Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Með því að heimsækja heimasíðu okkar
ferdaskrifstofaeldriborgara.is
þarftu aðeins að smella á „Sumarleikur 2021“
og þú tekur sjálfkrafa þátt í happadrætti þar sem
vinningar verða dregnir út vikulega í allt sumar.
Í boði eru 10 ferðavinningar að upphæð 25.000 kr.
hver í einhverja af þeim ferðum sem við stöndum fyrir.
Sumarleikur 2021
10 ferðavinningar í boði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Heilbrigðismál, stjórnarskrármálið
og lífskjarasókn í kjölfar kórónu-
veirukreppunnar voru á meðal þess
sem bar á góma í eldhúsdagsumræð-
um á Alþingi, sem fram fóru í gær.
Mörkuðu þær einnig tímamót fyrir
þær sakir að Steingrímur J. Sigfús-
son, forseti þingsins, flutti þar sína
síðustu eldhúsdagsræðu, en hann
hyggst hætta í stjórnmálum eftir
kosningarnar í haust.
Ítrekað hafnað eigin gildum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, tók fyrstur
til máls. Gagnrýndi hann stjórnar-
samstarfið harðlega og sagði ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
arflokks og Vinstri-grænna ekki
hafa reynst vel og tveir stjórnar-
flokkanna hefðu ítrekað hafnað eigin
stefnu og jafnvel grunngildum flokk-
anna á kjörtímabilinu.
Vék Sigmundur Davíð meðal ann-
ars að stöðu heilbrigðiskerfisins og
sagði hana bágborna, þar sem bið-
listar lengdust og fólk væri sent utan
í aðgerðir sem myndi kosta þrefalt
minna að framkvæma hér á Íslandi.
Nefndi hann sérstaklega fyrirhug-
aða lokun Domus Medica sem dæmi
um að frjáls félagasamtök virtust
ekki velkomin í „hið nýja marxíska
heilbrigðiskerfi“.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, vék einnig að
málefnum Domus Medica í ræðu
sinni og sagði það til marks um
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefði
setið hjá og ekki gert neinar athuga-
semdir þegar þrengt var að einka-
rekstri í heilbrigðisgeiranum.
„Ef einhæfara, óskilvirkara,
ójafnara og dýrara heilbrigðiskerfi
er fórnarkostnaðurinn fyrir meintan
pólitískan stöðugleika, þá er sá póli-
tíski stöðugleiki ekki mikils virði,“
sagði Þorgerður Katrín um stjórnar-
samstarf ríkisstjórnarflokkanna.
Lífskjörin ekki tekin að láni
Guðlaugur Þór Þórðarson, utan-
ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra,
sagði hins vegar að Íslendingar
gætu leyft sér að horfa bjartsýnir
fram á veg, en þeir mættu þó ekki
leyfa sér að halda að allt yrði gott á
nýjan leik af sjálfu sér.
Varaði Guðlaugur Þór við lausn-
um stjórnarandstöðunnar, og sagði
að lífskjör yrðu ekki fengin að láni
með aukinni skuldsetningu ríkis-
sjóðs.
Steingrímur J. Sigfússon var síð-
asti ræðumaður Vinstri-grænna og
sagðist hafa gaman af því að standa
aftur í sömu sporum og hann gerði
sem nýliði á þinginu fyrir rúmum 35
árum. Fjallaði Steingrímur um starf
ríkisstjórnarinnar til eflingar Al-
þingi, og þakkaði fyrir gott sam-
starf.
Þá vék hann orðum að trausti til
Alþingis, sem hefði aukist um 16
prósentustig á síðustu tveimur ár-
um, sem væri mjög jákvæð þróun.
„Traust og virðing Alþingis er áunn-
ið fyrirbæri,“ sagði Steingrímur og
beindi orðum sínum sérstaklega að
þingmönnum.
Sagði hann eðlilegt að takast á og
gagnrýna það sem væri gagnrýni-
vert, en varaði við því að það væri
ómaklegt og skaðlegt að úthrópa Al-
þingi og tala niður sitt eigið starf í
leiðinni. „Það er heiður að vera al-
þingismaður Íslendinga. Því fólki
sem hingað inn er kosið er sýndur
mikill trúnaður, því er falin mikil-
vægasta samfélagsþjónusta lýðræð-
isfyrirkomulagsins.“
Traust og virðing þings eru áunnin
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Síðasta ræðan Steingrímur J. Sigfússon fjallaði um traust til þingsins í
síðustu eldhúsdagsræðu sinni, en hann hyggst kveðja þingstörfin í haust.
- Staða heilbrigðiskerfisins var stjórnarandstöðunni hugleikin - Skaðlegt að úthrópa eigin starf
„Okkar maður er laus úr sóttkví.
Hér hefur Héðinn verið í á annað ár
en nú heldur hann aftur út, endur-
bættur og allur hressari,“ segir
Helgi Gíslason myndhöggvari.
Hann hefur haft með höndum við-
gerð á styttunni af Héðni Valdi-
marssyni (1892-1948) alþingis-
manni og verkalýðsleiðtoga, sem
frá 1955 hefur staðið við verka-
mannabústaðina við Hringbraut í
Reykjavík. Standmyndin var tekin
niður fyrir nokkrum misserum og
flutt á verkstæði Helga í Gufunesi
til viðgerðar. Styttan er í þremur
einingum og voru boltarnir sem
festa þær saman endurnýjaðir.
Einnig var bronsið sem styttan er
úr fægt og vaxborið.
„Útilistaverk þurfa viðhald, enda
óvarin, til dæmis fyrir rigningu,“
segir Helgi sem reiknar með að
Héðinn verði settur á sinn fyrri stall
í Vesturbæ innan tíðar. sbs@mbl.is
Viðgerðum á Héðni er lokið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Viðgerðir Helgi við styttuna af Héðni, sem brátt fer á sinn fyrri stall.
Nýr áfangi við uppbyggingu í Vita-
borg í miðborginni er að hefjast
með endurbyggingu gamalla húsa
við Hverfisgötu 88 og 90.
Húsin eru hluti af gamla þorpinu
en húsið Hverfisgata 90 var ónýtt,
þar með talið burðarvirkið, að sögn
Atla Kristjánssonar, framkvæmda-
stjóra Rauðsvíkur.
Vitaborg sækir nafn sitt í vita-
þorpið sem nefnt var eftir gamla
vitanum sem Vitastígur heitir eftir.
Fyrsti áfanginn í Vitaborg fór í
sölu vorið 2019 en um var að ræða
70 íbúðir á Hverfisgötu 85-93.
Samkvæmt söluvefnum vita-
borg.is eru þær uppseldar.
Næsti áfangi fór í sölu á síðasta
ári en um var að ræða tvö þriggja
íbúða hús, Hverfisgötu 84 og 86, og
svo Hverfisgötu 92, sem skiptist í
eitt framhús og tvö bakhús, alls 24
íbúðir. Íbúðirnar á Hverfisgötu 84
og 86 eru seldar og búið er að selja
sjö íbúðir af 24 á Hverfisgötu 92
skv. söluvefnum. baldura@mbl.is
Rauðsvík heldur áfram uppbyggingu við Hverfisgötu
Gamalt hús
verður
endurgert
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við Hverfisgötu Með uppbyggingunni á að skírskota til gömlu byggðarinnar um leið og byggðin er þétt. Bílakjallari er undir nýja hverfinu.