Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 26

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Miklar breyt-ingarmunu verða á aldurs- samsetningu þjóð- arinnar á næstu áratugum og það mun hafa margvís- leg áhrif. Er því til dæmis spáð að á næstu þrjátíu árum muni heilbrigðisútgjöld aukast um þrjú prósentustig af vergri landsframleiðslu ein- göngu vegna öldrunar þjóð- arinnar. Þetta kemur fram í nýrri áætl- un fjarmála- og efnahags- ráðherra, sem sagt er frá í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær og nær til ársins 2050. Sú þróun, sem þar er fjallað um, er vissulega ekkert eins- dæmi. Því er spáð að um miðja þessa öld verði svo komið að fleiri muni deyja en fæðast í heiminum. Á Ítalíu er farið að loka fæðingardeildum og leik- skólar standa tómir, borgir séu að tæmast í norðausturhluta Kína og í Þýskalandi hafa íbúð- arhús verið jöfnuð við jörðu í stórum stíl og í stað þeirra komnir almenningsgarðar. Því er spáð að það muni þurfa mikið átak fyrir ríki heims að laga sig að þessum breytingum þar sem vinnandi fólki fækkar og þeim fjölgar, sem sestir eru í helgan stein. Svo er spurningin hvað fólks- fækkun í heiminum mun hafa í för með sér og hvort hún muni breyta forsendum efnahagslífs og hagvaxtar. Kínverjar eru nú 1,41 milljón manna. Ef fram heldur sem horfir verða þeir 730 milljónir árið 2100. Lífeyrissjóð- urinn í Heilongjiang-héraði varð uppiskroppa með peninga vegna þess að ekki kom nóg inn í hann til að standa undir greiðslum til ellilífeyrisþega í honum. Hér hefur reyndar verið hald- ið utan um lífeyrissjóði með öðr- um hætti. Kemur fram í frétta- skýringunni í blaðinu í gær að talið sé að lífeyrissjóðakerfið geri Ísland betur í stakk búið til að takast á við hækkandi meðal- aldur en mörg önnur lönd. Þar muni þó koma þegar sú fjöl- menna kynslóð, sem nú er á sex- tugsaldri, fari á eftirlaun og fá- mennari kynslóðir taki við keflinu að útgreiðslur lífeyris- sjóða til sjóðfélaga aukist meira en inngreiðslur iðgjalda. Kemur fram að nú sé sjöundi hver landsmaður 65 ára eða eldri, en um miðja öldina verði fjórði hver íbúi landsins á þess- um aldri. Lífeyrissjóðanna bíður því ær- ið verkefni að tryggja að þeir geti staðið undir sínum skuld- bindingum fyrir komandi kyn- slóðir. Ekki verður síður flókið að búa svo um hnútana að efnahags- lífið haldi áfram að dafna eftir því sem meðalaldur hækkar og raðir eftirlaunafólks stækka. Ljóst er að eftirlaunaaldur mun frekar hækka en lækka í framtíðinni og sú þróun er þeg- ar hafin í Þýska- landi og víðar. Í fjármálaráðu- neytinu hafa þegar kviknað áhyggjur af því hvernig eigi að tryggja að skattar standi undir útgjöldum ríkisrekstrarins. Í áætluninni segir að hækkun skulda vegna kórónuveirunnar og öldrun þjóðarinnar verði snúnustu verkefnin í fjármálum hins opinbera. Talað er um að bregðast megi við með breikkun skattstofna, en um leið þurfi að tryggja sanngjarna dreifingu skattbyrði milli aldurshópa. Skattbyrði á Íslandi er með því hæsta sem gerist og orðalagið breikkun skattstofna vekur því ugg. Til að róa lesandann er því bætt við að til álita gæti komið að draga úr skattheimtu á laun og tekjur og auka þess í stað vægi neysluskatta. Það kann að hljóma eins og ekki eigi að hækka skatta, bara breyta still- ingum með því að hækka á einum stað og lækka á öðrum. En er það svo einfalt? Með því að hækka neysluskatta er hætt við því að skattbyrði lífeyrisþega yrði þyngri. Þegar talað er um sanngjarna dreifingu skattbyrði milli aldurs- hópa má ekki gleyma því að einn- ig er hægt að tala um skattbyrði hverrar kynslóðar frá vöggu til grafar. Þarna er í raun verið að tala um að láta kynslóðir, sem greitt hafa háan tekjuskatt, borga hærri neysluskatta þegar þær setjast í helgan stein og ráð- stöfunartekjurnar minnka. Lykilatriðið er þó það að hærri skattar eru ekki svarið þegar á bjátar. Í ríkisrekstrinum verður að gæta þess að hver króna nýtist sem best og hafa í huga að sú hugmynd að öll vandamál megi leysa með því að henda í þau peningum er veru- lega ofmetin. Þegar miklar breytingar ganga yfir er brýnt að sem minnst fyrirstaða sé fyrir því að hjól atvinnulífsins snúist. Það hlýtur að vera enn mikilvægara þegar gagngerar breytingar blasa við á borð við þessar að gæta þess að ekki verði þrengt að fólki og fyrirtækjum, en á auðvitað að hafa að leiðarljósi hvernig sem árar. Í þeim efnum má vitna í grein Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, í Sunnudagsblaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, þótt tilefni skrifa hennar sé annað: „Það er skynsamlegra að gefa fólki svig- rúm til að skapa fremur en að skattleggja alla skapaða hluti. Þá skiptir líka máli að smíða ekki óþarfa hindranir svo fólk geti skapað verðmæti, að kerfið sé ekki hindrun í sjálfu sér og loks að taka burt óþarfa hindranir. Hér er verk að vinna.“ Á næstu áratugum mun aldurssam- setning landsmanna taka gagngerum breytingum} Öldrun og fólksfækkun Í vikunni varð Bob Dylan áttræður. Merkisberi heillar kynslóðar meðan kalda stríðið stóð sem hæst. Fyrsta platan hans kom út í febrúar 1962, hálfu ári eftir að Berlínarmúrinn var reistur. Múrinn er fyrir löngu jafnaður við jörðu, en Dylan enn sprækur. Hann byrjaði sem þjóðlagasöngvari en samdi fljótlega vin- sæl lög. Mesta athygli vöktu samt beittir textar. Árið 1963 spurði trúbadorinn: How many years can some people exist, before they’re allowed to be free? Lagið varð eins- konar þjóðsöngur heillar kynslóðar. Ári síðar kom þetta: The order is rapidly fadin’ And the first one now Will later be last For the times they are a-changin’ Mörgum aðdáendum fannst þeir sviknir þegar goðið kom fram með rafmagnaða hljómsveit og kölluðu: Júdas! Síðar varð það deiluefni hvort söngröddin hefði breyst til hins verra eftir að hann lenti í mótórhjólaslysi. Sumir töldu Dylan reyndar aldrei mikinn söngvara. Sjálfur sagði meistarinn keikur að eina lagið sem annar hefði tek- ið betur væri All Along the Watchtower með Hendrix. Kappinn þótti alltaf var um sig og söng, kannski ekki að ástæðulausu: Someone’s got it in for me, they’re planting stories in the press. Whoever it is I wish they’d cut it out quick, but when they will I can only guess. Skáldið hélt alltaf áfram að spyrja spurn- inga um heiminn og stöðu sína. Árið 1989 kom þetta: Is the scenery changing? Am I getting it wrong? Is the whole thing going backwards? Are they playing our song? Where were you when it started? Do you want it for free? What was it you wanted? Are you talking to me? Á sínum tíma sagði Dylan við Bítlana: „Lögin ykkar eru ágæt, en þið segið ekki neitt.“ Textarnir hans eru vissulega ekkert slor. Margir urðu samt hissa þegar hann fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2016 og fannst dómnefndin reyna að vera hipp og kúl. Dylan lætur sér fátt um finnast og gerir það sem honum sýnist. Á nýjustu plötu sinni fet- ar verðlaunahafinn í fótspor Sesars sem mælti Tening- unum er kastað og fór yfir Rúbikon-fljótið. Þá varð ekki aftur snúið. Tell me how many men I need And who can I count upon. I strapped my belt, I buttoned my coat And I crossed the Rubicon. Enginn á von á því að Dylan breyti um stefnu núna, en hver veit? Svarið bærist í vindinum. Benedikt Jóhannesson Pistill Tímarnir eru að breytast Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. benedikt@talnakonnun.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is N orðmenn tilkynntu á fimmtudag að makríl- kvóti þeirra í ár yrði 298 þúsund tonn eða 35% af heildinni. Það er mikil aukning, en hlutur Norðmanna hefur frá 2014 verið 22,5% af ráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, samkvæmt samningi Norð- manna, Evrópusambandsins og Færeyinga, sem féll úr gildi í lok síðasta árs. Fyrirsögn fréttar norska sjávarútvegsráðuneytisins er „harðari lína frá Noregi“. Í frétt á heimasíðu ráðuneyt- isins kemur fram að kvótaákvörð- unin byggist á mati á magni makr- íls á norsku hafsvæði. Frá 2014, þegar samningur fyrrnefndra þriggja strandríkja var gerður, hafi útbreiðsla makríls orðið norð- austlægari og meira verið af fisk- inum á norsku hafsvæði. Um ein- hliða ákvörðun Norðmanna er að ræða þar sem engir samningar eru í gildi. Í fréttinni kemur fram að ekki hafi reynst mögulegt að endurnýja þriggja þjóða samninginn eftir að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið og urðu sjálfstætt strandríki. „Þetta er mjög miður því samning- urinn hefur verið mikilvægur til að tryggja ábyrga stjórnun, stöðug- leika og fyrirsjáanleika fyrir alla aðila,“ er haft eftir Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs. Í fréttinni kem- ur fram að af hálfu Norðmanna verði áfram unnið að samningi um stjórnun veiðanna, með aðkomu allra strandríkja að makrílveiðum. Umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, lagði til í lok síðasta árs að aflinn 2021 færi ekki yfir 852 þús- und tonn og var um 8% samdrátt í ráðgjöf að ræða frá árinu á undan. Þegar liggja fyrir tilkynningar um veiðar á alls 900 þúsund tonnum til Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins, NEAFC. Það er tals- vert umfram ráðgjöfina, en síðustu ár hefur makríll verið veiddur um- fram ráðgjöf. 2019 voru MSC- vottanir á makrílveiðum í NA- Atlantshafi afturkallaðar. Ekki liggur fyrir hversu mikið Íslendingar og Færeyingar ætla sér að veiða í ár. Bretar hafa til- kynnt veiðar á 222.288 tonnum, til- kynning Evrópusambandsins hljóðar upp á 200.179 tonn, Rússar ætla sér að veiða 120.423 tonn, Grænlendingar 60.000 tonn og Norðmenn miða við tæp 300 þús- und tonn. Þeir höfðu áður tilkynnt um upphafskvóta upp á 105 þús- und tonn, en hafa nú bætt hressi- lega í. Audun Maråk, framkvæmda- stjóri norskra útgerðarmanna, segir að norska flotanum muni takast að veiða þau 298 þúsund tonn, 35% af ráðgjöfinni, sem þeir hafa sett sér. Í norska blaðinu Fiskeribladet/Fiskaren kom fram í síðustu viku að miðað við 300 þús- und tonn gæti aflaverðmæti makr- íls í ár orðið nálægt 3,9 milljörðum norskra króna eða um 56 millj- arðar íslenskra króna. Aukning um rúmlega 106 þúsund tonn gæti skilað um 1,4 milljörðum norskra króna eða um 20 íslenskum millj- örðum miðað við hlutdeild sam- kvæmt samningnum sem gilti síð- ustu ár. Hörð lína Norðmanna gagnrýnd á Írlandi Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Mörg handtök Skipverjar á Víkingi AK gera klárt á makrílmiðum 2018. Charlie McConalogue, sjávar- útvegsráðherra Írlands, gagn- rýnir ákvörðun Norðmanna harðlega í fréttatilkynningu. Þar hvetur hann Evrópusambandið til að hafna einhliða, tækifæris- sinnuðum og ósjálfbærum yfir- lýsingum Norðmanna um 55% aukningu á hluta þeirra í makríl- stofninum. Nauðsynlegt sé að framkvæmdastjórnin grípi þeg- ar í stað til aðgerða til að bregð- ast við þessari óábyrgu ákvörð- un Noregs. Haft er eftir ráð- herranum að Norðmenn verði að skilja að ábyrgir samstarfs- menn fái ekki umbun fyrir óvið- unandi aðgerðir á borð við þessa. Gripið verði til aðgerða ÓÁBYRG ÁKVÖRÐUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.