Morgunblaðið - 29.05.2021, Qupperneq 56
Mótettukórinn, sem áður starfaði við Hallgrímskirkju í
Reykjavík, heldur vortónleika sína í Langholtskirkju í
dag, laugardag, kl. 17. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Á efnisskránni eru fimm til átta radda mótettur og
sálmavers eftir J.S. Bach og H. Schütz. Auk þess syng-
ur kórinn útsetningar á bænum Hallgríms Péturssonar
eftir Jón Hlöðver Áskelsson og Smára Ólason og orgel-
verk eftir J.S. Bach. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur
einleik á Noack-barokkorgel Langholtskirkju. Tónleik-
arnir eru samvinnuverkefni Mótettukórsins og Listvina-
félagsins á 39. starfsári þeirra beggja.
Vortónleikar Mótettukórsins í dag
Fyrir
líkama
og sál
w w w. i t r. i s
S ýnum hver t öðru tillit s semi
og njótum líf sins í laugunum
L augarnar í Rey k javí kLAUGARDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem mætir Mexíkó í
vináttulandsleik í Arlington í Texas í nótt er blanda af
reyndum leikmönnum og óreyndum og ljóst að nokkrir
munu fá tækifæri til að spila sinn fyrsta A-landsleik
gegn mjög sterkum andstæðingum. Aron Einar Gunn-
arsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson eru
allir í íslenska liðinu en einnig margir sem ekki hafa
spilað landsleik til þessa. »49
Blandað íslenskt lið mætir Mexíkó
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eggert Guðmundsson hefur lengi ekki komist út af
heimili sínu en ber sig vel. „Dóttir mín kaupir til búsins
og eldamennskan hjá mér er frekar einföld; ég sýð mér
kjöt og fisk til skiptis,“ segir kappinn, sem verður 100
ára á morgun. „Ég get orðið ekkert hreyft mig, er svo
stirður, og svo þarf ég að fá mér gleraugu. Ég átti að
vera búinn að því fyrir löngu en hélt að ég færi að drep-
ast og það tæki því ekki. En nú verð ég að fara að drífa í
því.“
Eftir að Eggert hætti að vinna sjötugur byrjaði hann
að mála landslagsmyndir. „Ég hef dundað við þetta en er
eiginlega hættur,“ segir hann um málverkin sem hann
hefur einkum málað með olíu- og akríllitum. „Ég hafði
ekkert að gera en hafði lengi haft löngun til að mála og
lét af því verða. Kannski lifnar aftur yfir mér ef ég fæ
mér gleraugu.“
Sjómennskan heillaði
Foreldrar Eggerts, Guðmundur Eyjólfsson og Þórunn
Jónsdóttir, bjuggu á Starmýri í Suður-Múlasýslu og þar
ólst hann upp. Systkinin voru níu og þar af þrennir tví-
burar. „Ég byrjaði snemma að fara á sjóinn með pabba,
um fermingaraldurinn,“ rifjar hann upp. „Var fyrst á
árabátum en síðan á trillu með Guðjóni Eyjólfssyni, föð-
urbróður mínum á Framnesi við Berufjörð. Ég var með
honum eina vertíð, en hann dó stuttu seinna.“
Veðrið gerði mönnum oft lífið leitt á sjónum og Styrm-
ishöfn gat verið erfið. „Höfnin var ekki góð og það þurfti
að sæta lagi við að komast þar inn. En fiskurinn var
stundum alveg uppi við landsteina og menn sóttu í að fá
nýjan fisk, orðnir leiðir á kjötinu þegar fór að vora. Þeg-
ar gott var veður komu menn af næstu bæjum og sóttu í
það að fara á sjóinn með okkur.“
Seinna fór Eggert á síldveiðar frá Norðfirði og eftir að
hann flutti suður fór hann í Hvalfjarðarsíldina. „Ég var
meðal annars á Birni Jónssyni í þrjú ár og eitt síldar-
sumar á Eldborginni 1. Svo var ég á síld fyrir austan á
báti frá Hafnarfirði, fór líka á línu og troll, en síðustu 20
árin var ég á handfæraskaki frá Reykjavík.“
Fátt annað en sjómennska kom til greina hjá Eggerti,
en eftir að hann kom í land vann hann í kerskála í ál-
verinu í Straumsvík í 18 ár. „Ég fæddist við sjóinn og
sjórinn blasti við þegar litið var út um gluggann, hann
kallaði stöðugt á mig og ég þráði hann,“ segir Eggert.
Sjómannslífið hafi enda átt vel við sig og sérstaklega hafi
síldveiðarnar verið mikið ævintýri. „Ég hafði líka
ánægju af handfærunum en það var erfið vinna.“ Segist
samt aldrei hafa lent í lífsháska. „En ég var lengi kvalinn
í maga og magaveikin háði mér mikið, ég var kvalinn í
þessu helvíti. Þegar ég var á færunum og færið rann út
eftir að ég var búinn að draga fiskinn inn ældi ég oft mik-
ið á meðan. Það var ekki glæsilegt en ég hef ekki fundið
til síðan ég fór á spítala og var skorinn upp rúmlega
fimmtugur. Þeir tóku 60% af maganum, sagði lækn-
irinn.“
Töluvert langlífi er í fjölskyldunni, en Eggert segist
ekki hafa sérstaka skýringu á því. „Við krakkarnir vor-
um alltaf á ferðinni, mikið að hlaupa úti og í leikjum. Það
segir kannski eitthvað.“
Morgunblaðið/Eggert
Tímamót Eggert Guðmundsson hefur málað mörg landslagsmálverk og verður 100 ára á morgun.
Ekki til setunnar boðið
- Eggert Guðmundsson verður 100 ára á morgun