Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 8

Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Það var forvitnilegt að horfa áhinsta Silfur vorsins, en þangað voru komnir forystumenn stjórn- málaflokka á Alþingi í upphitun kosningabaráttunnar. Þar bárust málefni Samherja í tal, en helstu vitr- ingar stjórnarand- stöðunnar töldu að málskvaldur þriggja starfsmanna útgerð- arinnar opinberaði sérstaka hættu, sem lýðræðinu væri búin af fiskveiðistjórn- unarkerfinu og þess vegna yrði að breyta því ekki seinna en strax, svo þjóðin svæfi betur. - - - Bjarni Benediktsson fjármála-ráðherra benti á rökvilluna, því auðvitað kæmi þetta ekki kvótakerf- inu við. Þetta snerist um meðferð auðs og valds, hvernig auðmenn beittu sér, sama hvaðan auðurinn væri kominn: - - - ’’ Þetta er ekki fyrsta málið. Man fólk ekki eftir því hvern- ig Baugur byggði upp sitt veldi hérna á sínum tíma? Eignaðist sitt eigið dagblað? Muna menn ekki hvernig var auglýst hér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins: Strikið yfir Björn Bjarnason, þetta er vondur dómsmálaráðherra!? Jóhannes heit- inn Jónsson birti heilsíðuauglýs- ingar í helstu blöðum. Voru það af- skipti af stjórnmálum á Íslandi? Já, ég held það.“ - - - Bjarna þótti þessi auma og mis-heppnaða tilraun Samherja hlægileg við hliðina á grímulausum aðgerðum Baugsmanna á sinni tíð, en sýndi þá tillitssemi að minnast ekki á það hverjir vörðu Baugsmenn með oddi og egg þá. Nú reyndu arf- takar þeirra „að nota ferðina“ í Samherjamálinu til þess að koma höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið, sem þeir treystu sér ekki til þess að ræða með málefnalegum hætti. Bjarni Benediktsson Skákað í skjóli Samherja STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Trausti Thorberg Ósk- arsson, rakari og tón- listarmaður, lést 27. maí sl. á hjúkrunar- heimilinu Boðaþingi, 93 ára að aldri. Trausti fæddist í Reykjavík 19. nóv- ember 1927. Foreldrar hans voru Óskar Thor- berg Jónsson og Edith Victoria Thorberg Jónsson, fædd Julin, frá Borgundarhólmi, en foreldrar hennar voru sænskir. Trausti byrjaði snemma að spila á gítar og kaus að gerast rakari frekar en bakari til að fara betur með hend- urnar, eins og fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu þegar hann varð 90 ára. Trausti byrjaði sem lærlingur á rakarastofu í Eimskipahúsinu en stofnaði eigin stofu á Vesturgötunni. Meðfram þessu var hann byrjaður að spila og var mikið á Borginni á seinni stríðsárunum. Lék hann með fyrstu gerð KK-sextettsins sem hóf að spila árið 1947. Trausti spilaði einnig mikið með Carl Billich og með hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar á sjöunda áratugnum. „Hann klippti á daginn og spilaði á nóttunni,“ sagði m.a. í viðtalinu. Að auki hafði Trausti mikinn áhuga á ljósmyndun. Ásamt eiginkonu sinni, Dóru Sigfúsdóttur, setti hann á fót ljósmyndavöru- verslunina Fótóhúsið árið 1963 og ráku þau hana í rúm 20 ár. Trausti hafði spilað sem rytmagítarleikari en sneri sér síðan að klassískum gítar, fór í Tónlistarskólann á sextugsaldri og út- skrifaðist sem gít- arleikari á áttunda stigi árið 1985. Hann kenndi á gítar í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar og síðan í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Trausti var mikill safnari tónlist- arbóka og nótna og batt inn gömul nótnahefti, en eftir að hann seldi Fótóhúsið lærði hann bókband. Jafnframt útsetti hann lög en árið 2007 kom út bókin 30 íslensk söng- lög, útsett fyrir klassískan gítar. Trausti og Dóra eignuðust þrjú börn, Elsu Thorberg, f. 1950, Edith Thorberg myndlistarmann, f. 1953, d. 2014, og Óskar Thorberg, f. 1958. Barnabörn Trausta og Dóru eru átta og barnabarnabörnin eru orðin 16. Dóra lést árið 2007. Andlát Trausti Thorberg Óskarsson Bólusett var með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll í gær. Um var að ræða seinni bólusetningu og áfram- haldandi bólusetningu forgangs- hópa. Þegar ljóst varð að afgangur yrði af bóluefninu var í fyrsta skipti dregið úr bólusetningakrukkunni. Þegar 2.500 skammtar voru eftir fengu karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 boð. Þegar ljóst varð að erfitt yrði að koma þeim út dró Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo aðra árganga úr krukkunni; kon- ur fæddar 1996 og karla fædda 1987. Fimm greindust með kórónuveir- una innanlands í fyrradag. Einn var utan sóttkvíar við greiningu en fjórir í sóttkví. Smit kom meðal annars upp í verslun H&M í Kringlunni og var versluninni lokað vegna þessa. Þá greindust tvö kórónuveirusmit á Vopnafirði en smitin má rekja til ferða viðkomandi utan svæðis. Voru þeir í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir kvaðst í gær búast við því að sjá svipaðar smittölur á næstu dög- um. Hann er þó enn jákvæður gagn- vart afléttingum og telur ekki þörf á hertum aðgerðum að svo stöddu. „Við erum náttúrulega komin með útbreiddar bólusetningar og svo er mikill fjöldi sem er að passa sig varðandi sýkingavarnir.“ Fjórir árgangar voru dregnir út - Handagangur í öskjunni við bólusetningu í Laugardalshöll - 5 smit greindust Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dráttur Ragnheiður Ósk í Höllinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.