Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Viðreisn kynnti um helgina sinn lista í Norðvestur-
kjördæmi. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarn-
ey Bjarnadóttir kennari. Starri Reynisson, forseti
Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti
listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir sálfræðinemi er í
4. sæti.
Guðmundur kveðst í fréttatilkynningu afar stoltur af
því að leiða lista Viðreisnar í kjördæminu og hlakkar til
kosningabaráttunnar næstu vikur og mánuði. Listi Við-
reisnar er að mestu skipaður fólki af Vesturlandi og
Vestfjörðum. Einn frambjóðandi er búsettur á Blöndu-
ósi, en enginn í Skagafirði. Heiðurssæti listans, hið sextánda, skipar Sigrún
Camilla Halldórsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. Í 15. sæti
er Pétur G. Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar og fv. sveitarstjóri í
Súðavík, búsettur í Hafnarfirði.
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvestur
Guðmundur
Gunnarsson
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjör-
dæmi fyrir komandi þingkosningar var samþykktur á
aukakjördæmisþingi sem haldið var rafrænt um helgina.
Prófkjör hafði áður farið fram um efstu fimm sæti
listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í
samræmi við reglur flokksins.
Oddviti listans er Willum Þór Þórsson, þingflokks-
formaður Framsóknarflokksins. Í öðru sæti á eftir hon-
um er Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi og for-
maður bæjarráðs í Hafnarfirði, í þriðja sæti er Anna
Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi og ferðamálafræð-
ingur, í fjórða sæti er Kristín Hermannsdóttir háskólanemi og í fimmta
sæti er Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og laganemi. Fv. bæjarfulltrúi í
Kópavogi, Ómar Stefánsson, er í sjöunda sæti og athygli vekur að tveir fv.
þingmenn flokksins skipa síðustu sæti listans; Birkir Jón Jónsson og Eygló
Harðardóttir, fv. ráðherra. Fleiri reynslubolta er að finna á listanum, m.a.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing.
Framsókn gengur frá lista í Suðvestur-
kjördæmi með Willum Þór efstan
Willum Þór Þórsson
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Reykjavíkurborg hefur auglýst til-
lögu að nýju deiliskipulagi fyrir
Rauðhóla. Segir á vef borgarinnar,
að tilgangurinn sé að bæta alla um-
gjörð í kringum umferð gangandi,
hjólandi og ríðandi um svæðið til að
styðja við góða upplifun fjölbreyttra
útivistarhópa af þessu svæði í takt
við náttúruna.
Markmiðið sé jafnframt að hlúa að
svæðinu og stuðla að vernd þess.
Rauðhólar eru röð gervigíga sem
hafa verið friðlýstir sem fólkvangur
síðan 1974, ásamt aðliggjandi svæði í
kringum Heiðmerkurveg yfir brúna
að Helluvatni. Gert er ráð fyrir að
brúin verði endurnýjuð og að þar
verði gert ráð fyrir bílaumferð,
gangandi og hjólandi og einnig fyrir
hestaumferð. Brúin gæti orðið allt
að 10-14 m breið en hægt væri að
notast við núverandi brúarstæði og
fyllingar.
Við Heiðmerkurveg er skilgreint
eitt bílastæði og við það er aðal-
áningarstaður Rauðhóla. Á bíla-
stæðinu er gert ráð fyrir 34 bíla-
stæðum og tveimur stæðum fyrir
rútur. Akstur í gegnum bílastæðið
er einstefna, frá austri til vesturs.
Við bílastæðið er gönguleið að stofn-
stíg. Öll bílastæði, leiðir að þeim og
göngufletir verða klædd gegndræpu
yfirborði.
Morgunblaðið/Eggert
Rauðhólar Nýju deiliskipulagi er ætlað að bæta alla umgjörð í kringum umferð um Rauðhólasvæðið.
Nýtt deiliskipulag fyrir
Rauðhólasvæðið auglýst
- Markmiðið að bæta umgjörð í kringum umferð um svæðið
Morgunblaðið/Eggert
Litadýrð Rauðhólarnir séðir úr lofti eru eins og litríkt málverk á striga.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vestfirsku fiskeldisfyrirtækin Arctic
Fish og Arnarlax vinna að undirbún-
ingi byggingar sameiginlegs laxa-
sláturhúss. Hafa þau leitað upplýs-
inga um innviði og aðstöðu til að
koma slíkri aðstöðu upp á Patreks-
firði og Flateyri og ef til vill víðar.
Bæði fyrirtækin nýta laxaslátur-
hús Arnarlax á Bíldudal. Eldið er að
vaxa mikið og þörf á betri aðstöðu.
Framleiðslan mun aukast enn frekar
þegar laxeldi hefst í Ísafjarðardjúpi.
Litið er til ýmissa þátta við stað-
arvalið, meðal annars þjónustu og
innviða á þeim stöðum sem til greina
koma. Þá er það skilyrði að laxeldi sé
ekki of nálægt sláturhúsi, vegna
hættu á að sjúkdómar breiðist út.
Svara spurningum fyrirtækja
Bæjarstjórinn á Ísafirði hefur
verið að safna upplýsingum til að
svara fyrirspurn Arnarlax og Arctic
Fish um aðstöðu fyrir laxasláturhús
á Flateyri. Tók málið þá stefnu á síð-
asta fundi bæjarstjórnar að bæjar-
stjóra var falið að ganga til viðræðna
við fyrirtækin. Birgir Gunnarsson
bæjarstjóri segist hafa skilað grein-
argerð um aðstöðuna á Flateyri til
fyrirtækjanna í gærmorgun. Birgir
segir að fyrirtækin vilji hafa fyrir-
sjáanleika inn í framtíðina enda sé
þetta mikil fjárfesting. „Við mætum
þeim eins og öðrum fyrirtækjum
sem til okkar leita. Það verður síðan
að koma í ljós hver þeirra niðurstaða
verður,“ segir Birgir.
Forstjórar fyrirtækjanna kynntu
áform sín, meðal annars um laxaslát-
urhús á Patreksfirði, fyrir fulltrúum
bæjarstjórnar Vesturbyggðar í síð-
asta mánuði. Bæjarstjóra og fleiri
embættismönnum hefur verið falið
að taka saman gögn og upplýsingar
vegna málsins.
„Bæjarstjórn Vesturbyggðar
fagnar því að fyrirtækin sjái tæki-
færi í áframhaldandi uppbyggingu í
sveitarfélaginu,“ segir í bókun
bæjarstjórnar um málið.
Flateyri og Patreks-
fjörður koma til greina
- Laxeldið á Vest-
fjörðum hugar að
nýju sláturhúsi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bíldudalur Laxi pakkað fyrir Evr-
ópumarkað í sláturhúsi Arnarlax.
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
vinnuföt fást einnig í
Félag atvinnurekenda (FA) fagnar
því að náðst hafi varanlegur samn-
ingur um fríverslun á milli Bret-
lands og EES-EFTA-ríkjanna, Ís-
lands þar á meðal. Félaginu þykir
hins vegar miður að vegna „harðr-
ar andstöðu hagsmunaaðila í land-
búnaði hafi stjórnvöld kastað frá
sér tækifæri til að útvíkka fríversl-
un með búvörur við Bretland,“ eins
og FA orðar það í tilkynningu.
Vitnar félagið m.a. til fréttar í
Morgunblaðinu í gær, þar sem rætt
var við formann Bændasamtakanna
um fríverslunarsamninginn. Kom
fram að samtökin hefðu fengið upp-
lýsingar um gang viðræðna við
Breta og tækifæri til að koma á
framfæri afstöðu sinni. Furðar fé-
lagið sig á aðkomu bænda.
„Því er ósvarað hvers vegna
Bændasamtökin eru umsagnaraðili
í þessum samningaviðræðum en
ekki t.d. fulltrúar verslunarinnar,
neytenda eða Samkeppniseftir-
litið,“ segir félagið m.a.
FA undrast aðkomu Bændasamtakanna
að fríverslunarsamningi við Bretland