Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 4
Ekki skylt að samein- ast en skilmálar settir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meirihluti umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis leggur til að umdeilt orðalag um að ráðherra sveitar- stjórnarmála skuli hafa frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem ekki ná lágmarksíbúafjölda verði fellt út úr frumvarpi ráðherrans um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans. Fulltrúar margra minni sveitarfé- laga höfðu lýst andstöðu við þetta ákvæði og ráðherra lýsti því yfir í vet- ur að hann væri opinn fyrir umræðu um málamiðlanir til að tryggja breiðari samstöðu. Stefnt að því sem markmiði að íbúar verði ekki færri en 1.000 Segir í álitinu að nefndin hafi unnið að breytingartillögum við frumvarpið í samvinnu við samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið og þær einnig verið sendar til sveitarfélaga til um- sagna. Afar brýnt sé að ná fram sam- stöðu um þær breytingar sem ráðast á í til þess að efla sveitarstjórnarstig- ið. Meirihlutinn leggur til að í stað þess að kveða á um að lágmarksíbúa- fjöldi sveitarfélags skuli vera 1.000 íbúar verði kveðið á um þá almennu stefnumörkun að stefna skuli að því að lágmarksstærð sveitarfélags verði 1.000 íbúar. Í breytingartillögum meirihlutans eru einnig lagðar ýmsar skyldur á sveitarfélög sem ná ekki lágmarksstærð til að ná markmiðum um aukna sjálfbærni þeirra. Þessum sveitarfélögum ber innan árs frá sveitarstjórnarkosningum að hefja annaðhvort formlegar sameiningar- viðræður við annað eða önnur ná- grannasveitarfélög eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu til þess að sinna lögbundnum verkefnum. 10% íbúa geti farið fram á bindandi atkvæðagreiðslu „Álitið skuli sent ráðuneytinu til umsagnar og síðan kynnt íbúum sveitarfélagsins ásamt umsögn ráðu- neytisins. Eftir að álitsgerðin liggur fyrir beri sveitarstjórn að taka form- lega afstöðu til þess hvort rétt sé að hefja sameiningarviðræður og hafa um sameininguna tvær umræður skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga. Ákveði sveitarstjórn að hefja ekki samein- ingarviðræður geti 10% þeirra íbúa sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi farið fram á almenna og bindandi at- kvæðagreiðslu um ákvörðunina,“ segir um breytingartillögurnar í nefndarálitinu. „Skylda samkvæmt ákvæðinu virkjast við hverjar sveitarstjórnar- kosningar og ber því sveitarstjórn sveitarfélags sem hefur færri en 1.000 íbúa við kosningar að hefja sameiningarviðræður eða láta vinna álitsgerð eftir kosningar óháð því hvort fyrir liggi eldri álitsgerð af sama meiði eða hvort slíkar viðræður hafi áður farið fram,“ segir þar enn- fremur. Sveitarstjórnarráðuneytinu er fal- ið sérstakt eftirlitshlutverk vegna álitsgerðarinnar. Jafnframt er lögð sú skylda á þessi sveitarfélög að kynna álitsgerðina og umsögn ráðu- neytisins íbúum. Ef íbúar fella í at- kvæðagreiðslu ákvörðun sveitar- stjórnar að hefja ekki viðræður um sameiningu skal sveitarstjórn verða við ósk íbúanna og fara í sameining- arviðræður. Þá þarf einnig að ljúka þeim viðræðum með atkvæðagreiðslu íbúa og gæti þannig komið til þess að tvær atkvæðagreiðslur færu fram um málið. - Skyldur lagðar á sveitarfélög sem ná ekki lágmarksstærð Morgunblaðið/Eggert Alþingi Sveitarstjórnafrumvarpið fór til 2. umræðu sl. mánudag. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hyggst styrkja Hið ís- lenska bókmenntafélag um 16 milljónir króna næstu fjögur árin, samkvæmt ákvæðum samstarfs- og styrktarsamnings sem undirritaður var í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær. Markmið samningsins er meðal annars að efla starf- semi og útgáfu Bókmenntafélagsins í þeim tilgangi að styðja og styrkja íslenska tungu. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forseta Bókmenntafélags- ins, er styrkurinn frá Brimi mikilvæg viðbót við tekju- stofna félagsins en það varð fyrir miklu fjárhagstapi þeg- ar kórónuveirufaraldurinn brast á, þar sem húseign í þeirra eigu var á leigu hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Mikilvægt að efla menninguna Hið íslenska bókmenntafélag hefur verið starfrækt frá árinu 1816 og á sér ríka sögu en félagið var meðal annars hornsteinn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á sínum tíma. Guðmundur Kristjánsson, stjórnarmaður Brims, kvaðst ánægður með tækifærið til að styrkja þessa starf- semi. „Við kynntum okkur þetta félag og komumst að því að þetta er eitt merkilegasta félag á Íslandi. Það er bara heiður fyrir okkur að fá að vinna með þeim í fjögur ár af þessum 205 sem eru komin.“ Benti Guðmundur einnig á að ef eitthvað hefði haldið lífi í okkur Íslendingum allar þessar aldir þá væri það bókmenntahefðin og útgerðin. Telur Jón, forseti Bókmenntafélagsins, einnig mikil- vægt að stórfyrirtæki á Íslandi beiti fjárhagskröftum sínum til að styrkja menningarfyrirtæki og sagðist hann vona að fordæmið sem Brim hefði sett yrði öðrum til eft- irbreytni. Hefur sjávarútvegsfyrirtækið einnig ákveðið að hefja átak þar sem markmiðið er að efla íslenska tungumála- kunnáttu erlends starfsfólks, meðal annars með nám- skeiðum og í gegnum samstarf við utanaðkomandi ein- staklinga. Segir Guðmundur að Hið íslenska bókmenntafélag hafi veitt þeim innblástur til að gera betur í þessum mál- um en íslensk tunga er grunnurinn að menningu okkar og ber okkur skylda að hlúa að henni og gera nýbúum kleift að læra hana. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samningur Þeir Guðmundur Kristjánsson (t.v.) og Jón Sigurðsson takast í hendur eftir undirskriftina. Brim styrkir Bókmennta- félagið um 16 milljónir - Brim gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags Gígur eldgossins í Geldingadal lokast smátt og smátt en aðalflæðið úr honum rennur undir hrauni sem sést ekki á yfirborðinu. Þorvaldur Þórðarson prófessor hjá Jarðvís- indastofnun segir þróunina vera í átt að dyngjugosi en er þó ekki tilbúinn að fella dóm um það fyrr en stór hrauntjörn myndist yfir gígnum. Otti Rafn Sigmarsson hjá björg- unarsveitinni Þorbirni segir að nú sé ekki hægt að komast jafn nálægt gígnum og áður. Gosið sjáist greini- lega en sé ekki jafn tilkomumikið. Gígurinn sé að lokast svo hraun- flæðið skjótist ekki lengur jafn hátt upp í loftið. Í gær upphófust gróðureldar við gosjaðarinn sem varð til þess að mistur barst inn yfir höfuðborgar- svæðið. Otti sagði eldana hafa hjaðn- að hratt en bendir á að ekki sé óeðli- legt að það myndist gróðureldar í návígi við eldgos. Nú hefur Íslendingum fækkað og ferðamönnum fjölgað sem leggja leið sína að gosinu. Því er jafnari straumur af fólki yfir daginn en ekki sama álagið á kvöldin og var. Otti segist ekki finna mun á viðmóti ferðamanna og Íslendinga en segir að langflestir séu kurteisir og komi vel fram við björgunarsveitina og aðra á gosstöðvunum. Á vef mbl.is er hægt að fylgjast með eldgosinu í beinu streymi frá þremur vef- myndavélum. thorab@mbl.is Gosið ekki jafn tilkomumikið - Jafnari straumur fólks yfir daginn Andrés Magnússon andres@mbl.is Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi, segir lækkun skatta vera á dagskrá næstu ríkisstjórnar, eigi flokkur hans aðild að henni. Það sé nákvæmlega það sem efna- hagslífið þarfnist, bæði fólk og fyrirtæki. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Óla Björn í Dag- málum í dag, en þar ræðir hann meðal annars um fjölmiðla- umhverfið, ríkisstjórnarsamstarfið og horfur í stjórnmálum. Ekki síð- ur rekur hann þó lífsviðhorf sín, sem mótað hafa hans pólitísku skoðanir, en þau kveðst hann hafa meðtekið barn að aldri í bakaríinu heima á Sauðárkróki. „Það vitlausasta sem við gætum gert við núverandi aðstæður er að leggja auknar álögur á fyrirtæki og launafólk vegna þess að þær drepa niður, þær hægja á öllu,“ segir Óli Björn þegar hann er spurður út í skattamálin. „Okkar hlutverk á komandi misserum og árum er að skrúfa frá súrefninu, ýta undir með fólki. Það getum við gert með lægri sköttum, en ekki síður með einföldun á regluverki, með því að gera atvinnulífi og launafólki lífið þægilegra, svo sem eins og með stafrænni stjórnsýslu, sem er risa- mál.“ Hann játar þó að ná þurfi betur utan um opinberan rekstur. „Við verðum að viðurkenna það, sér- staklega við sjálfstæðismenn, að það á sér stað veruleg sóun í rekstri ríkisins,“ segir Óli Björn og segir skattgreiðendur ekki alltaf fá peninganna virði. „Þetta er verk- efnið. Ekki það að halda áfram og dæla meiru inn í ríkissreksturinn, heldur að fara betur með, byggja undir atvinnulífið, létta undir með fólki með því að auka súrefnisgjöf- ina og lækka skatta, þetta er svo einfalt. Ég lærði það í bakaríinu!“ Lægri skattar og ráðdeild á dagskrá - Óli Björn Kárason í Dagmálum í dag Morgunblaðið/Hallur Dagmál Óli Björn mótaði lífsskoð- anirnar í bakaríinu á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.