Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 09.06.2021, Síða 6
Ríflega milljarður af sölu tónlistar í fyrra Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi þróun er afskaplega jákvæð enda var bransinn á stöðugri niður- leið frá 2007 til 2015. Þá byrjaði þetta að stíga aftur með streyminu,“ segir Eiður Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags hljómplötufram- leiðenda. Í nýrri mark- aðsskýrslu félags- ins fyrir árið 2020 kemur fram að heildarsala tón- listar hér á landi var rétt yfir einn milljarður króna. Að nafnvirði er þetta stærsta árið frá upphafi en að raunvirði það söluhæsta síðan árið 2007. Streymi á íslenskri tónlist skilaði tekjum upp á 167 milljónir króna í fyrra en streymi á erlendri tónlist skilaði 763 milljónum króna hér á landi. Sala á íslenskum plötum skilaði 44 milljónum en sala á erlendum plötum 50 milljónum. Eiður segir að aukningin milli ára sé nær öll í streymi en þó sé ánægju- legt að sala á hljómplötum hafi aukist í fyrra. „Það gerðist síðast árið 2011,“ segir Eiður. Mikill meirihluti tónlistarneyslu fer fram í gegnum streymi. Í skýrsl- unni kemur fram að um 91% af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist komi frá streymi. Í fyrra voru mæld- ir 1,2 milljarðar streyma hér á landi og fer meirihluti þeirra í gegnum Spotify. Árið 2019 voru mæld streymi rétt yfir milljarður. Eiður segir að 95% umræddra streyma séu frá greiðandi áskrifendum og því má ætla að hver greiðandi áskrifandi hafi streymt um ellefu þúsund lög- um. Sé tekið tillit til fjölskyldu- áskrifta er meðalstreymi hjá hverj- um notanda um sjö þúsund streymi. Minna af íslenskri tónlist Spotify-áskriftum fjölgaði um 5% milli ára en streymum fjölgaði um ríflega tíu prósent. Má að líkindum rekja þá aukningu til breyttrar notk- unar á tímum kórónuveirunnar. At- hygli vekur að þótt tekjur séu smám saman að aukast af sölu tónlistar hér á landi þá minnkar hlutdeild ís- lenskrar tónlistar á sama tíma. „Það eru eiginlega tvær skýringar á þessu,“ segir Eiður í samtali við Morgunblaðið. „Aukningin er nær al- farið í streymi og þar er hlutfallið 82% erlend tónlist á móti 18% ís- lenskrar. Eftir því sem streymið eykst sígur íslenska hlutdeildin á sama tíma. Það er nú bara þannig að þegar þú labbar inn í plötubúð, ef við ímyndum okkur Spotify sem plötu- búð, þar sem eru 50 milljón erlend lög, þá er afskaplega lítill fókus á ís- lenska tónlist. Fyrir utan þetta hefur sú aukning sem orðið hefur í sölu á hljómplötum öll verið í erlendri tón- list,“ segir hann ennfremur. Hlutdeild íslenskrar tónlistar er nú aðeins 21% af heildarsölunni hér á landi. Sölutekjur innlendra tónlistar- rétthafa vegna ársins 2020 eru aðeins fjórðungur tekna þeirra árið 2006 að raunvirði. Í skýrslunni er rakið að um aldamót hafi verðmæti íslenskrar og erlendrar tónlistar verið nokkuð jafnt en næstu ár á eftir hafi íslensk tónlist aukið hlutdeild sína. Ástæðan var ólögleg dreifing erlendrar tón- listar á netinu. Eftir að Spotify var opnað hér á landi 2013 byrjaði heild- armyndin að breytast á ný og færðist nær því jafnvægi sem ríkti milli inn- lendrar og erlendrar tónlistar fyrir tíma netsins. Á síðustu sex árum hef- ur velta Spotify nærri nífaldast. Stærstur hluti þeirrar tekjuaukn- ingar sem sú þróun hefur fært tón- listarrétthöfum fer þó til útlanda. Bríet og Hafdís Huld vinsældar Tónlistarkonan Bríet naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Plata hennar, Kveðja, Bríet, var í öðru sæti yfir þær plötur sem mest var streymt og lagið Esjan var það íslenska lag sem oftast var hlustað á í streymi. Alls var hlustað á það næstum 1,6 milljón sinnum hér á landi. Sú plata sem mest var streymt var hins vegar Vögguvísur Hafdísar Huldar. Næst- vinsælasta íslenska lagið í streymi var Í kvöld er gigg með Ingó veður- guð með ríflega eina milljón hlust- ana. Mest seldu hljómplötuna átti Vík- ingur Heiðar Ólafsson en tæp 1.400 eintök seldust af Debussy/Rameau. Næst á eftir kom plata Ásgeirs Trausta, Sátt, og jólaplata Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thor- lacius. - Um 91% af tekjunum kemur frá streymi - 1,2 milljarðar streyma í fyrra - Hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkar Eiður Arnarsson Sala og streymi tónlistar á Íslandi Heildarverðmæti, milljónir kr. 2010-2020 á raunvirði Heildarsala árið 2020,plötur (CDog vínill) og streymi 1.000 800 600 400 200 0 Sala á CD og vínil Stafræn sala tónlistar Íslensk tónlist Streymi 16,4% Plötur 4,3% Erlend tónlist Streymi 74,5% Plötur 4,8% 9% 91% Heimild: Félag hljómplötuframleiðenda '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Plötur Streymi Mest streymdu lögin á Spotify 2020 1 Roses – Imanbek Remix SAINt JHN 1.137.635 streymi Esjan BRÍET 1.584.905 streymi Blinding Lights TheWeeknd 1.965.562 streymi 32 Víkingur Heiðar Ólafsson átti mest seldu plötu ársins 2020. Hann seldi 1.396 eintök af plötunni Debussy • Rameau á geisladiskum og vínil. 21% 79% Íslensk Erlend Stærsti útgef- andi landsins árið 2020 var Alda Musicmeð ríflega 34% útgefinna titla á geisladiskum og vínil eða um 36% af heildarverð-mæti sölu. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Kosning stjórnar og varamanna 4. Tryggingafræðileg athugun 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Skráning á fundinn og vefstreymi hans fer fram á frjalsi.is. Sjálfkjörið er í aðalstjórn og varastjórn. Fundargögn og aðrar upplýsingar um fundinn má nálgast á vefsíðu sjóðsins. Við komu á fundinn þurfa sjóðfélagar að framvísa skilríkjum með mynd. Grímuskylda er á fundinum vegna sóttvarnareglna. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 10. júní kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er mjög góð tilfinning. Hér er allt komið af stað og maður sér gleðina í andlitum kvikmyndahúsa- gesta,“ segir Konstantín Mikaels- son, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu. Greint var frá því í gær að aðsókn í kvikmyndahús væri loks á uppleið eftir mikla þrautagöngu vegna kór- ónuveirunnar. Síðasta helgi var sú stærsta frá því veiran lét á sér kræla hér á landi. „Síðustu tvær helgar sýna það greinilega að landsmenn hafa beðið óþreyjufullir eftir að komast í kvik- myndahús en fyrri helgina mátti sjá 166% fjölgun á gestum í kvikmynda- húsum landsins. Síðastliðna helgi bætti svo um betur en 61% fjölgun var á gestum frá undanfarinni helgi,“ sagði í tilkynningu frá Frísk, félagi rétthafa í sjónvarps- og kvik- myndaiðnaði. Samkomutakmarkanir höfðu mik- il áhrif á kvikmyndahús en auk þess hefur úrval mynda til sýninga verið talsvert minna en jafnan vegna ákvörðunar erlendra kvikmynda- framleiðenda að fresta frumsýning- um nýrra kvikmynda sökum ástandsins í heiminum. Þetta breyt- ist nú hratt. Fimm myndir hafa verið frumsýndar síðustu tvær helgar, þar með talin Saumaklúbburinn. „Aðsóknin hefur aukist með þess- um nýju myndum. Hollywood er bú- in að opna og þá opnast hjá okkur í leiðinni. Ekki er svo verra að fá líka nýja íslenska mynd,“ segir Konstan- tín. Samkvæmt upplýsingum frá Frísk voru stórmyndirnar A Quiet Place Part 2 og Cruella frumsýndar í lok maí. Um liðna helgi bættust svo við hrollvekjan The Conjuring: The Devil Made Me Do It og teiknimynd- in Croods: Ný öld. Þessar myndir voru þær vinsælustu á landinu ásamt Saumaklúbbnum. Ríflega 3.600 manns sáu Saumaklúbbinn um frum- sýningarhelgina ef forsýningar eru taldar með. Landsmenn leita á náðir hvíta tjaldsins á ný - 3.700 á Saumaklúbbinn fyrstu helgina Saumaklúbburinn Íslensk gaman- mynd sem þykir vel heppnuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.