Morgunblaðið - 02.06.2021, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Þvottur Sandfok af Suðurlandi í liðinni varð til þess að bílar og mannvirki urðu nánast drullubrún og því vissara að taka fram þvottakústana. Þá er bara að bíða eftir næsta sandfoki.
Árni Sæberg
Ég hygg að mér sé
óhætt að fullyrða að eng-
inn íslenskur stjórn-
málamaður hafi skilið
eftir sig jafnmikið vel
ígrundað og rökstutt efni
– ræður, blaða- og fræði-
greinar – og Bjarni
Benediktsson (eldri).
Efnið er fjölbreytt; efna-
hags- og atvinnumál, ut-
anríkis- og varnarmál,
stjórnskipun, menning, saga og sjálf-
stæði þjóðarinnar. Yfirburðaþekking
og skilningur Bjarna á fjölbreyttum
viðfangsefnum er augljós. Fyrir þann
sem gert hefur stjórnmál að aðalstarfi,
um lengri eða skemmri tíma, er lær-
dómsríkt að kynna sér hugmyndir og
skoðanir Bjarna á hlutverki og skyld-
um stjórnmálamannsins.
Á fimm ára afmælisfagnaði Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í
mars 1940, gerði Bjarni að umtalsefni
eiginleika forystumanna og hlutverk
stjórnmálamanna. „Stjórnmálamað-
urinn verður m.a. að þekkja land sitt,
gæði þess og torfærur, þjóð sína,
kosti hennar og galla, viðskipti henn-
ar við aðrar þjóðir og geta gert sér
grein fyrir, hver áhrif atburðir með
þeim munu hafa á hag hennar,“ sagði
Bjarni og bætti við: „Svo verður hann
[stjórnmálamaðurinn] að þekkja
sjálfan sig, mannlegt eðli, veilur þess
og styrkleik.“
Bjarni, sem þá var 32 ára, vitnaði í
Bismarck sem hélt því fram að stjórn-
mál væru ekki vísindi heldur listin til
að sjá hvað væri mögulegt á hverjum
tíma og hrinda því í framkvæmd. En
ekki sé nægjanlegt að gera sér grein
fyrir möguleikunum. „Til viðbótar
verður að hafa kjark til að standa með
því, sem maður telur rétt, og þora að
framkvæma það, hvað sem tautar.“
Þekkingu á góðum stjórnarháttum
er hægt að öðlast með námi en Bjarni
brýndi fyrir háskólanemum að listin
„að stjórna rétt og þrekið til að fylgja
máli sínu eftir, hvað sem á dynur,
lærist ekki og er fáum gefið. En eng-
inn verður mikill listamaður fyrir
náðargáfuna eina, til þess þarf þrot-
laust nám og ástundun. Ávöxturinn af
starfi stjórnmálamannsins kemur
seint í ljós, og yfirleitt verður ekki
réttilega um það dæmt, fyrr en ævi-
skeiði hans er lokið.“
Freistingar stjórnmálanna
Bjarni varaði við þeim hættum eða
freistingum sem
stjórnmálamenn
standa frammi fyrir:
„Starf stjórnmála-
mannsins hlýtur því
ætíð að verða örðugt,
en örðugast er það, þar
sem lýðræðisstjórn rík-
ir. Annars staðar geta
stjórnmálamenn látið
sér í léttu rúmi liggja,
hverja dægurdóma
störf þeirra fá. En í
lýðræðislandi verður
hver sá, sem halda vill
áhrifum sínum, þ.e. sá er trúir á eigin
málstað, að sannfæra almenning um,
að ákvarðanir hans og athafnir séu
réttar. Þetta leiðir þann, sem til for-
ystu hefur verið settur, eðlilega oft í
þá freistni að velja heldur þá leiðina,
sem almenningi er geðþekkari, held-
ur en hina, sem forystumaðurinn tel-
ur rétta. En um leið er forystan farin
og stjórnmálamaðurinn þar með bú-
inn að bregðast skyldu sinni.“
Tveimur árum síðar átti Bjarni í
ritdeilum við Árna Jónsson alþing-
ismann frá Múla. Þar sagðist Bjarni
oft hafa spurt sjálfan sig að því hvað
það væri sem fengi hann og aðra til að
leggja stjórnmál fyrir sig. Til væru
önnur arðbærari störf og minna lýj-
andi. Hann hafi hins vegar ætíð litið
svo á að „sá gerði lítið gagn í stjórn-
málum, sem eigi fengist við þau af
einhverri innri þörf. Vegna þess, að
honum fyndist að þau væri hans verk-
efni í lífinu. Vegna þess, að hann
þættist hafa komið auga á einhver
slík sannindi, að hann væri minni
maður, ef hann legði sig ekki allan
fram til að berjast fyrir þeim.“
Það „sem ég álít rétt“
Árið 1942 hafði Bjarni setið í stóli
borgarstjóra í tvö ár, aðeins 34 ára
gamall. Í ritdeilunni við Árna Jónsson
skýrði hann með einföldum og skýr-
um hætti af hverju hann hefði lagt
stjórnmál fyrir sig:
„En ég skal játa, að ég hef teygst til
stjórnmálaafskipta, af því að ég hef
ákveðna sannfæringu um, að ef ís-
lensku þjóðinni eigi að vegna vel, þá
verði sjálfstæðisstefnan að verða ráð-
andi í málum hennar. Ég segir það
satt, og ég er áreiðanlegan ekki einn
um það af þeim, sem við stjórnmál fást,
að ég hef oft heitstrengt það að skipta
mér ekki framar af þeim málum. En
þegar til hefur átt að taka, þá hefur
mér fundist ég vera minni maður, ef ég
legði eigi fram krafta mína til þess að
vinna fyrir það, sem ég álít rétt.“
Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvaða dóm Bjarni gæfi stjórnmálum
samtímans. Hugsjónir hans og skoð-
anir voru skýrar, byggðar á þekkingu
og innsæi. En um leið virti hann ólík-
ar skoðanir – sagði það grunn lýð-
ræðis að „virða skoðanir hver ann-
ars“. Í ræðu á 17. júní 1945 lagði
Bjarni áherslu á að lýðræðið „fær
ekki staðist, nema viðurkennt sé, að
sjónarmiðin eru mörg og skoðanir
þar af leiðandi ólíkar“.
Spyrna við fótum
En eitthvað segir mér að Bjarna
Benediktssyni hefði lítið þótt til svo-
kallaðra samræðustjórnmála koma.
Hefði átt erfitt með að skilja stjórn-
málamenn sem forðast hugmynda-
fræðilega baráttu en eru uppteknir af
tæknilegum útfærslum og ferlum.
Hann hefði hins vegar verið fljótur að
átta sig á að undir yfirborði sam-
ræðustjórnmála kraumar stjórnlyndi
– sannfæringin um að samfélagið sé
ekki annað en tæknilegt úrlausn-
arefni – verkefni samfélagsverkfræð-
inga – og uppspretta pólitískrar rétt-
hugsunar sem grefur undan
samkeppni hugmynda.
Ég er sannfærður um að Bjarni
hefði varað eindregið við því hvernig
reynt er að þurrka út pólitísk og
hugmyndafræðileg mörk milli
stjórnmálamanna og stjórnmála-
flokka með innihaldslausri orðræðu,
klisjum og brigslyrðum. Hann hefði
brýnt félaga sína í Sjálfstæðis-
flokknum til að spyrna hart á móti
og leita aldrei viðurkenningar við
hringborð samræðustjórnmála.
Byggja hins vegar allt sitt starf á
skýrum hugmyndum um frelsi ein-
staklingsins og fullveldi þjóðarinnar.
Treysta enn frekar á „frumkvæði,
manndóm og dug borgaranna“ þar
sem stjórnvöld „greiða fyrir fram-
kvæmdum þeirra“ en leggja „ekki á
þær hömlur og hindranir“. Í sinni
einföldu mynd: Trúa á undramátt
frelsisins.
Eftir Óla Björn
Kárason » Bjarni hefði brýntfélaga sína í Sjálf-
stæðisflokknum til að
spyrna hart á móti
og leita aldrei viður-
kenningar við hringborð
samræðustjórnmála.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Að trúa á undramátt frelsisins
Undanfarna daga
hefur staðið yfir um-
ræða á Alþingi um
frumvarp til fjár-
aukalaga. Einkum er
þar um að ræða til-
lögur um fjármögnun
brýnna vinnumarkaðs-
aðgerða sem tengjast
viðbrögðum við Covid-
faraldrinum ásamt
viðbótarstuðningi við
starfsemi hjúkrunarheimila.
Af hálfu stjórnarandstöðunnar
beinist gagnrýnin á málið helst að
því að ekki sé aukið enn meira við
fjárveitingar til þeirra verkefna,
sem þar er fjallað um. Einnig hefur
mikill tími farið í umræður um ým-
is önnur atriði og jafnvel alls
óskyld.
En umræður að þessu tagi geta
verið fróðlegar, jafnvel afhjúpandi,
eins og nú er í tísku að segja.
Þannig má greina þann rauða þráð
í gegnum ræður allflestra þing-
manna stjórnarandstöðunnar, að
helsti ljóður á ráði þessarar rík-
isstjórnar sé sá að halda of fast um
budduna og auka ekki ríkisútgjöld
meira en gert hefur verið. Krafan í
umræðunum er sú, að auka til
muna útgjöld á flestum ef ekki öll-
um sviðum ríkisrekstrarins. Og það
er ekki bara bundið við þær tíma-
bundnu aðgerðir sem nú er gripið
til vegna viðbragða við heimsfar-
aldri. Nei. Hér er um að ræða al-
menna kröfu stjórnarandstöðunnar
um stóraukin, varanleg ríkisút-
gjöld.
Þetta er svolítið glannalegur
málflutningur. Jafnvel þótt við setj-
um til hliðar tímabundin útgjöld
vegna bráðavanda, þá hefur þróun-
in um langt árabil verið sú að op-
inber útgjöld hér á landi, bæði hjá
ríki og sveitarfélögum, hafa farið
vaxandi. Umsvif hins opinbera hafa
á heildina litið aukist og þótt á
köflum hafi náðst árangur við
draga úr þeim á ákveðnum sviðum
hefur það verið bætt upp með út-
gjaldaaukningu annars staðar. Mér
finnst mikilvægt að halda þessu til
haga því að ef eitthvert mark væri
takandi á opinberri umræðu mætti
halda að hér hafi ríkisútgjöld verið
skorin niður með blóðugum hætti
ár eftir ár, ekki síst á
sviði heilbrigðismála
og velferðarmála.
Staðreyndirnar tala
hins vegar öðru máli.
Útgjöldin hafa vaxið
frá ári til árs og ein-
mitt mest á sviði heil-
brigðismála og velferð-
armála.
Veruleikinn í þess-
um efnum er ekki
svarthvítur. Ég er
talsmaður minni rík-
isumsvifa en við-
urkenni að skynsamlegt og æski-
legt geti verið að ríkið hafi með
höndum margvíslega þjónustu við
borgarana og reki þá starfsemi af
myndarbrag. Þar má víða gera bet-
ur með bættri þjónustu. Á sama
tíma má draga saman annars stað-
ar í opinberum rekstri, nýta fjár-
muni betur og forgangsraða með
öðrum hætti en nú er.
Það að finna jafnvægi í þessum
efnum er viðvarandi verkefni
stjórnmálanna og þar liggja marg-
ar átakalínur. Ríkið á að sinna vel
þeirri starfsemi sem það hefur með
höndum. Það verður hins vegar að
gæta þess að ríkið færist ekki of
mikið í fang, verði ekki of umfangs-
mikið og leggi ekki of þungar byrð-
ar á heimilin og fyrirtækin til að að
standa undir kostnaðinum. Í þeim
efnum er mikil hætta á að jafn-
vægið raskist – ekki síst ef þau
stjórnmálaöfl komast til meiri
áhrifa sem stöðugt krefjast aukinna
útgjalda og líta á aukin ríkisumsvif
sem lausn á hverjum vanda. Það er
alltaf viss freisting fyrir stjórn-
málamenn að láta undan kröfum
um aukin útgjöld. Til skamms tíma
getur þannig pólitík verið til vin-
sælda fallin. Til lengri tíma er á
hinn bóginn varasamt að láta und-
an freistingum af því tagi.
Eftir Birgi
Ármannsson
» Það má skilja á
stjórnarandstöðunni
að helsti ljóður á ráði
þessarar ríkisstjórnar
sé að halda of fast um
budduna.
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Glannaleg umræða
um ríkisútgjöld
Birgir Ármannsson