Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 30
Vilhjálm Árnason í
fyrsta sætið
Vilhjálmur Árna-
son, alþingismaður
og varaformaður
þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins, gefur nú
kost á sér í fyrsta
sæti á lista flokksins
í Suðurkjördæmi fyr-
ir komandi alþing-
iskosningar.
Vilhjálmur er heið-
arlegur og hæfur
stjórnmálamaður
með öfluga framtíðarsýn á mörg-
um sviðum. Hann hefur þann
kost að geta unnið með fólki úr
öllum flokkum. Honum er treyst í
pólitíkinni, ekki eingöngu af sam-
flokksfólki sínu heldur þvert á
allt litróf stjórnmálanna. Slíkur
kostur er afar mikilvægur en því
miður förunautur fárra er starfa í
pólitík.
Eftir hverju erum við að leita
þegar horft er til framtíðar-
leiðtoga? Viljum við ekki öðruvísi
leiðtoga í dag? Ungan leiðtoga
sem skilur og skynjar tækifærin
sem eru framundan, en jafnframt
leiðtoga sem ber sér ekki á brjóst
né lætur hátt til að ná mark-
miðum sínum fram. Leiðtoga sem
starfar af dugnaði á bak við
tjöldin, skapar og
finnur leiðir, hnikar
málum áfram og end-
anum skilar góðu
dagsverki í hús,
þannig pólitíkus er
Vilhjálmur, sannur
alla leið.
Vilhjálmur er bú-
inn að sanka að sér
ómetanlegri reynslu
og þekkingu á gang-
verki Alþingis og
öðrum ríkisstofn-
unum. Það má ekki
kasta slíkri þekkingu á glæ, hvað
þá í tilfelli hæfra einstaklinga
sem enn eru ungir að árum. Ekki
er síður mikilvægt að leiðtogi
okkar sjálfstæðismanna í kjör-
dæminu hafi traust kjósenda sem
og forystunnar sem ég veit að
Vilhjálmur hefur áunnið sér með
störfum sínum á Alþingi sl. níu
ár. Vilhjálmur er gríðarlega vel
að sér um málefni kjördæmisins
og má þar nefna til sögunnar
nokkur mál er varða okkur Suð-
urnesjamenn. Hugmyndir Vil-
hjálms um framkvæmdir og
breytingar á heilsugæslusviði eru
mjög spennandi en hann heim-
sótti fyrir skemmstu fyrirtækið
okkar IceMar ehf. í Reykjanesbæ
og fangaði athygli allra á vinnu-
staðnum með framsetningu sinni
á þeim baráttumálum sem hann
stendur fyrir. Ef þær leiðir sem
Vilhjálmur hefur unnið að á síð-
ustu misserum verða fetaðar þá
mun vandamál á heilsugæslusviði
að mínu mati heyra sögunni til
hér Suðurnesjum.
Það þarf skýra framtíðarsýn í
svona stór mál, virkja þarf krafta
fagaðila frá bæði hinu opinbera
sem og einkageiranum svo hægt
verði að tryggja framúrskarandi
þjónustu fyrir alla íbúa á svæð-
inu. Við Suðurnesjamenn viljum
bætta þjónustu og er Vilhjálmur
maðurinn í verkið. Hann hefur
verið framsögumaður Sjálfstæð-
ismanna á Alþingi í stórum mál-
um er snúa að tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar, nýja skjól-
garðinum í Njarðvík fyrir Skipa-
smíðastöðina, framkvæmdir í
höfnum innan svæðisins o.s.frv.
Það er enginn að mínu viti sem
þekkir málefnin og verkefnin á
Suðurnesjum eins vel og hann.
Vilhjálmur hefur skýra framtíð-
arsýn um hvernig Suðurnesin
geta endurheimt virðingu sína og
er áberandi hæfur til að taka að
sér ráðherraembætti. Hann hefur
allan pakkann eins og við segjum
stundum um fjölhæfa körfubolta-
menn sem geta náð langt. Eftir
að hafa starfað hnökralaust í níu
ár sem alþingismaður og þar af í
nokkur ár sem varaformaður
þingflokks sjálfstæðismanna, þá
get ég með vissu sagt – Vil-
hjálmur er tilbúinn og hann mun
ég kjósa í fyrsta sætið.
Eftir Gunnar
Örlygsson » Vilhjálmur er heið-
arlegur og hæfur
stjórnmálamaður með
öfluga framtíðarsýn á
mörgum sviðum.
Gunnar Örn
Örlygsson
Höfundur er fv. alþingismaður og
framkvæmdastjóri IceMar ehf. í
Reykjanesbæ.
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Ég býð mig fram til
4. sætis á framboðs-
lista í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík sem fram
fer 4. og 5. júní. Þetta
geri ég af knýjandi
nauðsyn. Mér finnst
eins og svo mörgum
öðrum að núverandi
ríkisstjórn og Alþingi
hafi hvorki skilning á
aðstæðum eldra fólks
né vilja til að bæta þær. Stór hópur
eldra fólks í þessu landi er látinn búa
við kröpp kjör. Það er sama hvaða
gögnum er framvísað og rökum beitt
til að benda á óréttlætið, öllum ósk-
um um leiðréttingu hefur verið hafn-
að. Núverandi kjörtímabili er að
ljúka og þrátt fyrir fjölmarga bæn-
arfundi og fundarsetur undanfarin
fjögur ár er tímabilinu að ljúka án
þess að fráfarandi ríkisstjórn sýni
nokkurn vilja til að rétta hlut þess
hóps aldraðra sem verst er settur.
Aldraðir í efnahagslegri
spennitreyju
Eldra fólk er fjölmennur hópur í
samfélaginu. Í upphafi árs 2021 voru
tæplega 47 þúsund manns 67 ára og
eldri og um 75 þúsund voru 60 ára og
eldri. Það búa ekki allir við sömu
kjör. Sumir, sérstaklega þeir sem
áður voru tekjuháir, hafa það alveg
ágætt og þurfa ekki að kvarta. Þorri
aldraðra býr hins vegar við kröpp
kjör og miklar skerðingar og er
verulega ósáttur við sitt hlutskipti.
Þetta fólk hefur hörðum höndum
skapað þau lífskjör í landinu sem við
nú búum við. Nú þegar þetta fólk er
orðið aldrað og hefur minna vinnu-
þrek bregður hins vegar svo við að
stjórnarherrarnir, sem vel að
merkja hafa margföld laun og miklu
betra lífeyriskerfi, vilja sem minnst
af þessu fólki vita. Ellilífeyrir frá
Tryggingastofnun ríkisins sem við
öll höfum greitt til og greiðum enn,
er skertur stórkostlega bæði með til-
liti til lífeyristekna hins aldraða og
atvinnutekna sem þeir kunna að
geta aflað sér. Ríkiskrumlan er svo
stórtæk að þessu leyti að það tekur
með skerðingum á ellilífeyri frá
Tryggingastofnun og tekjuskatti frá
65,87% til 83,85% af þessum tekjum
hins aldraða. Þannig er stór hluti
aldraðra hnepptur í einhvers konar
spennitreyju þar sem þeir nánast
verða að sætta sig við það sem að
þeim er rétt og geta
ekki bætt stöðu sína
með neinu móti. Afleið-
ingin er sú að flestir
aldraðir eiga mjög erf-
itt með að bæta efna-
hagsstöðu sína jafnvel
þótt frískir séu og geti
fengið launaða atvinnu.
Grunnsjónarmið
Sjálfstæðisflokksins
Þessi meðferð á öldr-
uðum er auðvitað and-
stæð öllum þeim grunn-
sjónarmiðum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur staðið fyrir frá
stofnun sinni. Grunnhugsjón hans er
að fólk eigi að hafa frelsi til að upp-
skera eins og það sáir. Þeim sem
vilja bæta sinn hag með atvinnu og
hjálpa þannig samfélaginu í heild á
að taka fagnandi en ekki refsa með
skerðingu á greiðslum frá almanna-
tryggingum. En það er ekki bara
með skerðingu tryggingargreiðslna
til aldraðra sem hið opinbera fer illa
með þá. Það rekur þá einnig úr
vinnu ekki síðar en um sjötugt óháð
því hvort þeir hafa þrek og vilja til
að vinna lengur. Þetta skerðir auð-
vitað enn frelsi og e.t.v. mannrétt-
indi aldraðra og herðir að þeim sult-
arólina. Til viðbótar dregur þetta úr
þjóðarframleiðslu, lækkar skatt-
tekjur hins opinbera, eykur útgjöld
almannatrygginga og fjárþörf lífeyr-
iskerfisins. Þessi skipan sem enginn
ráðherra hefur séð ástæðu til að
hrófla við er auðvitað glapræði eins
og allir sjá sem ekki eru blindaðir af
valdaglýju. Það að gera ásættan-
legar lagabreytingar fyrir eldri
borgara þessa lands og þar með efla
þjóðarbúið og almannahag virðist
ekki vera á dagskrá þeirra. Af þess-
ari ástæðu þarf að fá nýja fulltrúa
þjóðarinnar á þing. Verði ég kjörin
mun ég beita mér fyrir því að aldr-
aðir fái lífsskilyrði sín leiðrétt, geti
lifað sómasamlegu lífi og fái tæki-
færi til að leggja sitt af mörkum til
samfélagsins öllum landsmönnum til
heilla.
Frelsum aldraða
frá fátækt
Eftir Ingibjörgu
H. Sverrisdóttur
Ingibjörg H
Sverrisdóttir
» Tryggjum öldruðum
mannsæmandi lífs-
kjör í samræmi við nú-
tímann og frelsi til að
bæta hag sinn.
Höfundur er eldri borgari og
formaður FEB.
Þegar aspas-
uppskeran
stendur sem
hæst í Þýska-
landi eða þarf
að bjarga jarð-
arberjum á akr-
inum þá er ekki
hringt í háskóla-
samfélagið eða
lögfræðingana.
Það fólk er ekki
viðlátið sem
björgunarlið,
ekki heldur at-
vinnulausir á bótum.
Nei, það sem bjargar er þaulvant
og æðrulaust fólk frá nágranna-
löndum í austri sem vant er lík-
amlegri vinnu og kaupi sem er gott
á þeirra mælikvarða en heimafólk
fúlsar við.
Þetta er veruleikinn hér vest-
anmegin og við þekkjum þetta.
Góðu fréttirnar eru að búið er að
lögfesta lágmarkstaxta fyrir þetta
fólk í Evrópu og líka er reynt að
hífa launin upp hér.
Því nefni ég þetta að nú eru að
koma fram frambjóðendur sem
hamra á því að okkur „vanti fólk til
að auka hagsældina“.
Er það virkilega svo að við viljum
flytja inn ómenntað ódýrt vinnuafl
til að við þurfum ekki að vinna
lægri störfin?
Hvað er þá orðið um stéttlausa
Ísland þar sem læknirinn gat rétt
eins átt verkamann að föður? Hver
hlustar þá á Helga Hjörvar flytja
Eyrbyggju?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þrælabúskapur á heimsvísu
Kraftar Stundum gengur illa að finna vinnufúsar hendur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.