Morgunblaðið - 29.05.2021, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 41
Blaðberar
Upplýsingar veitir #,&)"-/%
í síma %!" $#$$
Morgunblaðið óskar eftir
blaðber(# $ *(#%,%-&."*)!+%, $
.('!+*$'
Aðstoðarskólameistari
Kvennaskólans í Reykjavík
Kvennaskólinn í Reykjavík auglýsir starf aðstoðarskólameistara
til næstu fimm ára laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2021.
Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur
með honum við daglega stjórn og rekstur skólans sbr. 8. grein
laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.
Aðstoðarskólameistari skal uppfylla skilyrði í ákvæðum laga um
lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara,
framhaldsskólakennara og skólastjóra. Reynsla og menntun í
stjórnun menntastofnana er æskileg.
Laun eru í samræmi við kjarasamning KÍ og stofnanasamning
Kvennaskólans í Reykjavík. Ekki þarf að sækja um á sérstöku
umsóknareyðublaði en í umsókn þarf að greina frá menntun
(og staðfesta með afriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru
því sem umsækjandi telur að máli skipti.
Umsóknir sendist rafrænt til Hjalta Jóns Sveinssonar skólameis-
tara í netfangið hjalti@kvenno.is fyrir 14. júní 2021, sem gefur
jafnframt frekari upplýsingar. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu
skólans, www.kvenno.is, er að finna ýmsar upplýsingar um
skólann og starfsemi hans.
Skólameistari
Laust er til umsóknar fullt starf ritstjóra kennsluskrár Háskóla Íslands. Útgáfa kennsluskrár heyrir undir
kennslusvið Háskóla Íslands. Ritstjóri er starfsmaður kennslusviðs og vinnur með ritnefnd og fulltrúum
fræðasviða og deilda að gerð kennsluskrár, sem gefin er út árlega á vefnum. Vefritstjórn og umsjón
með ýmsum upplýsingasíðum kennslusviðs tilheyrir einnig starfinu, svo og ýmis önnur tengd verkefni.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. september 2021.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2021
Sækja skal um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir Róbert H. Haraldsson,
robhar@hi.is – 525 4277
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála-
og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt
um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af
jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Hlutverk ritstjóra er að stýra vinnu við kennsluskrá
Háskóla Íslands í samvinnu við ritnefnd. Í því felst m.a. að
skipuleggja innihald kennsluskrár og framsetningu efnis,
að leiðbeina starfsfólki sem kemur að gerð kennsluskrár
og virkja fólk til samvinnu, að stuðla að samræmi í efnis-
tökum, að setja einstökum verkþáttum tímamörk og að
stýra breytingum.
• Ritstjóri tryggir að vandað sé til verka við gerð og útgáfu
kennsluskrár.
• Ritstjóri tekur þátt í mati á tillögum að nýjum náms-
leiðum og veitir leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi
undirbúning og stofnun námsleiða.
• Ritstjóri hefur umsjón með upplýsingasíðum kennslusviðs
sem varða umsóknir, kennslu, nám og próf, á innri og
ytri vef.
• Í samvinnu við skrifstofu rektors annast ritstjóri yfirferð og
uppsetningu á regluskjölum sem send eru til birtingar í
Stjórnartíðindum, svo og birtingu reglna á vef háskólans.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
• Ferilskrá.
• Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað
umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.
• Staðfest afrit af prófskírteinum.
• Upplýsingar um umsagnaraðila.
Hæfnikröfur:
• Meistarapróf sem nýtist í starfi, viðbótarmenntun
er kostur.
• Haldbær þekking á skipulagi menntunar á háskóla-
stigi er kostur.
• Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka
sér nýjungar á því sviði.
• Góð íslenskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
• Góð enskukunnátta, reynsla af þýðingum úr og
á ensku er kostur.
• Reynsla af framsetningu efnis á vefmiðlum.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og nákvæmni
í starfi.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
RITSTJÓRI KENNSLUSKRÁR
7,%:%= U9 ZH= P,5XG
!T
W,
&F 6#*
&F
W9F=
Kjarafélag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga er framsækið stéttar-
félag og hefur þann megin tilgang að
vinna að bættum kjörum félagsmanna
og gæta réttinda þeirra. Félagsmenn
starfa á öllum vinnumarkaðinum og
félagið er óháð starfsvettvangi, vinnu-
veitanda og ráðningarformi.
Félagið er þriðja fjölmennasta stéttar-
félag innan Bandalags háskólamanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri KVH
(gudfinnur@bhm.is) í síma 595-5141
Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi óskast sendar á netfangið
gudfinnur@bhm.is.
Umsóknarfrestur er til og með 2. júní nk.
Starfssvið:
• Upplýsingagjöf um réttinda- og kjaramál
• Þátttaka við gerð stofnanasamninga
og kjarasamninga
• Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
• Afgreiðsla umsókna um félagsaðild
• Gagnavinnsla tengd kjarasamningsgerð
• Kynningarmál og umsjón vefsíðu KVH
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á kjarasamningum og
stofnanasamningum æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Rík þjónustulund
• Góð greiningarhæfni
• Góð tölvuþekking, sérstaklega á
töflureikni (excel)
www.kjarafelag.is
Lausar kennarastöður
við Öxarfjarðarskóla,
Norðurþingi.
Öxarfjarðarskóli er heildstæður samrekinn leik- og
grunnskóli með um alls 50 nemendur.
Við leitum eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður:
• Íþróttakennara í 50% stöðu.
• Leikskólakennara við báðar leikskóladeildir
skólans. Viðkomandi þurfa að vera áreiðanlegir,
samviskusamir og sýna lipurð og jákvæðni í
samskiptum og hafa gott vald á íslensku.
• Almenna kennslu á unglingastigi, 50%
• Almenna kennslu á yngsta stigi
Öxarfjarðarskóli er í nánu samstarfi við
Grunnskóla Raufarhafnar sem einnig er samrek-
inn leik- og grunnskóli með alls 9 nemendur á leik-
og grunnskólastigi. Nemendur þar sækja kennslu í
list- og verkgreinum, íþróttum og sundi í Öxar-
fjarðarskóla auk tónmenntar og tónlistarkennslu.
Skólarnir eru að innleiða uppeldisstefnuna
Jákvæðan aga og starfa eftir henni.
Lögð er áhersla á fjölbreytta, skapandi og sveigjan-
lega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks
og nemenda.
Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir
skólastjóri.
Sími 4652246/8925226/4652220
Tölvupóstur: gudrunsk@oxarfjardarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2021
Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist
af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti
manns og náttúru.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR