Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 37

Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Í bernsku var hún amma mín í Kópavoginum, Ásta Halldóra, ímynd hinnar fullkomnu ömmu. Eftir langa bílferð úr sveitinni gekk maður upp stein- tröppurnar í Birkihvamminum og beint í þétt og hlýtt faðmlag ömmu sem fagnaði manni líkt og heimtum úr helju. Þessi amma æsku minnar bjó í eldhúsinu þar sem hún töfraði fram dýrindis- máltíðir, grjónarétt með pylsum, nautagrýtu sem átti engan sinn líka og dýrindisfiskibollur, þar sem smjörlíkið var ekki skorið við nögl. Og pönnukökurnar. Ömmu minnar verður ekki minnst án þess að pönnukökur komi þar við sögu. Þangað sem amma fór, fór yfirleitt líka góður stafli af þessu dýrindisbakkelsi. Í seinni tíð mætti stundum staflinn á veisluborðið þótt amma væri vant við látin. Þannig lét hún ekki nægja að senda gjöf heldur lagði líka til í veisluna. Er pönnu- kökuilmurinn flæðir um húsið og ég bragða á þeim upprúlluðum með sykri, mun ég ávallt minnast ömmu minnar í Kópavoginum með hlýju. Rabarbarasulta var líka eitt af aðalsmerkjum ömmu og hafði ég gaman af því að skaffa henni efnivið í sultuna sem hún gladdist ævinlega yfir að fá. Amma sauð sultuna lengi þar til sykurinn var orðinn kara- mellaður og sultan flauelsmjúk. Á þeim árum er ég lagði stund á bókmenntafræði í Háskólan- um, mátti finna á leslistanum Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Amma ákvað að lesa nú bókina líka eins og ég, svo hló hún og talaði um fínu frúna á Nautaflöt- um líkt og hún byggi í næsta húsi og væri líkleg til að kíkja í kaffi næsta dag. Þið sem hafið lesið Dalalíf vitið að þar er oft hellt upp á könnuna líkt og tíðkaðist í Birkihvamminum. Ég starfaði stuttlega við að selja kaffi í sér- verslun og þar sem amma mín drakk mikið kaffi og ég alls ekki neitt á þessum tíma, þótti mér nærtækast að nýta ást hennar á þessum drykk og láta hana smakka það sem ég var að selja. Ég hellti upp á eitthvert flauels- mjúkt kaffi í eldhúsinu í Birki- hvamminum og bauð henni. Nú skyldi sannreynt hvort kaffið væri í alvörunni sætkryddað, bæri keim af suðrænum ávöxtum eða hvort þar leyndust tónar af jarðarberjum, rúsínum eða per- um líkt og stóð á umbúðunum. Hún sagði ekki neitt, en ég sá á svipnum á henni að kaffið sem hún fékk sér dagsdaglega var miklu betra. Kaffi er félagslegur drykkur og bragðast best sé hann drukk- Ásta Halldóra Ágústsdóttir ✝ Ásta Halldóra Ágústsdóttir fæddist 26. október 1935. Hún lést 9. maí 2021. Útför Ástu Halldóru var gerð 20. maí 2021. inn í góðra vina hópi og þessu trúi ég að amma mín hefði verið sammála, því hún var mikil fé- lagsvera sem naut þess að spjalla við annað fólk. Hún tók á móti manni með opna arma og leiddi mann inn í hlýtt eld- húsið í Birki- hvammi, og var for- vitin að heyra allt sem maður hafði frá að segja. Síðan hlógum við saman að allri vitleysunni og það var fallegur og innilegur hlátur sem kom beint frá hjart- anu. Takk fyrir samfylgdina í 40 ár. Þitt barnabarn, Ásta Halldóra Ólafsdóttir. Amma Ásta var besta amma í heimi. Hún var góð við alla, hress og skemmtileg. Hún fór í leikfimi, dans og spilaði á spil við gamla fólkið. Hún prjónaði alls konar fallegt eins og ullarsokka, peysur og vettlinga. Hún bakaði líka heimsins bestu pönnukökur. Okkur fannst gaman að gista hjá ömmu Ástu. Hún gaf okkur alltaf ís. Við fengum hafragraut hjá henni á morgnana. Hún söng með okkur, spilaði fótbolta með okkur, spilaði veiðimann og ól- sen-ólsen. Það var alltaf gaman og gott að heimsækja ömmu í Birkihvamminn. Okkur þykir vænt um þig, amma mín – sjáumst í himnaríki. Þínar ömmustelpur, Lilja Karen og Brynja Rós. Mín hinsta kveðja til hennar ömmu. Það sem einkenndi hana ömmu mína var gleði og gest- risni. Ég kem til með að sakna hláturs hennar og þeirra góðu stunda sem við áttum yfir einum rjúkandi kaffibolla og yfirleitt voru pönnsur á kantinum. Birki- hvammurinn var fyrir mér eins og annað heimili enda var ég þar mikið sem barn og unglingur. Á ég endalaust af góðum minning- um, hvort sem það var einhver fíflagangur með Gunna frænda eða stálheiðarlegur íslenski mat- urinn hennar ömmu og eintóm væntumþykja frá Ástu ömmu og Gunna afa. Alltaf yndislegt að vera hjá þeim. Það voru margar góðar hefðir innan fjölskyldunn- ar sem áttu sér stað í Birki- hvamminum, sunnudagssteikin, laufabrauðsgerð, jólaboð eftir aðfangadag og svo má lengi telja og amma var alltaf þar í aðal- hlutverki. Sá um eldamennskuna og var alltaf síðust að setjast nið- ur og borða. Þó að ég hafi ekki verið stór partur af þeim hefðum síðustu ár þá í hvert skipti sem við fjölskyldan vorum á Íslandi komum við og sameinuðumst í faðmi stórfjölskyldunnar í Birki- hvamminum þar sem alltaf var logn, sól og almennt gott veður. Hún amma mín var orkubolti al- veg til síðasta dags. Var alltaf með fólk í kringum sig. Spilaði og dansaði við gamla fólkið og arkaði um allan Kópavoginn eins og hershöfðingi. Maður verður að staldra aðeins við og kíkja inn á við og vona svo sannarlega að maður eigi eftir að vera eins og þú þegar maður verður eldri. Alltaf svo jákvæð og umvafin fólki, hvort sem það voru ynd- islegu börnin hennar 7, fjölskyld- an eða bara vinir og kunningjar. Með þessum orðum vil ég enda á að segja að ég á eftir að sakna þín endalaust og sú hugs- un að þú og afi séuð sameinuð á ný í faðmi gefur mér hlýju í hjarta á þessari erfiðu stundu. Hvíldu í friði, amma mín kær. Davíð. Cheerios-skál í morgunmat, svo var brunað af stað í bítið. Það passaði að á Hlíðarveginum var ég orðin svo bílveik að ég taldi niður mínúturnar í Birkihvamm- inn. Það brást ekki að hlýr og mjúkur faðmur ömmu tók alltaf þéttingsfast á móti mér og knús- aði úr mér bílveikina, sem og allt súrefnið úr lungunum á mér. Næst var tveimur brauðsneiðum skellt í ristavélina og þær smurð- ar út í öll horn með smjöri. Ég prófaði að rista mér brauð sömu tegundar heima á Hellu eitt sinn, en það bragðaðist ekki eins. Það var ekkert ömmubragð af því. Amma var einstök. Hún var gestrisin, vildi helst hafa sem flesta í kringum sig og helst öll- um stundum. Henni þótti fátt betra en að hlusta á malið í gest- unum í Birkihvamminum á með- an hún snerist í kringum þá. Hún var fróð um ættir, minnug á fólk og gat rakið forfeður þess og bú- setu langt aftur í ættir. Ég reyndi oft að fylgja þræði, en stóð mig þó að því að kinka bara kolli og dást að þessum áhuga hennar yfir kaffibollanum. Þegar við Eyþór hófum sam- búð fengum við að vera í kjall- araíbúðinni hjá ömmu og afa. Þar bjuggum við í tæp 5 ár á meðan ég kláraði laganámið. Það var dásamlegur tími og ómetan- legt að hafa átt svo margar gæðastundir með þeim. Á dul- arfullan hátt fór leirtauið í vask- inum að hverfa og birtast hreint seinna um daginn. Því næst birt- ist þvotturinn samanbrotinn á stofuborðinu. „Æ, það er svo mikið að gera hjá ykkur, ég er hvort sem er að setja í vél,“ heyrðist í ömmu þegar hún kom með körfuna undan leirtauinu eldsnemma og lét sig hverfa með það sem hún fann uppi á efri hæð. Það kom fyrir þegar við feng- um vini í heimsókn að ég dreif þá með mér upp á efri hæð til að kynna þá fyrir ömmu og þá rakti hún úr þeim ættirnar, hló sínum háa dillandi hlátri og kvaddi okk- ur að lokum með þeim orðum að hafa bara sem mest gaman. Og dansa, farið að dansa! Þannig hafi hún haft það sem ung kona og þannig ætti það að vera. Eftir að við Eyþór fluttum frá Birkihvamminum og eignuðumst fjölskyldu voru drengirnir okkar jafn velkomnir í Birkihvamminn eins og ég hafði verið sem barn. Því oftar, því betra. Heilt her- bergi var tekið undir dót fyrir barnabörnin og barnabarnabörn- in, alltaf sleikjó á lager í skápn- um, ís í frystinum og súkku- laðirúsínur í skál. Það var ekki alltaf auðvelt að plata þá heim úr heimsókn hjá ömmu Ástu og þannig vildi hún hafa það. Hún var með svo yndislega skemmtilegan hlátur sem endaði oft í stjórnlausu hláturskasti þannig að tárin spruttu fram hjá okkur báðum. Viku áður en hún kvaddi okkur fékk ég að líta til hennar með mömmu. Hún sagði okkur sögur af ævintýrum síð- ustu nátta á líknardeildinni og hló svo dátt með okkur þegar við trúðum ekki okkar eigin eyrum hvað gekk þar á þegar aðrir svæfu. Tilþrifin voru til staðar, neistinn í augunum og frásagn- argleðin hvergi horfin. Elsku amma. Ég kveð þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa kynnst þér svo vel. Ég er viss um að Kolur taki vel á móti þér með gleðispangóli og að þið afi dansið saman inn í sum- arið. Þín Helga Björk. Mæðradagurinn í ár var öðru- vísi fyrir okkur stórfjölskylduna. Það var fallegur og sólríkur morgunn sem þú ákvaðst að væri rétti tíminn til að fara yfir til afa í Sumarlandið. Okkur fannst það heldur táknrænt að þú skyldir velja mæðradaginn, ættmóðirin sjálf, drottningin í Birkihvammi og sjö barna móðir. Sú minning sem kemur fyrst upp í huga mér er þegar við kíkt- um til Íslands sumarið 2019 en þá komum við Siggi óvænt til þín og þú tókst á móti okkur með þínum smitandi hlátri, tókst utan um okkur og trúðir ekki að við værum komin. Brosið þitt stækkaði svo enn meira þegar þú sást að ég var í kápu sem mamma þín hafði átt. Held að þessi minning sé svona nær mér í hjartanu, því við fórum svo aft- ur út og komumst ekki aftur fyrr en núna í lok janúar. Það er skrítið að hugsa til þess þegar maður hefur alltaf getað fundið þig í Birkihvamm- inum að þú sért ekki lengur þar með opinn faðm og heitar pönnu- kökur. Það var ekki fyrr en ég var að komast á fullorðinsárin þegar ég áttaði mig á því hversu stolt ég er að heita eftir þér og að sjá þig æ oftar í sjálfri mér. Ég vona að ég erfi það að vera hrókur alls fagnaðar í partíum framtíðarinnar eins og þú varst, þá sérstaklega í brúðkaupi okkar Sigga. Allir dásömuðu þig við mig sem fyllti mig svo miklu stolti að vera ömmustelpan þín. Það sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kalla þig ömmu í 34 ár. Elsku amma, ég veit að afi hefur tekið á móti þér í Sum- arlandinu með stóra faðminum sínum. Síðustu orðin sem þú sagðir við mig: „Bless elskan“ munu ylja mér, þar til við hitt- umst aftur. Þín nafna, Ásta. Bergdís Björt Guðnadóttir ✝ BergdísBjört Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1974. Hún lést á líknar- deild Landspít- alans 9. maí 2021. Meira efni á: www.mbl.is/ andlat/. Minningar á mbl.is Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nán- ustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR STEINUNN ARNGRÍMSDÓTTIR, Hafnarstræti 88, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 13. maí. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Einihlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Sigurpáll Hansen Birgitta Svandís Reinaldsd. Erna Björk Friðriksdóttir Bragi Sigmar Heiðberg Ingibjörg Elín Árnadóttir Birgir Snævarr Ásþórsson Hafdís Steina Árnadóttir Einar Mikael Sölvason Árni Freyr Jónsson Guðný Sara Birgisdóttir og langömmubörn Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar allra bestu eiginkonu, móður, ömmu, dóttur og systur, BRYNJU JÓNSDÓTTUR verslunarstjóra, Skipastíg 17, Grindavík, sem var jarðsett á Húsavík föstudaginn 14. maí. Þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala og heimahjúkrunar í Grindavík fyrir einstaka umönnun og viðmót. Sérstakar þakkir til sr. Sólveigar Höllu Kristjánsdóttur. Trausti Sverrisson Helga Jóna Traustadóttir Hafliði Hjaltalín Halldór Guðni Traustason Aníta Rut Guðjónsdóttir Halldóra María Harðardóttir Jón Helgi Gestsson Heiðrún Jónsdóttir Díana Jónsdóttir Hafdís, Hilmar Daði, Hafþór Atli, Katrín Eva og Elfa Björk Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. júní klukkan 13. Athöfninni verður streymt. Sjá www.mbl.is/andlát. Gyða Gísladóttir Helgi Bragason Þórir Gíslason Bergþóra Jónsdóttir Sigríður Gísladóttir Sigurður Sverrir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir þá samúð og hlýju sem þið sýnduð okkur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, afa og langafa, SVEINS ÁRMANNS SIGURÐSSONAR, Birkigrund 21, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu- og lungnadeildar Landspítala í Fossvogi fyrir kærleiksríka umönnun og Karlakór Selfoss fyrir yndislegan söng og stuðning við útförina. Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir Bryndís Sveinsdóttir Hreinn Jónsson Magnús Gísli Sveinsson Linda Björg Perludóttir Kristín Sveinsdóttir Andrés G. Ólafsson Guðbjartur Örn Einarsson Sóley Einarsdóttir Bergljót Einarsdóttir Guðjón Birkisson afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN DÓRA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, bóndi og húsfreyja á Holtastöðum í Langadal, lést föstudaginn 21. maí á HSN Blönduósi. Útförin fer fram frá Melstaðarkirkju í Miðfirði föstudaginn 4. júní klukkan 14. Jón, Jónatan, Júlíus, Jóhann og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.