Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 11

Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í borgarkerfinu er til afgreiðslu umsókn Garðheima um að byggja nýja garðyrkjumiðstöð og verslun á lóð sem fyrirtækinu var úthlutað í fyrra að Álfabakka 6 í Mjódd í Breiðholti. Núverandi aðstaða Garðheima við Stekkjarbakka þarf að víkja fyrir íbúðabyggð. Því munu Garðheimar flytja suður fyrir verslunarmiðstöð- ina í Mjódd, á lóð sem liggur nálægt Reykjanesbrautinni, í nágrenni við svæði ÍR-inga.Til stóð að bílaum- boðið Hekla myndi flytja starfsemi sína á þessi lóð en ekkert varð af þeim áformum. Hekla verður áfram við Laugaveg. Í erindi Garðheima er sótt um leyfi til að byggja garðyrkju- miðstöð, stálgrindarhús, klætt ál- samlokueiningum og gleri á lóð nr. 6 við Álfabakka. PK arkitektar hafa teiknað húsið. Heildarstærð verður 7.375 fermetrar. Byggingin verður á einni hæð ásamt millihæð, sem mun hýsa skrifstofu og matsal starfsfólks. Þetta verður fyrst og fremst garðyrkjumiðstöð en þar verður einnig að finna plöntu- og gjafavöruverslun, ásamt tilheyrandi stoðrýmum auk útleigurýna fyrir tengda starfsemi svo sem versl- unarrekstur og veitingastarfsemi. Aðkoma að byggingunni verður frá nýrri framlengingu Álfabakka. Fram kemur í leyfisumsóninni að leitast verði við að velja vistvænar lausnir við byggingu hússins og lág- marka neikvæð umhverfisáhrif. Byggingin verður framleidd í Hol- landi. Stálgrind og klæðningar verða flutt til landsins í einingum og byggt á staðnum. Litur útveggja verður dökkgrár. Í umsögn verkefnastjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kem- ur fram að við yfirferð málsins voru skoðaðir helstu þættir, s.s. bygging- armagn, bíla- og hjólastæði, hæðir húsa o.fl. Virðist sem það sé allt í samræmi við gildandi deiliskipulag. Gerðar eru nokkrar ábendingar um frekari útfærslu. Umsóknin fer nú til lokaafgreiðslu hjá byggingafull- trúa borgarinnar. Á heimasíðu Garðheima kemur fram að um sé að ræða fjölskyldu- rekið fyrirtæki með áherslu á allt sem tengist grænum lífsstíl, plöntum, blómum, skreytingum, gjafavöru, gæludýravörum og garð- yrkjutækjum og tólum. Hinn 2. des- ember 1999 voru Garðheimar opn- aðir í núverandi mynd við Stekkjar- bakka 6 í Reykjavík. Nýir Garðheimar rísa í Mjóddinni - Hafa sótt um leyfi til að byggja 7.375 fermetra hús við Álfabakka 6 Nýir Garðheimar Byggingin sem rísa mun í Mjóddinni verður alls 7.375 fermetrar. Hún verður framleidd í Hollandi og einingarnar verða fluttar til landsins. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Ísland er í 10. sæti yfir vænleg- ustu lönd í Evrópu til að ferðast um á bíl í fríinu sínu ef marka má úttekt sem norska heimasíðan mo- mondo.no birti á dögunum. Matið byggist á 17 ólíkum þáttum í sex mismunandi flokkum þar sem meðal annars er tekið mið af kostnaði, öryggi, umferð, innvið- um, náttúru og veðri. Löndin fá einkunn fyrir hvern þátt fyrir sig og byggist lokastig þeirra á vegnu meðaltali sem er sett fram á skal- anum 1 upp í 100. Fallegasta náttúran Á listanum er að finna 31 Evr- ópuland og er Portúgal þar efst með 100 stig en Ungverjaland sit- ur í neðsta sæti með eitt stig. Ís- land er með 64 stig í 10. sæti eftir lokaútreikning en allar Norður- landaþjóðirnar á listanum komust í efstu 10 sætin að Noregi undan- skildum sem lenti í 28. sæti. Fær- eyjar og Grænland eru ekki tekin með í matinu. Mælist Ísland hæst af öllum löndum á náttúru- og umhverfis- mælikvarðanum með 6,6 af 7 mögulegum í einkunn. Það er einn- ig talið Íslandi til tekna að hér á landi er lægsta tíðni umferðar- óhappa á hverja 100 þúsund íbúa eða 16,6, og loftmengun er lítil. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að veðurmælikvarðinn er það sem dregur einkunn Íslands niður en hér á landi eru bæði mesta úrkoman og fæstu sólardag- arnir á hverju ári. Í þeim verðflokkum sem tekið er mið af í matinu mælist Ísland hvergi hæst en að meðaltali er hæsta bensínverðið í Hollandi, hæsta verð fyrir gistingu í Sviss og mesti kostnaðurinn við að leigja bíl var í Noregi. Há einkunn fyrir kennileiti og verð Auk Portúgals skoruðu Spánn og Lúxemborg einnig hátt í þess- ari úttekt en þessi lönd áttu það öll sameiginlegt að vera með fjölda spennandi kennileita, fallega nátt- úru og hagstætt verð. Ísland vænlegt til bílaferðalaga - Ísland skorar hátt í nýrri úttekt - Fallegasta náttúran en veðrið slakt 100 95 91 75 74 72 69 67 65 64 62 58 58 56 54 53 53 51 46 41 39 38 34 33 30 27 25 24 22 17 1 Bestu Evrópulöndin til að fara í bílafrí skv. momondo í Noregi Röð á lista momondo og fjöldi stiga Bestu vegirnir Minnsta sólskinið, klst. á ári Mesta úrkoman, mm á ári Besta veðrið m.t.t. úrkomu og sólskins Mesta náttúrufegurðin St íg ás ka la nu m 1-7 St íg ás ka la nu m 1-7 Kr .á lít ra H ei m ild :m om on do .n o 1. Portúgal 2. Spánn 3. Lúxemborg 4. Þýskaland 5. Svíþjóð 6. Slóvenía 7. Finnland 8. Danmörk 9. Ítalía 10. Ísland 11. Grikkland 12. Slóvakía 13. Sviss 14. Austurríki 15. Frakkland 16. Belgía 17. Holland 18. Eistland 19. Litháen 20. Lettland 21. Pólland 22. Búlgaría 23. Tyrkland 24. Bretland 25. Írland 26. Úkraína 27. Rúmenía 28. Noregur 29. Tékkland 30. Rússland 31. Ungverjaland Land Úrkoma Sólskin 1 Spánn 636 2.800 2 Grikkland 652 2.770 3 Portúgal 854 2.770 4 Tyrkland 593 2.220 5 Rússland 460 2.040 6 Búlgaría 608 2.180 7 Ítalía 832 2.370 8 Rúmenía 637 2.120 9 Ungverjaland 589 1.990 10 Úkraína 565 1.960 Ódýrustu löndin 1 Úkraína 2 Litháen 3 Rússland 4 Pólland 5 Rúmenía 6 Eistland 7 Búlgaría 8 Tyrkland 9 Lúxemborg 10 Ísland 1 Ísland 1.940 2 Sviss 1.540 3 Noregur 1.410 4 Bretland 1.220 1 Ísland 1.330 2 Noregur 1.370 3 Írland 1.450 4 Bretland 1.530 Dýrasta eldsneytið 1 Holland 239 2 Noregur 237 3 Danmörk 222 4 Finnland 222 5 Grikkland 221 1 Sviss 6,3 2 Holland 6,1 3 Danmörk 5,5 4 Lúxemborg 5,5 5 Spánn 5,5 6 Svíþjóð 5,5 7 Þýskaland 5,5 1 Ísland 6,6 2 Austurríki 6,5 3 Noregur 6,3 4 Spánn 6,3 5 Sviss 6,3 Ísland er tíunda ódýrastaEvrópulandið m.t.t. vegatolla og verðs á eldsneyti, bílastæðum og gistingu. Eldsneytisverð er áttunda hæst á Íslandi. Vegakerfið á Íslandi er það þrettánda besta í Evrópu á lista momondo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.