Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 20

Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Jón Sigurðsson Blönduósi Á dögunum var opnað á Blönduósi nýtt Textíl Lab, smiðja á vegum Textílmiðstöðvar Íslands, súfyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Smiðjan er til húsa á Þverbraut 1 á Blöndu- ósi. Þetta er vinnustofa sem veitir aðgengi að stafrænni tækni til rann- sókna, þróunar og nýsköpunar og gefur hönnuðum, frumkvöðlum, listafólki og nemendum aðgengi að stafrænni tækni til rannsókna, þró- unar og nýsköpunar á vörum úr ís- lenskri ull. Trú og ný tækni Trú manna er að góðir rannsókn- arinnviðir muni flýta fyrir innleið- ingu nýrrar tækni í textíl á Íslandi og stórauka tækifæri til rannsókna, hönnunar og framleiðslu nýrra vara úr íslenskri ull. Verkefnið hlaut upp- byggingarstyrk frá innviðasjóði og er hluti af alþjóðlegu verkefni, CENTRINNO, sem Textílmiðstöð tekur þátt í, styrkt af Horizon2020- rannsóknaráætlun ESB. Textíl- miðstöð Íslands vinnur að því að verða alþjóðleg miðstöð í rann- sóknum og þróunarstarfsemi í textíl, listum og handverki byggðu á ís- lenskum hráefnum, munstrum og textíl. Þekkingarstarfsemi dafni Með opnun Textíl Lab, og síðar rannsóknaraðstöðu fyrir bíótextíl í samstarfi við Bio Pol á Skagaströnd, er markmiðið að skapa umhverfi þar sem þekkingar- og þróunarstarf- semi á sviði ullar- og textílvinnslu getur vaxið og dafnað á Norðurlandi vestra og Íslandi öllu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Al- freðsdóttir, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir, ávörpuðu gesti og klipptu svo í sameiningu á opn- unarþráðinn, sem að sjálfsögðu var úr ekta húnvetnskri ull. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðarráðs, ávarpaði samkomuna og færði Elsu Arnardóttur blóm- vönd í tilefni tímamótanna. Fyrsta Textíl Lab á Íslandi opnað Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Velkomin Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir klipptu á borða sem markaði formlega opnun setursins. - Ull er gull - Tækifæri í textílnum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þrátt fyrir að Píratar hafi ekki enn verið við stjórnvölinn með setu í rík- isstjórn hafa þeir samt haft gríðarleg áhrif. Enginn annar flokkur á þingi leggur áherslu á að allt sé uppi á borðum og að teknar séu ákvarðanir út frá gögnum og rökum en ekki flokkapólitík. Píratar eru áfram um að aldrei sé gengið á réttindi fólks að óþörfu,“ segir Einar Brynjólfsson, sem skipar efsta sætið á lista Pírata í Norðausturkjördæmi við alþingis- kosningar í haust. Einar Brynjólfsson kemur nú aftur inn á svið stjórnmálanna, en hann var alþingismaður á árunum 2016-2017. Er menntaður sagnfræðingur og hef- ur kennt við framhaldsskólana á Akureyri um árabil. En nú setur hann í forgang pólitík, hugsjónir og áherslumál Pírata, sem eru sam- kvæmt kynningu á vef flokksins gagnrýnin hugsun, upplýsing, borg- araréttindi, persónuvernd og gegn- sæi svo eitthvað sé nefnt. Þessi gildi segir Einar smám saman hafa verið að seytla inn í stefnur annarra flokka. Barátta fyrir grunngildum „Barátta Pírata fyrir þessum grunngildum hefur fært ótal mál á þingi til miklu betri vegar, samfélag- inu öllu til heilla, enda höfðu aðrir flokkar áður lítið skipt sér af jafn mikilvægum málum og borgararétt- indum, persónuvernd og gagnsæi í ríkisrekstri. Ljóslifandi dæmi um stefnu Pírata í verki er hvernig við flettum ofan af akstursgreiðslum þingmanna. Píratar eru alltaf einu skrefi á undan.“ Umbætur í samgöngum og fjar- skiptum, sterkara flutningskerfi raf- orku, endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, betra aðgengi að há- skólanámi í heimabyggð, bætt heil- brigðisþjónusta til dæmis fyrir tilstilli tækninnar og stórauknar strandveið- ar eru mikilvæg hagsmunamál í Norðausturkjördæmi, að mati Ein- ars. Þetta segir hann þó að allt verði að taka með þeim formerkjum að þingmenn kjördæmisins séu engum hagsmunaöflum háðir og taki upp- lýstar ákvarðanir. Eitruð blanda yfirgangs og græðgi „Hér á landi hefur orðið til stétt ólígarka sem tengjast sjávarútvegi. Í þessu kjördæmi höfum við skýrasta dæmið um slíkt, sem eru eigendur Samherja, fólk sem byggði upp stór- kostlega fyrirtækjasamsteypu á grundvelli aðgangs að fiskveiði- auðlind þjóðarinnar. Svo kemur upp úr dúrnum að þetta stórveldi varð ekki til með dugnaði einum saman. Þarna kom til eitruð blanda yfir- gangs og græðgi sem á sér fjölmarg- ar birtingarmyndir. Við verðum að vera minnug þess að gamli fjórflokk- urinn – og afsprengi hans – kom þessu kerfi á, hefur viðhaldið því og stendur um það vörð, enda eftir miklu að slægjast í formi rausnar- legra styrkja til þessara flokka og einstakra frambjóðenda þeirra,“ seg- ir Einar og heldur áfram: „Nú er staðan sú að sjálft lýðræðið er í hættu vegna þess gríðarlega valds sem hefur safnast á hendur ólígarkanna, sem skeyta hvorki um skömm né heiður, og vegna þess að stjórnmálafólk hefur hvorki dug né þor til að verjast yfirganginum. Til að bæta gráu ofan á svart er margt fólk svo blindað af meðvirkni að það sér ekki ástæðu til að rísa upp gegn þessu ástandi. Svona framkoma verð- ur ekki réttlætt með rausnarlegum styrkjum til bæjarhátíða, íþrótta- starfs og slíks. Hún verður ekki held- ur réttlætt með því að fjölmargt starfsfólk, jafnvel heilu og hálfu sveit- arfélögin, hafi lifibrauð sitt vegna umsvifa þessa fyrirtækis eða annarra í svipaðri stöðu. Engin réttlæting er til þegar farið er út af sporinu.“ Fjórða iðnbyltingin í dyragættinni Eru einhver sérstök mál sem þér finnst brýnt í dag að komist inn í um- ræðu dagsins, þjóðfélagsmál sem í dag liggja óbætt hjá garði? „Okkur skortir tilfinnanlega aðgerðaáætlun um það hvernig við ætlum að vinna á þeim félagslegu og andlegu hremmingum sem fólkið okkar hefur lent í vegna Covid-19, ekki síst unga fólkið sem missti fjöl- margar kennslustundir í grunn- og framhaldsskólum án þess að reynt hafi verið að bæta þær upp með ein- hverjum hætti,“ segir Einar og að lokum: „Annars hefur Covid haft margvís- legar breytingar í för með sér og fengið okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt. Fyrir vikið finn ég að sífellt fleiri geta séð fyrir sér annars konar samfélag og eru tilbúnir í breytingar. Við þurfum að gangast við mistökum fortíðar, sérstaklega þeir sem eiga sök á þeim, til að við getum forðast að endurtaka þau. Við þurfum að horfa björtum augum til framtíðar, enda bankar hún upp á hjá okkur á hverj- um degi. Fjórða iðnbyltingin stendur í dyragættinni og henni eigum við að taka fagnandi.“ Ólígarkarnir hafa gríðarmikil völd - Einar efstur hjá Pírötum í NA-kjördæmi - Skrefi á undan Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stjórnmál „Píratar eru áfram um að aldrei sé gengið á réttindi fólks að óþörfu,“ segir Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Akureyri Samgöngur, orka og há- skólamenntun eru kjördæmamál. Alls eru 1.365 á kjörskrá er kosið verður um sameiningu Blönduós- bæjar, Húnavatnshrepps, Sveitar- félagsins Skagastrandar og Skaga- byggðar nk. laugardag, 5. júní. Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar skipuðu nefnd til að kanna hvaða áhrif sameining hefði á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Skoðuð voru fjármál, rekstur, stjórnsýsla og þjónusta við íbúa svæðisins til að meta hvort hag þeirra væri betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi skipulagi. Eftir að sam- starfsnefndin skilaði sínum til- lögum af sér var ákveðið að ganga til kosninga um hugsanlega sam- einingu. Á Blönduósi eru 650 á kjörskrá, í Húnavatnshreppi 300, í Sveitar- félaginu Skagaströnd eru 345 og í Skagabyggð eru 70. Samtals eru því 1.365 á kjörskrá, 657 konur og 708 karlar. Kosningar í Austur-Húnavatnssýslu Á Kirkjubæjarklaustri verður næst- komandi laugardag, 5. júní, efnt til viðburðar sem fengið hefur nafnið Öskuminningar. Hinn 21. maí sl. voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Gríms- vötnum, með miklu öskufalli. Í Skaftárhreppi var dimmt um miðjan dag í at- burðarás sem stóð í heila viku. Í kjölfarið hófst hreinsunarstarf og margvíslegar aðgerðir sem settu svip á samfélagið. Einn af dagskrárliðum Öskuminn- inga nk. laugardag er gönguferð, með fræðslu um ösku og öskulög í nágrenni Kirkjubæjarklausturs, undir leiðsögn Bergrúnar Örnu Óla- dóttur jarðfræðings. Sama dag kl. 15 hefst samkoma í félagsheimilinu Kirkjuhvoli með tónlistarflutningi og fyrirlestrum. Þar er meðal efnis jarðfræði þessara atburða, áhrif eld- gosa á raforkukerfið og sálgæsla í hamförum. Frumflutt verður tón- verk, samið sérstaklega fyrir við- burðinn. Þá munu íbúar til fróðleiks segja frá reynslu sinni, lífi og líðan þessa eftirminnilegu daga fyrir rétt- um áratug. Menningarmálanefnd Skaftár- hrepps í samstarfi við Vatnajökuls- þjóðgarð stendur fyrir viðburðinum. „Hamfarirnar lifa í minni fólks hér,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir þjóð- garðsvörður á Klaustri. „Þessir at- burðir þjöppuðu fólki saman og tek- ist var á við verkefnin af æðruleysi. Þarna fékst líka mikilvæg þekking og reynsla sem hægt verður að horfa til í framtíðinni, því náttúruhamfarir koma alltaf reglulega á Íslandi sem kallar á viðbúnað, aðgerðir og sam- stöðu.“ sbs@mbl.is Rifja upp Grímsvatnagosið - Öskuminningar á Klaustri - Dimmt var um miðjan dag Morgunblaðið/Eggert Grímsvatnagos Björgunarsveitar- maður á fjórhjóli í smalamennsku. Fanney Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.