Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 46

Morgunblaðið - 29.05.2021, Side 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021 50 ára Eygló hefur lengst af átt heima í Reykjavík en hefur bú- ið í Kópavogi frá 2002. Hún er sjúkraþjálfari að mennt frá Háskóla Íslands og vinnur hjá og er einn af eig- endum Sjúkraþjálfunar Íslands. Eygló hefur hlaupið nokkur maraþon og stefn- ir á 106 km hlaup í Henglinum í næstu viku. Börn: Guðjón Trausti Skúlason, f. 1994, Garðar Elí Jónasson, f. 1999, og Hildur María Jónasdóttir, f. 2002. Foreldrar: Guðrún Stella Gunnarsdóttir, f. 1945, fyrrverandi ritari, og Trausti Finnsson, f. 1947, rafvirki. Þau búa í Kópavogi. Eygló Traustadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Stundum sýnir það mestan styrk að aðhafast ekkert um sinn. Gerðu svo það sem þér þykir réttast að gera en vertu sam- kvæmur sjálfum þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Vinur eða kunningi lætur ekki vel að stjórn þessa dagana, sama hvað þú reynir. Lífið snýst um að leysa vandamál, og því er betra að þau liggi í augum uppi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú vilt gera það besta úr til- teknum aðstæðum og horfa á björtu hliðar tilverunnar. Atvinnutækifærin sem þú girn- ist eru nær en þig grunar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Einhver óróleiki ríkir á vinnustað þínum og þér finnst erfitt að átta þig á stöðu mála. Treystu á sjálfan þig og varastu áhrif frá öðrum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að setja öðrum úrslitakosti og það veldur þér hugarangri. Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Að samþykkja fólk eins og það er bætir sambönd og líka heilsuna. 23. sept. - 22. okt. k Vog Af einhverri undarlegri ástæðu heillast þú af yfirskilvitlegum hlutum í dag. Haltu áfram að einblína á það jákvæða fremur en það neikvæða. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ekki hanga heima, farðu út og vertu meðal fólks. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ræður ekkert við ýtnina í dag og ert staðráðinn í því að fá aðra til þess að samsinna þér. Sjáðu til þess að þú fáir útrás fyrir sköpunargleði þína. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Segðu hug þinn tæpitungulaust og þá muntu fá áheyrendur. Flas er ekki til fagnaðar og það á við á öllum sviðum, hvað svo sem þér finnst málið lítilvægt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Fjölskyldusamkomur og uppgjör vegna gamalla mála hafa tafið þig að undanförnu. Vandamálin eru til þess að leysa þau svo gakktu hreint til verks og út- kljáðu málin. anskildum tveim árum sem for- stöðumaður Kynningarskrifstofu Ferðamálaráðs í New York. Hann sneri aftur á Fréttastofu Útvarps til 1980. Um áramótin 1981 hóf hann störf á Fréttastofu Sjónvarps og starfaði þar til starfsloka í árslok 2006. „Það var ævintýri að starfa hjá Sjónvarpinu. Þegar ég hóf störf var enn frí á fimmtudögum og í júlí. Sjónvarpið var eitt á markaðnum og meirihluti þjóðarinnar horfði á fréttatímann. Vinnuálag var mikið. Fréttamenn voru sex, þrír á vakt í einu. Í innlendum fréttum voru þeir Ómar Ragnarsson og Helgi E. mismunandi mannlífi og lífskjörum sem hún bjó við.“ Fréttamannsferillinn Ævistarf Ólafs hefur verið á sviði upplýsingastarfsemi, lengst af í fréttum. Hann starfaði sem blaða- maður á dagblaðinu Vísi í tvö ár, áð- ur hafði hann skrifað kvikmynda- gagnrýni í blaðið og hélt því áfram í Morgunblaðinu í nokkur ár. Hann starfaði um skeið við kynningar- starfsemi hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Félagi íslenskra iðnrekenda. Hann hóf störf hjá Fréttastofu Útvarpsins 1974 og starfaði þar til ársloka 1980, að und- Ó lafur Sigurðsson fæddist í Hraungerði í Flóa 30. maí 1936 og verður því 85 ára á morgun. Hann ólst upp í Hraungerði til 16 ára aldurs. Þá fór hann að heiman til starfa, til að vinna fyrir námi í heimavist í menntaskóla og var eftir það aldrei heimilisfastur í foreldrahúsum. „Það var skemmtilegt að alast upp í Hraungerði. Þar var stórt heimili og óstöðvandi gestagangur. Sóknarbörn áttu oft erindi og kirkjukaffi var eftir hverja messu. Símstöð var í Hraungerði og þurfti þá að sækja fólk í símann eða af- henda símskeyti. Í þessu eins og öðru hvíldi þetta meira á Páli bróður mínum, sem er tveim árum eldri. Hann var mér fyrirmynd og hjálp- arhella á þessum árum. Hann hefur alltaf haft sérstaka hæfileika til að umgangast fólk, eins og hans mörgu vinir þekkja. Þetta varð til þess að við börnin í Hraungerði þekktum sveitunga okkar alla og höfðum komið á flest heimilin. Síðar kom sveitasími, þá voru níu bæir tengdir inn á eina línu og gátu allir hlustað á allt sem talað var. Gestagangur á heimilinu var stöð- ugur og viðvarandi. Hann skapaði álag á heimilið, en hvorki foreldrar mínir né við börnin hefðum viljað vera án hans. Á þessum árum var ekki óalgengt að fólk kæmi í heim- sókn og stæði við í nokkra daga. Þegar þetta fólk sat og ræddi mál- efni sóttumst við börnin eftir að fá að hlusta, en vorum að sjálfsögðu send í rúmið þegar leið á kvöld. Á tímabili hafði ég fundið leið til að fela mig í stofunni til að hlusta og lengi vel tók enginn eftir þessu. Foreldrar okkar lögðu mikla áherslu á að allir væru jafnir fyrir skaparanum, burtséð frá þjóðfélags- stöðu eða litarhætti. Langt borð var í borðstofunni og þar borðuðu allir saman aðalmáltíðir dagsins, hvort sem gestir voru flækingur í sveitinni eða forseti Íslands, óþægt bleyju- barn eða vinnumaður með súrheys- lykt. Ég hef alltaf litið á það sem forréttindi að hafa kynnst fjölbreyti- leika íslensku þjóðarinnar og því Helgason á annarri vaktinni og Guð- jón Einarsson og ég á hinni. Er- lendu fréttunum skiptu þeir með sér Ögmundur Jónasson og Bogi Ágústsson. Þetta voru góðir sam- starfsmenn. Gagnstætt því sem margir halda er það gerólík atvinna að segja sjón- varpsfréttir og útvarpsfréttir. Vinna í sjónvarpsfréttum er erfiðari en í útvarpi. Sérstaklega er það ólíkt hvað vinnuferli fréttar er langt. Ef fréttamaðurinn hefur ekki nægar upplýsingar getur engin myndataka bjargað því. Ef myndatökumaður vandar sig ekki er fréttin skemmd. Ef sá sem skipuleggur vinnu töku- manna bregst og hann mætir á stað- inn hálftíma of seint, getur atburð- urinn verið búinn. Ef klipparinn bregst getur fréttin orðið verri eða ónýt. Ef nafn á viðmælanda er staf- að rangt er skaði skeður. Ef þýðing texta er röng, eða birtist ekki á rétt- um tíma verður fréttin ótrúverðug. Ef hljóðið á einum viðmælanda er svo lágt að það heyrist varla er allt ómögulegt og ef fréttamaðurinn er úfinn, illa til fara eða óöruggur í fasi hefur það mikil áhrif á fréttina, en verst af öllu er þegar þarf að leið- rétta villur í frétt í sjálfum frétta- tímanum. Í sjónvarpsfréttum er enginn öðrum mikilvægari ef vel á að fara, en þegar eitthvað bregst lendir skömmin oftast á fréttamann- inum sem sést í mynd. Þrátt fyrir þetta er gaman að vinna í fréttum. Harry Reasoner, sem sumir muna eftir úr fréttaþætt- inum 60 minutes, var spurður hvort það væri gaman að vinna í sjón- varpsfréttum. Hann brosti og sagði: „Þú gerir ekkert skemmtilegra, nema helst í rúminu.“ Þetta er besta skýring sem ég hef á því að ég entist við þetta í 25 ár. Hvað verður um fréttir almennt er óvíst. Við erum í miðri byltingu, sem enginn sér fyrir endann á. Þeg- ar ég hætti störfum fyrir nærri 15 árum var Facebook tveggja ára. Youtube varð til það ár og Twitter tveim árum síðar, og svo allt hitt. Internetið og smartsíminn hafa fært okkur ótrúleg tækifæri og ómæld þægindi og gleði. Því miður er fátt Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður – 85 ára Brúðkaupsdagur Albína og Ólafur með Stefaníu og séra Sigurði árið 1981. Stödd í miðri fjölmiðlabyltingu Stórfjölskyldan Samankomin í Toronto í tilefni af 80 ára afmæli Ólafs árið 2016. Sá eini sem vantar á myndina er sonurinn Brandur sem tók myndina. 30 ára Andrea er Hafnfirðingur en býr í Breiðholti. Hún er leik- kona að mennt frá Kvikmyndaskóla Ís- lands og hefur m.a. leikið í sjónvarpsþátt- unum Burðardýr. Hún starfar einnig sem tanntæknir. Andrea lék fótbolta með meistaraflokki Vals og var í yngri landsliðum. Maki: Arnar Freyr Tómasson, f. 1993, kvikmyndagerðarmaður og vinnur í markaðsteymi Nova. Sonur: Tómas Franklín, f. 2020. Foreldrar: Hjördís Ingvarsdóttir, f. 1966, eigandi Höndlarans ásamt eiginmanni sínum, býr í Reykjavík, og Gústav Al- freðsson, f. 1965, smiður, býr í Garðabæ. Andrea Ýr Gústavsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Tómas Franklín fæddist 8. september 2020 kl. 6.52 á Landspítal- anum. Hann vó 3.274 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Andrea Ýr Gústavsdóttir og Arnar Freyr Tómasson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.