Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 13
Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is Honeywell gæða viftur Margar gerðir – Láttu gusta umþig! FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Lyfið Aduhelm, sem nota má til með- höndlunar á alzheimers-sjúkdómn- um, var samþykkt af Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæplega tvo áratugi sem nýtt lyf til meðhöndlunar á þessum sjúkdómi er samþykkt. Lyfjafyrirtækið Biogen hefur þró- að Aduhelm. Almennt var búist við þessari ákvörðun en hún er einnig umdeild því óháð sérfræðinganefnd, sem bandaríska lyfjastofnunin skip- aði, komst að þeirri niðurstöðu í nóv- ember sl. að ekki væru nægar sann- anir fyrir því að lyfið gerði tilskilið gagn, og mælti gegn því að það yrði leyft. Aduhelm er ætlað sjúklingum með tiltölulega mild sjúkdómseinkenni. Biogen fullyrðir að lyfið hægi á sjúk- dómnum með því að brjóta niður út- fellingar eggjahvítuefna, sem mynd- ast í heilanum. hmr@mbl.is Alzheimers- lyfið Aduhelm samþykkt Jeff Bezos, stofnandi bandaríska stórfyrirtækisins Amazon, tilkynnti í gær að hann yrði meðal farþega í fyrsta mannaða geimfari Blue Orig- in-geimferðafyrirtækisins. Bezos er stofnandi og eigandi Blue Origin en hann mun taka með sér tvo samferðamenn. Annars veg- ar bróður sinn Mark Bezos og hins vegar þann sem býður hæst í flug- sætið á góðgerðaruppboði sem nú stendur yfir. Áætluð brottför er 20. júlí. Ferðin mun vara í tíu mínútur en af þeim er fjórum mínútum varið ut- an gufuhvolfs jarðar í rúmlega 100 kílómetra hæð. Þann tíma munu far- þegar upplifa þyngdarleysi en til þess að fanga það augnablik hefur myndavélum verið komið fyrir í far- rýminu. Geimflaugin heitir New Shepard og er nefnd í höfuðið á Alan Shepard sem flaug í geimnum fyrstur Banda- ríkjamanna árið 1961. Geimfarið hefur þegar farið í fjölda ómannaðra tilraunaferða. Eftir jómfrúarferð Bezos-bræðra mun almenn sala far- miða hefjast en heimildarmenn segja miðana munu kosta um 25 milljónir íslenskra króna. Blue Origin sækir með þessu á nýjan markað farþegageimferða, áð- ur hafði Virgin Galactic byrjað að selja miða í slíkar ferðir. Miðar Virg- in kosta tugi milljóna íslenskra króna en um 600 manns hafa þegar tryggt sér sæti í þessum ferðum fyrirtækisins. Keppinautur Jeffs Bezos um tit- ilinn ríkasti maður heims, Elon Musk, hyggst einnig ryðja sér til rúms á sama markaði með eigin geimflaugafyrirtæki, SpaceX. Þær ferðir eiga þó að vera töluvert lengri en þær sem Blue Origin og Virgin Galactic hafa áætlað. baldurb@mbl.is Stefnir á jómfrúarferð - Jeff Bezos með- al fyrstu farþega Blue Origin AFP Auðæfi Jeff Bezos er ríkasti maður heims samkvæmt lista Bloomberg. Áhrif kórónuveirufaraldursins eru fjórfalt meiri á alþjóðlegan vinnu- markað en í fjárhagskreppunni 2008. Þetta kemur fram í ársskýrslu Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, sem heldur ársfund sinn um þessar mundir. Í skýrslunni er áhrifum faraldurs- ins á hinn alþjóðlega vinnumarkað lýst og þau sögð vera hörmungar. „Tilteknir hópar hafa lýst starfs- upplifun sinni á síðasta ári sem óþægilegri, leiðigjarnri, stressandi og gremjuvaldandi. Enn aðrir glíma við fátækt og ótta og við að lifa af,“ sagði Guy Ryder, forstjóri stofnun- arinnar, í upphafi ráðstefnunnar. ILO segir að yfir 100 milljónir manna hafi farið undir fátæktar- mörk af völdum faraldursins, vinnu- stundum hefur fækkað verulega og framboð af góðum störfum nánast gufað upp. Fjöldi atvinnulausra á heimsvísu gæti náð 205 milljónum árið 2022, sem er um 18 milljónum fleiri en töldust atvinnulausir árið 2019. ILO segir sínar mestu bjartsýnisspár ekki reikna með að atvinnustig nái fyrra horfi fyrr en í fyrsta lagi árið 2023. Stofnunin segir vinnumarkað- inn hafa verið jafn óviðbúinn faraldr- inum og heilbrigðiskerfi heimsins. „Gífurleg misskipting í dreifingu bóluefna og sá gríðarmikli munur sem er á fjárhagslegu bolmagni ríkja mun tvöfalda ójöfnuðinn á vinnu- markaði. Þar er misskipting í staf- rænum innviðum og tengslum við umheiminn ekki á bætandi. Eina lausnin er sú að grípa til vel ígrundaðra aðgerða til þess að sporna við langtímaáhrifum og ójöfnuði innan alþjóðlega vinnu- markaðarins. Sé ekkert að gert verða aðstæðurnar misskiptari, stíf- ari, meira útilokandi og minna sjálf- bærar,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Ryder. Ráðstefnunni var aflýst í fyrra en fer fram í gegnum fjarfundarbúnað í ár. Fyrri hluti ráðstefnunnar stend- ur nú yfir og fjallar aðallega um áhrif faraldursins og umskipti á alþjóða- vinnumarkaðnum. Seinni hluti henn- ar fer fram undir lok árs og ber sá hluti yfirskriftina „ójöfnuður, færni og símenntun“. Alls eiga 187 ríki aðild að Alþjóða- vinnumálastofnuninni en það eru fyrstu alþjóðlegu samtökin sem Ís- land gekk í eftir lýðveldisstofnun 1944. Það var Stefán Jóhann Stef- ánsson, fyrrverandi forsætisráð- herra og formaður Alþýðuflokksins, sem lagði fram þingsályktunar- tillögu um aðildarumsókn á Alþingi í september 1943 . baldurb@mbl.is Staðan verri en í hruninu 2008 - Alþjóðavinnumálastofnunin segir alþjóðlegan vinnumarkað í molum Fjölmenni var á hinni frægu verslunargötu Oxford Street í London í gær, og mátti sjá andlitsgrímu á stöku andliti, en þó oftar, líkt og hjá þessum vinkon- um, til taks við hökuna. Delta-afbrigði kórónuveir- unnar, sem greindist fyrst á Indlandi, er talið vera um 40% meira smitandi en Alfa-afbrigðið, sem olli síðustu bylgju í Bretlandi. Nú hafa 41,5% bresku þjóðarinnar verið fullbólusett. Enn fer smitum þó fjölgandi; hinn 7. júní var nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa 42,1 en var 20,3 sléttum mán- uði fyrr. Því er hætt við því að breska þjóðin hrósi happi of snemma. AFP Grímurnar falla í skugga nýbylgjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.