Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 15

Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Sjósundið heillar Sjóböð hafa orðið æ vinsælli tómstundaiðja nú á síðustu árum og vildi hún Bessý ekki láta sitt eftir liggja. Skellti hún sér því í sjósund við Granda og kannaði aðstæður. Árni Sæberg Ríkinu er óheimilt að tryggja sjálfu sér einkaaðstöðu á mörk- uðum þar sem sam- keppni á að ríkja. Þetta er svo mikil- vægt prinsipp að settar hafa verið evr- ópskar reglur um samkeppni í heil- brigðisþjónustu. Ef lengri biðraðir mynd- ast en til þriggja mánaða er okk- ur heimilt að fara út úr biðröð- inni á kostnað sjúkratrygginga. Ekki eftir þriðja mánuð, eins og margir halda, heldur strax, ef biðröðin er lengri en þrír mán- uðir. Þar með styttist bið ann- arra. Vitað er að fæstir vilja fara utan á sjúkrahús, flest fólk setur allt sitt traust á lækninn sinn og treystir sér ekki til að vera sjúk- lingar á erlendu tungumáli. Þess- ar náttúrulegu samkeppnishindr- anir veita ríkinu vernd fyrir erlendri samkeppni sem ekki er unnt að fjarlægja. Nú eru heilbrigðismálin að „springa framan í“ ráðherrann. Málefni Klínikurinnar í Ár- múla vega ekki þungt, en hafa af- hjúpað sósíalískar kreddur hennar. Nú aukast vandræði hennar til muna því Læknamiðstöðin í Domus Medica verð- ur lögð niður og bráðadeild Landspít- alans er sögð við að komast í þrot. Hjúkr- unarfræðinga vantar á 500 vaktir á deildinni í sumar og fjórir læknar hafa hætt störfum þar, það sem af er ári. Formaður Fé- lags bráðalækna segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni að óbreyttu. Sósíaldemókratinn Göran Pers- son var forsætisráðherra Svíþjóð- ar fyrir aldarfjórðungi. Hann kom hingað eftir „hrun“ og gaf okkur góð ráð. Ég fékk að hitta hann ásamt fleirum eina kvöld- stund. Hann var m.a. spurður um einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustu. „Við urðum að taka þá ákvörðun að samþykkja hann,“ sagði Persson. Hann var ekki bundinn af kreddum, gat kyngt stoltinu, enda fela „blandaða hagkerfið“ og „velferðarríkið“, sem eru sænsk að uppruna, í sér að einkarekstur þrífst samhliða ríkisrekstri. Síðan þá er tvíþætt sjúkratrygging í Svíþjóð eins og í öðrum Evrópuríkjum. Fólk get- ur víða í Evrópu valið um að greiða u.þ.b. 50 evrur á mánuði í viðbótartryggingu fyrir aðgang að einkarekinni heilbrigðisþjón- ustu. Í raun munu atvinnurek- endur greiða þennan kostnað víðast hvar fyrir starfsmenn sem dýrt er að missa frá vegna veik- inda. Um leið fara þeir út úr bið- röðum ríkisrekstrarins og stytta þar með bið og þjáningar ann- arra. Þetta gengur auðvitað þvert á þá jafnaðarhugsjón að allir skuli þjást jafn mikið og jafn lengi. Markaðsbúskapur er þannig að vörur og þjónusta eru boðin fram gegn verði á samkeppnismarkaði. Mikilvæg skilaboð felast í mark- aðsverðinu til þess sem fram- leiðir eða veitir: Hann þarf að standa sig, vera samkeppnisfær. Sé þessari virkni kippt úr sam- bandi verður ráðstöfun verðmæta ómarkviss og geðþóttaleg. Sov- étskipulaginu, svonefndum áætl- anabúskap, var ætlað að starfa án nokkurrar markaðstengingar og þar með án þess aðhalds og ábyrgðar í verðmætaráðstöf- uninni sem samkeppnin ein veit- ir. Sjúkrasamlög voru lögð niður í heilbrigðisráðherratíð Svavars Gestssonar. Síðan er ekki aflað sérstakra tekna til heilbrigðis- mála og þar með varð til tekju- laus starfsemi, sem er bara ill- viðráðanlegur útgjaldaliður í augum fjárveitingavaldsins. Reynt er að taka skynsamlegar ákvarðanir en þær verða alltaf geðþóttalegar og verri en þær sem samkeppni á opnum markaði framkallar. Flestir viðurkenna að rándýrar hátæknilækningar kosta svo mikið að þær yrðu óviðráðanlegar tekjulitlu fólki. Þess vegna stöndum við öll sam- an um að standa straum af þeim í hinu blandaða hagkerfi. Ef sjúkrasamlög væru enn starfandi væru til tekjur til að kaupa heil- brigðisþjónustu fyrir hina tryggðu. Ef við byðum frjálsar viðbótartryggingar myndu marg- ir fara út úr biðröðum hins op- inbera og stytta bið annarra um leið. Augljóst er að ráðherrann lærði ekkert af falli Berl- ínarmúrsins og hruni Sovétríkj- anna. Hún hefur samt sjálf alið allan sinn aldur í svonefndu „blönduðu hagkerfi“ og „velferð- arríki“ þar sem efnahags- starfseminni er ætlað að vera samkvæmt markaðslögmálum, en vera þó til fyrir allt fólkið í land- inu. Samt skilur hún ekki neitt, hún gengur hiklaust á glerveggi, aftur og aftur. Hún er of stolt til að viðurkenna mistök. Það stytt- ist í kosningar. Hún og hennar flokkur munu ganga til þeirra blá og marin með þungan bagga á bakinu, hafandi „stungið höfðinu í steininn“. Eftir Ragnar Önundarson »Nú eru heilbrigðis- málin að „springa framan í“ ráðherra málaflokksins. Ragnar Önundarson Höfundur er lífeyrisþegi. Að stinga höfðinu í steininn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.