Morgunblaðið - 29.05.2021, Page 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2021
Lengjudeild karla
Þór – Afturelding ..................................... 2:1
Selfoss – Grótta ........................................ 3:3
Fjölnir – Fram.......................................... 0:1
Staðan:
Fram 4 4 0 0 11:3 12
Fjölnir 4 3 0 1 6:2 9
Grótta 4 2 1 1 12:7 7
Þór 4 2 0 2 10:10 6
Vestri 3 2 0 1 6:6 6
Kórdrengir 3 1 1 1 5:5 4
Afturelding 4 1 1 2 7:9 4
Selfoss 4 1 1 2 7:10 4
ÍBV 3 1 0 2 6:5 3
Þróttur R. 3 1 0 2 5:7 3
Grindavík 3 1 0 2 4:7 3
Víkingur Ó. 3 0 0 3 4:12 0
2. deild karla
Kári – Njarðvík......................................... 0:2
Völsungur – KF........................................ 2:1
Staðan:
KF 4 3 0 1 7:4 9
Völsungur 4 2 1 1 9:6 7
Njarðvík 4 1 3 0 8:6 6
Reynir S. 3 2 0 1 4:3 6
ÍR 3 2 0 1 5:6 6
Þróttur V. 3 1 2 0 9:5 5
KV 3 1 2 0 8:7 5
Magni 3 1 1 1 8:5 4
Haukar 3 1 1 1 8:7 4
Kári 4 0 1 3 7:11 1
Fjarðabyggð 3 0 1 2 1:8 1
Leiknir F. 3 0 0 3 2:8 0
3. deild karla
Ægir – ÍH.................................................. 1:0
Víðir – KFG............................................... 1:0
Staða efstu liða:
Höttur/Huginn 3 3 0 0 6:3 9
Ægir 4 2 2 0 5:3 8
Augnablik 3 2 1 0 8:2 7
Víðir 4 2 1 1 6:5 7
Lengjudeild kvenna
Augnablik – Grindavík............................. 1:1
FH – KR.................................................... 0:2
Afturelding – Haukar .............................. 3:1
Víkingur R. – Grótta ................................ 1:1
Staðan:
Afturelding 4 3 1 0 14:6 10
KR 4 3 0 1 11:4 9
Grótta 4 2 1 1 7:6 7
FH 4 2 0 2 8:6 6
ÍA 4 2 0 2 5:7 6
Víkingur R. 4 1 2 1 7:7 5
Augnablik 4 1 1 2 5:8 4
Haukar 4 1 1 2 4:7 4
Grindavík 4 0 3 1 5:7 3
HK 4 0 1 3 6:14 1
2. deild kvenna
Fjarðab/Höttur/Leiknir – Fjölnir .......... 5:2
ÍR – Álftanes............................................. 2:1
Staða efstu liða:
FHL 3 3 0 0 15:6 9
Fjölnir 3 2 0 1 22:5 6
Fram 2 2 0 0 8:4 6
Völsungur 2 2 0 0 4:1 6
Danmörk
Úrslitaleikur um Evrópusæti:
AGF – AaB................................... (2:2) 5:3(v)
- Jón Dagur Þorsteinsson skoraði úr víta-
spyrnu fyrir AGF í lok framlengingar og
aftur í vítaspyrnukeppninni sem AGF vann
3:1. Liðið hreppti þar með Evrópusæti.
Svíþjóð
Växjö – Linköping ................................... 0:0
- Andrea Mist Pálsdóttir lék fyrstu 78
mínúturnar með Växjö.
4.$--3795.$
Þýskaland
B-deild:
N-Lübbecke – Gummersbach ............ 35:27
- Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki fyrir
Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
_ Efstu lið: Hamburg 50, N-Lübbecke 50,
Gummersbach 47, Elbflorenz 36, Dorma-
gen 34, Aue 32, Lübeck-Schwartau 32.
_ Hamburg og Gummersbach eiga eftir
fimm leiki en N-Lübbecke fjóra. Tvö efstu
liðin fara upp í efstu deild.
%$.62)0-#
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, oddaleikir:
Stjarnan – Grindavík.......................... 104:72
_ Stjarnan vann 3:2 og mætir Þór frá Þor-
lákshöfn í undanúrslitum.
Valur – KR ............................................ 86:89
_ KR vann 3:2 og mætir Keflavík í undan-
úrslitum.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 1. umferð:
Miami – Milwaukee ............................ 84:113
_ Staðan er 3:0 fyrir Milwaukee.
Vesturdeild, 1. umferð:
LA Lakers – Phoenix ......................... 109:95
_ Staðan er 2:1 fyrir Lakers.
Portland – Denver............................ 115:120
_ Staðan er 2:1 fyrir Denver.
4"5'*2)0-#
Árni Bragi Eyjólfsson, hornamaður
KA, varð markakóngur Olísdeildar
karla í handbolta 2020-21 sem lauk
í fyrrakvöld. Hann skoraði 163
mörk í 22 leikjum KA. Hákon Daði
Styrmisson úr ÍBV kom næstur með
158 mörk í 22 leikjum, Ihor Kop-
yshynskyi skoraði 130 mörk í 22
leikjum Þórs, Einar Rafn Eiðsson
skoraði 117 mörk í 20 leikjum FH,
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 113
mörk í 19 leikjum Hauka, Blær Hin-
riksson skoraði 111 mörk í 18 leikj-
um Aftureldingar og Birgir Steinn
Jónsson 110 mörk í 21 leik Gróttu.
Árni Bragi
markakóngur
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Efstur Árni Bragi Eyjólfsson í
leiknum við Þór í lokaumferðinni.
Guðlaugur Victor Pálsson lands-
liðsmaður í knattspyrnu segir sitt
nýja félag, Schalke, ætla sér beina
leið aftur upp í efstu deild Þýska-
lands eftir að hafa fallið þaðan í
vor. Félagið keypti hann af Darm-
stadt þar sem Guðlaugur Victor
hefur leikið í B-deildinni síðustu ár-
in. „Ég er mjög spenntur að hefja
undirbúningstímabilið með
Schalke. Markmiðin fyrir komandi
tímabil eru skýr og Schalke er
klúbbur sem á heima í efstu deild,“
segir Guðlaugur Victor en ítarlegt
viðtal er við hann á mbl.is/sport.
Morgunblaðið/Eggert
Schalke Guðlaugur Victor Pálsson
skipti um félag í Þýskalandi.
Markmiðin skýr
hjá Schalke
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Keflvíkingar mæta KR-ingum og
Þór úr Þorlákshöfn mætir Stjörn-
unni. Þannig verða undanúrslitin á
Íslandsmóti karla í körfubolta í júní-
mánuði á því herrans ári 2021 eftir
að Stjarnan og KR unnu oddaleiki
átta liða úrslitanna í gærkvöld og
sendu Grindvíkinga og Valsmenn í
síðbúið sumarfrí.
Valur og KR buðu upp á enn einn
spennutryllinn í sínu einvígi, og að
lokum varð niðurstaðan sú sama og
í öllum hinum leikjum liðanna á
tímabilinu: Sigur útiliðsins.
Eftir gríðarlegar sviptingar á
lokakaflanum komst KR í 85:81
þegar 23 sekúndur voru eftir og
þrátt fyrir langar lokasekúndur
réðu Valsmenn ekki við þann mun
og KR vann leikinn 89:86. Tyler
Sabin var þar í aðalhlutverki. Um
hann skrifaði Kristján Jónsson í
grein sinni á mbl.is.:
„Tyler Sabin er mikill galdrakarl
á körfuboltavellinum og þá kom
hann KR til hjálpar. Setti niður
þrista í tveimur sóknum í röð og
kom KR aftur yfir. Á æsispennandi
lokamínútum var það einnig Sabin
sem réð úrslitum. Þegar 46 sek-
úndur voru eftir setti hann niður
þrist og kom KR yfir 83:81. Sú
karfa reyndist mikilvæg. Á lokakafl-
anum setti Sabin einnig niður fjögur
vítaskot og átti stærstan þátt í því
að KR hafði betur á lokamín-
útunum.
Á lokamínútum leiksins var eng-
inn Jón Arnór Stefánsson til að
trufla Sabin. Því hefur hann sjálf-
sagt verið feginn en gamli refurinn
gerði honum á köflum erfitt fyrir í
rimmunni. Eins langt og það nær
hjá 39 ára gömlum manni gegn leik-
manni eins og Sabin. Jón fékk tvær
villur á skömmum tíma og fór út af
með fimm villur þegar þrjár mín-
útur voru eftir.
_ Tyler Sabin skoraði 26 stig fyr-
ir KR, Þórir Guðmundur Þorbjarn-
arson 15, Matthías Orri Sigurðar-
son 14 og Jakob Örn Sigurðarson
11. Þá tók Matthías sjö fráköst.
_ Jordan Roland skoraði 19 stig
fyrir Val, Kristófer Acox 17, Sinisa
Bilic 14, Hjálmar Stefánsson 13 og
Miguel Cardoso 11. Þá tók Krist-
ófer 14 fráköst og Pavel Ermol-
inskij var með sjö fráköst og sex
stoðsendingar.
Jón Arnór hættur
Jón Arnór Stefánsson, besti
körfuboltamaður landsins um langt
árabil, staðfesti við Morgunblaðið
eftir leikinn að þetta hefði verið sinn
síðasti leikur á ferlinum. Nánar á
mbl.is.
Stungu af í fyrsta leikhluta
Stjörnumenn keyrðu bókstaflega
yfir Grindavík í fyrsta leikhluta í
Garðabæ. Þeir gáfu tóninn með því
að koma hinum frægu tölum 14:2 á
stigatöfluna en staðan var 31:15 að
leikhlutanum loknum. Ægir Þór
Steinarsson var gjörsamlega
óstöðvandi með 12 stig á þessum
fyrstu tíu mínútum.
Grindvíkingar sáu aldrei til sólar
eftir þetta og munurinn jókst bara
eftir því sem á leið. Þegar staðan
var 82:47 að loknum þriðja leikhluta
var sá fjórði aðeins formsatriði.
„Ægir Þór Steinarsson átti stór-
leik í liði Stjörnunnar þar sem hann
stjórnaði sóknarleik sinna manna
eins og herforingi, tók góðar
ákvarðanir þar sem hann skaut vel
og átti nokkrar afar laglegar stoð-
sendingar. Grindvíkingar réðu auk
þess ekkert við hraða hans og færni
með boltann enda driplaði hann
fram hjá þeim nánast að vild,“ skrif-
aði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í
grein sinni um leikinn á mbl.is.
_ Dúi Þór Jónsson skoraði 19 stig
fyrir Stjörnuna, Austin James
Brodeur 18, Ægir Þór 15, Arnþór
Freyr Guðmundsson 12, Alexander
Lindqvist 12 og Gunnar Ólafsson
11.
Þá var Ægir með 13 stoðsend-
ingar og Hlynur Bæringsson fyr-
irliði var með 11 fráköst og átta
stoðsendingar, en skoraði aðeins tvö
stig. Brodeur tók 10 fráköst.
_ Amenhotep Abif skoraði 15
stig fyrir Grindavík, Dagur Kár
Jónsson 14, Kristinn Pálsson 14,
Ólafur Ólafsson 10 og Joonas
Järveläinen 10.
_ Ólafur og Kristinn voru auk
þess með átta fráköst hvor og Ólaf-
ur átti fimm stoðsendingar.
Fimmti útisigurinn
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Umkringdur KR-ingarnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Brandon Nazione og Matthías Orri Sigurðarson sækja að Miguel Cardoso á Hlíðarenda.
- KR sló Val út á Hlíðarenda eftir magnað einvígi og gríðarlega spennu í lokin
- KR mætir Keflavík - Yfirburðir Stjörnunnar sem mætir Þór frá Þorlákshöfn