Morgunblaðið - 02.06.2021, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandalagstarfs-manna ríkis
og bæja, BSRB,
hefur lengi háð
baráttu fyrir auknum opin-
berum rekstri og gegn einka-
rekstri. Þetta er í senn þröng
og afar augljós sérhags-
munagæsla þeirra sem stýra
félaginu og vilja efla það, en
um leið lýsir þetta mikilli
skammsýni. Það sem stjórn-
endur verkalýðsfélaga opin-
berra starfsmanna eiga stund-
um erfitt með að viðurkenna,
en er engu að síður staðreynd,
er að til að hægt sé að greiða
opinberum starfsmönnum laun
verður að vera til öflugt einka-
rekið atvinnulíf sem greiðir
fólki á almennum vinnumark-
aði laun. Frá þessum fyrir-
tækjum og starfsmönnum
þeirra koma skatttekjurnar
sem ríkinu og sveitarfélög-
unum eru nauðsynlegar til að
halda úti stofnunum hins op-
inbera.
En það skiptir líka máli að
fjármununum sem hið opin-
bera hefur úr að spila sé varið
með sem hagkvæmustum
hætti. Sé hægt að láta einka-
aðila reka þjónustu með minni
tilkostnaði en hið opinbera get-
ur gert, þá borgar sig fyrir alla
að það sé gert, líka fyrir þá
sem starfa hjá hinu opinbera.
Og ef slíkt fyrirkomulag felur í
sér að starfsmönnum hins op-
inbera fækkar og starfs-
mönnum almenna markaðarins
fjölgar, þá er ekkert slæmt við
það.
Launþegafélag opinberra
starfsmanna, eða í það minnsta
þeir sem halda þar um stjórn-
völinn, virðast líta á þetta með
öðrum hætti. Þeir óttast lík-
lega að missa spón úr aski sín-
um færist launamenn úr opin-
bera geiranum í einkageirann.
Þessi þrönga sérhagsmuna-
gæsla stjórnenda opinberu
verkalýðsfélaganna birtist með
ýmsum hætti, til að mynda í því
þegar þeir á dögunum létu
gera könnun um áhuga al-
mennings á einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu og túlkuðu nið-
urstöðuna svo á þann veg að
„afgerandi meirihluti“ almenn-
ings væri „andvígur frekari
einkarekstri“ í heilbrigðiskerf-
inu og drógu þessa ályktun
ekki síst af því að flestir lands-
menn vilji að sjúkrahús séu
fyrst og fremst hjá hinu op-
inbera. Og formaður BSRB
sagði að þetta sýndi að „þjóðin
hafnar aukinni einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu okkar“.
Nú er það svo að hér á sér
ekki stað aukin einkavæðing í
heilbrigðiskerfinu, nær væri að
tala um að þar fari fram aukin
ríkisvæðing undir
núverandi ráð-
herra heilbrigð-
ismála. Þar fyrir
utan, eins og Þór-
arinn Guðnason, formaður
Læknafélags Reykjavíkur,
benti á í samtali við Morgun-
blaðið, sýndi könnun BSRB
ekki það sem formaðurinn hélt
fram.
Þórarinn benti á að flestir
væru sammála um að ríkið ætti
að reka sjúkrahús, um það
væri enginn ágreiningur, en að
könnunin sýndi að „landsmenn
styðja fjölbreytt rekstrar-
form“. Hann benti á að ef lögð
væru saman svör þeirra sem
vildu blandað kerfi í heilbrigð-
isþjónustunni og þeirra sem
vildu fyrst og fremst einka-
rekstur, svo sem þjónustu
sjúkraþjálfara, tannlækna,
sjálfstætt starfandi sér-
fræðilækna á stofu og sálfræð-
inga, þá væri stuðningurinn við
það frá 58% upp í 71%.
Þá bendir Þórarinn á að
heilsugæslan sé að talsverðum
hluta einkarekin og að kann-
anir sýni mikla ánægju með
einkareknu heilsugæslurnar,
þær hafi raðað sér í efstu sæti
könnunar um ánægju með
þjónustu heilsugæslustöðva.
Það er mikið umhugsunar-
efni hvernig forystumenn
launþegasamtaka hér á landi
eru farnir að beita þeim í póli-
tískum tilgangi. Í þessu tilviki
er sláandi hvernig forysta
BSRB notar félagið til að
reyna að fjölga félögum sínum
á kostnað einkaaðila í heil-
brigðisþjónustu. Þetta er vita-
skuld mjög óeðlilegt og gagn-
rýnivert.
Þessi sérhagsmunabarátta
forystu BSRB er einnig hluti af
pólitískri baráttu sumra for-
ystumanna stéttarfélaga, sem
er ekkert annað en misnotkun
á sjóðum félagsmanna sem eru
neyddir til að greiða til félag-
anna en eru fjarri því allir sam-
mála forystunni um pólitískar
áherslur þó að þeir kunni að
hafa kosið hana vegna kjara-
mála. Eða hafa ekki kosið
hana, en sitja uppi með hana,
ekki aðeins í þeim málum sem
hún á að sinna, kjaramálunum,
heldur einnig pólitískt.
Forysta verkalýðshreyfing-
arinnar verður að átta sig á að
hún er kosin til að gæta ákveð-
inna hagsmuna launamanna,
ekki til að stunda pólitíska bar-
áttu eða skara eld að eigin
köku. Beri hún ekki skynbragð
á þetta er orðið afar brýnt að
breyta fyrirkomulagi þessara
mála hér á landi með því að
auðvelda launþegum að segja
sig frá félögum sem eru mis-
notuð með slíkum hætti.
Verkalýðsfélög má
ekki misnota}
Sérhagsmunir
og pólitík
É
g hef ákveðið að láta móta og inn-
leiða samræmt verklag fyrir heil-
brigðisstofnanir vegna þjónustu
við þolendur heimilisofbeldis.
Drífa Jónasdóttir afbrotafræð-
ingur hefur verið ráðin til að vinna verkefnið.
Ákvörðun um að móta samræmt verklag hvað
þetta varðar byggist á niðurstöðum skýrslu
sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdokt-
or í kynjafræði, vann fyrir heilbrigðisráðu-
neytið og felur í sér mat á því hvernig heil-
brigðisþjónustan mætir ólíkum þörfum
kynjanna og tillögur að úrbótum. Þar segir
m.a. að leggja þurfi mat á árangur verkferla og
úrræða við móttöku þolenda ofbeldis í nánum
samböndum, skoða hvernig miðlun upplýsinga
er háttað milli þjónustukerfa og mismunandi
úrræða, auk þess sem byggja þurfi á þekkingu
um valdaójafnvægi kynjanna og öðrum þáttum sem hafa
áhrif á félagslega stöðu fólks og aðstæður
Í skýrslu Finnborgar kemur m.a. fram að ofbeldi í nán-
um samböndum hefur meiriháttar afleiðingar fyrir lýð-
heilsu og fyrir þátttöku kvenna í samfélaginu. Ofbeldi í
nánum samböndum geti leitt til áverka, krónískra sjúk-
dóma, örorku og dauða, en rúmlega þriðjung morða á kon-
um í heiminum má rekja til slíks ofbeldis. Ofbeldi í nánum
samböndum getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu þol-
enda, s.s. þunglyndi, áfallastreituröskun og aðrar kvíða-
raskanir. Jafnframt hefur heimilisofbeldi neikvæð áhrif á
heilsu og líðan barna sem alast upp við slíkar aðstæður.
Í skýrslunni kemur líka fram að rannsóknir
bendi til þess að tæplega fjórðungur kvenna á
Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi
einhvern tímann frá 16 ára aldri. Ofbeldið er
falið vandamál og kemur sjaldan inn á borð
heilbrigðisyfirvalda. Á árunum 2005 til 2014
voru komur kvenna á Landspítala vegna of-
beldis í nánum samböndum 1,69 fyrir hverjar
1.000 konur 18 ára og eldri. Rúmlega þriðj-
ungur þolenda hafði áður leitað til spítalans
vegna ofbeldis í nánum samböndum. Fjöldi
kvenna leitar til Kvennaathvarfsins árlega.
Rannsóknir meðal erlendra kvenna sem leitað
hafa til Kvennaathvarfsins benda til þess að
þær skorti upplýsingar um rétt sinn hér á
landi og að gerendur hafi jafnvel notað sér
þekkingarleysi þeirra. Sterkar vísbendingar
eru um að ofbeldi í nánum samböndum hafi
aukist í heimsfaraldri Covid-19.
Verkefni Drífu er sem fyrr segir að móta og innleiða
samræmt verklag fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjón-
ustu við þolendur heimilisofbeldis. Við þessa vinnu verður
haft samráð við heilbrigðisstofnanir, barnaverndaryfir-
völd og lögreglu.
Þetta er að mínu mati sérstaklega mikilvæg vinna. Ég
hef lagt áherslu á kvennaheilsu og heilsu út frá jafnréttis-
sjónarmiðum í embætti og verkefnið sem ég hef fjallað um
hér er sérstaklega mikilvægt í þeirri vinnu.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Samræmt verklag fyrir
þolendur heimilisofbeldis
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
otkun lyfja við athyglis-
bresti og ofvirkni
(ADHD) hefur aukist
mikið hér á landi á und-
anförnum árum. Notkunin tók enn
eitt stökkið í fyrra þegar hún jókst
um 19,4% frá árinu á undan og fjölg-
aði bæði börnum og fullorðnum sem
fengu ávísuð ADHD-lyf á seinasta
ári. Hlutfallslega varð fjölgun mest
hjá konum á aldrinum 35 til 66 ára.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýjum Talnabrunni landlæknis en
þar fjalla Védís Helga Eiríksdóttir og
Ólafur B. Einarsson um þróun í notk-
un lyfja við ADHD. Metýlfenidat er
mest notaða lyfið í þessum flokki örv-
andi lyfja en þau rifja upp að í úttekt
embættis landlæknis á seinasta ári
kom í ljós að heildarfjöldi barna sem
fengu ávísað metýlfenidat tvöfald-
aðist milli áranna 2010 og 2019 en
heildarfjöldi fullorðinna rúmlega þre-
faldaðist. „Þegar litið er til síðustu
fimm ára má sjá um 42% aukningu í
notkun lyfja í þessum lyfjaflokki frá
árinu 2016 og um 152% aukningu frá
árinu 2011 [...],“ segir í greininni.
Greint er frá nýjustu tölum um
notkun ADHD-lyfja á seinasta ári í
Talnabrunni en þá fengu alls 13.696
einstaklingar metýlfenidat ávísað
a.m.k. einu sinni á árinu, 5.426 börn og
8.270 fullorðnir. Er þetta sagt sam-
svara því að 38 af hverjum 1.000 íbúum
hafi fengið metýlfenidat ávísað á síð-
asta ári. Var hlutfall þeirra sem fengu
ávísað metýlfenidat í fyrra mun hærra
hjá börnum en fullorðnum eða 67 af
hverjum 1.000 börnum samanborið við
29 af hverjum 1.000 fullorðnum.
Spurð hvort faraldur kór-
ónuveirunnar og lokanir vegna sótt-
varna hafi mögulega ýtt undir aukna
notkun þessara lyfja í fyrra segir
Védís að ekki sé hægt að segja til um
það og bendir á að notkunin hafi farið
vaxandi ár frá ári og sú þróun haldið
áfram á seinasta ári. Íslendingar hafa
skorið sig úr í notkun lyfja við ADHD
miðað við Norðurlöndin að sögn
hennar en samanburður sem gerður
var á seinasta ári leiddi m.a. í ljós að
Svíar voru næstir Íslendingum í sölu
á örvandi lyfjum með 14,9 dag-
skammta á þúsund íbúa samanborið
við að seldir voru 30,8 dagskammtar
hér á landi.
Tvöfalt meiri hjá drengjum
Notkun ADHD lyfja er tvöfalt
meiri hjá drengjum en stúlkum en
óverulegan kynjamun er að finna í
notkun þessara lyfja meðal fullorð-
inna. Í úttektinni í Talnabrunni á
notkuninni í fyrra kemur fram að
notkun metýlfenidats er mest meðal
drengja á aldrinum 10-14 ára þar sem
156 af hverjum 1.000 drengjum fengu
ávísað metýlfenidat a.m.k. einu sinni
á árinu 2020. „Á meðal stúlkna er
notkun metýlfenídats svipuð í aldurs-
hópunum 10-14 ára og 15-17 ára. Um
79 og 85 stúlkur af hverjum 1.000
stúlkum í fyrrnefndum aldurshópum
fengu metýlfenidat ávísað a.m.k. einu
sinni árið 2020. Mest var aukning
milli áranna 2019 og 2020 á meðal
elstu barnanna (15-17 ára) eða 16%
hjá drengjum og 14% hjá stúlkum
[...],“ segir þar.
Notkunin hefur þó einnig aukist
mikið á undanförnum árum meðal
fullorðinna. Í fyrra var hún mest
meðal einstaklinga á aldrinum 18-24
ára en almennt dregur úr notkun
þessara lyfja með hækkandi aldri.
Að sögn Védísar er brýnt að
rannsaka hvað veldur síaukinni
notkun þessara lyfja. Í greininni
segja Védís og Ólafur að skoða
þurfi m.a. fjölda þeirra sem fá lyfin
ávísuð einu sinni samanborið við þá
sem nota þau til lengri tíma, hvort
notkunin sé mismunandi eftir
landssvæðum, tryggja þurfi eft-
irfylgni með meðferðinni og meta
hvort þörf sé fyrir meðferðarhlé
þegar við á.
Notkun ADHD-lyfja
jókst um 19,4% í fyrra
Ávísanir á metýlfenidatlyf* 2011-2020
Fjöldi af hverjum 1.000 íbúum sem fengu a.m.k. eina ávísun á árinu
80
60
40
20
0
Konur Karlar Stúlkur Drengir
18 ára og eldri Yngri en 18 ára
*M.a. selt undir
sérlyfjaheitunum
Rítalín og Concerta
Heimild: Embætti
landlæknis
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Í umfjöllun í Talnabrunni um
ávísanir ADHD-lyfja er sér-
staklega undirstrikað mikilvægi
faglegrar og hófstilltrar um-
ræðu um notkun þessara lyfja
og ástæður hennar.
Höfundar greinarinnar segja
ljóst að leita þurfi leiða til að
skýra þá þróun sem orðið hefur
í notkun þessara lyfja undanfar-
inn áratug og stemma þurfi
stigu við mögulegri ofnotkun
eða misnotkun þessara lyfja. En
gæta þurfi þess að aðgerðir hafi
ekki neikvæðar afleiðingar fyrir
þá fjölmörgu sem nauðsynlega
þurfa á lyfjunum að halda í dag-
legu lífi.
Í fyrri umfjöllunum um þessi
mál í Talnabrunni landlæknis
kemur fram að einstaklingar
með ADHD stríða gjarnan við
ýmsar fylgiraskanir sem geta
haft mikil áhrif á líf viðkomandi.
Algengar fylgiraskanir eru
sagðar vera m.a. hegðunar-
röskun, kvíði, þunglyndi og geð-
hvarfasýki. Að auki eigi þeir oft
við námsörðugleika að stríða,
m.a. vegna einbeitingarerfið-
leika.
Umræðan
sé hófstillt
VIÐBRÖGÐ VIÐ VANDANUM