kannski að átta sig meira á, hvernig hægt sé að vinna með þess- ar upplýsingar og hvernig það er hægt að nýta sér þær gegn fólki,“ segir Helga. logis@mbl.is Óskar eftir upplýs- ingum um dóma - Viðkvæm atriði hafa komið fram Helga Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.