Morgunblaðið - 02.06.2021, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Elvar Már Friðriksson er í liði árs-
ins í efstu deild Litháens í körfu-
knattleik en hann átti frábært tíma-
bil með liði sínu Siauliai í deildinni í
vetur. Elvar Már, sem er 26 ára
gamall, gekk til liðs við litháíska fé-
lagið frá Borås í Svíþjóð síðasta
sumar. Hann var bæði stoðsend-
inga- og framlagahæsti leikmaður
deildarinnar en hann skoraði 15
stig að meðaltali með Siauliai, tók
þrjú fráköst og gaf 7,5 stoðsend-
ingar. Liðið endaði í sjöunda sæti
deildarinnar og féll úr leik í átta
liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Elvar í liði
ársins í Litháen
Ljósmynd/LKL
Öflugur Elvar Már hefur farið á
kostum í Litháen í vetur.
Knattspyrnukonan Andrea Rán
Hauksdóttir er gengin til liðs við
Houston Dash í bandarísku at-
vinnumannadeildinni. Miðjukonan,
sem er 25 ára gömul, á að baki 127
leiki í efstu deild með Breiðabliki
þar sem hún hefur skorað tíu mörk.
Þá á hún að baki ellefu A-
landsleiki þar sem hún hefur skor-
að tvö mörk. Hún hefur þrívegis
orðið Íslandsmeistari með Breiða-
bliki og þrívegis bikarmeistari.
Houston Dash er í sjötta sæti at-
vinnumannadeildarinnar með 4 stig
eftir fjóra leiki.
Morgunblaðið/Eggert
Bandaríkin Andrea Rán er uppalin
hjá Breiðabliki í Kópavoginum.
Frá Breiðabliki
til Houston
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þorsteinn Halldórsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi
tvo nýliða í landsliðshópinn sem
mætir Írlandi í tveimur vináttu-
landsleikjum sem fram fara á
Laugardalsvellinum 11. og 15. júní.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving,
markvörður hjá ÍBV, og Kristín Dís
Árnadóttir, varnarmaður úr Breiða-
bliki, voru valdar í hópinn en eiga
ekki A-landsleik að baki. Fram kom
á blaðamannafundi í gær að Guðný
Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir
væru ekki leikfærar vegna meiðsla.
Auk þess er fyrirliðinn Sara Björk
Gunnarsdóttir barnshafandi.
Í hönd fer tími sem getur reynst
dýrmætur fyrir Þorstein og lands-
liðskonurnar því leikirnir verða
væntanlega þeir síðustu sem liðið
spilar áður en undankeppni HM
hefst í haust.
„Já að sjálfsögðu. Þetta eru síð-
ustu leikirnir sem við fáum saman
og þurfum því að nota tímann vel til
að skerpa á hlutum. Við reynum að
undirbúa okkur vel og spila vel í
þessum leikjum til að geta tekið það
með í verkefnið í haust. Þetta eru
mikilvægir leikir fyrir okkur að því
leytinu til að við þurfum að nota þá
rétt. Ef við stöndum okkur þá get-
um við komið hlutunum í réttan far-
veg,“ sagði Þorsteinn þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann í gær
Getur teflt Ingibjörgu fram
Spurður um hvort hann vildi fá
svör við mörgum spurningum sem á
honum brenna í þessum leikjum,
sagði Þorsteinn svo ekki vera. „Nei,
það er nú ekki nein gomma. En það
eru atriði sem við þurfum að fara
betur í og alltaf er eitthvað sem
maður vill sjá hvernig kemur út í
leikjum. Ég var þokkalega ánægður
með Ítalíuverkefnið á heildina litið.
Ég vonast til að við getum bætt of-
an á það og spilað enn betur. Mér
sýnist við vera á réttri vegferð og
séum að ná betur og betur til liðs-
ins,“ sagði Þorsteinn og bendir á að
ekki sé sjálfgefið að fá lið til lands-
ins á tímum heimsfaraldurs.
„Það hefur verið heljarinnar
púsluspil að fá leiki enda er ekki
einfalt að fá tvo landsleiki hér
heima á þessum tíma. Það var
margt í gangi og ýmsir valmögu-
leikar sem ekki gengu upp. Við vor-
um mjög ánægð þegar við náðum
saman við Íra um að spila tvo leiki
gegn okkur. Þau eru flottir and-
stæðingar og þetta verður verðugt
verkefni,“ sagði Þorsteinn en kór-
ónuveiran kom ekki í veg fyrir að ís-
lensku konurnar kæmust í verk-
efnið. Nú gat Þorsteinn til að
mynda valið Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur í fyrsta sinn frá því hann
tók við liðinu í janúar.
_ Landsliðshópinn er að finna á
mbl.is/sport.
Heljarinnar
púsluspil sem
gekk upp
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðskonur Elín Metta Jensen, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alex-
andra Jóhannsdóttir eru hópnum sem tilkynnt var um í gær.
- Þorsteinn er þakklátur fyrir að fá
vináttuleiki í heimsfaraldrinum
Mjólkurbikar kvenna
16-liða úrslit:
FH – Þór/KA ............................................ 1:1
Völsungur – Valur .................................... 0:7
KR – Selfoss.............................................. 0:3
Grindavík – Afturelding .......................... 0:2
Vináttulandsleikir karla
Pólland – Rússland................................... 1:1
Króatía – Armenía.................................... 1:1
Kósóvó – San Marínó ............................... 4:1
Litháen – Eistland ................................... 0:1
N-Makedónía – Slóvenía.......................... 1:1
Slóvakía – Búlgaría .................................. 1:1
50$99(/:+0$
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
KA – Valur ............................................ 26:30
Stjarnan – Selfoss................................. 24:26
Umspil karla
Annar úrslitaleikur:
Kría – Víkingur..................................... 20:17
.$0-!)49,
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Keflavík – KR ....................................... 89:81
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, 1. umferð:
Washington – Philadelphia ..............122:114
_ Staðan er 3:1 fyrir Philadelphia.
Vesturdeild, 1. umferð:
Memphis – Utah ............................... 113:120
_ Staðan er 3:1 fyrir Utah.
57+36!)49,
Afturelding, FH, Selfoss og Valur
voru síðustu liðin til þess að
tryggja sér sæti í átta liða úrslitum
bikarkeppni kvenna í knattspyrnu,
Mjólkurbikarnum, í gær.
Fyrstudeildarlið FH sló úrvals-
deildarlið Þórs/KA úr leik í víta-
keppni á Kaplakrikavelli í Hafn-
arfirði en Elísa Lana Sigurjóns-
dóttir kom FH yfir strax á 7.
mínútu áður en Arna Sif Ásgríms-
dóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á
59. mínútu. Hvorugu liðinu tókst
að skora í framlengingu og FH
hafði að lokum betur í vítakeppni,
5:4.
Þá skoruðu þær Sara Contosh og
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
mörk Aftureldingar í 2:0-sigri
gegn Grindavík á Grindavíkurvelli
í fyrstudeildarslag sextán liða úr-
slitanna.
Brenna Lovera, Hólmfríður
Magnúsdóttir og Brynja Líf Jóns-
dóttir skoruðu sitt markið hver
fyrir Selfoss þegar liðið heimsótti
KR á Meistaravelli í Vesturbæ en
lokatölur urðu 3:0, Selfossi í vil, en
liðin mættust í úrslitum bikar-
keppninnar á Laugardalsvelli árið
2019.
Þá skoruðu þær Sólveig Jóhann-
esdóttir Larsen og Ásdís Karen
Halldórsdóttir tvö mörk hvor þeg-
ar Valur vann 7:0-stórsigur gegn
Völsungi á Vodafone-vellinum á
Húsavík en þær Fanndís Friðriks-
dóttir, Mist Edvardsdóttir og Elín
Metta Jensen voru einnig á skot-
skónum fyrir Val.
Það verða því Afturelding, FH,
Selfoss, Valur, Þróttur úr Reykja-
vík, ÍBV, Fylkir og Breiðablik sem
verða í pottinum þegar dregið
verður í átta liða úrslitin en leik-
irnir fara fram 25.-26. júní.
FH sló Þór/
KA úr leik í
vítakeppni
HANDKNATTLEIKUR
Úrslit kvenna, fyrsti leikur:
KA/Þór – Valur...........................................18
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslit kvenna, þriðji leikur:
Valur – Haukar......................................20:15
Umspil karla, fyrsti leikur:
Hamar – Vestri ......................................19:15
Í KVÖLD!
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísak Bergmann Jóhannesson var í
fyrsta skipti í byrjunarliði íslenska
A-landsliðsins í knattspyrnu í leikn-
um gegn Mexíkó aðfaranótt síðast-
liðsins sunnudags. Ísak lék allan leik-
inn, en gat ekki komið í veg fyrir
1:2-tap í vináttuleik á hinum glæsi-
lega AT&T-velli í Texas. Ísak var
glaður með fyrsta landsleikinn í
byrjunarliði en hann lék á miðjunni
við hlið Arons Einars Gunnarssonar
og Birkis Bjarnasonar.
„Tilfinningin er mjög góð. Ég hef
unnið að þessu mjög lengi og það var
geðveikt að vera með Birki og Aroni
á miðjunni. Ég hef litið upp til þeirra
frá því ég man eftir mér,“ sagði Ísak,
sem er 18 ára gamall, á blaðamanna-
fundi landsliðsins í gær. Þrátt fyrir
tap var Ísak ánægður með frammi-
stöðu sína og liðsins í heild.
„Ég var mjög ánægður með liðs-
frammistöðuna og hjá mér persónu-
lega. Við vorum mjög góðir í 70 mín-
útur en svo komu gæðin hjá Lozano
inn á,“ sagði hann, en Hirving Loz-
ano kom inn á í stöðunni 1:0 fyrir Ís-
landi í seinni hálfleik og tryggði
Mexíkó sigur með tveimur mörkum.
Íslenski miðjumaðurinn segir leið-
inlegt að tapa fyrir framan marga
áhorfendur, sem flestir styðja hitt
liðið.
„Maður vill alltaf vinna í fótbolta
og hvað þá þegar það eru 40.000
öskrandi Mexíkóar sem maður vill
sussa á. Þetta var mjög skemmtilegt.
Við vildum auðvitað vinna en það eru
klárlega hlutir sem við getum byggt
á. Við tökum þennan góða leik með
okkur í Færeyjaleikinn.“
Ísak á þar við annan vináttuleik
við Færeyjar á útivelli á föstudaginn
kemur. „Ég held við munum stjórna
þeim leik á meðan Mexíkóarnir
stjórnuðu ferðinni á móti okkur. Við
höfum þróað okkar leik og vonandi
getum við sýnt það á móti Færeyjum
að við getum líka stjórnað leikjum.“
Kórónuveiran hefur gert það að
verkum að Ísak hefur aldrei spilað
fyrir framan marga áhorfendur á
stuttum ferli. Það voru því viðbrigði
að spila fyrir tugi þúsunda í Texas.
„Ég hef aldrei spilað fyrir framan
einhverja áhorfendur af neinu viti.
Það var sturlað að hafa þessa 40-50
þúsund áhorfendur. Það var heiður
að fá að spila þennan leik.“
Ísak hefur spilað á miðjunni og
kantinum til skiptis en hann hikaði
ekkert þegar hann var spurður út í
uppáhaldsstöðuna.
„Vinstra megin á miðjunni er mín
uppáhaldsstaða þótt ég spili þar sem
þjálfarinn segir mér að spila. Ég hef
á mínum stutta ferli alltaf verið
miðjumaður og ég spái mikið í
miðjumönnum þegar ég horfi á fót-
bolta,“ sagði Ísak Bergmann. Hann
leikur með Norrköping í Svíþjóð en
hefur verið orðaður við stór félög í
Evrópu.
Vildi sussa á 40.000 Mexíkóa
- Ísak sáttur við fyrsta byrjunarliðsleikinn - Fyrstu leikirnir með áhorfendum
Morgunblaðið/Eggert
Tímamót Ísak Bergmann, fyrir miðju, á æfingu á Laugardalsvelli í gær.