Morgunblaðið - 08.06.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
HÁDEGISMATUR alla daga ársins
Bakkamatur
fyrir fyrirtæki og mötuneyti
Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum,
sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt,
einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum
fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum.
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is
SKÚTAN
Matseðill og nánari upplýsingar á
veislulist.is
Heiða Árnadóttir söngkona og
Gunnar Gunnarsson píanóleikari
flytja lög franska tónskáldsins Mic-
hels Legrand (1932-2019) á tón-
leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í
kvöld, þriðjdag, kl. 20. Legrand er
hvað þekktastur fyrir að hafa sam-
ið söngleiki og tónlist við kvik-
myndir og verða lögin flutt á ís-
lensku. Textarnir voru samdir af
Árna Ísakssyni og Braga Valdimari
Skúlasyni.
Á efnisskránni verða m.a. flutt
lögin „What are you doing the rest
of your life?“ úr kvikmyndinni The
Happy ending, „You must believe in
spring“ úr kvikmyndinni The
Young Girls of Rochefort, „I will
wait for you“ úr söngleiknum The
Umbrellas of Cherbourg og „The
summer knows“ úr kvikmyndinni
Summer of ’42.
Miðasala á tónleikana fer fram á
tix.is.
Flytja lög Michels Legrand í Fríkirkjunni
Tónskáld Michel Legrand.
Tugir heims-
kunnra tónlistar-
manna taka nú
þátt í herferð
fyrir því að
greiðslur til
þeirra fyrir
streymi á tónlist
verði hækkaðar.
Meðal hinna
frægu eru hljóm-
sveitirnar The Rolling Stones og
Pet Shop Boys og tónlistarmenn-
irnir Tom Jones, Van Morrison of
Jarvis Cocker. Hefur hið fræga tón-
listarfólk ritað undir bréf til Boris
Johnson, forsætisráðherra Bret-
lands, um hærri þóknun fyrir
streymi á lögum og þá bæði til flytj-
enda og lagahöfunda.
Fyrir herferðinni fara hin ýmsu
samtök og hagsmunafélög tónlist-
armanna og tónlistarútgefenda.
Ber hún yfirskriftina #BrokenRe-
cord initiative og hófst í apríl með
þátttöku Paul McCartney, Kate
Bush, hljómsveitarinnar Led Zep-
pelin og fleiri frægðarmenna í
heimi tónlistarinnar.
Með herferðinni er bent á að tón-
listarmenn og -höfundar fái afar
lágar greiðslur fyrir streymi á lög-
um sínum í veitum á borð við Spoti-
fy og fleiri.
Berjast fyrir hærri greiðslum af streymi
Van Morrison
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Að brenna leirmuni við opinn eld
eru frumstæðar brennsluaðferðir
sem við viljum halda í heiðri. Við
viljum endurvekja og þróa þessar
aðferðir fortíðar, hvort sem það er
grindarbrennsla, holubrennsla eða
tunnubrennsla,“ segir Hrönn
Waltersdóttir leirlistamaður, en
hún er ein af þeim tíu sem skipa
hópinn Brennuvarga sem opnaði
sýninguna „Vits er þörf þeim er
víða ratar“ á Nýp á Skarðsströnd
um liðna helgi. Ásamt Hrönn eru
meðal Brennuvarga þær Guðbjörg
Björnsdóttir, Hólmfríður Vídalín
Arngrímsdóttir, Ingibjörg Klem-
enzdóttir, Katrín V. Karlsdóttir,
Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Al-
dís Helgadóttir, Þórdís Sigfúsdótt-
ir, Hafdís Brands og Arnbjörg
Drífa Káradóttir.
„Við þessar tíu leirlistakonur
búum vítt og breitt um landið,
komum frá Ólafsfirði, Selfossi,
Hveragerði, Eyrarbakka, Keflavík
og Reykjavík. Við sameinumst í
áhuga okkar á því að brenna leir í
lifandi eldi, en við byrjuðum á því
árið 2017 þegar við vorum með
vinnusmiðju þar sem við fengum
sænskan kennara til okkar, leir-
listamanninn Anders Fredholm.
Þá vorum við með viðarbrennslu í
Ölfusinu og þar kviknaði þessi
mikli áhugi og til varð félags-
skapurinn Brennuvargar. Við hitt-
umst reglulega til að æfa okkur að
brenna í ólíkustu brennslum, holu-
brennslum, viðarbrennslum, gas-
brennslum, rakúbrennslum og
fleiri, því þetta eru margar aðferð-
ir. Í brennslu við opinn eld er allt-
af óvissa hvað kemur út, hvernig
askan, loftið og eldurinn hegða
sér, hvað við náum háu hitastigi og
fleira hefur áhrif á útkomuna. Við
leggjum af stað með eitthvað og
svo gerist eitthvað skemmtilegt.“
Náttúruöflin taka við
Hrönn segir að fyrir sýninguna
á Nýp á Skarðsströnd hafi þær
brennt munina sína í stórum sér-
stökum gas- og viðarbrennsluofni
sem þar er staðsettur.
„Þessi ofn er sá eini sinnar teg-
undar á Íslandi og er með þrjá
stóra brennara fyrir gas og við
dælum miklu timbri í ofninn, heil-
um rúmmetra af harðviði. Bjarn-
heiður Jóhannsdóttir er okkur inn-
an handar sem ráðgjafi og
brennslustjóri ofnsins á Nýp, en
hún er ekki félagi í Brennuvörg-
um. Núna fyrir þessa sýningu á
Nýp notuðum við litarefni í gler-
unginn okkar úr héraðinu, úr Búð-
ardal og Fagradal, en líka frá
Heklu. Þetta eru íslensk jarðefni
sem við sækjum út í náttúruna,
hreinsum, mölum og blöndum við
önnur glerungaefni til að fá
ákveðnar áferðir á leirmunina. Það
er virkilega mikil spenna sem er í
gangi við brennsluna og við verð-
um stundum mjög æstar,“ segir
Hrönn og hlær.
„Þetta krefst mikillar æfingar
og því þurfum við að brenna mörg-
um sinnum til að ná tökum á þess-
um aðferðum, útkoman er svo
margbreytileg af því náttúruöflin
taka við þegar í ofninn er komið,
þar sem loftið og eldurinn, sjálf
orka alheimsins leikur á verkin
okkar.“
Hún gekk um þvera Evrópu
Brennuvargarnir eru með sýn-
ingu sinni á Nýp að heiðra minn-
ingu Guðríðar Þorbjarnardóttur,
landnámskonu og heimshorna-
flakkara og er yfirskrift sýningar-
innar tilvitnun í Hávamál: „Vits er
þörf þeim er víða ratar“.
„Hún fæddist árið 980 á Laugar-
brekku á Hellisvöllum undir Jökli,
sem er ekki langt frá því svæði
þar sem við erum með sýninguna.
Við viljum halda sögu merkilegra
kvenna fortíðar á lofti, en Guð-
ríður var einn mesti heimshorna-
flakkari miðalda. Hún var ævin-
týragjörn kona sem gekk um
götur í skinnskóm og sigldi á sjó í
opnum báti lengra en nokkur ann-
ar sem uppi var á hennar tíð. Hún
sigldi nokkrum sinnum milli
Grænlands, Ameríku og Noregs og
fór að lokum til Rómar að öðlast
syndaaflausn. Hún fór átta ferðir
um heimshöfin í opnum víkinga-
báti og gekk um þvera Evrópu til
Rómar og til baka aftur. Konur
þessa tíma eru margar týndar, en
það er alltaf verið að tala um karl-
ana. Við viljum leggja okkar af
mörkum til að draga konurnar
fram í ljósið og þess vegna heiðr-
um við og kynnum Guðríði með
sýningunni okkar.“
Brennuvargar heiðra Guðríði
- Vilja halda sögu merkilegra kvenna fortíðar á lofti - Leirlistakonur með sýningu á Nýp
- Í brennslu við opinn eld er alltaf óvissa hvað kemur út - „Við verðum stundum mjög æstar“
Vasklegar Brennuvargar ásamt brennslustjóra við ofninn á Nýp. Fremri röð f.v.: Katrín V. Karlsdóttir, Hrönn
Waltersdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir (brennslustjóri), Ólöf Sæmundsdóttir, Inga
Klemenz. Aftari röð, f.v.: Guðbjörg Björnsdóttir, Hafdís Brands, Þórdís Sigfúsdóttir, Arnbjörg Drífa Káradóttir.
Gaman að brenna Gas- og viðarbrennsluofninn á Nýp er sá eini sinnar teg-
undar á Íslandi. Hér eru Brennuvargar kátir að störfum við ofninn.
Sýning á verkunum verður á Nýp
6.-19. júní og í framhaldinu einnig í
Vínlandssetrinu Leifsbúð í Búðar-
dal 20. júní til 31. ágúst.
Nánar: brennuvargar.com