Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 ✝ Kristín Guð- ríður Þorleifs- dóttir fæddist á Þverá í Eyjahreppi 29. nóvember 1923. Hún lést í Brákarhlíð, Borg- arnesi, 18. maí 2021. Foreldrar hennar voru Þor- leifur Sigurðsson, f. í Syðra-Skógar- nesi 1888, d. 1958 og Halldóra Ásgeirsdóttir, f. á Rauðkollsstöðum 1886, d. 1962. Þau hófu búskap í Syðra- Skógarnesi en bjuggu lengst af eftir það á Þverá. Tvö elstu systkini Kristínar létust í bernsku, Ásgeir Jóhann, f. 1911, d. 1914 og Kristín Guð- ríður, f. 1912, d. 1919. Svo kom Ásgeir Jóhann, f. 1921, d. 2007. Það er tilviljun að systurnar og alnöfnurnar voru báðar fæddar 29. nóvember. Kristín giftist 16. ágúst 1947 Jóni Gunnarsyni, f. á Kirkju- bóli í Önundarfirði 8. ágúst 1921, d. á Þverá 6. ágúst 1991. f. 1955. Þeirra börn eru Hall- dóra, Linda Björk, Árni Sig- urður, Þorleifur og Anna Rún. Barnabörn þeirra eru ellefu. 5. Sigurður Rúnar, f. 1957, maki Ragnheiður Lýðsdóttir, f. 1959. Synir þeirra Atli og Dav- íð. Ásdís Írena, barnsmóðir Dóra Kristín Traustadóttir, f. 1961, Telma, barnsmóðir Hólm- fríður Berglind Birgisdóttir, f. 1967. Barnabörn þeirra eru þrjú. 6. Súsanna Þórkatla f. 1959, maki Gylfi Sigurðsson, f. 1958. Dætur þeirra: Katrín og Nína Kolbrún. Hákon Örn, barns- faðir Árni Kr. Einarsson, f. 1959. Barnabörn þeirra eru tvö. 7. Sólveig Gyða, f. 1965, maki Jón Ásgeir Einarsson, f. 1959. Sonur Sólveigar Gyðu, með Kristjáni Ragnarssyni, Ragnar, f. 1990, og með Thor- vald Smára: Hafsteinn Þor- berg, f. 1995. Dætur Jóns eru Þórey Huld og Vala Rún. Barnabörn þeirra eru fjögur. Kristín ólst upp á Þverá í Eyjahreppi við hefðbundin bú- störf þess tíma. Hún hlaut sína menntun heima í upphafi, þá tók við farskóli sem þar var rekinn eins og víða til sveita. Síðan lá leiðin suður til Reykja- víkur í Kvennaskólann. Kristín lærði að spila á orgel og spilaði um árabil við allar sóknar- kirkjur Miklaholtsprestakalls frá fimmtán ára aldri en lengst við Rauðamelskirkju. Kristín og Jón hófu búskap í Skála 20 sem var braggi við Háteigsveg í Reykjavík. Þau fluttu að Þverá 1950 og bjuggu þar með hefðbundinn búskap og vélaútgerð til 1991, þegar Jón dó. Eftir að þau brugðu búi starfaði hún við mötuneyti Laugargerðisskóla. Eftir að Jón lést flutti hún til Reykja- víkur en var áfram á Þverá yf- ir sumartímann. Kristín og Ás- geir bróðir hennar voru mjög samrýmd og dvaldi Ásgeir mik- ið hjá henni á Þverá. Kristín var mikill ættfræðigrúskari og hafði óvenju sterkt minni. Hún vann m.a. hluta Rauðkolls- staðaættar, mikils rits sem liggur í handriti nánast tilbúið til prentunar. Kristín átti sæti í hrepps- nefnd Eyjahrepps fyrst kvenna. Ævistarf Kristínar var eins og margra kvenna af hennar kynslóð búskapur og barna- uppeldi. Útförin fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 29. maí 2021, klukkan 11. Jarðsett verður í Miklaholti. Foreldrar hans voru Gunnar Guð- mundsson, f. 1898, d. 1987, uppalinn í Borgarfirði og á Reykjanesi. Móðir Guðmunda Jóna Jónsdóttir, f. 1905, d. 1991, frá fyrr- nefndu Kirkjubóli. Börn þeirra: 1. Ásgeir Gunn- ar, f. 1948, maki Guðrún Gunnarsdóttir, f. 1949. Þeirra börn eru Kristín Guð- rún, Erla Ósk og Gunnar. Barnabörn þeirra eru fjögur. 2. Þorleifur Alexander, f. 1950, d. 1980, maki Alda Gísla- dóttir, f. 1953. Sonur Jón Þór. Sonur Öldu af seinna hjóna- bandi er Ingi Einar Jóhann- esson. 3. Guðmundur Þorsteinn, f. 1951. Fyrrverandi maki Svan- hildur Eyjólfsdóttir, f. 1953. Synir Svanhildar eru Þór og Snorri. Barnabörn sex. 4. Halldór Kristján, f. 1955, maki Áslaug Guðmundsdóttir, Ungleg Kristín er í kvöld af henni ljómi stafar. Þó hafi hún lifað hálfa öld hérna megin grafar. Hún giftist þúsund þjala smið þau hafa gæfu hlotið. Þeirra framlag þökkum við þess hafa margir notið. Átthaganna ástin heit er alltaf tryggðar merki. Kristín elskar sína sveit og sýnir það í verki. Hér eru öll þín æskuspor áin til þín kallar. Hér þú sýnir þrek og þor og þrautir vinnur allar. Ellin verður eflaust mát þó aðeins gráni hárin. Njóttu lífsins nett og kát næstu fimmtíu árin (Margrét Guðjónsdóttir,Dalsmynni) Nú hefur hún mamma kvatt þótt árin yrðu ekki hundrað, eins og segir í kveðju Mar- grétar, þegar hún hélt í sum- arlandið sólskinsdaginn 18. maí. Hún var fædd á Þverá og sleit þar sínum barnsskóm. Má segja að hún hafi búið á Þverá nær alla tíð eða til 68 ára aldurs, með viðkomu í Reykjavík þar sem hún stundaði nám við Kvennaskólann, fann föður okk- ar og lagði grunn að afkom- endum sínum. Þótt hún flyttist á mölina dvaldi hún löngum í sveitinni sinni og nutu mörg barnabarna hennar þess að vera þar með henni. Mamma var mikil félagsvera og naut þess að eiga í samskiptum við fólk og minntist oft á hvað sam- gangur á milli bæja í Eyja- hreppi var alltaf góður og hversu gott var að eiga góða nágranna. Á þeim tíma sem for- eldrar okkar hófu búskap var búið á flestum bæjum í Eyja- hreppi, heimili barnmörg og ið- uðu af lífi. Gestrisni var sjálfsögð á Þverá og ekki sparað í veit- ingum fyrir þá sem leituðu til föður okkar varðandi viðgerð á vélum enda gestakoma kær- komin og þá spurt og sagðar fréttir af bændum og búaliði. Í fjarverum föður okkar við vegagerð var það hún sem sá um börn og bú, má geta þess að þegar hann vann að því að gera veginn um Heydal voru það kýrnar á Þverá og handtök hennar við mjaltir sem greiddu fyrir olíu á jarðýtuna. Honum hafði fundist ófært að stöðva framkvæmdir og samdi um að fá greitt fyrir þessa vinnu og þau útgjöld sem fylgdu árið eft- ir. Þannig var fólk þess tíma, þessi kynslóð taldi ekki eftir sér sporin. Mamma var formaður kven- félags Eyjahrepps um árabil og fórst það verk vel úr hendi enda skipulag og útsjónarsemi henni í blóð borið. Í dag eigum við erfitt með að ímynda okkur þær framfarir og breytingar sem kona á 98. ald- ursári hefur lifað. Við getum ekki gert okkur í hugarlund þá útsjónarsemi og aðhald sem hefur þurft á barnmörgu heim- ili þar sem gestakomur voru tíðar. Öll sú eldamennska, þvottar og þrif ásamt því að sjá um skepnur hefur tekið tímann sinn og fáar lausar stundir til að sinna sínu eða fá hvíld. Hvar var hvíldin þín mamma og hvar voru stundirnar þínar? Svar hennar var; það voru plönturnar, að setja niður tré, bera á þau áburð, huga að þeim og sjá þær vaxa og dafna. Fyrir ofan æskuheimilið grær stór skógur, minnisvarði mömmu sem var henni kær og veitti hvíld frá daglegu amstri. Þessi skógur ber vinnu hennar vitni en við sem áttum hana að geymum í hjarta okkar minn- ingu um móður sem alla tíð bar velferð okkar fyrir brjósti og vildi veg okkar sem mestan og bestan. Hafðu þökk fyrir allt, bestu kveðjur í sumarlandið, Ásgeir Gunnar, Guðmundur Þorsteinn, Halldór Kristján, Sigurður Rúnar, Súsanna og Gyða. Elsku amma. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman, ráðin, hvatn- inguna og ástina. Ég var ekki gömul þegar ég fattaði að best væri að fara til ykkar afa og sofa milli ykkar á kalda koddanum mínum. Afi sótti okkur stelpurnar sínar á bílnum með öll loftnetin í Laug- argerðisskóla. Afi dekraði við mig og þú varst alltaf svo þol- inmóð að kenna mér að baka eða spila og fá að dunda með þér í eldhúsinu uppi á gamla bæ var hin mesta unun. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar. Þú varst jafnvel þolin- móð við mig þegar þú varst að kenna mér að prjóna en við gáf- umst báðar upp á því að reyna það og hef ég aldrei lært að prjóna. Það hefur alltaf verið mikið hlátursefni hjá okkur. Ég lærði það mikilvægasta af þér, að spila og baka og vera þakk- lát fyrir það sem ég hef. Það var mér mikill missir þegar afi dó og þú fluttir í höf- uðborgina. Samgöngur urðu þá ekki eins miklar þó að ég fengi stundum að koma og vera hjá þér. Þá var glatt á hjalla og oft sem við fórum til Ásgeirs bróð- ur þíns og ég spilaði á harm- onikkuna með honum. Þegar ég flutti heim frá Danmörku var ég svo ánægð að geta heimsótt þig reglulega og átt með þér dýrmætar gæðastundir, við átt- um margt sameiginlegt og gast þú alltaf gefið mér ráð og hvatt mig áfram. Ég og börnunum þótti svo undurvænt að koma til þín í Hvassaleiti og spila bingó og fá kaffi hjá ömmu sem alltaf tók á móti okkur með opnum örmum og kossum í kveðju. Eða taka eina lauflétta vist með þér og hinum í Hvassaleitinu. Nú ertu hinsvegar ekki lengur á meðal vor til að spila grand, en líkleg- ast ertu komin vinstra megin við afa í rúminu og þangað til ég kem á kalda koddann á milli ykkar sendi ég ykkur mínar innilegustu ástarkveðjur með vísunni sem við fórum með þeg- ar ég hvíldi höfuð mitt á milli ykkar afa. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér, ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Takk fyrir allt, elsku amma. Anna Rún, Alexander, Halldór Gísli og Christine Sif. Strákur flytur fjögurra ára gamall í sveit. Þekkir engan. Heyrir að frændfólk býr á Þverá, getur það verið að þessi fallega húsmóðir, glæsileg, svarthærð eins og ítölsk díva, létt og glaðleg, sé af sömu kyn- slóð og amma Anna? Þær voru systkinadætur en 22 ár skildu þær að. Já, Kristín Guðríður Þorleifs- dóttir, fædd 1923, hún Stína á Þverá, var líklega einn síðasti tengiliður Skógarnesættarinnar við nútímann. Mér fannst hún af kynslóð pabba, en þó gerði hún sér far um að kynnast okk- ur systkinum sem jafningjum. Siggi Árna og Rúna og aðrir af Stóra-Hrauns kyninu komu að Þverá, því þar var samastaður. Þverárrétt var miðjan á hverju hausti, að vel heppnuðum göng- um. Húsmóðirin á Þverá sá um að allir fengju sitt. Stína á Þverá var ein þeirra húsmæðra í Eyjahreppi æsku minnar sem héldu öllu saman. Níu börn í Hrútsholti, ellefu í Dalsmynni, sjö á Þverá. Það þótti fátt í Söðulsholti að við vorum aðeins fjögur börnin þar. Það var því títt sótt á næstu bæi að fá félagsskap. Á Þverá var Jón jarðýtustjóri, hagur jafnt á járn og tré og strákarnir ekki síður. Stína sá um allt innan stokks og víst fleira líka því Jón var oft fjar- verandi vegna sinnar vinnu. Glettin húsmóðir, gjarnan með spurningar á vörum, var félagi okkar gestanna, jafnt sem sinna barna. Hún hafði þann eiginleika, sem ég ekki kann að lýsa, að spyrja og svara með glettinni kímni. Stundum spurt með svari um leið. Hún kunni líka þá list að ræða mál í sveitasímann þannig að aðeins viðmælandinn skildi. Mamma sagði mér skemmti- lega sögu, þegar hún og pabbi komu vestur sumarið 1961 til að kynna sig fyrir komandi prest- kosningar. Þau koma að Jörfa og þá er Stína gestkomandi þar. Vippar sér upp á eldhúsborðið, dökk og falleg, eins og af öðrum heimi. Slík mynd lifir. Stína var músíkölsk og spil- aði sem organisti. Virðing hennar og umhyggja og henn- ar afkomenda fyrir kirkjunni að Ytri-Rauðamel er falleg. Eftir ferð á Svartafjall, ofan við Þverá, kom gönguhópurinn heim að Þverá fyrir nokkrum árum. Stína var í eldhúsinu, falleg og björt eins og alltaf. Heimafólk var prúðbúið að lok- inni messu að Ytri-Rauðamel. Allt var með miklum mynd- arbrag. Þar opnaði hún sitt hús og spurði tíðinda, vissi þó flest. Gleði og fallegur svipur hennar dvelja hjá mér. Við fjölskyldan þökkum samfylgd sem bætti okkur og gladdi. Megi minning góðrar konu, Stínu á Þverá, dvelja með okk- ur sem nú lifum hana. Þökk fyrir samfylgdina, elsku frænka. Kær kveðja, Þórólfur Árnason. Kristín Guðríður Þorleifsdóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Okkar ástkæra HÓLMFRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, Halllandi 4, Svalbarðsströnd, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 23. maí. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar B. Jóhannsson Ásgeir Jón Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Helgi Guðmundsson Heiðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Gunnarsson Haraldur Guðmundsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Ásrún Elín Guðmundsdóttir Jón Rúnar Þorsteinsson Guðmundur H. Guðmunds. Lára Magnea Rogers Máni Guðmundsson Hólmfríður Freysdóttir Hlynur Guðmundsson Ester Jónsdóttir Már Guðmundsson Sigurbjörg Hlöðversdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÓLMSTEINN STEINGRÍMSSON, Hófgerði 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn 3. júní klukkan 13.00. Helga Hólmsteinsdóttir Steingrímur Hólmsteinsson Baldur Garðarsson Ása Baldursdóttir Pétur Gunnarsson Davíð Arnar Baldursson Harpa Steinunn Steingrímsdóttir Unnar Örn Unnarsson Rafn Steingrímsson Nicolas Bizub Orri Steinar Steingrímsson Sandra Blöndal og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Geirakoti, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Munda K. Aagestad Roar Aagestad Halldóra S. Ásgeirsdóttir Anna Gína Aagestad Guðmundur Árni Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSVEINN ÞÓRÐUR ÁRNASON húsasmíðameistari, Iðnbúð 4, Garðabæ, sem lést þriðjudaginn 18. maí á Hrafnistu Boðaþingi, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 2. júní klukkan 13. Þeir sem vilja heiðra minningu Bergsveins eru velkomnir. Börnum hans þætti vænt um að fá símaskilaboð frá þeim sem sjá sér fært að vera viðstaddir athöfnina svo fjölda- takmarkanir verði virtar. Athöfninni verður streymt og hægt að nálgast það á mbl.is/andlat Auðbjörg Bergsveinsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Friðrik Már Bergsveinsson Júlíana Sóley Gunnarsdóttir Berglind Bergsveinsdóttir Guðjón Grétar Engilbertsson Árni Örn Bergsveinsson Sólrún Axelsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HULDA JÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 26. maí. Kristjana Markúsdóttir Jón Albert Sighvatsson Ingibjörg E. Markúsdóttir Helgi Kristjánsson Elín Erna Markúsdóttir Páll Gíslason Auður Ásdís Markúsdóttir Viðar Einarsson Stefán Markússon ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.