Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 Elsku Haraldur afi okkar, það er ótrúlega skrítið að sitja hérna núna og minningarnar um þig hrannast upp þegar við erum nýbúin að vera á sama stað með Bubbu ömmu, aðeins þrjár vikur á milli þess að kveðja yndislegu Bubbu og núna þig. Það var alltaf gott að koma á Hverfisgötuna til ykkar. Bubba skellti alltaf upp veisluborði fyrir okkur og þú fórst upp að sækja Raggabækur handa okkur, það sem þú varst stoltur af okkur og öllu þínu fólki og lést okkur vita af því hvað við stæðum okkur vel í líf- inu, minning þín og ykkar mun svo sannarlega lifa í hjörtum okkar, það verður mjög skrítið að koma ekki oftar til ykkar á Hverfisgötuna. En þú ert kom- inn aftur til Bubbu þinnar þar sem þér leið best enda var hún kletturinn þinn. Minning um yndisleg hjón lif- ir. Ykkar, Erna Rós, Guðný Rut og Gunnar Örn. Nú þegar Halli hefur yfirgef- ið þennan heim svo stuttu á eftir Bubbu sinni rifjast upp fyrir manni fjölmargar minningar frá Hverfisgötunni þar sem maður eyddi mörgum stundum í barn- æsku. Það fyrsta sem kemur í huga minn er þegar við Raggi erum líklegast í kringum tíu ára gamlir og kennslustund dagsins var júdó á stofugólfinu. Manni finnst skrítið að hugsa til þess núna að þarna hefur hann verið kominn eitthvað yfir sextugt og aldursmunurinn var ekki fyrir- staða með tilheyrandi spörkum í sköflunga og fellingum. Þá kynntist ég því lítillega að vinna með honum, Ragga og Magga í múrverki að steina hús. Minning sem tengist þeim tíma kemur upp í hugann þegar við vorum að flota kasthringi og Halli lét okkur hræra fleiri poka af efni með múrskeið en hann faldi rafmagnshræruna í bíln- um. Við „ungir menn hefðum nú bara gott af því að læra að vinna hlutina á gamla mátann“. Þó að minningar um sterka manninn Halla komi fyrstar upp í huga manns þá eru það ekki Haraldur Sigfús Magnússon ✝ Haraldur Sig- fús Magnússon fæddist 25. júní 1931. Hann lést 10. maí 2021. Útför Haraldar Sigfúsar fór fram 20. maí 2021. síður samtölin í gegnum tíðina sem voru uppfull af hvetjandi ráðum og ósérhlífni sem hann smitaði út frá sér, þær lexíur sem maður hefur tekið með sér áfram út í lífið. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af þessum frábæra og fjölhæfa manni og finnst skemmtilegt að eiga Raggabæk- urnar eftir rithöfundinn Halla og geta lesið þær fyrir börnin mín. Blessuð sé minning þessara sæmdarhjóna sem höfðu áhrif á bernsku mína. Samúðarkveðjur sendi ég Ragga vini mínum, Önnu, Magga og Sigga og þeirra fjölskyldum. Ásgeir Bjarnason. Leiðir okkar Halla lágu fyrst saman fyrir nokkrum áratugum. Þá var ég unglingur glímandi við óráðna framtíð og hafði auð- vitað ekki hugmynd um að þessi maður myndi hafa mikil áhrif á örlög mín og minna. Við hitt- umst á samkomu á vegum Halla föðurbróður og Önnu konu hans; einni af fjölmörgum; ynd- islegt fólk sem hefur alla tíð verið okkur innan handar sem mest sem þau hafa megnað. En ég man ekki eftir Halla frá okk- ar fyrstu kynnum vegna þess að hann er pabbi Önnu heldur vegna þeirrar útgeislunar sem hann bjó yfir. Ekkert vantaði upp á að hann væri glæsilegur á velli; en það var sérlega sterk tilfinningaleg nærvera hans sem skipti sköpum; hún bauð vart upp á annað en að maður tæki afstöðu til hans; til hans per- sónu og til þess sem hann stóð fyrir. Halli sótti sífellt í verkefni sem hans leitandi hugur gat fundið sér farveg í; þar sem hann gæti látið að sér kveða sem sá maður sem hann vildi vera; á þeim vettvangi sem hann kallaðist til; og þannig látið gott af sér leiða; alltaf á sinn hátt. Eitt af verkefnum hans af þessu tagi var ég og mín fjölskylda. Hann leiddi okkur árið 1995 öruggum höndum úr mínum æskustöðvum í miðbæ Reykja- víkur yfir til Hafnarfjarðar; þar sem við höfum mestmegnis búið síðan; sérstaklega ég í mínu gamla húsi; sem hann hjálpaði okkur endalaust með á óeigin- gjarnan hátt; sem ég reyndi hvað ég gat að endurgjalda hon- um fyrir; með einhverju sprikli á mínu sviði. Þessi samleið með Halla var gefandi og einnig með hans yndislegu konu Bubbu; stoð hans og styttu; gott var að sækja þau hjón heim. Það er sumpart erfitt að skilja og ná utan um það litróf sem bjó í persónu Halla. Enda- lausar spennandi sagnir lifðu og munu lifa um hann. Það verður ærið verkefni lífsgöngunnar að hugsa til þeirra. Það sem ég veit nú þegar er að þessi maður neit- aði alla tíð að láta steypa sig í tiltekið mót; enda hefði ekkert mót rúmað það sem bjó í þess- um margbrotna manni. Ragnar Tómas Árnason. Halli hafði mikil áhrif á upp- haf míns íþróttaferils. Hvatti mig til að æfa vel og aðstoðaði. Man að einhverju sinni er ég var 16-17 ára mætti ég á æfingu á gatslitnum skóm. Hann sagði að þetta gengi ekki og fór inn í Sportval í Reykjavík og afhenti mér nýja hlaupaskó daginn eft- ir. Halli endurvakti frjáls- íþróttadeild FH í september 1972 og var formaður deildar- innar fyrstu 20 árin. Lagði þar með grunninn að því að gera FH að stórveldi í frjálsíþróttum. Verkefnin voru mörg í upphafi því aðstaða til iðkunar frjáls- íþrótta var engin í Hafnarfirði. Halli dreif starfið áfram af krafti. Fékk tíma í íþróttahús- um bæjarins, þjálfaði sjálfur fyrstu árin, hvatti ungmenni til að æfa, efndi til mótahalds, keyrði ungmenni á mót og barð- ist fyrir hagsmunum frjáls- íþrótta hvar sem því varð við- komið. Margs er að minnast frá áttunda áratugnum. Stjörnu- hlaupin, Rafha-hlaupin, ÍSAL- gallarnir, ársþing FRÍ, þátttaka í bikarkeppnum FRÍ og meist- aramótum og vígsla frjáls- þróttaaðstöðunnar í Kaplakrika sumarið 1975 svo eitthvað sé nefnt. Þessu til viðbótar skal nefna heimili Halla og Bubbu á Hverfisgötu 23c sem var í fjöl- mörg ár eins konar félags- miðsstöð frjálsíþróttakrakk- anna. Man að þangað komum við oft eftir æfingar og þáðum veitingar en gestrisni þeirra hjóna var takmarkalaus. Krafturinn í Halla og ósér- hlífnin var ótrúleg. Hann hafði mikinn metnað fyrir sínu íþróttafólki og félagi. Ef hann sá möguleika á að ná einhverju fram til batnaðar þá dreif hann í því og virkjaði gjarnan íþrótta- fólkið með sér. Hann var at- kvæðamikill á ársþingum FRÍ í marga áratugi og lagði gjarnan fram fjölmargar tillögur og var ófeiminn að heimsækja bæjar- stjóra og aðra valdhafa ef þurfa þótti. Halli þoldi ekki kyrrstöðu og sótti alltaf fram. Stundum lenti hann á veggjum þar sem sumum fannst hann fara of geyst en oftar en ekki náði bar- áttumaðurinn sínu fram. Halli var fylginn sér en hann gat líka brugðið við taktík og lagni enda mikill mannþekkjari. Hann hafði áhuga á fólki og var mjög annt um að þeim sem tekið höfðu þátt í frjálsíþróttum vegn- aði vel í lífinu. Fylgdist vel með og spurði frétta. Hafnfirðingar og frjáls- íþróttahreyfingin í landinu eiga Halla mikið að þakka. Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar gefi svo mikið af sér í sjálfboðal- iðsstarfi í þágu æskufólks og samfélagsins eins og hann gerði. Ég minnist Halla ekki einungis fyrir dugnaðinn í íþróttastarfinu heldur einnig fyrir dugnaðinn í bókaútgáfu en um sextugt fór hann að skrifa bækur sem urðu um 30 talsins þegar upp var staðið. Ég minnist Halla og Bubbu fyrir gestrisnina og vin- semdina sem þau sýndu mér alla tíð. Á Hverfisgötu 23c var ávallt gaman að koma. Takk fyr- ir samfylgdina kæru vinir. Sigurður Pétur. Haraldur Magnússon eða Halli frjálsi eins og hann var oftast kallaður innan Fimleika- félags Hafnarfjarðar kom með miklum krafti inn í starfið í Kaplakrika 1972. Hann var að- alhvatamaðurinn að endurvakn- ingu frjálsíþróttadeildar í Fim- leikafélaginu og kosinn formaður á endurstofnfundi deildarinnar. Halla var mjög svo umhugað um deildina, framsæk- inn baráttumaður, óragur við að koma skoðunum sínum á fram- færi, duglegur og vinnusamur í baráttunni fyrir bættri aðstöðu og framgangi frjálsíþrótta í Hafnarfirði. Elja og dugnaður Halla bar fljótlega ávöxt, titlar og sigrar duttu í hús og aðstað- an batnaði. Frjálsíþróttavöllur- inn í Kaplakrika var tekinn í notkun 1975, þess tíma ágætur völlur og starfið bar enn meiri ávöxt. Iðkendafjöldi barna og unglinga jókst verulega og af- reksstarfið skilaði góðum ár- angri. Halli var ánægður en sofnaði ekki á verðinum, hélt áfram að efla íþróttastarfið og barðist ótrauður fyrir bættri að- stöðu bæði innan Fimleika- félagsins og ekki síst innan stjórnsýslunnar á Strandgöt- unni. Þar var hann oft vikulegur gestur á skrifstofu bæjarstjóra. Hitti reyndar á þeim árum ágætan bæjarstjóra sem spurði mig á götu: „Er Halli í löngu fríi?“ en þá hafði hann ekki komið á skrifstofuna í þrjár vik- ur. Við upprifjanir á tímamótum sem þessum kemur önnur skemmtileg saga upp í hugann. Meistaraflokkur fótboltans var á æfingu á áttunda áratugnum á Hörðuvöllum sem á þeim tíma var einnig æfingaaðstaða frjálsra íþrótta. Halla fannst fótboltastrákarnir vera fyrir og úr urðu smá ryskingar, Halli varð undir, en stóð snarlega upp með bros á vör: „Heyrðu, þú verður að koma í kúluna hjá okkur,“ og málið var dautt. Halli hafði sterkar skoðanir, stóð á sínu og stöku sinnum lá við að upp úr syði og úr varð tíma- bundið ósætti en ávallt fundu menn lausnir og áfram var hald- ið. Halli var þrjóskur, harður á sínu, en um leið lausnamiðað ljúfmenni. Halli hætti sem for- maður frjálsíþróttadeildar 1993 en afskipti hans og umhyggja fyrir starfinu minnkaði ekki, hann var stjórn deildarinnar mikilvægur með reynslu sína og eldmóð að vopni. Sigurður sonur Halla tók við sem formaður, nú nýhættur þannig að þeir feðgar voru í forystunni í tæpa fimm áratugi. Árangur upphafs- mannsins Halla og niðja hans hefur verið Fimleikafélaginu ómetanlegur. Glæsilegasta frjálsíþróttaaðstaða landsins hefur risið í Kaplakrika og frá- bær íþróttalegur árangur. Halli á miklar þakkir skilið fyrir frá- bært og mjög svo óeigingjarnt starf fyrir Fimleikafélagið og ekki síst samfélagið hér í Hafn- arfirði. Það má segja að það hafi ekki komið neinum á óvart 2004 þegar Halli var sæmdur nafn- bótinni Heiðursfélagi Fimleika- félags Hafnarfjarðar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar þakkar innilega samstarfið á liðnum árum og við vottum börnum, tengdabörnum, barna- og barnabörnum okkar innileg- ustu samúð. Halli, hvíl í Guðs friði. Viðar Halldórsson, formaður Fimleika- félags Hafnarfjarðar. Harald hitti ég fyrst í útskriftarveislu hjá Erlu og kveið hún því að afi hennar tæki mér ekki vel. Ég vissi að Halli væri fróður og lægi ekki á skoð- un sinni. Halli gerði boð eftir mér og óöruggur fann ég hann þar sem hann sat í hægindastól sem sæmdi ættarhöfðingjanum. Hann heilsaði mér og sagðist hafa verið að bíða eftir að ná tali af mér. Ég rétti honum höndina og heilsaði eins skýrt og ég gat. Síðan kom fyrsta rothöggið, hann kreisti höndina á meðan ég kreisti aftur óp og sagði: „Þú ert ekkert sérlega vel gefinn, Hauk- ur, það er bara eins og það er.“ Þrátt fyrir bratta byrjun var ég þó viss um að kallinum líkaði vel við mig. Halli og Bubba, hjón í ríflega 60 ár, urðu mínir bestu vinir. Þegar Erla var á ferð og flugi var ég alltaf vel- kominn á Hverfisgötuna í kaffi og graut. Og ég nýtti mér gest- risni þeirra til hins ýtrasta. Á Hverfisgötunni gat ég rætt við þessa vini mína um allt, og oft- ast voru þau betur að sér en ég. Lítil grein dugar ekki til að telja alla kosti þeirra hjóna. En ég má til með að nefna samfélags- vitund þeirra og fordómaleysi, kostur sem yngri kynslóðir mættu taka sér til fyrirmyndar. Á Hverfisgötunni var verka- skipting. Eftir stutt spjall í eld- húsinu yfir kaffibolla færðum við Halli okkur í stofuna. Ég átti oftast frumkvæði að þessum sessuskiptum, ég gerði það svo að Erla og Bubba gætu átt stund saman. Halli hafði jafnan frá mörgu að segja og gat sam- tal okkar varað tímunum saman. Það var ekki fyrr en eftir að Bubba lést að hann sagði mér að þessi sessuskipti hefðu í raun verið að frumkvæði þeirra hjóna, Halli vildi að Bubba hefði nöfnu sína fyrir sig í stundar- korn. Að áætla að ég gæti snúið á Halla hafði verið tálsýn. Í spjalli okkar fórum við yfir víðan völl enda höfðum við báðir mikinn áhuga á náttúrunni, nuddi, læknavísindum, sálfræði og skáldskap. En þrátt fyrir þá hækju nútímans sem internetið er virtist Halli oftast upplýstari en ég um umræðuefnið. Hann var með gott hjarta og ótrúleg- an huga. Yfirburðir hans voru kjarni vináttu okkar, því hann var mér sammála um þá. Þegar ég þóttist vera honum framar breytti hann umsvifalaust stofu- spjalli okkar í þrekstund. Ég var ávallt tiltækilegur í þær þrekraunir, hvort sem það voru armbeygjur, hnébeygjur eða yoga. Í eitt skiptið var Halli þó ekki ánægður með frammistöðu mína og eftir allnokkur tilmæli um hagræðingu á settri æfingu, reiddist hann. Í framhaldi tók við ótrúlega sjón, Halli kippti af sér beltinu, lagðist á bakið og færði sig þrjá og hálfan metra eftir stofugólfinu með því að sparka í tómt loftið. Halli varð 88 ára það árið, staðreynd sem hann sagði mér reiðilega eftir að hafa risið á fætur. Halli var maður sem var allt- af til í að hlusta á mig og velta vöngum yfir hugmyndum. Og þrátt fyrir vana hans á að minna mig á að ekki bara hann, heldur öll hans ætt lifandi og liðin væri mér fremri í svo gott sem öllu, þá stappaði hann líka í mig stál- inu. Með Halla kveð ég mikinn vin, læriföður og ástvin. Ég fyll- ist bæði hryggð og stolti að fá að kveðja Halla. Þinn vinur, Haukur. Kveðja frá Frjálsíþrótta- sambandi Íslands Frjálsíþróttahreyfingin kveð- ur nú einn af burðarásum sín- um. Haraldur S. Magnússon hefur nú skilað keflinu í hönd annarra í sínum lokaspretti. Hver sem þekkir til frjálsra íþrótta veit hvað Halli lagði mik- ið af mörkum á sinni lífsleið. Hann var ötull alla daga að leggja íþróttinni lið og tala fyrir framförum. Heiðranir hefur hann fengið úr öllum áttum, frá Frjálsíþróttasambandinu, Íþrótta- og ólympíusambandinu, ÍBH og sínu félagi FH og víðar að. Halli átti allar slíkar heiðr- anir skilið og var hann einnig einn af heiðursfélögum FH. FH- ingur, en um leið skildi Halli merki þess að íþróttafélögin keppa innan vallar en utan vall- ar verður fólk að standa saman. Slíkar framfarir sýndi Halli með því að setja á fót ýmsa við- burði. Tengdi hann íþrótta- hreyfinguna við skólastarfið og á þann hátt stigu margir sín fyrstu skref í frjálsum íþróttum, enda var skólahlaupið í Hafn- arfirði einn vinsælasti viðburð- urinn ár hvert. Það hefur margt afreksfólkið alist upp innan þeirrar umgjörðar sem Halli hefur skapað umliðna áratugi. Frjálsíþróttahús var hans baráttumál og því var það góður áfangi að ná því fram á 75 ára afmæli FH að slíkt hús yrði reist í Hafnarfirði. Það gekk vissulega ekki þrautalaust fyrir sig í miðri kreppu. Þá voru góð ráð dýr og það vita það ekki all- ir, en í skjóli vorfuglanna hitt- umst við nokkur stuðningsfólk byggingarinnar og fengum Halla til að taka fyrsta múr- verkið í jarðgrunninum sem stóð óhreyfður í nokkra mánuði. Það var einnig eins og við mann- inn mælt að nokkrum vikum síð- ar losnaði framkvæmdin úr álögum. Töfrar og skáldagleði Halla voru þannig leiðbeinandi í byggingu hússins. Vissulega gat hvesst á stund- um á aðalfundum eða ársþing- um. Þeir sem þekktu til vissu þó að þetta var fyrst og fremst góðlátlega meint. Það urðu því stundum skemmtilegar uppá- komur, sem í dag við minnumst með góðu einu. Það sama gilti um fólk í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, Halli var alltaf tilbúinn til að segja því til og reyna að fá það til að rata réttu leiðina. Um leið og við kveðjum einn af höfðingjum frjálsra íþrótta hér á landi, þá vil ég sérstaklega þakka Haraldi S. Magnússyni fyrir þá hvatningu sem hann gaf mér í forystu fyrir byggingar- nefnd Kaplakrika og uppbygg- ingu frjálsíþróttahússins í Hafn- arfirði, en margs er hægt að minnast hvenær sem er um mik- ilvægi Halla og hans fjölskyldu í öllum þessum verkum. Frjálsíþróttasamband Ís- lands sendir ættingjum Harald- ar S. Magnússonar samúðar- kveðjur. Á skömmum tíma hafa þau hjónin kvatt sitt sómafólk, en öll fjölskyldan hefur verið burðarás í frjálsíþróttastarfi, foreldrarnir jafnt sem börnin. Það eru ómetanlegar allar þær stundir sem Haraldur og hans fólk hafa gefið hreyfingunni. Þó að Haraldur sé kominn í mark í sínu lokahlaupi, hér á landi, þá vitum við að nú hefur hann hafið nýtt hlaup á nýjum vettvangi, frjáls eins og fuglinn. Það er okkar hinna að halda merki hans á lofti til stuðnings íþrótta- og æskulýðshreyfingunni, en þar var vettvangur og hugur Halla frjálsa alla tíð. Gunnar Svavarsson, ritari FRÍ. Við fráfall Sig- urðar Björnssonar, vinar míns, leitar margt á hugann. Við ólumst upp í Skjólunum og verða minnisstæðir leikir við sjóinn, siglingar á Skerjafirði og smíði báta sem Ásgeir Hvíta- skáld stjórnaði. Síðan komu unglingsárin. All- ir félagarnir gengu saman í skól- ann. Fyrstur lagði ég af stað frá Sigurður Hafsteinn Björnsson ✝ Sigurður Haf- steinn Björns- son fæddist 15. september 1953. Hann lést 7. maí 2021. Útför Sigurðar fór fram 25. maí 2021. Sólbakkanum og síðan bættust í hóp- inn Siggi, Ásgeir og Þórir. Sami háttur var á þegar leið á unglingsárin og haldið var í gleð- skap og jók þá eitt- hvað sterkara en appelsín á gleðina en þó allt í hófi. Siggi kynntist Þórunni sinni og kynni tókust með þeim og Guð- laugu, konu minni. Héldum við oftar en einu sinni í tjaldferðalög á bjöllunni hennar Guðlaugar. Minnisstæð er útilegan þegar við lentum á sveitaballi á Hofi í Öræfum. Önnur ferð kemur upp í hugann þegar við fórum saman til Danmerkur og ókum suður í Þýskaland. Þegar komið var aft- ur til Kaupmannahafnar voru nú ferðafélagarnir orðnir ansi fram- lágir en Siggi mátti ekki heyra á það minnst og sagði: „Eruð þið komin hingað til að sofa!“ Hestamennskan batt okkur snemma saman og eignuðumst við okkar fyrstu hesta þegar við keyptum hvor um sig ungfola af Þórði heitnum, afa Sigga, í Hvítanesi. Margar ánægjustund- ir áttum við þar við smala- mennsku og önnur tilfallandi sveitastörf. Skjótteknar ákvarðanir voru ekki að hans skapi enda mað- urinn hæglátur og íhugull og upp kemur í huga minn þegar hann sat í kjallaranum í Sörlaskjólinu, reykti pípu sína og hlustaði á kraftmikla tónlist. Sú mynd verður mér og félögunum ansi glögg í minningunni. Þórunni og börnum þeirri sendum við innilegar samúðark- veður en minningin um góðan dreng eflist í minninu. Páll Melsted.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.