Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKU TALI Sjónvarpsverðlaun bresku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar, Bafta, voru afhent um helgina og stóð Michaela Coel uppi sem helsti sigurvegari þeirra. Coel hlaut verðlaunin fyrir besta hand- rit, leikstjórn og bestu leikkonu í aðalhlutverki fyrir þáttaröð sína I May Destroy You sem hlotið hefur mikla athygli og lof á undanförnum mánuðum. Einnig hlutu þættirnir verðlaun sem besta stutta þáttaröð- in. Coel hlaut fyrir tveimur vikum hin sérstöku fagverðlaun Bafta, Bafta Craft Awards, fyrir handrit þáttanna og leikstjórn. Af öðrum helstu siguvegurum nýliðinnar helgar ber að nefna Paul Mescal sem verðlaunaður var sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Normal People og dans- hópurinn Diversity hlaut verðlaun fyrir atriði sem nauðsynlegt væri að sjá. Hópurinn túlkaði með dansi drápið á Goerge Floyd í Bandaríkj- unum og Black Lives Matter- hreyfinguna. Atriðið var sýnt í hæfileikakeppninni Britain’s Got Talent. Kvikmyndabálkur Steves McQueens, Small Axe, halut flestar tilnefningar en aðeins ein verðlaun, fyrir besta leikara í aukahlutverki, Malachi Kirby, sem lék í kvikmynd- inni Mangrove. Besta leikkona í aukahlutverki var Rakie Ayola fyr- ir leik sinn í Anthony sem segir af Anthony Walker, 18 ára enskum dreng af jamaískum uppruna sem var myrtur af kynþáttahatara árið 2005. Heildarlista verðlaunahafa má finna á vef BBC. Margverðlaunuð Michaela Coel í I May Destroy You. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir þættina og nú síðast Bafta-sjónvarpsverðlaunin þar sem verðlaunin voru fern. Coel margverðlaunuð á Bafta-hátíð Nýjar alþjóðlegar heimildar- myndir verða sýndar á heimild- armyndahátíðinni IceDocs sem hefst 24. júní á Akranesi og lýkur þann 27. Hátíðin verður nú haldin í þriðja sinn og fyrr en hin síðustu ár, í júní í stað júlí. Auk sýninga á heimildarmyndum verður boðið upp á ýmsa viðburði sem fjallað verður um síðar. Nú liggur fyrir hvaða myndir verða sýndar þótt einhverjar eigi eftir að bætast við dagskrána. Þær sem staðfestar hafa verið eru eft- irfarandi: Gunda eftir Viktor Kossakovski fjallar um gyltuna Gundu og segir í tilkynningu að myndin hafi fengið mikil viðbrögð og þyki mikilvægt innlegg í vegan-umræðuna. Hefur leikarinn Joaquin Phoenix m.a. vakið athygli á henni. President frá Danmörku er eftir Camillu Nielsen og vann til verð- launa á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Hún fjallar um forsetakosn- ingar í Zimbabve og hefur hlotið mikið lof. The Wall of Shadows frá Pól- landi er eftir Elizu Kubarska og Moniku Braid. Er hún í tilkynn- ingu sögð áhrifamikil mynd um pólska fjallagarpa sem fá sherpa sér til leiðsagnar í göngu upp á heilagt fjall. Adolescentes frá Frakklandi er eftir Sébastien Lifshitz og var val- in besta heimildarmyndin á César- verðlaununum frönsku í ár. Hún fjallar um samband tveggja ung- lingsstúlkna af ólíkum uppruna og fylgir lífi þeirra eftir í nokkur ár. Lost Boys frá Finnlandi er eftir Sadri Cetinkaya og Joonas Neuv- onen og ein tekjuhæsta heimildar- mynd allra tíma í Finnlandi. Hún segir af nokkrum körlum sem fara í ferðalag um Kambódíu sem ein- kennist af taumlausri eiturlyfja- notkun og samneyti við vændis- konur. Croc of Gold: A few rounds with Shane McGowan eftir Julien Temple er framleidd af leikaranum víðfræga Johnny Depp. Sögu tón- listarmannsins Shanes McGowans er fléttað saman við sögu Írlands og sjálfstæðisbaráttu Norður-Íra, segir í tilkynningu. Fleiri heimildarmyndir hátíð- arinnar verða kynntar á næstunni og fara allar kvikmyndasýningar fram í Bíóhöllinni á Akranesi og viðburðir verða á fleiri stöðum, m.a. í Akranesvita. Af einstökum viðburðum má nefna tónleika með hljómsveitinni Flott, GusGus og DJ Sturlu Atlas. Heimasíðu hátíðarinnar má finna á slóðinni icedocs.is. Svínssaga Úr heimildarmyndinni Gunda sem fjallar um samnefnda gyltu. Lost Boys Eiturlyf og vændi í Kambódíu í finnsku myndinni Lost Boys. Svín og Shane McGowan - Dagskrá heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs tekur á sig mynd - Haldin á Akranesi í þriðja sinn 24.-27. júní Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hlýtur hin virtu ítölsku verðlaun Tiziano Terzani Int- ernational Liter- ary Prize fyrir bók sína Um tímann og vatn- ið. Í umsögn dómnefndar seg- ir m.a. að Andri Snær minni okkur mannfólkið á að líf okkar og til- vera sé náttúrunni háð og hún biðji okkur að fylgja sínum takti. „Um tímann og vatnið er neyð- arkall til heimsbyggðarinnar, skrifað á auðskilinn, áhrifaríkan og nákvæman hátt sem dýpkar skilning okkar á stærð vandamáls- ins,“ segir þar meðal annars um bókina sem á ítölsku ber titilinn Il tempo e l’acqua. Bókin kom út á Ítalíu í fyrra í þýðingu Silviu Cosimini og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi, að því er seg- ir í tilkynningu. Terzani-verðlaun- in voru fyrst afhent árið 2004 og heiðra minningu ítalska blaða- mannsins og rithöfundarins Tizi- ano Terzani sem var þekktur fyrir alþjóðlegt sjónarhorn sitt og ferðasögur sem hafa selst í millj- ónum eintaka um allan heim. Verðlaunin verða afhent í byrjun júlí á Vicino/Lontano-hátíðinni í Udine. Andri Snær hlýtur Terzani-verðlaunin Andri Snær Magnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.