Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Páll Vilhjálmsson blaðamaðurfjallar um tæknirisana sem
farnir eru að ákveða hvað má
segja og hvað ekki. Þó segjast þeir
ekki vera fjölmiðlar og ekki bera
ábyrgð á efninu
sem á þeim er birt.
Um afleiðingar
þessarar stýringar
tæknirisanna á því
sem þar birtist
nefnir Páll áhuga-
verð dæmi: „Naomi
Wolf er þekktur
bandarískur femínisti. Reikningi
hennar á Twitter var lokað, segir
BBC, þó ekki vegna femínískra
staðhæfinga.
Wolf, sem sagt, er sökuð um að
dreifa rangfærslum um bólusetn-
ingar við Kínaveirunni.
- - -
Fyrir skemmstu mátti ekkisegja á Twitter, og heldur
ekki á Facebook, að uppruni veir-
unnar væri á rannsóknastofu í
Wuhan í Kína, en ekki kjötmark-
aði. Tæknirisarnir og kínversk
stjórnvöld voru sammála um að
tilgátan um rannsóknastofuna
væri bannorð.
- - -
Nú er komið á daginn að upp-runa veirunnar má að öllum
líkindum rekja til rannsóknastofu.
Afleiðingarnar verða heims-
pólitískar, segir dálkahöfundur
Telegraph.
- - -
Rangfærslur Wolf um bóluefniðeru, samkvæmt BBC, að öll-
um líkindum einmitt það, rang-
færslur. En það þóttu líka allar
kenningar um að Kínaveiruna
mætti rekja til rannsóknastofu.
Þangað til þær reyndust (líklega)
sannar.
- - -
Tæknirisar eins og Twitter ogFacebook eru ekki heppileg-
ustu aðilarnir til að ákveða hvað
er rétt og hvað rangt.“
Páll Vilhjálmsson
Heppilegir
skoðanastjórar?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þorbjörg Sigurðar-
dóttir, húsmóðir og fv.
kaupmaður, lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Selfossi
laugardaginn 5. júní, 94
ára að aldri.
Þorbjörg fæddist á
Eyrarbakka 24. mars
1927. Fljótlega eftir
fæðingu fluttist Þor-
björg á Selfoss með for-
eldrum sínum, þeim
Sigurði Óla Ólafssyni
fyrrv. alþingismanni
(1896-1992) og Kristínu
Guðmundsdóttur húsmóður (1904-
1992). Systir Þorbjargar er Sigríður
Ragna Sigurðardóttir, f. 25.9. 1943,
gift Hákoni Ólafssyni verkfræðingi.
Þorbjörg giftist Kolbeini Inga
Kristinssyni, fyrrv. kaupmanni, f. 1.7.
1926, d. 30.11. 2010, hinn 16. apríl
1949 og átti með honum farsælt
hjónaband í 62 ár. Kjörsonur Þor-
bjargar og Kolbeins er Sigurður
Kristinn viðskiptafræðingur, f. 11.2.
1960, kvæntur Eddu D. Sigurðar-
dóttur snyrtifræðingi, f. 11.12. 1958.
Börn Sigurðar og Eddu eru Eva
Katrín, Andrea Þorbjörg og Kristín
Edda. Barnabörn þeirra eru sex tals-
ins.
Þorbjörg gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík og eignaðist þar nokkrar
lífstíðarvinkonur sem stofnuðu
saumaklúbb sem starfaði í tæplega 75
ár. Hún var einnig í
saumaklúbbi með
æskuvinkonum frá Sel-
fossi um margra ára
skeið. Þorbjörg og Kol-
beinn fluttu til Reykja-
víkur árið 1955 og voru
búsett þar í tæp 30 ár.
Þau ráku saman versl-
unina Kostakjör í Skip-
holti 37 á árunum 1964-
1974 ásamt foreldrum
Þorbjargar. Eftir að
Kolbeinn tók við starfi
kaupfélagsstjóra hjá
Höfn á Selfossi árið
1975 fluttu þau hjónin í kjölfarið aftur
á Selfoss og bjuggu þar til æviloka.
Þorbjörg var mikil fjölskyldumann-
eskja og tók einnig mikinn þátt í fé-
lagsstarfi. Hún gekk ung í skáta-
hreyfinguna sem hún bar ávallt
mikinn hlýhug til. Þá var hún félagi í
Oddfellow-reglunni og stúkunni Þóru
á Selfossi og tók þátt í kvenfélags-
störfum bæði í Reykjavík og á Sel-
fossi. Hún var einnig mikill golfunn-
andi eftir miðjan aldur og þau hjónin
léku golf nánast allan ársins hring
meðan líf og heilsa leyfði. Þorbjörg
lét sér einnig annt um myndlist og
málaði mikið síðustu áratugina og var
m.a. félagi í Myndlistarklúbbi Selfoss.
Eftir að Kolbeinn lést árið 2010 flutti
Þorbjörg í Grænumörk 5. Þegar
heilsu hennar tók að hraka flutti hún
á hjúkrunarheimilið Ljósheima.
Andlát
Þorbjörg Sigurðardóttir
Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrir
skömmu var tekin til afgreiðslu fyrirspurn a2f
arkitekta ehf., dagsett 17. maí 2021, um breyt-
ingu á deiliskipulagi Kringlubæjar 2. áfanga
vegna lóðarinnar númer 14 við Ofanleiti (Ham-
borgarabúlla Tómasar).
Í fyrirspurninni felst niðurrif á núverandi
byggingu og í staðinn komi lítið fjölbýlishús
ásamt bílakjallara, norðar á lóðinni. Málinu var
vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Fram kemur í gögnum málsins að fyrirspurnin
er send inn í umboði eigandans, SHP consulting
ehf. í Mosfellsbæ. Hugmyndin sé sú að í stað
Hamborgarabúllunnar yrði reist lítið íbúðarhús
með 6-8 íbúðum ásamt bílakjallara undir húsinu.
Byggingin sem fyrir er yrði rifin og ný bygg-
ing reist norðar í lóðinni, nær götunni Ofanleiti.
Það væri gert til að skyggja minna á aðliggjandi
byggð og skapa skjólgott svæði til suðurs fyrir
svalir og verandir. Mikil áherla verði lögð á
vandaðar íbúðir og góðar lausnir.
„Óskað er eftir afstöðu skipulagsfulltrúa til
þessarar tillögu áður en lengra er haldið,“ segir
í fyrirspurninni.
Í húsinu Ofanleiti 14 var upphaflega söluturn.
Síðar var innréttaður hamborgarastaður í hús-
inu, sem er örskammt frá Verslunarskólanum.
sisi@mbl.is
Hamborgarar víki fyrir íbúðum
Morgunblaðið/sisi
Ofanleiti 14 Hamborgarabúllan mun mögulega
hverfa í framtíðinni og íbúðarhús rísa í staðinn.