Morgunblaðið - 08.06.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 133. tölublað . 109. árgangur .
HANSEN
BJARGAÐI STIGI
FYRIR VÍKINGA
LEIRLIST OG NÁTTÚRUÖFL
ÍSLAND VEL
FALLIÐ TIL
BÍLAFERÐALAGA
BRENNUVARGAR SÝNA Á NÝ 28 FALLEG NÁTTÚRA 11ÍÞRÓTTIR 26
Hraunflæðið leitaði hátt til lofts frá eldgígnum í Geldinga-
dölum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar að með
þyrlu í gær, en útsýnishóllinn er ekki lengur fær gangandi
Þrjár myndavélar sýna nú beint frá gosinu á mbl.is fyrir þá
sem vilja fylgjast með því. Hraunið leitar nú suður Nátthaga
og hafa verið gerð drög að frekari varnargörðum. » 6
vegfarendum. Sást þar þó gjörla hversu gríðarlegt magn
hraunflæðis gat gosið upp, inn á milli þess sem gígurinn lá í
dvala og beið þess að næsta hrina hæfist.
Mikilfengleg eldfjallasýn við útsýnishólinn óaðgengilega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verktakafyrirtækið ÍAV hf. hefur
höfðað mál á hendur fagfjárfesta-
sjóðnum 105 Miðborg slhf., sem rek-
inn er af dótturfélagi Íslandsbanka,
Íslandssjóðum, og Íslandssjóðum
vegna riftunar 105 Miðborgar á
samningi vegna uppbyggingar á
Kirkjusandi. Þetta kemur fram í út-
boðslýsingu Íslandsbanka sem birt
var í gær.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í mars sl. sendi ÍAV frá sér
yfirlýsingu snemma í þeim mánuði
um að fyrirtækið hefði ekki fengið
neitt greitt fyrir vinnu sína frá því í
nóvember á síðasta ári. Krefst ÍAV
nú rúmlega 3,8 milljarða króna í
skaðabætur auk greiðslna vegna tafa
og lögfræðikostnaðar.
Eins og áður hefur komið fram rifti
105 Miðborg samningi sínum við ÍAV
og réð nýja verktaka til að ljúka við
húsnæðið. Meðal ágreiningsefna milli
aðila er frágangur á annað hundrað
íbúða sem reistar voru á Kirkjusandi
en 105 Miðborg telur að galli hafi ver-
ið á þeim.
Í útboðslýsingunni hafna Íslands-
sjóðir aðild sinni að málinu á þeim
grunni að viðsemjandi ÍAV hafi verið
105 Miðborg slhf. Hefur sjóðurinn
mótstefnt ÍAV fyrir sömu upphæð
auk skaðabóta vegna tafa og lögfræði-
kostnaðar og brota á samningi. Ís-
landsbanki á 6,25% hlut í 105 Miðborg
slhf. samkvæmt útboðslýsingunni.
Metinn á 150 milljarða króna
Hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst
í gær en til sölu eru að lágmarki 25%
af útgefnu og útistandandi hlutafé
bankans. Heimilt verður, sem hluti af
útboðinu, að stækka útboðið í allt að
35% af útgefnu útistandandi hlutafé
bankans. Áætlað markaðsvirði Ís-
landsbanka í kjölfar útboðsins er 150
milljarðar króna en leiðbeinandi verð
er á bilinu 71 til 79 krónur á útboðs-
hlut.
MSkerði ekki tilboð … »12
ÍAV krefst 3,8 milljarða
vegna Kirkjusandsreits
- Íslandssjóðir hafna aðild að málinu og stefna ÍAV á móti
Skólabörn í grunnskólanum í Þor-
lákshöfn veittu þeim Guðna Th. Jó-
hannessyni forseta og Elizu Reid
forsetafrú hlýjar og góðar mót-
tökur er forsetahjónin litu inn á
vorhátíð skólans í gær.
Forsetahjónin voru í opinberri
heimsókn í sveitarfélaginu Ölfusi
og var dagskráin þétt. Kynntu þau
sér m.a. ýmsa starfsemi í sveitar-
félaginu og fóru á fund með félagi
eldri borgara í Þorlákshöfn. »6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðna og Elizu vel tekið í
heimsókn sinni til Ölfuss