Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Skyrtur st. 12 -28 netverslun www.gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Lágafell, Eyja- og Miklaholtsh, fnr. 211-3411 , þingl. eig. Þórður Ingimar Runólfsson og Áslaug Sigvaldadóttir, gerðarbeiðandi Eyja- og Miklaholtshreppur, miðvikudaginn 16. júní nk. kl. 10:30. Ræktunarstöðin Lágafe, Eyja- og Miklaholtsh, fnr. 228-0330 , þingl. eig. Þórður Ingimar Runólfsson, gerðarbeiðendur Eyja- og Mikla- holtshreppur og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 16. júní nk. kl. 10:00. Kaldakinn, Dalabyggð, fnr. 211-6762 , þingl. eig. Hjörtur Egill Sigurðsson, gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, miðvikudaginn 16. júní nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 7 júní 2021 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Grundargata 45, Grundarfjarðarbær, fnr. 211-5084 , þingl. eig. Nadia Di Stefano og Agatino Farinato, gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðju- daginn 15. júní nk. kl. 11:00. Snoppuvegur 6, Snæfellsbær, fnr. 225-7359 , þingl. eig. AIG stál slf. og Arnór Ísfjörð Guðmundsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Snæfellsbær, þriðjudaginn 15. júní nk. kl. 12:20. Fossárvegur 18, Snæfellsbær, fnr. 233-6220 , þingl. eig. Arnór Ísfjörð Guðmundsson og Ólafía Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi SaltPay IIB hf., þriðjudaginn 15. júní nk. kl. 12:00. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 7 júní 2021 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30- 15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Bústaðakirkja Sumarhátíð eldri borgara í Fossvogsprestakalli verður haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 9. júní kl. 14-15.30. Skráning er í síma 528 8510 í síðasta lagi á mánudagsmorgun 7. júní. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara, meðlæti síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11.00 í Jónshúsi. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Korpúlfar Morgunleikfimi 9:45 í Borgum. Boccia kl 10 í Borgum. Helgistund í Borgum kl. 10:30. Hádegisverður 11:30 til 12:30. Spjallhópur í Borgum kl. 13. Sundleikfimi með Brynjólfi í Grafarvogssundlaug kl. 14. Minnum á að félagsvist hefst á ný á morgun miðvikudag kl. 13 og verður alla miðvikudaga í sumar. Sjáumst í sumarskapi. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10 og svo aftur kl. 18.40. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Kylfur og boltar á staðnum. Allir velkomnir. Skráningarblöð liggja frammi vegna ferðarinnar í Grasagarðinn í Laugardal þriðjudaginn 15. júní. mbl.is alltaf - allstaðar 200 mílur ✝ Einar fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1928 og lést á Hrafnistu á Sléttuvegi 26. maí 2021. Foreldrar hans voru Rósa Stein- unn Guðnadóttir húsmóðir, f. 17. maí 1899, d. 15. september 1991, og Hannes Ein- arsson fiskmatsmaður, f. 11. mars 1896, d. 7. ágúst 1970. Heimili þeirra var á Ránargötu 33 sem þau byggðu og bjuggu þar alla sína hjúskapartíð. Systkini eru Guðni Hann- esson, f. 4.4. 1925, d. 30.12. 2016, Guðný, f. 12.3. 1930. Upp- eldissystir þeirra er Ellen M. Sveins, f. 26.4. 1929. Einar átti við veikindi að stríða síðustu æviárin og dvaldi á Hrafnistuheimilum síðustu þrjú ár ævi sinnar og á Hrafn- istu Sléttuvegi frá 2020. Einar naut umhyggju kærr- ar vinkonu, Birgittu Puff, f. 23.10. 1937, f. í Þýskalandi. Þau kynntust í starfi aldraðra á Vesturgötu 7 árið 2012 og naut Einar félagsskapar hennar bæði hér á landi og í ferðum ut- anlands. Einar kvænist Katrínu Pét- 1993, börn þeirra eru Emanúel og Karin. Birnir Snær, f. 4.12. 1996, í sambúð með Snædísi Arnarsdóttur, f. 21.2. 1997 og eiga þau óskírða dóttur. Aron Skúli, f. 28.10. 1998. Sigurþór, f. 24.4. 1987, Katr- ín, f. 10.10. 1988, maki Kjartan Andri Baldvinsson, f. 6.5. 1988. Dætur þeirra eru Helena Dís og Teresa Rós. 3) Margrét Rósa, f. 15.7. 1957, er gift Sigurði H. Óla- syni, f. 17.8. 1955, synir henn- ar og Stefáns Stefánssonar eru Pétur, f. 2.6. 1986, í sambúð með Hrefnu Lind Einars- dóttur, f. 19.2. 1991, og Hann- es, f. 11.3. 1989, í sambúð með Lilju Björk Sigmundsdóttur, f. 10.10. 1988. Einar lauk samvinnuskóla- prófi og var fulltrúi hjá Veiði- málastofnun. Frá 1988 til 2003 framkvæmdastjóri hjá Lands- sambandi veiðifélaga. Einar skrifaði margar grein- ar um veiðimál og yfirlit um vatnasvæði og fossa í veiðiám. Helstu áhugamál voru í þágu bindindismála. Einar var virk- ur félagi í stúkunni Einingu nr. 14. Var einn af stofnendum ÍÚT og tók þátt í norrænu samstafi þeirra. Var í Samtökum frjáls- lyndra vinstri manna, m.a. rit- stjóri málgagns þeirra, Frjálsr- ar þjóðar. Útförin fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 8. júní 2021, klukkan 13. ursdóttur 25.8. 1950, f. 13.6. 1924, d. 16.11. 2005. Katrín var frá Syðri-Hraundal í Mýrasýslu. Einar og Katrín bjuggu lengst af í Ak- urgerði 37 sem þau byggðu og fluttu í árið 1954. Þau hófu búskap árið 1950 á Ránargötu 29 í nágrenni æskuheimilis Ein- ar. Börn þeirra eru: 1) Hannes, f. 11.10. 1950, synir hans og Ragnheiðar Gísladóttur eru Einar, f. 16.1. 1971, d. 7.6. 2019 og Grétar, f. 10.6. 1972. Sonur Grétars og Ástu Einarsdóttur er Einar Tómas. Hannes og kona hans Linda Buanak, f. 1.1. 1969, eiga synina Svein Tilapong, f. 10.6. 1993, og Stefán, f. 3.4. 1995, í sambúð með Gunnari Erni Sig- urbjörnssyni, f. 12.1. 1985. 2) Pétur, f.27.5. 1952. Eig- inkona hans er Kristín Sig- urþórsdóttir, f. 18.12. 1953. Börn þeirra eru: María Pálsdóttir, f. 7.9. 1974, maki Ingi Rúnar Gíslason og börn þeirra eru: Tanja Rós, f. 13.8. 1994, í sambúð með Guð- mundi Þór Júlíussyni, f. 29.12. Lífið er stundum skrýtið og þegar farið er yfir okkar sögu þá er svo mikill hlýhugur sem fylgir því að minnast þín en nú ertu farinn og góðu minning- arnar lifa til eilífðar. „Passaðu þig á honum pabba,“ sagði Margrét þegar hún kynnti mig fyrir þér og sagði jafnframt að hann þyldi nú ekki svona kjaftaska eins og mig. En frá fyrsta samtali þá átt- um við vel saman; Einar ástríðufullur fræðari um allt sem tengdist honum og ég gríð- arlega forvitinn um það sem hann hafði gert og af nógu var að taka til að spjalla um. Einar var mikill gæðamaður í alla staði og það var ekki hægt annað en dást að honum fyrir umhyggju og þolinmæði í hverju sem hann tók sér fyrir hendur og vandamál sem hann þurfti að leysa úr fyrir aðra voru leyst á besta veg. Oft blés á móti en það var bara leyst. Sérstaklega ber að hafa í huga þolinmæði Einars gagn- vart krökkunum og unga fólk- inu, hvernig hann hafði þolin- mæði í að kenna og skýra hlutina og þá vitna ég nú helst til barnabarna hans er mér næst stóðu, þeirra Hannesar og Péturs, sem Einar átti svo mik- ið í og lagði svo mikið af mörk- um til að þeir báðir lærðu að virða þekkingu afa síns og nátt- úrlega Katrínar ömmu sinnar í Akurgerðinu. Það var alltaf tími fyrir þá og Margréti mömmu þeirra, já og alla sem tengdust þeim og sennilega hefur hvert barna og barnabarna hans sömu sögu að segja, allir virtu Einar Hannesson fyrir þægilega fram- komu og hógværð hans, svo ekki sé minnst á að aldrei var talað illa eða niður til nokkurs manns nokkurn tíma, það var einkenni Einars. Einar var þekktur innan bindindishreyfingarinnar og var einn stórtemplara og bara það að kynnast honum gaf manni aðra sýn á þau samtök. Einar var inni í allri þjóð- félagsumræðu og hafði skoðanir á öllum málum enda með inn- byggðan skynjara á umræðuna hverju sinni, hann var ekki allt- af sammála og lét skoðanir sín- ar gjarnan í ljós. Einar minn, það væri hægt að skrifa langar rullur um hið mikla ágæti þitt en í mínu tilviki er mikil gæfa að hafa fengið að kynnast þér og umgangast þessi ár. Þú ert kvaddur með virktum sem höfðingi og það mun frá mér fylgja þér þar til við kannski hittumst og ég geti sagt þér það sjálfur. Sigurður Hilmar Ólason. Látinn er heiðursmaðurinn og bindindisfrömuðurinn Einar Hannesson. Við vorum félagar í St. Ein- ingunni nr. 14 í IOGT og varði vinátta okkar og samstarf í bindindisstarfi yfir 60 ár. Margs er að minnast frá því starfi, en hæst ber samstarf okkar í starfi Íslenskra ung- templara, en Einar var einn stofnenda þess félagsskapar ár- ið 1958. Við vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa saman að fjölmennu Norrænu ungtemplaramóti í Reykjavík 1966. Við fórum saman með Einari og Katrínu konu hans á norrænt ungtemplaramót í Sví- þjóð sumarið 1968 með fleiri hjónum, félögum í IOGT. Einar var mjög ritfær, hafði enda fengist við blaðamennsku á yngri árum, Nútíminn, blað bindindis- manna, naut skrifa hans í blað- ið. Einar starfaði við Veiðimála- stofnun í yfir 40 ár, hafði m.a. samskipti við öll veiðifélög á landinu. Einar var virtur á þessu sviði enda reynsla hans á málaflokknum yfirgripsmikil. Þeirrar reynslu naut ég í rík- um mæli þegar ég var leigutaki laxveiðiánna Dunkár í Dölum og Núpár í Eyjahreppi. Það var sko ekki sama hvernig staðið var að sleppingu seiða. Einar hóf ekki laxveiðar fyrr en með undirrituðum í Dunká en hafði gaman af. Margar ferðir fórum við saman vestur og nokkrar bráðfyndnar sögur eru til á prenti um m.a. eldamennsku okkar félaganna. Einar var formaður Bindind- is- og umferðarmálasýningar og réð undirritaðan sem fram- kvæmdastjóra þessarar fyrstu sýningar nýrra bíla árin 1961 og 1962. Það var gaman að ferðast með Einari og Katrínu m.a. um Vestfirði. Einar kunni skil á hverri sprænu leiðarinnar og stjórnum veiðifélaga svæðanna. Á sparidögum eldri borgara á Hótel Örk fékk ég Einar til að flytja fyrirlestra um laxveiðiár á Íslandi og þótti gestum mikið koma til kunnáttu hans er hann rakti nöfn á ám hringinn í kringum landið. Aldrei fann ég fyrir 16 ára aldursmun okkar Einars, enda var hann alla tíð síungur og skemmtilegur. Síðustu árin eignaðist Einar góða vinkonu, Birgittu Puff, og var gaman að fylgjast með þeim rækta vináttu sína og samskipti, en hún var Einari stoð og stytta í veikindum hans. Þau fóru með okkur í skemmtiferðaskipasigl- ingu um Eystrasaltið fyrir nokkrum árum. Fyrir hönd félaga í st. Ein- ingunni nr. 14 flyt ég þakkir fyrir mikið og farsælt starf Ein- ars fyrir stúkuna og bindind- ishugsjónina. Við leiðarlok er þakkað fyrir samstarf og samveru eldri tíma og innilegar samúðarkveðjur sendum við til Birgittu og fjöl- skyldna barna Einars. Minningin um góðan og traustan heiðursmann lifir. Gunnar Þorláksson og Kolbrún Hauksdóttir. Fallinn er frá Einar Hann- esson 93 ára gamall. Einar hóf störf hjá embætti veiðimála- stjóra árið 1947. Þar starfaði hann náið með veiðimálastjóra, Þór Guðjónssyni, næstu áratugi. Á starfstíma Einars þróaðist starfsemi veiðimálastjóra mikið og náði að lokum til stjórnsýslu, rannsókna og ráðgjafar í veiði- málum. Átti Einar drjúgan þátt í því. Einar var ritfær vel og skrifaði mikið um veiðimál og áttu skrif hans ríkan þátt í að efla veiðimálin. Einar var mjög tryggur starfsmaður og átti auðvelt með að umgangast fólk sem kom sér vel í samskiptum við veiðiréttarhafa og stang- veiðimenn um land allt. Auk mikils áhuga á veiðimálum var Einar virkur félagi í Góðtempl- arahreyfingunni og reyndist þar öflugur liðsmaður líkt og í veiði- málunum. Talsverður vöxtur varð í starfi Veiðimálastofnunar á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar og hófum við undirrituð störf þá. Þar með hófust kynni okkar af Einari. Í fyrstu tók hann okkur unga fólkinu af ákveðinni varúð en smá saman komst á gagnkvæmt traust. Einar hafði létta lund og naut sín vel innan um fólk. Oft var glatt á hjalla í kaffitímum og var Einar þar hrókur alls fagn- aðar. Í starfi sínu þurfti hann að hafa samskipti við fólk um land allt í síma og á þeim tíma var sambandið oft lélegt og þurfti því að tala hátt. Þann sið lagði Einar aldrei af og talaði alltaf hátt í síma. Höfðu sumir á orði að nóg væri fyrir hann að opna gluggann og myndi þá heyrast út á land. Einhverju sinni tók starfmaður sig til og hermdi eft- ir Einari á kaffistofunni. Ekki vildi betur til en að Einar kom að honum við þá iðju og sagði „þegiðu hermikrákan þín“ og hló svo dátt að öllu. Eftir giftusamt starf á Veiði- málastofnun starfaði Einar hjá Landssambandi veiðifélaga og skilaði þar góðu starfi. Sam- skiptin við Einar héldu því áfram og það var gott að finna hvað hann bar mikið traust til okkar sem áfram vorum á Veiði- málastofnun og sýndi tryggð við stofnunina alla tíð. Við kveðjum góðan dreng og fyrrum vinnufélaga og sendum fjölskyldu Einars hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Hannessonar. Sigurður Guðjónsson, Guðni Guðbergsson, Magnús Jóhannsson, Sigurður Már Einarsson og Þóra Vignisdóttir. Löngum og farsælum æviferli er lokið. Vinur minn og fyrrver- andi samstarfsmaður Einar Hannesson er látinn í hárri elli. Samstarf okkar hófst þegar ég tók við formennsku í Landssam- bandi veiðifélaga sumarið 2000. Þá hafði Einar, sem var á átt- ræðisaldri, lýst því yfir að hann myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri landssam- bandsins. Mitt fyrsta verk var að óska eftir því að hann endur- skoðaði ákvörðun sína um að hætta og halda starfinu áfram um sinn. Ég þurfti ekki að bíða svarsins lengi og með okkur tókst vinátta og samstarf sem seint verður fullþakkað. Einar markaði djúp spor í sögu veiði- mála á Íslandi. Hann vann sem fulltrúi veiðimálastjóra á Veiði- málastofnun í 41 ár. Á þeim vettvangi kom hann að stofnun margra veiðifélaga og var óþreytandi að ráðleggja og leið- beina um starf þeirra. Eftir hann liggur fjöldi blaðagreina og rita sem geyma ómetanlegan fróðleik um þróun veiðimála á Íslandi. Árið 1988 hefur Einar síðan störf sem framkvæmda- stjóri Landssambands veiði- félaga. Átti hann stóran þátt í mótun á starfi Landssambands- ins og stýrði skrifstofuhaldinu af mikilli festu enda reglumaður í hvívetna. Einar var bindind- ismaður og lét til sín taka á þeim vettvangi. Hann var einatt hrókur alls fagnaðar á aðalfund- um okkar og sjálfur lifandi sönnun þess að hægt er að skemmta sér vel án áfengis. Einar var mikill persónuleiki. Hann var kvikur í hreyfingum og það sópaði að honum á mannamótum. Í einkalífi var hann gæfumaður. Þau hjónin Einar og Katrín voru mjög sam- rýnd í leik og starfi. Saman ferðuðust þau víða og hann sagði mér að þessar ferðir voru oft ekki skipulagðar lengra en svo að bílaleigubíll væri til reiðu á erlendri grund og síðan réði kylfa kasti hvar gist yrði næstu nótt. Svona var Einar, áræðinn heimsmaður. Einar helgaði veiðimálum alla starfsævi sína og það er því táknrænt að hann skuli vera borinn til grafar í júní, sem er á sama tíma og veiðiréttareigendur koma jafnan saman á aðalfundi Landssam- bands veiðifélaga. Að leiðarlok- um er þakklæti efst í huga. Það er mér dýrmætt að hafa kynnst Einari og ég þakka vináttu hans og umhyggju í öllum samskipt- um okkar. Fjölskyldu Einars votta ég samúð mína við fráfall hans. Óðinn Sigþórsson. Einar Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.