Morgunblaðið - 02.06.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
CHANEL kynning
í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
2.-4. JÚNÍ
Við kynnum nýju varalitina
Rouge Coco Bloom
– Varalitur sem er mjúkur og nærandi.
Hann er mjög litsterkur og gefur
vörunum aukna fyllingu.
Gréta Boða verður á staðnum
og veitir faglega ráðgjöf
20%
afsláttur af
CHANEL vörum
kynningar-
dagana
Verið
velkomin
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
varaði við því í gær að rúmlega 90%
íbúa í Tigray-héraði Eþíópíu þyrftu
bráðnauðsynlega á mataraðstoð að
halda, og kölluðu forsvarsmenn áætl-
unarinnar eftir um 200 milljónum
bandaríkjadala, eða sem nemur 24
milljörðum íslenskra króna, til þess
að geta sinnt íbúum héraðsins.
Um er að ræða um 5,2 milljónir
manns, sem sagðar eru í hættu vegna
átakanna í héraðinu. Þau hófust í nóv-
ember síðastliðnum, en þá sendi Abiy
Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu,
hersveitir til héraðsins til þess að
handtaka og afvopna leiðtoga aðskiln-
aðarsinna, sem tilheyra þjóðflokki
Tígra, en þeir höfðu áður ráðist á
bækistöðvar hersins.
Tomson Phiri, talsmaður matvæla-
áætlunarinnar, sagði að hún hefði
veitt rúmlega milljón manns aðstoð
frá því hún tók til starfa í héraðinu í
mars, en þegar væri mikil hætta á
hungursneyð þar. „Við höfum þungar
áhyggjur af þeim fjölda sem við
sjáum í þörf á næringaraðstoð og
neyðarmatvælaaðstoð,“ sagði Phiri.
Hvatt til vopnahlés
Mark Lowcock, yfirmaður neyðar-
aðstoðar Sameinuðu þjóðanna, til-
kynnti öryggisráðinu í síðustu viku að
alvarleg hætta væri á því að hung-
ursneyð myndi hefjast í Tigray-hér-
aði, ef ekkert yrði að gert á næstu
tveimur mánuðum. Sagði hann að um
90% uppskeru hefði verið eyðilögð, og
um 80% búfénaðar hefði verið stolið
eða slátrað.
Joe Biden Bandaríkjaforseti for-
dæmdi í kjölfarið átökin og víðtæk og
gróf mannréttindabrot, þar á meðal
kynferðisbrot og fjöldamorð, sem
hefðu verið framin af hersveitum frá
bæði Eþíópíu og nágrannaríkinu Eri-
treu.
Hvatti Biden til vopnahlés og að all-
ar hersveitir yrðu dregnar til baka frá
Tigray-héraðinu. Þá yrði um leið að
leyfa neyðaraðstoð að komast til hér-
aðsins svo fljótt sem verða mætti.
Ákvað Bandaríkjastjórn um leið að
beita embættismenn í Eþíópíu refsi-
aðgerðum vegna átakanna, en stuðn-
ingsmenn stjórnvalda mótmæltu
þeim á fjöldafundi í höfuðborginni
Addis Ababa á sunnudaginn.
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að þau
muni rannsaka allar ásakanir um
mannréttindabrot í átökunum, en
kenndu um leið skæruliðum Tígra um
truflanir á matvælaaðstoð við héraðið.
AFP
Hungursneyð Börn á flótta frá Tigray-héraði bíða hér eftir mat í flóttamannabúðum sínum í Súdan.
Varað við hungursneyð
- Rúmlega 90% í Tigray-héraði sögð þurfa mataraðstoð
- Stjórnarhermenn sakaðir um gróf mannréttindabrot
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra
skosku heimastjórnarinnar, ákvað í
gær að framlengja sóttvarnaráðstaf-
anir vegna kórónuveirufaraldursins í
sumum hlutum Skotlands, en stefnt
hafði verið að því að færa landið allt
niður á næstminnsta viðbúnaðarstig
næsta mánudag.
Sagði Sturgeon ástæðuna fyrir
ákvörðuninni vera þá að indverska af-
brigðið hefði náð nokkurri dreifingu,
en rúmlega helming allra nýrra til-
fella í Skotlandi má nú rekja til þess.
Munu því hertar aðgerðir vera áfram
í gildi í 13 héruðum Skotlands, en inn-
an þeirra eru m.a. borgirnar Glas-
gow, Edinborg, Dundee og Stirling.
„Þetta eru erfiðar og flóknar ákvarð-
anir sem við höfum tekið í dag,“ sagði
Sturgeon og bætti við að það endur-
speglaði hversu viðkvæm staðan í far-
aldrinum væri.
Vilja staldra við
Ákvörðun Sturgeon kemur á sama
tíma og nokkur umræða er í Eng-
landi um hvort rétt sé að halda sig við
fyrri afléttingarákvarðanir, en þar er
stefnt að því að öllum sóttvarnaað-
gerðum verði aflétt 21. júní næstkom-
andi.
Sérfræðingar í bólusetningarráði
Englands hafa hins vegar varað við
því að þriðja bylgja faraldursins gæti
verið í startholunum, og að því sé
ástæða til þess að hinkra við og tefja
fyrirhugaðar afléttingar.
Nú hafa rúmlega 3.000 ný tilfelli
greinst af kórónuveirunni á hverjum
degi undanfarna viku, og er það
nokkur aukning, þar sem nýjum til-
fellum hafði fækkað mjög í apríl
vegna velgengni bólusetningar-
herferðar Breta.
Adam Finn, prófessor og ráðgjafi
stjórnvalda í bólusetningarmálum,
sagði hins vegar við breska ríkisút-
varpið BBC í gær að enn væri fjöldi
fólks sem hefði hvorki fengið smit né
bólusetningu, og því væri ástandið
viðkvæmt. Varaði hann við því að fólk
teldi sigurinn vísan í baráttunni.
Sagði Finn að það myndi vera verra
til lengri tíma að opna samfélagið of
snemma, ef það leiddi til þess að aftur
þyrfti að loka síðar.
Talsmaður Borisar Johnson, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði hins
vegar að málið væri enn í skoðun, en
stefnt er að því að tilkynna í næstu
viku hvort haldið verði við fyrri aflétt-
ingaráform. Tók hann fram að John-
son hefði enn ekki séð neitt sem benti
til þess að fresta þyrfti síðustu aflétt-
ingunum, en að þegar til þess kæmi
yrði horft á gögnin, ekki dagsetning-
ar.
Óánægja innan Íhaldsflokksins
Margir af óbreyttum þingmönnum
Íhaldsflokksins vilja að ekki verði
vikið frá þeirri leið sem mörkuð hefur
verið, þar sem þeir telja að efnahag-
urinn hafi beðið mikinn skaða af þeim
sóttvarnaráðstöfunum sem ráðist
hefur verið í.
Þannig hvatti Iain Duncan Smith,
fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins,
Johnson til þess að standa fast við
áætlunina, þar sem með bólusetningu
hefði tekist að verja helstu áhættu-
hópana gegn veirunni, en nærri 50%
Breta teljast nú fullbólusettir.
Þá hefur einnig verið horft til þess,
að þó að tilfellum hafi fjölgað nokkuð
síðustu daga, virðist sem fjöldi inn-
lagna á sjúkrahús vegna kórónuveir-
unnar hafi ekki aukist að sama skapi.
Þá voru engin dauðsföll í Bretlandi af
völdum kórónuveirunnar í gær, og er
það í fyrsta sinn frá því faraldurinn
náði flugi á síðasta vori sem það ger-
ist.
AFP
London Þetta skilti í Lundúnum hvetur Breta til þess að hafa enn varann á.
Tekist á um afléttingu
- Sérfræðingar óttast að þriðja faraldursbylgjan sé að hefjast í Bretlandi - Skot-
ar framlengja sóttvarnaráðstafanir - Þrýst á Johnson að halda óbreyttri stefnu
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, lýsti því yfir í gær að
Rússar gerðu sér engar væntingar
um stórtíðindi frá leiðtogafundi
Vladimírs Pútín Rússlandsforseta
og Joes Biden Bandaríkjaforseta,
sem fram fer í Genf 16. júní nk.
Lavrov sagði Rússa ekki ætla að
gefa því undir fótinn að á fundinum
yrðu teknar einhverjar sögulegar
ákvarðanir, eða að samskipti
ríkjanna myndu fara snarlega batn-
andi eftir fundinn.
„En sú staðreynd að leiðtogar
tveggja helstu kjarnorkuvelda
heimsins munu funda er að sjálf-
sögðu mikilvæg,“ sagði Lavrov.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Pútín og Biden hittast eftir að sá
síðarnefndi tók við embætti, en
spennan í samskiptum stórveld-
anna tveggja hefur ekki verið meiri
um árabil.
Biden hét því á sunnudaginn að
hann myndi nefna viðkvæm mál við
Pútín, og að Bandaríkjamenn hygð-
ust ekki líta fram hjá meintum
mannréttindabrotum Rússa.
RÚSSLAND
AFP
Fundur Biden og Pútín hittust árið
2011, þegar Biden var varaforseti.
Gera ekki ráð fyrir
árangri á fundinum