Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 21
Fjölskylda
Eiginkona Hafliða er Maja Þ.
Guðmundsdóttir, f. 1.5. 1941, hús-
móðir og fv. tanntæknir. Þau gengu
í hjónaband 27.4. 1963 en þau
kynntust í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar 1957. Þau eru búsett í Hafn-
arfirði.
Foreldrar Maju voru hjónin Guð-
mundur Ingi Ágústsson, f. 13.3.
1917, d. 26.3. 1978, og Guðfinna Sig-
rún Ólafsdóttir, f. 2.7. 1918, d. 17.3.
2009. Þau ráku lengst af söluturninn
Ingaskýli við Bústaðaveg og bjuggu
í sama hverfi.
Börn Hafliða og Maju eru: 1)
Björn Ingi, f. 14.6. 1968, flugmaður,
búsettur í Garðabæ, kvæntur Sig-
ríði Ómarsdóttur, f. 28.2. 1970,
skrifstofustjóra. Sonur þeirra er
Bergsveinn Snær, f. 19.12. 2005; 2)
Bjarni Pétur, f. 12.7. 1969, BS í flug-
rekstri og leiðsögumaður, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur Margréti
Benediktsdóttur, f. 4.5. 1971. Börn
þeirra eru Benedikt, f. 7.12. 2003, og
Snædís Björk, f. 22.6. 2008. Sonur
Péturs úr fyrra sambandi er Hafliði,
f. 11.11. 1991; 3) María Rún, f. 19.10.
1972, viðskiptafræðingur og MS í
stjórnun og stefnumótun, búsett í
Garðabæ, gift Vigfúsi Björnssyni, f.
30.12. 1967, framkvæmdastjóra.
Börn þeirra eru Kristín Rós, f. 19.6.
2006, og Davíð Mar, f. 13.5. 2009.
Systkini Hafliða eru Hilmar Þór
Björnsson, f. 28.8. 1945, arkitekt,
búsettur í Reykjavík; Steinunn Ásta
Björnsdóttir, f. 20.10. 1948, ritari,
búsett í Reykjavík, og Sigríður
Birna Björnsdóttir, f. 18.8. 1956,
arkitekt, búsett í Kaupmannahöfn.
Foreldrar Hafliða voru hjónin
Björn Jónsson, f. 25.1. 1915, d. 21.3.
1995, yfirflugumferðarstjóri, og Jó-
hanna María Hafliðadóttir, f. 6.1.
1920, d. 12.1. 1999, húsfreyja. Þau
voru lengst af búsett við Laugateig í
Reykjavík.
Hafliði Örn Björnsson
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Fremri-Langey
Eggert Thorberg Gíslason
bóndi í Fremri-Langey á
Skagaströnd
Ástríður María Eggertsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Eyjólfur Bergsveinsson
skipstjóri og framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags Íslands, bjó í Reykjavík
Björn Jónsson
yfirflugumferðarstjóri,
lengstum á Laugateigi 37
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Hvallátrum
Bergsveinn Jónsson
bóndi í Hvallátrum
Ingibjörg Gísladóttir
húsfreyja á Þórisstöðum
Þórður Þórðarson
bóndi á Þórisstöðum í
Gufudalssveit, A-Barð.
Steinunn Þórðardóttir
húsfreyja í Skáleyjum
Hafliði Pétursson
bóndi í Skáleyjum síðan í Þerney og Víðinesi
Sveinsína Sveinsdóttir
húsfreyja í Svefneyjum
Pétur Hafliðason
bóndi og sjómaður í Svefneyjum
Úr frændgarði Hafliða Arnar Björnssonar
Jóhanna María Hafliðadóttir
húsfreyja, lengstum á
Laugateigi 37 í Reykjavík
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
„PASSA PRÝÐILEGA. ÞESSI ERU FRÁ
EGGERTI KLÆÐSKERA.“ „SPEGILLINN ER Á HVOLFI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fagna elskunni
sinni innilega.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEITT
KAKÓ …
LEIÐ MÓÐUR NÁTTÚRU TIL AÐ
BÆTA FYRIR SUMARLOK
ÉG ER BÚINN AÐ FÁ
MEIRA EN NÓG AF ÞVÍ
AÐ LAGA HURÐIRNAR
EFTIR YKKUR!
Ljóð Páls Ólafssonar eru einþeirra bóka, sem ég hef á nátt-
borðinu hjá mér. Það er útgáfan frá
1955, sem er úrval úr óprentuðum
ljóðum Páls, sem Páll Hermannsson
fyrrv. alþingismaður valdi og bjó til
prentunar. Þar er þessi braghenda,
sem Vilhjálmur á Brekku fór með
menntamálaráðherra á fjölmenn-
um fundi í Háskólabíói:
Aldrei bilar beinharkan í besefanum.
Eg hef gigt í útlimonum
öllum nema bara honum.
Páll kvað við Þórunni Gísladóttur
Wíum:
Settu nú rjómann og sykrið í bollann,
svolítið koníak, hrærðu svo í.
Kysstu mig síðan og kærðu þig
skollann
þó Kristín og mamma þín hlæi að því.
Mér þykir alltaf vænt um þessa
braghendu:
Sólskríkjan mín situr þarna á sama
steini
og hlær við sínum hjartans vini
honum Páli Ólafssyni.
Þetta rifja ég upp af því að á
sunnudag var nýr bautasteinn af-
hjúpaður á leiði Páls og Ragnheið-
ar Björnsdóttur konu hans með við-
höfn í Hólavallakirkjugarði. Það
var merkilegt og gott framtak. Páll
er eitt af okkar ástsælustu skáldum
og ég held að þetta sé fyrsta vísan
sem ég lærði eftir hann, en faðir
minn kenndi mér hana. Skáldið sá
hey í skóm konu sinnar:
Ég vildi ég fengi að vera strá
og visna í skónum þínum,
því léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum.
Þessi staka varð fleyg:
Eg hef selt hann yngra Rauð
er því sjaldan glaður.
Svona er að vanta veraldarauð
og vera drykkjumaður.
Hér er lítið ljóð, sem Páll orti
1877, fimmtugur að aldri:
Lífs er orðinn lekur knör,
líka ræðin fúin,
hásetanna farið fjör
og formaðurinn lúinn.
Því er best að vinda upp voð,
venda undan landi
og láta byrinn bera gnoð
beint að heljar sandi.
Þar mun brim við bláan sand
brjóta um háa stokka.
En þegar ég kem á lífsins land
ljær mér einhver sokka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Og hlær við
sínum hjartans vini