Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 16
Það vald gæti nú tap- ast. Samningurinn hefði verið gerður í góðri trú um að stór- veldið ESB stæði við sinn hlut. En stórveldi hafa ekki samvisku og gæta ekki trúnaðar við aðra en sjálf sig. Þau eru eins og hver önnur félagasamtök sem hugsa fyrst og fremst um eigin hag, breyta reglum og beita valdi ef þau sjá sér hag í því. Við höfum séð hvernig því er nú beitt með osta- skeranum í ótal málum, þ.s. hverri sneiðinni af annarri er sporðrennt ofan í gin Brussel-valdsins. Ásælni stóra bróður í Brussel og osta- skeraaðferðin birtist okkur einnig í því að æ fleiri dómsúrskurðir byggjast nú á lögum sem koma „að ofan“. Frá ESB og dóttur- stofnunum þess. Lögum sem hér hafa möglunarlaust verið innleidd án nokkurrar sýnilegrar gagnsemi fyrir þjóðina og þau jafnvel orðið okkur til óþurftar. Fullvalda þjóð setur sín eigin lög án yfirlestrar erlends valds. En krumla ESB seilist nú sífellt oftar og lengra inn á svið löggjafans. Um þessi mál og mörg önnur vill Arnar Þór að talað sé af hispursleysi og með þátttöku almennings, sem þarf jú að lifa með ákvörðuninni. Hann vill setja grundvallarmál þjóð- arinnar á oddinn, mál sem varða íslenska hagsmuni, og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu. Eins og staðan er í dag geta sjálfstæðismenn tæpast hafn- að því. En það eru ekki bara fullveldið og dómsmálin sem fanga hug Arn- ars Þórs. Í störfum sínum sem lögmaður og dómari hefur hann ekki komist hjá að kynnast brota- lömum samfélagsins sem við flest ýmist sjáum ekki eða leiðum hjá okkur. Það er nefnilega fyrir dóm- stólunum sem samfélagsmeinin af- hjúpast. Brotnu fjölskyldurnar, fá- tæktin, fíknin og vanrækslan sem oft fylgir í kjölfarið og þá ekki síst menntunarskorturinn. Allt þættir sem lita líf þeirra sem rata inn á braut afbrota og því eru mennta- og samfélagsmál Arnari Þór einn- ig afar hugleikin. Kannski er stærsta gjöfin sem Arnar Þór getur fært okkur með setu á Alþingi ekki bara að skjóta styrkari stoðum undir þau gildi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð viljað standa fyrir, en ekki alltaf staðið undir, heldur líka vel ígrunduð nálgun við frjálslynda hugsun, sem ýmsir pólitískir ólátabelgir hafa eignað sér án þess að hafa innistæðu fyrir. Sjálfstæðismenn í Kraganum hafa nú í hendi sér að taka afstöðu til þessara mála. En þeir þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir hafna slíku kostaboði. » Arnar Þór í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. „Það þarf að hreinsa út á Alþingi og fá nýtt fólk sem kann til verka.“ Þessa setningu má heyra í öllum inn- hringiþáttum sem út- varpsstöðvarnar bjóða upp á. Þeir sem þennan söng kyrja eru oftast að hugsa um eigin hags- muni sem lítið erindi eiga inn á þing þjóðarinnar. En kemur þá að kosningum og sagan endurtekur sig. Tilraunir til að bæta mannval á þingi hafi lítið lagað. Til dæmis hefur tilraunin til að hækka laun þingmanna, og fá þannig reynslu- mikið fólk með haldgóða menntun, gersamlega mistekist. Alls kyns lukkuriddarar, með litla sem enga reynslu aðra en að tala fyrir eigin skoðun, hafa þá nælt sér í þægi- lega innivinnu. Afleiðingin er að flokkar spretta upp eins og gor- kúlur því nú hefur ríkið tekið framfærslu þeirra á sig. Og ef eitthvað, þá sýnir reynslan að gæðastuðullinn lækkar með hverju ári. Busarnir koma inn með ærslum og það að markmiði að láta fyrir sér fara; sá sem hefur hæst, gagnrýnir mest og kemst oftast í settið hjá RÚV á besta möguleikann á að ná endurkjöri. Eða þannig virðist planið sett upp. En nú sést ljós við enda gang- anna. Þær fréttir berast að hinn ágæti Arnar Þór Jónsson héraðs- dómari, sem mörgum er kunnur af greinaskrifum um þjóðmál, gefur nú kost á sér til setu á Alþingi. Verður að segjast að sú sem þetta ritar harmar það helst að geta ekki tekið þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Suðvesturkjör- dæmi, því langt er um liðið síðan annar eins gæslumaður fyrir hags- munum Íslands og fullveldi þjóðar hefur stigið fram í röðum þeirra. Vona ég að kjósendur í kjördæm- inu séu mér sammála og styðji framboð hans, því ekkert er jafn mikilvægt fyrir íslenska þjóð og að fulltrúar hennar hafi ást og trú á henni sjálfri. Nóg er af nei- segjurum í öðrum flokkum. Arnar Þór hefur um árabil fjallað um samspil laga og sam- félags á vettvangi löglærðra, en steig skrefið inn í opinbera um- ræðu á síðum Morgunblaðsins árið 2017. Þar, og víðar, hefur hann fjallað um ýmis lögfræðileg, sið- ferðisleg og samfélagsleg mál af heimspekilegri nálgun samkvæmt vestrænni lýðræðishefð. Slík um- fjöllun kveikir sjaldnast stóra elda hér á landi, þótt þá þegar hafi hann aflað sér nokkuð stórs hóps lesenda. Enn fleiri tóku þó að sperra eyrun þegar hann setti fram efasemdir um réttmæti þess að Alþingi samþykkti þriðja orku- pakka Evrópusambandsins. Var hann þá óragur við að vara við hættunni á fullveldisafsali sem í slíkri samþykkt fælist. Á sinn hóg- væra hátt minnti hann á að full- veldi þjóðar gæti stafað ógn af og benti m.a. á að EES-samningurinn hefði, á sínum tíma, tryggt þjóð- inni óskorað vald yfir orkulindum. Eftir Ragnhildi Kolka Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. rjk9@simnet.is Vanda skal val þegar kosið er til þings 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Sonur minn var fermdur síðastliðna helgi í Bústaðakirkju ásamt skólafélögum sínum. Heil röð af stoltum foreldrum, systkinum, öfum og ömmum fylgdist með þegar þessi ljúfi, hæg- láti og hjartagóði strákur varð að ungum manni. Mikil gleði- stund! Hann var sjö ára þegar hann greindist með ódæmigerða ein- hverfu, reyndar hafði grunur um hans röskun vaknað fyrst þegar hann var þriggja ára en niðurstaðan, sem lá fyrir fjórum árum seinna, er efni í aðra grein. Eins og margir sem eru greindir á einhverfurófinu á hann erfitt með að halda uppi því sem er skilgreint sem „eðlileg félagsleg samskipti“, hvað svo sem það þýðir. En það hefur vissulega haft áhrif á getu hans til að rækta og halda vin- skap og valdið ákveðinni félagslegri einangrun, sérstaklega síðustu árin þegar krakkar hætta að vera krakk- ar og verða unglingar. Sem betur fer hefur þessi félagslega einangrun ekki þróast í að hann hafi lent í ein- elti eða einhverju slíku, það þakka ég fyrst og fremst honum sjálfum og skólunum tveimur, Breiðagerðis- og Réttarholtsskólum, og hvernig var haldið utan um hans mál. Þó hefur þessi einangrun aukist meira sl. þrjú ár. Sem foreldrar höfum við skilj- anlega áhyggjur af slíkri þróun og Covid hefur sett ákveðið strik í reikninginn þar sem ekki var mögu- leiki fyrir hann að sækja skátafundi sem hann hefur gert síðan hann var sex ára. Líkt og margir krakkar hefur son- ur minn mikið dálæti á tölvuleikjum, hann hefur sérstaka ánægju af að spila tölvuleiki þar sem maður bygg- ir upp borgir með allri tilheyrandi þjónustu sem hver borg þarf á að halda. Þegar hann spilar sína tölvu- leiki gerir hann það yfirleitt í slagtogi við aðra spilara, ýmist á Íslandi eða í útlöndum, og þá er oft mikið fjör. Eftir að hann fór að eiga samskipti við aðra á netinu fórum við mamma hans að taka eftir því að færni hans til að eiga samræð- ur tók miklum fram- förum. Það voru samt erfiðir hlutir sem þurfti að tækla sem komu upp í kjölfar tölvunotkunar- innar; að fylgjast með að ekki væri verið að svíkja þar til gerða samninga um skil- greindan skjátíma og tryggja að hann stund- aði einhverja útiveru á hverjum degi. Þó að þetta hafi að mestu gengið vel vildum við ólm fá hjálp við að styðja betur við þetta áhugamál hans. Fyrir rétt rúmum tveimur árum fékk ég boð frá vini mínum um að mæta á kynningu hjá GMI (Game Makers Iceland). Þar var hávaxinn ungur maður að nafni Ólafur Hrafn Steinarsson sem hélt fyrirlestur um nýstofnuð rafíþróttasamtök og þá sýn sem hann og samtökin höfðu á framtíð tölvuleikjaáhugamálsins á Íslandi. Í erindi sínu benti Ólafur á að tölvuleikir ættu snertiflöt við yfir 90% barna og ungmenna í landinu, en það var áhugamál sem bauð upp á næstum enga skipulagða iðkun eða þjálfun. Á þessu boðaði hann breyt- ingar; með vaxandi rafíþrótta- umhverfi á heimsvísu væru for- sendur fyrir því að færa tölvuleikjaáhugamálið í skipulagt starf sem undirbýr rafíþróttamenn framtíðarinnar á heildstæðan hátt fyrir að takast á við krefjandi um- hverfi atvinnumannsins í raf- íþróttum. Þá væri mikilvægt að huga að því að byggja heildstæðan ramma utan um starfið sem miðaði að því að skila jákvæðum ávinningi til allra iðkenda en ekki bara afreksspilara. Til þess boðaði Ólafur skilgreiningu Rafíþróttasamtaka Íslands á raf- íþróttum sem „heilbrigða iðkun tölvuleikja í skipulögðu starfi“ og að sú iðkun feli í sér að iðkandi upplifi sig sem hluta af liði, taki þátt í lík- amlegum og andlegum æfingum, fái fræðslu um mikilvægi og ávinning heilbrigðra spilahátta og lífsstíls, allt hlutir sem eru mikilvægir til að feta veg atvinnumannsins í rafíþróttum. Þessi fyrirlestur bæði heillaði og sannfærði mig um að þessi nálgun sem Ólafur kynnti væri skynsamleg og rökrétt leið til að kenna börnum heilbrigða tölvuleikjaiðkun. Svo mjög að ég skráði son minn í rafíþrótta- deild Ármanns. Það leið ekki á löngu þar til ég og móðir hans tókum eftir miklum framförum. Hann var mun ánægðari almennt, samskipti við hann á heimilinu voru auðveldari og hann var farinn að setja sínar eigin reglur varðandi skjátíma sem upp- fyllir þær reglur sem við foreldrarnir höfðum skilgreint. Ekki nóg með það heldur mætti þessi flotti strákur, sem hefur aldrei haft áhuga á iðkun hefðbundinna íþrótta, einn daginn með stolt bros á vör og kvartaði yfir því að vera drepast úr harðsperrum eftir rafíþróttaæfingu. Hann ákvað svo í vikunni að kaupa sér lóð og upp- hífingastöng fyrir fermingar- peningana. Það var ótrúlegt fyrir mig sem foreldri að sjá barnið mitt loksins blómstra í skipulögðu starfi, þegar einhver var tilbúinn að mæta honum þar sem hann var staddur í sínu áhugamáli og hvetja hann til þess að gera meira, reyna meira og að hann geti meira. Þetta var einmitt það sem heillaði mig við fyrirlest- urinn hans Ólafs og það sem ég tel að við þurfum meira af; nýstárlegar að- ferðir fyrir okkar ört breytilega sam- félag til þess að taka utan um og fjár- festa í einstaklingnum til framtíðar. Ég hlakka til að fylgjast með fram- tíð hans í rafíþróttum og framtíð okk- ar í samfélagi þar sem fjárfest er í fólkinu! Eftir Aðalstein Hauk Sverrisson Aðalsteinn Haukur Sverrisson » Þessi fyrirlestur bæði heillaði og sannfærði mig um að þessi nálgun sem Ólafur kynnti væri skynsamleg og rökrétt leið til að kenna börnum heil- brigða tölvuleikjaiðkun. Höfundur er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. adalsteinn@recon.is Skipulagt starf um stafræn áhuga- mál – fjárfesting til framtíðar! –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. júní 2021BLAÐ Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.